Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 14
Íslendingar hafa flykkst til heitari landa um árabil til að næla sér í sól og hita. Öll erum við meðvituð um hvaða áhrif sólin hefur á húð okk- ar og langflestir því duglegir að bera á sig vörn þegar legið er undir heit- um geislum hennar í von um smá lit á kroppinn. Það er hins vegar svo að þó sólin virðist ekki eins sterk hér á landi eru geislar hennar jafn skaðleg- ir og þá sérstaklega fyrir okkur bleik- nefjana á norðurslóðum. Bandarísku samtökin Environmental Working Group (EWG) hafa sett saman stað- reyndalista um sólarvarnir en DV fékk húðsjúkdómalækni til að fara yfir þessi atriði, segja sitt álit og hvort þetta eigi við íslenska húð. Meiri sólarvörn, meiri sól „Flestir telja að þegar sólvörn er not- uð sé í lagi að vera mun lengur úti í sólinni en þeir hefðu ella verið án sólvarnar. Þar sem flestir sólvarnará- burðir verja húðina ekki fullkomlega fyrir öllum geislum sólarinnar, getur notkun óbeint leitt til aukinnar geisl- unar þeirra geisla sem erfitt er að úti- loka með sólvörn,“ segir Jón Hjaltalín Ólafsson húðsjúkdómalæknir. Hann bendir á að sólarvörn verji húð- ina fyrir UVB-geislunum en það eru stuttu geislarnir sem brenna mann. Hún ver okkur hins vegar ekki eins vel gegn UVA-geislum sem eru lang- bylgjugeislar eins og eru á sólbaðs- stofum. Getum við treyst sólarvörninni? Hann segir að það sé þó algeng- ara með nýrri sólarvarnir að í þeim sé vörn gegn UVA-geislunum en þó aldrei eins góð og gegn UVB- geislum. „Vörn sem er til dæmis merkt 50 varnarstuðli (e. Sun Pro- of Factor) ver mann aldrei meira en því sem nemur 15 gegn UVA- geislum. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir hjá EWG segja að sólar- vörnin geti verið varasöm. Að sjálf- sögðu segjum við fólki að vera var- kárt í sólinni þó það sé með vörn og vörum við því að fólk liggi heil- an dag í sólbaði. Við erum þó ekki sammála því að sólarvörn geti ver- ið varasöm,“ segir Jón en bætir við að fólk verði að átta sig á því að því lengur sem maður er í sól því meira af geislum lenda á manni. Þykkt lag til að ná varnarstuðli Jón segir að mikilvægt sé að fólk geri sé grein fyrir því að varnarstuðullinn sem gefinn er upp á umbúðunum geti vissulega gefið misvísandi upp- lýsingar. Margir átti sig ekki á því að til þess að ná til að mynda 50 í vörn þurfi maður yfirleitt að bera mjög þykkt lag 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 9. maí 2011 Mánudagur Matarkarfan ódýrust í Bónus Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum mánudag- inn 2. maí. Í ljós kom að matar- karfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 24.420 kr. en dýrust í Nettó á 25.437 kr. sem er 1.017 kr. verðmunur. Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum; Bónus Kringlunni, Krónunni Höfða og Nettó í Mjódd en Kostur neitaði að taka þátt í könnuninni. Tekið er fram að aðeins sé um beinan verð- samanburð að ræða og ekki sé lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Þetta kemur fram á vef ASÍ. Dýru sjampóin betri Öll notum við sjampó og sápur en vitum við hvað við erum að bera á okkur? Á nattura.is segir að sjampó og sápur geti innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundum komi náttúrulegu efnin beint úr jurtum, en oft sé búið að einangra þau til að fá nákvæmlega þá virkni sem óskað er eftir í vörunni. „Góð regla er að nota eins lítið af sápu og hægt er enda getur ofnotkun aðeins leitt til þess að húðin þornar um of. Sum sjampó innihalda efni eins og vax sem erfitt er að ná úr hársverðinum. Ódýr sjampó eru oft alls ekki góð vara auk þess sem þau eru ódrjúg. Sjampó í góðum gæðaflokki er mun virkara og verðið segir því ekki alla söguna.