Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 21. mars 2011
Ísbjörninn Knútur hneig niður á laugardag og drapst:
Knútur var þunglyndur
Ísbjörninn Knútur, sem er án vafa
frægasti ísbjörn í heimi, drapst á laug-
ardag. Knútur, sem varð fjögurra ára í
desember, hneig niður í dýragarðinum
í Berlín fyrir framan augu fjölmargra
gesta. Ekki er enn vitað hvað olli dauða
Knúts en vonast er til að krufning geti
varpað ljósi á hinn dularfulla dauð-
daga bjarnarins.
Knútur var staddur einn á ísbjarna-
svæði dýragarðsins en hinir birnirn-
ir, Katyusha, Nancy og Tosca, sem er
jafnframt móðir Knúts, höfðu þá þegar
verið lokaðir af í búrum sínum. Starfs-
fólk dýragarðsins, sem og gestir, voru
í miklu uppnámi eftir skyndilegan
dauða Knúts. Klaus Wovereit, hinn lit-
ríki borgarstjóri Berlínar, gat ekki leynt
sorg sinni í viðtali við Berliner Zeitung.
„Þetta er hræðilegt. Hann átti sérstak-
an stað í hjörtum okkar allra. Hann var
stjarnan í dýragarðinum í Berlín.“
Knútur öðlaðist heimsfrægð sem
lítill krúttlegur ísbjarnarhúnn sem
varð eftirlæti allra í dýragarðinum í
Berlín. Móðir hans hafnaði honum
þegar hann var nýkominn í heiminn
og var Knútur því alinn upp af starfs-
fólki dýragarðsins. Þar fór fremstur
Thomas nokkur Dörflein sem gekk
Knúti í móðurstað. Hann gaf honum
reglulega mjólk úr pela sem þótti ein-
staklega krúttlegt sjónarspil. Skyndi-
lega voru stofnaðir aðdáendaklúbbar
fyrir ísbjarnarhúninn um víða veröld,
meðal annars í Japan og í Bandaríkj-
unum. Dörflein lést árið 2008 á dular-
fullan hátt, en hann var aðeins 44 ára
að aldri. Talið er víst að fráfall Dörfleins
hafi haft mikil áhrif á Knút, en heilsu
hans fór talsvert að hraka í kjölfar and-
láts Dörfleins. Knútur var talinn þjást
af þunglyndi og einnig var greinilegt að
hinir birnirnir lögðu hann í einelti.
Einelti
Þekkir þú einhvern sem hefur
orðið fyrir einelti í grunnskóla?
Fullum trúnaði heitið.
Hvort sem er í nútíð
eða fortíð?
Leggðu baráttunni gegn einelti
lið með því að taka þátt
í stuttri könnun.
Sendu tölvupóst á :
eineltiumalltland@gmail.com
og óskaðu eftir þátttöku.
„Við lofum ykkur löngu stríði,“ sagði
Muammar al-Gaddafi, leiðtogi Líbíu,
í sjónvarpsávarpi til líbísku þjóðar-
innar á laugardag. Tilefni ávarpsins
var sprengjuárásir bandamanna sem
hófust á laugardag þegar franskar
herþotur vörpuðu sprengjum á val-
in skotmörk nálægt hafnarborginni
Bengasi sem hefur verið höfuðvígi
uppreisnarmanna í Líbíu. Frönsku
herþoturnar eyðilögðu skriðdreka og
brynvarðar bifreiðar stjórnarsinna
sem höfðu verið að færa sig nær
Beng asi með hverjum degi. Frétta-
stofan AP sagði frá því að uppreisn-
armenn hefðu verið þakklátir og að
frönsku herþoturnar hefðu komið á
síðustu stundu.
Á sunnudagsmorgun hófust síð-
an sprengjuárásir Bandaríkjamanna
og Breta, en markmið þeirra var að
eyðileggja loftvarnakerfi líbíska hers-
ins. Flugvellir sem og líbískar herþot-
ur voru sprengdar á jörðu niðri. Mike
Mullen, aðmíráll í bandaríska sjó-
hernum, sagði við fréttastöðina NBC
á sunnudag, að sprengjuárásin hefði
skilað árangri og að nú væri enga líb-
íska herþotu að sjá.
