Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 12
12 | Úttekt 9. maí 2011 Mánudagur „Sumir munu eflaust segja að öllu megi nú nafn gefa þegar ég segi að ég álíti barnið mitt vera matarfíkil en það er nú bara þannig að börn glíma við þessa fíkn rétt eins og fullorðnir,“ segir Anna Sigríður Jónsdóttir. Anna Sigríður er móðir ellefu ára stúlku sem glímir við matarfíkn og hún er ekki sú eina. Um þessar mundir er verið að opna sérdeild á Landspít­ alanum fyrir of þung börn. Ástæðan er einfaldlega sú að mörg börn eru í vanda. Tæp tuttugu prósent níu ára barna eru of þung og tæp fimm pró­ sent þeirra eru of feit. Offita er helsta og alvarlegasta vandamál 21. ald­ arinnar og tíðni hennar hefur farið ört vaxandi bæði í hinum vestræna heimi sem og í þróunarlöndunum. Dóttir Önnu Sigríðar, Elín Björg Eyjólfsdóttir, er ein þeirra sem glím­ ir við offitu. Hún hefur verið of þung frá því að hún var svona fimm ára gömul. Það varð að vandamáli þeg­ ar hún varð sjö ára og smám saman hefur vandinn undið upp á sig. Níu ára gömul var hún 57 kíló á meðan meðal níu ára stelpa er um 30 kíló. Tveimur árum síðar voru kílóin 67. Þess má reyndar geta að Elín Björg hefur alltaf verið hávaxin, en engu að síður of þung miðað við hæð. Smituðust af matarfíkninni Anna Sigríður er sjálf matarfíkill og segir nú söguna af því hvern­ ig hennar eigin fíkn mótaði börnin. Hún á fjögur og telur að þrjú þeirra séu efni í matarfíkla. „Þau hafa stöð­ uga löngun í mat og eru sólgin í fæði sem kallar svona á mann. Enda bar heimilislífið þess merki að ég var í ofáti. Ég keypti þannig inn og bauð upp á miklu meira en ég geri í dag því mín hugsun var alltaf sú að ég ætti nóg. Auðvitað lá það fyrir börn­ unum. Neysluvenjur þeirra mótast af neysluvenjum mínum. Allir skápar voru fullir af kexi og fæðan var mjög kolvetnarík. Pasta, kartöflur og hrísgrjón svöluðu minni fíkn á sínum tíma og það var auð­ vitað í matinn. Eins var miklu meira sælgæti og snakk í boði því þegar ég var sjálf að borða þetta keypti ég heilu kassana af einhverjum bitum og risapoka af einhverju narti. Börn­ in sáu það og komust í þetta. Stund­ um bauð ég þeim upp á þetta því ég varð að svala minni fíkn. En þetta er ekki í boði lengur. Núna eru nammi­ dagar einu sinni í viku og ekkert um­ fram það nema það komi eitthvað sérstakt til.“ Átök um mataræðið Þegar hún tók síðan á eigin vanda og ætlaði að breyta matarvenjum barnanna um leið voru þau ekki til­ búin til þess. Átök mynduðust á heimilinu og þau ágerðust bara. Sér­ staklega á milli Önnu Sigríðar og Elínar Bjargar. „Ég reyndi að koma ofan í hana mat sem hún þvertók fyrir að borða. Hún vildi helst borða kolvetni og sterkju. Það var ekki hægt að bjóða henni upp á neitt annað en brauð, pasta og þessi unnu kol­ vetni. Hvíti sykurinn var líka vinsæll, hún vildi hafa allt sætt og sykrað. Hvorki ávextir né grænmeti voru á vinsældar listanum. Hún gaf sig ekki og sagði stund­ um að ef hún fengi ekki það sem hún vildi myndi hún ekki borða neitt og lokaði sig síðan af. Oft endaði þetta með því að við fórum báðar í vont skap og stóðum jafnvel í hávaðarifr­ ildi. Til að losna við þessi átök hef ég mataræðið einfalt. Ég ber ekki eitt­ hvað á borð sem ég veit að hún borð­ ar ekki og er aðeins til þess fallið að valda deilum. Mér finnst það ekki þess virði að standa í þessum hörðu deilum.