“ Það er því gott að skoða vel innihald þess sem við notum í hár og á líkamann E ld sn ey ti Verð á lítra 239,5 kr. Verð á lítra 235,9 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 239,2 kr. Verð á lítra 235,4 kr. Verð á lítra 239,9 kr. Verð á lítra 235,9 kr. Verð á lítra 239,1 kr. Verð á lítra 235,3 kr. Verð á lítra 239,3 kr. Verð á lítra 235,7 kr. Verð á lítra 239,5 kr. Verð á lítra 235,6 kr. Algengt verð Algengt verð Algengt verð Höfuðborgarsvæðið Melabraut Algengt verð Mjög sveigjanlegar n Líkamsræktarstöðin Fullfrísk fær lofið að þessu sinni. „Fyrir utan að vera með frábæra mömmutíma eru þær einstaklega sveigjanlegar. Mað- ur fær að byrja eða hætta í miðju námskeiði ef það hentar manni og greiðir eingöngu hlut- fallslega fyrir þann tíma sem maður getur verið með. Eins fær maður að skipta á milli staðsetninga ef maður þarf. Þetta kalla ég góða þjónustu!“ seg- ir ánægður viðskipta- vinur. Engin afsökunar- beiðni n Lastið fær Laundromat en DV fékk eftirfarandi sent. „Ég fór þangað með manni og börnum. Þar er góð aðstaða fyrir börn en undarlegt að einungis einn réttur sé ætlaður börnum og hann afgreiddur í hádeg- inu en ekki á kvöldin. Ég keypti mér lasanja en fékk með brauð sem var ekki ætt. Ég talaði við af- greiðslukonu sem yppti bara öxlum og sagðist ekki skilja þetta. Við fengum enga afsök- unarbeiðni og vorum látin borga fullt verð. Afar skrýtin framkoma að mínu mati.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Mundu eftir sólarvörninni Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Hvort sem það er heit Spánarsólin eða sólargeislar á Íslandi þá er mikil- vægt að verja húðina fyrir hættuleg- um geislum n Mikilvægt er að nota rétta vörn og á réttan hátt n Slæmur bruni hjá barni innan við 16 ára aldur eykur líkur á húðkrabbameini Nokkrar staðreyndir um sólarvörn sem EWG hefur tekið saman: Aukin hætta á sortuæxli n Engar sannanir fyrir því að sólarvörn komi í veg fyrir húðkrabbamein Alþjóðleg rannsóknarmiðstöð um krabba- mein hvetur fólk til að verja húðina gegn hættulegum geislum með fötum, höfuðfati og skugga. Sólarvörn ætti aldrei að vera eina vörnin gegn UV-geislum sólarinnar. n Vísbendingar eru um að samhliða aukinni notkun sólarvarnar hafi tíðni húðkrabbameins aukist Vísindamenn hafa tekið eftir aukinni hættu á sortuæxli (melanoma) hjá þeim sem nota sólarvörn. Enginn veit með vissu ástæðuna fyrir því en vísindamenn geta sér til um að það sé vegna þess að þeir sem nota vörn eru lengur úti í sólinni og fá því meira magn af geislum á húðina. Önnur tilgáta er að sindurefni (e. free radicals) sem myndast þegar efni í vörninni eyðast í sólarljósinu, hafi áhrif. Að lokum halda sumir því fram að skella megi skuldinni á lélegar sólar- varnir sem hafa verið á markaðinum síðustu áratugina. Hér skal tekið fram að