Ályktun 1973
Árás bandamanna kemur í kjölfar
fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna á fimmtudag þar sem ályktun
númer 1973 var samþykkt. Ályktunin
kvað á um að koma þyrfti á flugbanni
yfir Líbíu og jafnframt að hlutaðeig-
andi ríki myndu „beita öllum mögu-
legum úrræðum, fyrir utan hernám,
til að vernda almenning í Líbíu.“ Það
voru 10 ríki af 15 sem samþykktu
ályktunina en fimm ríki sátu hjá. Þar
á meðal voru Þjóðverjar sem hafa
ítrekað að þeir ætli ekki að senda
herlið til Líbíu. Guido Westerwelle,
utanríkisráðherra Þýskalands, sagði
að þrátt fyrir að Þjóðverjar hefðu
setið hjá í atkvæðagreiðslunni væru
þeir hlynntir íhlutun bandamanna
svo lengi sem Gaddafi hyrfi frá völd-
um. Hann tilkynnti einnig að Þýska-
land myndi leggja fram fimm millj-
ónir evra til enduruppbyggingar og
til aðstoðar líbískum flóttamönn-
um. Ríkin sem taka þátt í aðgerðum
bandamanna eru Bandaríkin, Bret-
land, Kanada, Frakkland og Ítalía.
Gaddafi gefst ekki upp
Í sjónvarpsávarpi sínu á laugardag
var Gaddafi ekki á þeim buxunum
að gefast upp. „Við munum berjast,
tommu fyrir tommu,“ sagði hinn
sjóaði leiðtogi. Strax eftir að álykt-
un 1973 var samþykkt á fimmtudag
sendi Gaddafi öryggissveitum sínum
opinbera skipun um að leggja nið-
ur vopn sín. Uppreisnarmenn tjáðu
hins vegar fjölmiðlamönnum í Beng-
asi að þetta hefði bara verið yfirskin,
menn Gaddafis notuðu vopn sín
ennþá óspart.
Sprengjuárás Bandaríkjamanna
á sunnudag var mjög umfangsmik-
il. Kafbátar og herskip skutu alls 110
stýriflaugum af gerðinni Tomahawk
á valin skotmörk nálægt höfuðborg-
inni Trípólí, Bengasi og einnig borg-
inni Misrata í vesturhluta landsins.
Yfirvöld í Líbíu sögðu að 64 hefðu
fallið í árásinni og að minnsta kosti
150 væru alvarlega særðir. Þessar töl-
ur fengust þó ekki staðfestar.
n Sameiginlegt herlið vesturvelda hóf
sprengjuregn á Líbíu á laugardag n Upp-
reisnarmenn segja að hjálpin hafi borist á
síðustu stundu n Gaddafi ætlar að berjast
til síðasta manns
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„Við lofum ykkur
löngu stríði.
SPRENGJUM
RIGNIR Í
LÍBÍU
Sprengjur á loft Bandaríska her-
skipið USS Preble skýtur Tomahawk-
eldflaug á loft á sunnudag.
Sorg í Berlín Gestir dýragarðsins í Berlín
keppast við að leggja blóm hjá ísbjarna-
svæðinu þar sem Knútur bjó.
De Niro ber vitni
Bandaríski stórleikarinn Robert De
Niro þurfti að mæta í dómsal í síð-
ustu viku til að bera vitni gegn konu
sem er sökuð um að hafa dregið sér
háar upphæðir sem fengust við sölu
á listaverkum Roberts De Niro eldri,
föður leikarans geðþekka. Leigh
Morse heitir konan og er henni
gefið að sök að hafa stungið um 50
þúsund dölum undan þegar hún
seldi tvö verk De Niro. Robert De
Niro eldri átti velgengni að fagna
sem málari. Listasafn Íslands sýndi
nokkur verk kappans sumarið 2009,
í samfloti við verk Nínu Tryggvadótt-
ur og Louisu Matthíasdóttur. Þau
voru miklir vinir og lærðu tökin hjá
listmálaranum Hans Hoffmann.
Evrópuþingmaður
segir af sér
Ernst Strasser, fyrrverandi innan-
ríkisráðherra Austurríkis, hefur
sagt af sér þingmennsku í Evr-
ópuþinginu. Afsögn hans kemur
í kjölfar blaðagreinar þar sem
komst upp um stórfellda spill-
ingu af hálfu Strassers. Blaða-
maður fékk hann til að ljóstra upp
um tekjur sínar sem nema um 80
milljónum króna og eru tilkomnar
vegna lagafrumvarpa sem voru
skrifuð upp af fjármálafyrirtækj-
um og bönkum. Flest voru sam-
þykkt og sneru að því að minnka
eftirlit með fjármálastarfsemi.