“ Huggaði sig með mat Á tíunda aldursári Elínar Bjargar fluttu þær mæðgur til Reykjavík­ ur þar sem þær bjuggu í eitt ár. Elín Björg eignaðist fáa vini og lokaði sig af. „Hún var rosalega döpur. Einu skiptin sem hún varð glöð var þegar hún mátti fá eitthvað gott að borða. Ég sá hvernig hún notaði mat til þess að hugga sig um leið og á sama tíma hætti hún að fara út að leika sér og hreyfa sig. Það var átakanlegt að horfa á þetta,“ segir Anna Sigríður sem þekkir það sjálf að nota mat sem huggun. Hún vissi því hvað dóttir hennar var að ganga í gegnum. Hún reyndi allt hvað hún gat til þess að höfða til skynsemi dóttur sinnar og fá hana til þess að snúa við blaðinu. En ekkert gekk. Þvert á móti jókst vandinn, dóttir hennar fór að stelast í mat og fela það. „Ég sá hvað hún var að gera því ég veit hvernig maður fer að. Þetta stefndi í stórvanda. Hún var alveg hömlu­ laus í átinu, það mætti lýsa því sem óhemjugangi. Fólk sem ekki þekkir til skilur þetta ekki.“ Óttaðist að fá ekki nóg Ekki leið á löngu þar til Anna Sigríður áttaði sig á því að dóttir hennar glímdi við matarfíkn. „Barnið mitt er matarfíkill. Taktarnir voru svo greini­ legir. Hún hafði stöðuga löngun í mat og gat ekki stoppað. Ef eitthvað gott var á boðstólum gat hún aldrei far­ ið frá borðinu fyrr en allt var búið og hún lagði allt kapp á að fá sem mest áður en það kláraðist. Hún óttaðist að fá ekki nóg. Allt eru þetta einkenni matarfíknar. Ég sá það líka í afmælum og víðar þar sem krakkar voru samankomnir að veitingarnar skiptu hana meira máli en hina krakkana. Hún ein­ blíndi alltaf á það hvað væri í boði á meðan hinir krakkarnir komu bara að borðinu til þess að borða og voru svo farnir að leika sér. Hún kom aft­ ur á móti aftur og aftur að borðinu til þess að fá meira.“ Strítt á þyngdinni Eftir ítrekaðar tilraunir til þess að grípa inn í og breyta mynstrinu gafst Anna Sigríður upp í fyrra og leitaði eftir aðstoð. „Mér fannst ég varnar­ laus. Hún hlustaði ekki á mig og því meira sem ég reyndi að hjálpa henni því öflugri varð mótþróinn og hún tróð meiru í sig. Þannig að ég varð að fá hjálp. Hún var orðin 67 kíló og þetta var komið í óefni. Ég sagði henni að ástandið gæti verið hættulegt og fékk hana til þess að fara til barnalæknis sem var sérfræðingur í innkirtlastarf­ semi, ræða við hann og fá stuðning. Hann tók rosalega vel á móti henni og það var ákveðið að hún myndi halda þyngdinni í skefjum á meðan hún væri að stækka. Hún þyrfti ekki að léttast en mætti ekki þyngjast. Hún var jákvæð fyrir þessum til­ mælum því henni var farið að líða mjög illa. Þyngslin voru farin að setja mark sitt á hana bæði andlega og líkamlega. Henni var strítt á því að vera fitubolla. Strákarnir uppnefndu hana og stelpurnar gjóuðu augunum til hennar og hvísluðust á þegar þær voru í sundi eða leikfimi. Ég var hörð á því að hún ætti alltaf að fara í sturtu eftir leikfimi en hún var farin að finna alls konar afsakanir til að sleppa því. Hún fann alveg hvernig hún ein­ angraðist því hún lokaði sig af og vildi helst fá að vera í friði. Á þessum tímapunkti var hún tilbúin til þess að gera allt til þess að breyta þessu.“ Henni líður betur Síðan eru liðnir tíu mánuðir. Á þess­ um tíu mánuðum hefur hún ekki þyngst, bara hækkað og það um tíu sentímetra. Að sögn læknisins henn­ ar jafngildir það því að missa tíu kíló. „Það er stórmunur á henni, enda er hún alltaf að fá að heyra það hvað hún líti vel út. Henni líður miklu bet­ ur og það er miklu auðveldara að vera til. Hennar félagslega bakland er sterkara. Þótt ég tönnlist sífellt á því að allir eigi að vera vinir er það nú samt þannig að lífið er auðveldara þegar hún er samþykkt af hópnum og sker sig ekki úr að einhverju leyti. Hún tekur þátt í öllum íþróttum og útileikjum og það er náttúrulega léttara að hlaupa yfir völlinn núna. Annars er allt orðið miklu léttara og við leggjum báðar áherslu á að hafa þetta jákvætt og skemmtilegt. Enda finnst mér þetta allt hafa lagast mik­ ið.