Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 14
Eðalbakkelsi n Lofið í dag fær bakaríið í Álf- heimum en ánægður viðskiptavin- ur sendi eftirfarandi: „Ég vil fá að hrósa bakaríinu í Álfheimum sem heitir reyndar því vonda nafni Pas- sion. Burt séð frá nafninu þá er hægt að fá þar eðalbakkelsi og þjónustan þar er til fyrirmyndar. Auk þess eru snúðar með alvörusúkku- laði algjör nauðsyn fyrir allar nýbakaðar mæður,“ segir þessi nýbakaða móðir sem segist leggja á sig langan göngutúr með vagninn til að næla sér í slíkan snúð. Ilmandi heimili Það vilja allir eiga vellyktandi heimili en hægt er að búa til eigin ilmgjafa og lyktarhreinsi úr olíum og fleiri náttúrulegum efnum. Á heilsubank- inn.is segir að hægt sé að nota ýmsar olíur sem ilmgjafa en hægt er fá þær í heilsubúðum, lyfjaverslunum og víðar. Gæta þarf þess að olían sé 100 prósent hrein og ráðlagt er að nota hana í hófi þar sem slíkar olíur geta ert húðina. Gott ráð er að setja einn dropa af hreinni ilmolíu á ljósaperu en þegar kveikt er á perunni dreifist lyktin um herbergið. Eins er hægt að setja nokkra dropa í skál með vatni og leggja hana á ofn. Að lokum er mælt með því að setja fimm til tíu dropa í tvo bolla af vatni. Það er síðan sett í úðabrúsa og þá er maður kominn með fyrirtaks ilmsprey. Villandi auglýsing n Lastið að þessu sinni fær Húsa- smiðjan sem auglýsti 30 prósenta afslátt af snjósleðum og -þotum um daginn. „Ég fór með barnið mitt sér- ferð þangað til að kaupa eina slíka eftir að ég sá auglýsinguna. Þegar þangað var komið fékk ég að vita að engar þotur væru á þessu tilboði í risastórri verslun Húsasmiðjunn- ar í Reykjavík heldur einungis í nokkrum búðum úti á landi. Ein tegund af þotum var til og sú var ekki á til- boði,“ segir konan sem segir auglýsinguna hafa ver- ið villandi. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS LOF&LAST Engin hreinsiefni á marmara Bletti á marmaraplötum eða mósaíkgólfi má ekki þvo með sápu og hreinsiefnum. Þetta má lesa á nattura. is en þar má finna ýmis náttúruleg og góð húsráð og þar má finna ráð um hvernig þrífa má slíka bletti. Þar segir að best sé að nota sítrónusafa og nudda honum á blettina. Safinn skal síðan þveginn af með vatni. Einng er hægt að bæta svolitlu salti á sítrónubörkinn og nudda með honum. 14 | Neytendur Umsjón: Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 21. mars 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 227,9 kr. Verð á lítra 233,8 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 227,7 kr. Verð á lítra 233,6 kr. Verð á lítra 228,9 kr. Verð á lítra 233,8 kr. Verð á lítra 227,6 kr. Verð á lítra 233,5 kr. Verð á lítra 227,7 kr. Verð á lítra 233,6 kr. Verð á lítra 227,9 kr. Verð á lítra 233,8 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð „Eins og mörg ykkar vita, höfum við [...] verið að vekja athygli á því fæði, eða réttara sagt fóðri, sem við- gengst í skólum borgarinnar. Ég segi viðgengst af því að það sem þar er í boði er yfirleitt ekki boðlegt. Sérstak- lega ekki börnum sem eru að vaxa og dafna,“ segir á heimasíðu Sigur- veigar Káradóttur. Sigurveig hefur, ásamt Margréti Gylfadóttur og Sig- urrós Pálsdóttur, reynt að vekja at- hygli foreldra og yfirvalda á óhollum mat í skólamötuneytum. Þær eru all- ar venjulegar mæður sem voru með börn í sama leikskóla og nú í sama grunnskóla. Höfuðmáltíðin samanstendur af óhollustu Þær gerðu óformlega könnun á þeim mat sem boðið er upp á í skólum borgarinnar og komust að því að oft- ar en ekki er hann alls ekki eins hollur og foreldrar halda. „Salt, reykt, stút- fullt af aukaefnum, forsteikt, innflutt og pakkasúpur (þar á meðal stafa- súpa og kakósúpa... vissi ekki að það væri ennþá til, hvað þá í boði í skól- um!).