Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 2
hafði hún hætt störfum hjá FL Gro- up. Starfslok hennar vöktu mikla athygli og umtal og tók Hannes Smárason við af henni. Í stað Ragnhildar er talað um að Jakob Sigurðsson, aðstoðarforstjóri hjá deCode og fyrrverandi landsliðs- maður í handknattleik, komi til starfa hjá plastframleiðandanum en Jakob er stjórnarmaður í félaginu í dag. „Ragnhildur Geirsdóttir hefur ósk- að eftir að láta af störfum forstjóra en býður sig fram í stjórn félagsins. Höf- um rætt við Jakob Sigurðsson vegna forstjórastarfsins – hann er að hugsa málið en er nokkuð spenntur.“ 2 | Fréttir 21. mars 2011 Mánudagur Fjárfestingarfélagið Horn, sem er í eigu Landsbankans, hefur skrifað undir samning þess efnis við eign- arhaldsfélgagið Atorku að Horn eignist alla hluti þess í plastfram- leiðslufyrirtækinu Promens. Fyrir átti Horn 12 prósenta hlut í félaginu á móti 74 prósenta hlut Atorku. Í stað hlutabréfanna í Promens af- salar Horn sér hlutabréfum sínum í Atorku. Kröfuhafar Atorku, með- al annars Nýi-Landsbankinn og Ís- landsbanki, samþykktu nauða- samninga félagsins í árslok 2009. Í nauðasamningunum fólst meðal annars að kröfum lánardrottnanna var breytt í hlutafé í Atorku. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fundargerð frá stjórn Horns frá því lok febrúar síðastliðinn. Höfund- ur fundargerðarinnar er Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns. Með kaupunum verður Horn ráðandi hluthafi Promens, verð- mætustu eignar Atorku. Promens er alþjóðlegt íslenskt fyrirtæki á sviði plastframleiðslu og starfrækir 47 starfstöðvar í Evrópu, Norður-Am- eríku, Afríku og Asíu. Hjá fyrirtæk- inu starfa rúmlega 4.000 þúsund manns. Ragnhildur Geirsdóttir, sem áður var forstjóri FL Group, er forstjóri Promens. Eignir Promens voru metnar á tæplega 118 milljónir evra í árslok 2009, eða sem svarar rúmum 20 milljörðum króna. Beðið eftir Samkeppniseftir- litinu Í fundargerð Horns kemur fram að búið sé að skrifa undir kaupsamn- inginn, svokallaðan makaskipta- samning við Atorku, en að beðið sé eftir svari frá Samkeppniseftirlitinu um hvort stofnunin heimili kaupin. „Höfum skrifað undir makaskipta- samning við Atorku vegna kaupa okkar á Promens og tengdum eign- um. Búnir að senda til samkeppnis- eftirlitsins. Erum að bíða eftir svari lánveitenda Promens. Stjórn Horns þarf að samþykkja samninginn til að hann taki gildi.“ Kaup Horns á fé- laginu eru því háð ákveðnum fyrir- vörum. Af fundargerðinni að dæma telja forsvarsmenn Horns hins vegar að Samkeppniseftirlitið heimili kaupin á Promens. „Þurfum að athuga með samsetningu nýrrar stjórnar um leið og samkeppniseftirlitið heim- ilar kaupin.“ Vilja skipta stjórnarformann- inum út Í fundargerðinni kemur fram að Horn vilji breyta stjórn Promens þar sem stjórnin sé ekki mjög virk. „Núverandi stjórn Promens er ekki mjög virk þar sem stjórnarformað- ur félagsins gefur sér engan tíma í verkefnið.“ Núverandi stjórnarfor- maður Promens er Steinþór Ólafs- son, fyrrverandi forstjóri plastfram- leiðands Sæplasts á Dalvík sem var fyrirrennari Promens. Um hann segir í fundargerðinni: „Hefur ekki mætt á fundi undanfarið og misst af nokkrum mikilvægum fundum.“ Segir Hermann að ekki sé heppi- legt fyrir Promens að stjórnarfor- maður félagsins sé ekki mjög virk- ur. „Óheppilegt fyrir félagið að vera með áhugalítinn stjórnarformann. Legg til að við óskum eftir að ég taki við hlutverki stjórnarformanns þar sem mjög aðkallandi verkefni eru á borði stjórnar þessa dagana sem þarf að fylgja vel eftir.“ Ragnhildur hættir – tekur Jakob við? Þá kemur fram að Ragnhildur Geirsdóttir ætli sér að hætta störf- um sem forstjóri Promens en hún hefur stýrt félaginu frá því í janú- ar 2006. Nokkrum mánuðum áður „Óheppilegt fyrir félagið að vera með áhugalítinn stjórnarformann. Legg til að „ég taki við hlutverki stjórnarformanns“ n Horn ætlar að kaupa Promens af Atorku n Á fyrir 12 prósent í félaginu n Promens er alþjóð- legt plastframleiðslufyrirtæki n Framkvæmdastjóri Horns vill verða stjórnarformaður Promens n Ragnhildur Geirs- dóttir hættir hjá Promens Ragnhildur hættir Ragnhildur Geirsdóttir mun hætta hjá Promens. Horn hefur skrifað undir samning við Atorku um yfirtöku á plastframleiðandanum. Framleiðir alls kyns plastvörur Promens framleiðir alls kyns plastvörur, meðal annars fiskikör. Rúmlega 4.000 manns starfa hjá fyrir- tækinu sem var stærsta eign Atorku. Samningurinn við Atorku Makaskiptasamningurinn við Atorku gengur út á það að Horn eignist hluta- bréf Atorku í Promens, skuldabréf sem Atorka á í Promens og fasteign á Dalvík sem notuð er í starfsemi Promens. Í staðinn eignast Atorka hlutabréf Horns, Nýja-Landsbankans, í Atorku að fjárhæð 1,5 milljarðar króna að nafnverði. Skuldabréf sem Nýi-Landsbankinn á á hendur Atorku að fjárhæð tæplega 1,7 milljarðar króna er sömuleiðis framselt til Atorku auk skuldabréfs upp á tæpar 30 milljónir króna. Eftir þessi viðskipti eiga Landsbanki Íslands eða Horn engar frekari kröfur á hendur Atorku sam- kvæmt kaupsamningnum sem DV hefur undir höndum. Hlutabréfin í Promens, sem eru mikils virði, fara hins vegar yfir til Horns upp í skuldir Atorku við Lands- bankann. Kröfur í bú Atorku námu 56 milljörðum króna og þurftu kröfuhafar að afskrifa um 35 milljarða af kröfum sínum á hendur félaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.