Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Mánudagur 9. maí 2011
Dansað
frá 9–5
Verðlaun spillta ráðherrans 1 Leynieigandi 365 afhjúpast Þess er beðið að upplýst verði hver lagði stórfé inn í rekstur 365 á sínum tíma.
2 Stimpluð skrýtin vegna föðurins Sigurbjörg Gunnarsdóttir, dóttir
Gunnars í Krossinum, gekk í gegnum
ýmsa erfiðleika í æsku.
3 Beckham í árekstri í Los Angeles Knattspyrnukappinn David
Beckham slapp ómeiddur frá
umferðaróhappi.
4 Árás gerð á heimili innanríkis-ráðherra Tveimur grjóthnullungum
var kastað inn um rúðu á heimili
Ögmundar Jónassonar á laugardags-
kvöld.
5 Fréttamaður gefur út plötu Heimi Má Péturssyni, fréttamanni á Stöð 2,
er margt til lista lagt.
6 Bin Laden stýrði al-Kaída til dauðadags Húsið sem Osama
bin-Laden var í þegar hann var
drepinn var eins konar miðstöð fyrir
al-Kaída.
7 Frænka bin Ladens situr fyrir á glamúrmyndum Wafah Dufour,
bróðurdóttir Osama bin Laden,
hefur vakið athygli fyrir að sitja fyrir á
djörfum ljósmyndum.
Jóhanna Pálsdóttir er markaðs-
stýra Íslenska dansflokksins. Í þessari
viku býður flokkurinn nemendum í 8. til
10. bekk upp á ókeypis, stutt og
skemmtilegt dansnámskeið í
Borgarleikhúsinu dagana 10., 11. og 12.
maí.
Hver er konan?
„Jóhanna Pálsdóttir, markaðsstýra Íslenska
dansflokksins.“
Hvað er á döfinni?
„Það sem er næst á döfinni er frítt dansnám-
skeið fyrir unglinga. Námskeiðið gefur þátt-
takendum tækifæri til að kynnast nútíma-
dansi frá eigin hendi og geta allir tekið þátt.
Við hvetjum sérstaklega krakka sem ekki hafa
stundað dans áður til að koma og spreyta sig.
Námskeiðið tekur einn og hálfan tíma og er
kennt af dönsurum úr Íslenska dansflokknum.“
Hvers vegna er dans mikilvægur?
„Dans er mikilvægur hluti menningar og
samfélaga og hefur fylgt manninum frá
upphafi. Það er líka mikilvægur og skemmti-
legur tjáningarmáti. Það verða allir ríkari af
því að dansa.“
Geta allir lært að dansa?
„Já, það geta allir dansað, hver og einn hefur
sinn eigin dansstíl því dansinn kemur frá
hjartanu. Hver og einn þarf bara að finna
sinn stíl og vera óhræddur. Svo er alltaf
hægt að læra alls kyns tækni og brögð til að
hjálpa manni áfram.“
Dansið þið mikið í vinnunni?
„Já, við erum alltaf dansandi, við almennir
starfsmenn dönsum þó ekki nærri því eins
mikið og fastir starfsmenn flokksins sem
dansa allan daginn frá 9–5.“
Hver eru helstu baráttumál Íslenska
dansflokksins?
„Dansflokkurinn hefur á síðastliðnum árum
skipað sér meðal fremstu nútímadansflokka
í Evrópu og við hann starfar nú á annan tug
dansara í fullu starfi.
Þetta er alvörulistgrein sem er því miður fjár-
svelt og starfsumhverfi listdansara á Íslandi
er óviðunandi. Við þurfum að eiga okkar dans-
hús og búa dönsurum góða aðstöðu við hæfi
þannig að greinin geti þroskast sem grein sem
stendur öðrum greinum jafnfætis. Það þarf
stóraukin fjárframlög og það þarf húsnæði.“
„Mér gæti ekki verið meira skítsama.“
Björgvin Óli Friðgeirsson
27 ára grafískur hönnuður
„Okkar þjóð > aðrar þjóðir.“
Steindór Grétar Jónsson
25 ára sérfræðingur
„Já, ég held það.“
Hildur Jónsdóttir
19 ára afgreiðslustúlka
„Já, segjum það bara.“
Ester Sif Kvaran
19 ára nemi
„Já, við komumst áfram.“
Hildur Lovísa Hlynsdóttir
20 ára nemi
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Heldur þú að Ísland komist á úrslitakvöldið í Eurovision?
Setið fyrir í sólinni Það var margt um manninn í miðborginni á sunnudag enda veður með allra besta
móti. Þessar stúlkur brugðu á leik við Tjörnina og tóku myndir hvor af annarri.
MynD: SiGtryGGur Ari JÓHAnnSSon
Myndin
Dómstóll götunnar
A
ppelsínugular byltingar eiga
það sameiginlegt að vera að
mestu ofbeldislausar, að fylla
fólk von og ef til vill, þegar
upp er staðið, einnig vonbrigðum.
Nýafstaðnar þingkosningar í Kanada
eru vissulega engin bylting en eru á
sinn hátt byltingarkenndar.