“ Þær segja að þessi matvæli séu alltof oft á matseðlinum og benda foreldrum á að láta ekki blekkjast þó svo að á matseðlinum standi að ávextir og grænmeti séu í boði. Það vegur ekki upp þá óhollustu sem höf- uðmáltíðin samanstendur af. Hugsa þarf matarmálin upp á nýtt Þær segja að vandinn sé margþætt- ur og í rauninni ekki hægt að benda á einhvern einn í því máli. Þær upp- lifi þetta á þann hátt að allt kerfið líti á mötuneytin sem eitthvað sem verði að vera en vilji þó lítið af þeim vita. Að þau séu þarna af illri nauðsyn. Hugsa þurfi matarmál skólanna alveg upp á nýtt. Börnin séu núorðið í skólanum stóran hluta dagsins og læri þar siði sem fylgja þeim út í lífið. Eins benda þær á að fullorðið fólk geri síauknar kröfur varðandi hvað það lætur inn fyrir sínar varir en hugsi á sama tíma lítið um hvað börnin þeirra borða. „Við erum að ala upp fólkið sem á að taka hér við landinu og það er sorg- legt til þess að hugsa að kannski er sú kynslóð sem nú vex úr grasi sú fyrsta í langan tíma sem mun lifa skemur en foreldrarnir. Það er alvarlegt mál og í raun forkastanlegt að ekki skuli tekið á málunum af meiri festu.“ Ekki farið eftir viðmiðum Lýðheilsustöð gefur út bækling sem á að vera viðmið fyrir skólaeldhús en þær segja að svo virðist vera að ekki sé farið eftir þeim. Það sé algjör- lega farið á mis við viðmiðin eða þau sveigð á alla kanta. „Maður spyr sig hvernig hægt sé að flokka afurð eins og fisk nagga sem fisk og láta það gott heita? Hversu mikill fiskur er á end- anum að fara ofan í börnin þegar þau fá samþjappaðan marning sem velt er upp úr raspi? Viljum við að börn- in okkar fari að líta á þess háttar afurð sem fisk? Það sama má segja um kjöt- afurðirnar. Getum við kallað svikinn héra úr kjötfarsi kjöt?“ Eins segja þær að það vanti verulega upp á að fylgst sé með því hvort mötuneytin farið eftir viðmiðum Lýðheilsustöðvar. Margir hafa ekki efni á heitum mat Aðspurðar segja þær að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að öll börn fái heit- an mat heima hjá sér á kvöldin. Nú n Þrjár mæður hafa reynt að opna augu foreldra og borgaryfirvalda varðandi skólamat n Maturinn í skólamötuneytum sé oft ekki boðlegur n Vandinn liggi í kerfinu en ekki hjá kokkunum n Taka eigi á málinu af mun meiri festu BÖRN FÁ ÓHOLLAN MAT Í SKÓLANUM Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Margþættur vandi Mæðurnar þrjár segja að hugsa þurfi matarmál skólanna alveg upp á nýtt. MYND RÓBERT REYNISSON „ ...það er sorglegt til þess að hugsa að kannski er sú kynslóð sem nú vex úr grasi sú fyrsta í langan tíma sem mun lifa skemur en foreldrarnir. Skólamötuneyti Rammasamningar gera það að verkum að kokkar ráða ekki hvaðan hráefnið er keypt. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.