“ Út með ávaxtasafann Eitt af því sem læknirinn ráðlagði Elínu Björgu var að hætta að drekka ávaxtasafa. Jafnvel þótt hann sé nátt­ úrulegur og án viðbætts sykur er mikill náttúrulegur sykur í honum sem getur haft áhrif á þyngd barna. Annað ráð var að þamba glas af köldu vatni þegar hungrið sækir að á milli mála. „Hún var alltaf svöng og vildi gjarna fá matarbita á milli mála. Stundum var hún orðin verulega óþolinmóð klukkutíma fyrir kvöld­ mat. En kalda vatnið slær á hungur­ tilfinninguna svo hún getur þá beðið fram að kvöldmat.“ Auk þess gætir Anna Sigríður þess vel að eiga ekkert nasl í skápunum. „Hún ræður ekki við það. Hún á enn sína daga þar sem hún dettur í það ef svo má segja. Hún er svo sólgin í mat. Þetta er erfitt og ég þarf að standa fast á mínu. Þar sem börnin hafa þetta í sér þarf ég að hafa fyrir matartíman­ um, hugsa hverja máltíð, undirbúa hana og vanda mig. Ég get ekki bara hent einhverju frá mér af því að það er þægilegt. Þar fyrir utan þarf ég að skera niður ávexti og grænmeti og bera það fram svo þau borði það. Þau fá sér ekki ávexti og grænmeti sem er inni í ísskáp.“ Í fötum af mömmu Áður en þau settu sér markmið gekk læknirinn úr skugga um að það væri ekkert líffræðilegt að Elínu Björgu. Svo var ekki. „Þá vissum við að það var bara of mikið sett í sig. Enda borðaði hún á við fullorðna mann­ eskju þegar henni fannst eitthvað gott og kepptist við að fá ekki minna en aðrir. En ef hún fer fram á meira en góðu hófi gegnir minni ég hana á eitthvað jákvætt og skemmtilegt varðandi ár­ angurinn sem hún er búin að ná. Eins og það hvað það var gaman síðast þegar við fórum að kaupa föt á hana. Áður fyrr þurftum við oft að fara í konudeildina til þess að finna föt á hana því barna­ og unglingaföt pössuðu henni ekki. Eins gekk hún gjarna í fötum af mér sem hentuðu henni ágætlega og henni leið vel í. Það er ekkert voðalega gaman þegar maður er ellefu ára,“ segir Anna Sig­ ríður og bætir því við að hún hafi líka tekið það nærri sér. Skelfilegt að sjá barnið þyngjast En þótt árangurinn sé umtalsverður er þráhyggjan enn til staðar. Sama hvaða tíma dags Elín Björg kemur heim spyr hún alltaf strax hvað sé í matinn í kvöld. Allri vikunni eyðir hún svo í að skipuleggja nammidag­ ana á laugardögum. Stundum hverf­ ur matur úr skápunum án ummerkja. „Þá veit ég að hún er að gleypa í sig í laumi,“ segir Anna Sigríður sem bað dóttur sína um að sleppa laumu­ spilinu og segja frekar frá því þegar hún fær sér eitthvað í leyfisleysi. „Í staðinn lofaði ég að skamma hana ekki eins og hún óttast. Ég átti það til hér áður fyrr að detta í niðurrifsstarfsemi því mér sveið það hvað hún var þung. Mér leið skelfi­ lega með að sjá hana blása út. Líka af því að ég veit af eigin reynslu hvað því fylgir mikil vanlíðan. Þannig að ég skammaði hana stundum og sagði að hún yrði bara feitari ef hún héldi áfram að borða svona mikið. Það hafði náttúrulega öfug áhrif og hún borðaði meira.“ Þakklát fyrir hvern dag En svo þurfti ekki meira til að snúa ferlinu við en heimsókn til lækn­ is sem hvatti Elínu Björgu áfram og studdi hana í þessari baráttu. „Það var þvílíkur léttir. Öll samskipti urðu auðveldari því hún er meðvituð um ástandið og vill snúa við blaðinu. Um leið fær hún klapp á bakið og hrós fyrir dugnaðinn.“ Núna er tíminn til aðgerða því Elín Björg er enn ung og undir verndarvæng móður sinnar. Anna Sigríður segir að því feitari sem börn séu í æsku því meiri hætta sé á að þau glími við offitu á fullorðinsár­ um. Hún þakkar því fyrir hvern dag, hverja viku og hvern mánuð sem Elín Björg er í góðum málum. „Ég vona að þegar hún verður eldri og fer að eiga meiri pening að hún nýti sér það sem hún hefur lært og missi ekki tök­ in. Það gæti gerst því þráhyggjan er rosaleg. Það er ekkert auðvelt að tak­ ast á við þetta.