greinin er bandarísk en sólarvarnir á markaði í Evrópu fá betri einkunn en þær í Bandaríkjunum. n Engin trygging fyrir því að sólarvarnir með háum varnarstuðli (SPF) séu betri Því er haldið fram að varnir með varnarstuðl- inum 50+ eða meira gefi misvísandi skilaboð og eins eru vísindamenn hræddir um að fólk trúi því að það sé betur varið og dvelji lengur í sólbaði. Það eigi því meiri hættu á að verða fyrir hættulegum geislum sólarinnar. n Of lítil sól getur minnkað upptöku D-vítamíns Líkaminn vinnur D-vítamín úr sólargeisl- unum en vítamínið er okkur afar mikilvægt til að styrkja bein og ónæmiskerfið, það vinnur gegn ýmsum tegundum krabba- meins auk þess sem vítamínið stjórnar að minnsta kosti 1.000 mismunandi genum sem hafa áhrif á alla vefi líkamans. Þó eru skiptar skoðanir á því hvort hægt sé að fá D- vítamín frá sólinni án þess að eiga á hættu að fá sortuæxli. n A-vítamín sem gjarnan er í sólarvörn- um getur aukið krabbameinsmyndun Rannsóknir hafa sýnt að A-vítamín, þegar það er borið á húð og kemur í snertingu við sólargeisla, getur aukið myndun húðkrabba- meins. Ástæða er til að óttast þetta þar sem vítamíninu er bætt í margar sólarvarnir. Í sólarvarnariðnaðinum er A-vítamíni bætt í vörnina þar sem vítamínið er vörn gegn hrukkum og bólum. Í grein EWG segir að í lagi sé að nota vítamínið í venjuleg krem en mælir með að fólk noti ekki sólarvörn með A-vítamíni. n Sindurefni og önnur efni sem eru slæm fyrir húðina Bæði UV-geislar og mörg efni í sólavörnum mynda sindurefni sem hafa skaðleg áhrif á DNA og húðfrumur, flýta fyrir öldrun og valda húðkrabbameini. Góð sólarvörn kemur í veg fyrir meiri skaða en hún veldur, en sólarvarnir eru mun betri í því að koma í veg fyrir sólbruna en að minnka áhrif sindurefnanna. Það er því varhugavert að nota of litla vörn eða of sjaldan því þá getur vörnin gert meiri skaða með sindurefnum en UV-geislarnir á óvarða húð. n Hin fullkomna sólarvörn Hún mundi verja húðina algjörlega fyrir útfjólubláum geislum sem valda sólbruna, ónæmisbælingu og eyðileggja sindurefni. Hún mundi verja húðina í marga klukku- tíma og ekki mynda skaðleg efni þegar útfjólubláir geislar skína á hana. Hún mundi lykta vel og vera með góða áferð svo að fólk mundi nota rétt magn og nægilega oft. Þó er ekki til sólarvörn sem uppfyllir öll ofantalin atriði. Valið stendur á milli kemískra (ónáttúrulegra) sólarvarna, sem fara inn í húðina og geta ruglað hormóna- kerfi líkamans og „mineral“ sólarvarna, sem innihalda oft agnir af sinki og títan. Ráðleggingar til foreldra n Sýnt hefur verið fram á að börn sem hafa brunnið þrisvar sinnum fyrir 16 ára aldurinn er aukin hætta á húðkrabba- meini síðar á ævinni. Bruni sem hér ræðir um er hressilegur bruni þar sem maður flagnar verulega og fær blöðrur. n Nota skal sterka vörn á börnin og helst þær sem eru sérstaklega merktar börnum. Öll börn eru viðkvæm fyrir sólinni en sérstaklega þau sem eru ljós- hærð, bláeyg, með freknur eða marga fæðingarbletti. n Foreldrar ættu að hafa börnin í langermasundbolum sem eru með þar til gerða vörn ef börnin eru mikið í vatni, eins og í sólarlöndum. Efnið er mun betri sólarvörn en kremin. Þegar komið er úr lauginni skal setja sólarvörn á barnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.