Það var góð stemning í Rialto-
leikhúsinu í Montréal á kosninga-
kvöldinu, þar sem stuðningsmenn
New Democratic Party söfnuðust
saman, sumir klæddir appelsínugul-
um flokkslit. Ef til vill hefði stemn-
ingin orðið álíka ef Borgarahreyf-
ingin á Íslandi hefði náð að dafna,
en það er ekki alveg ljóst við hverja
helst skal líkja NDP-flokknum nema
ef vera skyldi Vinstri græna. Þeir eru
sá flokkur sem eru lengst til vinstri
af stóru flokkunum, en Liberal Party
hefur hingað til verið stærsti miðju-
vinstriflokkur Kanada og sá sem
hefur, eins og á Norðurlöndunum,
lengstum verið við völd, eins og ef til
vill má sjá af öflugu velferðarkerfinu.
Flokksforingi og rokkstjarna
„Sumir kalla okkur sósíalista en við
höfnum því,“ segir einn kosninga-
stjóra flokksins í Montréal mér og
er dauðþreyttur eftir að hafa unnið
14 tíma vakt fram að kosningunum.
„Eitt sinn vorum við á móti NATO, en
nú erum við vinstri flokkur sem hægt
er að kjósa.“ Árangurinn hefur ekki
látið á sér standa, flokkurinn hefur á
undanförnum áratug farið frá 14 sæt-
um á þinginu og upp í 104. Velgengn-
in er að miklu leyti til Jack Layton að
þakka, flokksforingja sem áhangend-
ur taka á móti sem rokkstjörnu.
Kosningabaráttan byrjaði þó ekki
vel hjá hinum sextuga Layton, sem
greindist með krabbamein í blöðru
og fótbraut sig þar að auki. Myndir
af honum gangandi um með hækju
fengu marga stjórnmálaskýrend-
ur til að dæma hann af, en honum
tókst að snúa þessu sér í hag og skipti
yfir í göngustaf sem hann á það til
að sveifla á loft í ræðum þegar hann
lýsir því yfir að hann sé baráttumað-
ur. Kjósendur hafa brugðist vel við,
svo minnir stundum á Obama-æðið
2008, enda er slagorð hans hið sama:
„Vote for Change.“
Öruggir íhaldsmenn og hinir
sem töpuðu
Breytingarnar verða þó ekki miklar í
bráð. Stephen Harper og Íhaldsflokk-
ur hans, sem hafa verið minnihluta-
stjórn frá árin 2008, náðu öruggum
meirihluta í kosningunum. Þó að
Layton sé á margan hátt sigurveg-
ari kosninganna nær hann þó ekki
nema að verða hin opinbera stjórn-
arandstaða, en svo nefnist sá and-
stöðuflokkur sem er stærstur.
Michael Ignatieff, leiðtogi
Liberals, felldi stjórnina með van-
trauststillögu en varð undir í kosn-
ingunum sem fylgdu í kjölfarið. Ekki
aðeins missti flokkur hans stöðu sína
sem stærsti stjórnarandstöðuflokk-
urinn, heldur missti hann jafnvel sitt
eigið sæti og sagði af sér flokksfor-
mennsku daginn eftir kosningarnar.
Sá sem kom þó enn verr út úr
kosningunum er Gilles Duceppe og
flokkur hans, Bloc Québécois, sem
berst fyrir sjálfstæði frönskumælandi
héraða Kanada. Hann hefur löngum
verið stærsti flokkur Québec-héraðs,
þess næst stærsta í Kanada, en þurrk-
aðist nú nánast út. „Bye-Bye Bloc“
stendur á forsíðu eins frönskumæl-
andi blaðs. Í sjónvarpinu voru sýnd-
ar myndir af grátandi stuðnings-
mönnum á kosningavöku flokksins.
Skýrari víglínur
Hvort þetta þýðir að Québec- búar
hafi látið af óskum um sjálfstæði
skal ósagt látið. Hitt er ljóst að mik-
ið hefur breyst í kanadískum stjórn-
málum. Jack Layton hefur tekist, að
minnsta kosti tímabundið, að sam-
eina flesta vinstrimenn á bak við sig
og sópaði til sín fylgi bæði frá Bloc
og Liberals. Á sama tíma hefur Har-
per tekist að sameina hægrimenn,
og hefur fengið til sín hægriarm
fyrrverandi Liberal-kjósenda. Ólíkt
því sem gerðist annars staðar hef-
ur hægrimönnum í Kanada tekist
fremur vel upp í efnahagsmálum og
landið hefur komið hlutfallslega vel
út úr kreppunni.
Sumir segja að Kanada sé nú
komið með tveggja flokka kerfi í
reynd. Að minnsta kosti er ljóst að
víglínur á milli hægri og vinstri eru
mun skýrari en áður, og hart verður
tekist á næstu árin.
Kanadíska byltingin
Kjallari
Valur
Gunnarsson„Velgengnin er
að miklu leyti
Jack Layton að þakka,
flokksforingja sem
áhangendur taka á móti
sem rokkstjörnu.