“ Ný eining á spítalanum vegna vandans Undir það tekur Ragnar Bjarnason læknir á Landspítalanum. Á fjárlög­ um ríkissjóðs er fjárveiting til þess að stofna nýja einingu á Landspít­ alanum fyrir of feit börn. Er þetta eina nýja fjárveitingin til Landspítal­ ans þar sem annars var skorið niður um 6,6 milljarða á árunum 2009 og 2010. Ástæðan er sú að offita barna er raunverulegur vandi á Íslandi sem verður að bregðast við. Enda skil­ greinir Alþjóðaheilbrigðismálastofn­ unin offitu sem sjúkdóm vegna þess hve margvíslegar og alvarlegar af­ leiðingar hún hefur á heilsu og lífs­ gæði fólks. Hefur hjálpað hundrað börnum „Ég hef áhyggjur af stöðunni,“ segir Ragnar en hann hefur undanfarin sex ár unnið mikið að því að finna réttu leiðina til þess að meðhöndla þessi börn og fjölskyldur þeirra. Á þeim tíma hefur hann sinnt hundr­ að fjölskyldum og vísað fjölmörg­ um frá. „Þar sem við vorum að vinna að þessari rannsókn höfðum við ekki bolmagn til að taka á móti fleirum.“ Tilviljun réð því að Ragnar helg­ aði sig þessu starfi en vandinn var engu að síður augljós sem og skortur á úrræðum. „Við vorum í vandræð­ um með þessi mál. Niðurstaða rann­ sóknarinnar er aftur á móti jákvæð þar sem okkur tókst að sýna fram á að við getum vel gert eitthvað með atferlismeðferð og hvatningu.“ Eftir sex ára baráttu fær Ragnar því loksins fjármagn til þess að sinna þessu almennilega og teymi sem er skipað sálfræðingi, hjúkrunarfræð­ ingi og næringarráðgjafa. Skutlið skaðar Ragnar bendir á að offita barna sé fyrst og fremst samfélagsvandi þótt afleiðingarnar séu heilbrigðisvandi. Það sé því ábyrgð samfélagsins að hjálpast að við að leysa þann vanda. „Til þess þarf viðhorfsbreytingu. Við borðum meira en við brenn­ um, meðal annars vegna þess að við hreyfum okkur of lítið. Við þurfum að koma því þannig fyrir að allir geti stundað einhverja hreyfingu og átta okkur á því að maður þarf ekki endi­ lega að vera í æfingagalla til þess að hreyfa sig. Það er til dæmis mikilvægt að gera börnum kleift að ganga í skól­ ann en sum hverfi eru þannig upp­ byggð að það er nánast ómögulegt. Sem verður til þess að börnin fá far í og úr skólanum og sömuleiðis í frí­ stundirnar.“ Sem dæmi má geta þess að í London eru tíu prósent af umferð­ inni foreldrar að skutla börnunum sínum til og frá skóla og í tómstund­ ir. Sambærilegar tölur eru ekki til á Íslandi en Ragnar telur að þær séu svipaðar. „Við erum ansi dugleg við „Barnið mitt er matarfíkill“ n Ný deild á Landspítalanum fyrir of feit börn n 20 prósent níu ára íslenskra barna of þung n Yfir hundrað börn hafa leitað sér hjálpar n Anna Sigríður Jónsdóttir á ellefu ára dóttur sem er matarfíkill n Er á batavegi og loksins samþykkt af hópnum n Móðir hennar glímdi við sama vanda Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Mér leið skelfilega með að sjá hana blása út. Líka af því að ég veit af eigin reynslu hvað því fylgir mikil vanlíðan. Hefur það... n ...verið mjög upptekið af mat eða sætindum n ...stöðuga löngun í mat n ...óseðjandi matarlyst n ...stundað hömlulaust át n ...reiðst ef það fær ekki það sem það vill n ...stolist til að borða n ...falið hvað það borðar? n Þá sýnir það einkenni um matar- eða sykurfíkn. Þessi einkenni geta komið fram hjá mjög ungum börnum. Leitaðu þér aðstoðar. Með aðstoð fagfólks og réttu mataræði er oft hægt að hjálpa börnum. Með því að grípa nógu snemma inn í þessa þróun er hægt að hægja verulega á sjúkdómnum og jafnvel snúa baki við honum. Það er því mikilvægt að veita þessum einkennum athygli. Er barnið matarfíkill?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.