Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 22
22 | Fólk 9. maí 2011 Mánudagur A nna Mjöll Ólafsdóttir söng- kona giftist bandaríska bíla- salanum Cal Worthington 9. apríl síðastliðinn. Cal er 90 ára en Anna Mjöll er fædd 7. janúar árið 1970 og er því 41 árs. Tæp 50 ár skilja því nýgiftu hjónin að. Sjálf segist Anna Mjöll þó vera 29 ára og hefur hún haldið upp á 29 ára afmælið sitt einu sinni á ári síðast- liðin 12 ár. Ráðahagurinn hefur ekki bara vakið athygli á Íslandi, held- ur einnig í fjölmiðlum vestanhafs, enda Worthing ton einn þekktasti og ríkasti bílasalinn í Bandaríkjunum. Miklar umræður hafa skapast um hin nýgiftu hjón í netheimum á Ís- landi og vilja margir líkja Önnu Mjöll við nöfnu sína Önnu Nicole Smith sem giftist olíurisanum J. Howard Marshall þegar hann var 89 ára. 62 ár voru á milli þeirra. Það er þó varla fleira líkt með þeim nöfnum, nema ljósa síða hárið og áhugi á auðugum eldri mönnum. Anna Mjöll lýsti því yfir í einlægu viðtali í DV í janúar „...að stundum geti peningarnir orðið meira böl en hamingja og þá einangrist fólk.“ Hún bætti þó við: „Áhyggjuleysi skiptir miklu máli og ef maður hefur nægi- legt fé til að hafa í sig og á, þá er mað- ur á besta staðnum.“ Auðæfi Cals eru mikil og hún ætti því að geta lif- að áhyggjulausu lífi með honum. Að hennar mati ætti hún því að vera komin á besta staðinn. Búin að þekkjast í nokkurn tíma Anna Mjöll og Cal virðast hafa ver- ið að hittast í einhvern tíma áður þau ákváðu að innsigla ást sína með hjónabandi, en fréttamiðillinn Vís- ir greindi frá því í lok apríl í fyrra að Anna Mjöll hefði setið til borðs með honum á veitingastað á Honolulu á Hawaii. Skötuhjúin rákust á leik- arann George Clooney á veitinga- staðnum og Anna Mjöll sagði Cloo- ney hafa sprottið á fætur til að heilsa upp á Cal enda hafi Cal þekkt Frank Sinatra, Dean Martin og Gary Grant persónulega, en Clooney lítur mikið upp til þessara einstaklinga, að sögn Önnu Mjallar. Annað hjónaband Önnu Mjallar Þetta er ekki fyrsta hjónaband Önnu Mjallar en í byrjun árs 2007 giftist hún Neil Stubenhaus sem er þekktur bassaleikari. Hjónaband þeirra varði ekki lengi en þau skildu í fyrra eftir stormasamt hjónaband. Anna Mjöll virðist því ekki hafa verið engi laus og liðug áður en hún og Cal fóru að stinga saman nefjum. Staubenhaus er átta árum eldri en Anna Mjöll, svo hann kemst ekki í hálfkvisti við hinn níræða Worthington. Anna Mjöll virðist engu að síður laðast að eldri mönnum. 10 árum yngri en tengdasonurinn Tónlistarfólkið Ólafur Gaukur og Svanhildur Jakobsdóttir, foreldar Önnu Mjallar, virðist vera ánægt með nýja tengdasoninn og voru þau við- stödd brúðkaupið. Svanhildur birti nýlega myndir úr brúðkaupinu á Fa- cebook-síðu sinni, þar sem öll fjöl- skyldan, ásamt Cal, er hvítklædd frá toppi til táar. Öll eru þau brosandi og virðast geisla af hamingju. Ólafur Gaukur sagði í samtali við vefmiðil- inn menn.is að hann kynni vel við tengdasoninn, og hann væri rosa- lega hress náungi. Það kom honum ekki á óvart þegar dóttir hans til- kynnti honum hvað til stóð en hjón- band þeirra átti sér töluverðan að- draganda. Hann segir Önnu Mjöll og Cal hafa þekkst lengi. Ólafur Gaukur tók þó fram að hann væri með „læst- an munn“ og að hann hefði verið beðinn um að tjá sig ekki um þetta. Þess ber að geta að Ólafur Gaukur er áttræður og er því tíu árum yngri en tendasonurinn. Sjálf vill Anna Mjöll ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki er því vitað hvort hjónin gerðu með sér kaupmála eins og oft er gert þegar efnaðir einstaklingar ganga í hjónaband. Gerir það gott sem djasssöngkona Anna Mjöll hefur verið að búsett í Los Angeles í tæpa tvo áratugi þar sem hún hefur gert það gott sem djass- söngkona. Í fyrrai gaf hún út tvær geislaplötur, Shadow of Your Smile og jólaplötuna Christmas JaZZmaZ, en það var faðir hennar sem útsetti þær báðar. Hún hefur verið kosin á lista yfir fimm bestu djasssöngkon- ur heims og prýddi þann lista ásamt söngkonunni Diönu Krall. Þá var Christmas JaZZmaZ kosin besta jóla- plata aldarinnar af Arnaldo DeSout- eiro. Hún treður einnig reglulega upp í djassklúbbum þar vestanhafs og miðað við upplýsingar af Facebo- ok þá er ávallt fullt út úr dyrum þegar hún syngur. Anna Mjöll var að eigin sögn aðeins tveggja ára þegar hún var farin að syngja hástöfum brot úr klassískum dægurlögum. Hún hefur því sungið allt sitt líf. Hún vildi allt- af verða söngkona og gerði aldrei áætlanir um annað. Hennar ham- ingjuríkustu stundir eru þegar hún syngur á sviði. Anna Mjöll á engin börn en hún á tvo hunda sem heita Maestro og Melódía. Þeir eru litlu börnin hennar og hún gæti ekki lifað án þeirra. Með einkaflugmannspróf Anna Mjöll er uppalin í Fossvogin- um, gekk í Fossvogsskóla og svo Rétt- arholtsskóla. Í viðtali við DV í janú- ar sagðist hún hafa átt hamingjuríka æsku. Hún opnaði sig þó fyrir blaða- manni DV og sagði frá því að hún hefði lent í einelti á unglingsárunum þegar hún gekk í Réttarholtsskóla. Hún sagði höfnunina á sínum tíma hafa verið sára en þakkar í dag fyrir þessa erfiðu reynslu, sem hafi verið henni bæði dýrmæt og mótandi. Eft- ir að skólagöngunni í Fossvoginum lauk lá leið hennar í Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan fór hún í Háskóla Íslands þar sem hún lærði sálfræði og frönsku. Hún lærði einnig frönsku við Sorbonne-háskóla í París. Í fram- haldi af því fór hún að læra tónsmíð- ar. Í fyrstu fetaði hún í fótspor föður síns og og hóf nám við Grove-tónlist- arskólann í Los Angeles. Það var árið 1992 og var hún því 22 ára. Hún var nýbyrjuð í náminu þegar skólinn var lagður niður. Hún færði sig því um set til Hollywood þar sem hún stund- aði nám í hljómborðsleik við Music- ian‘s Institute. Sjálf segist hún ekki hafa sloppið þaðan síðan, enda hafi hún lent í óteljandi ævintýrum. Fyrir nokkrum árum hún lauk hún jafnframt einkaflugmannsprófi. Hún hefur komist í hann krappan í fluginu, en í viðtali í DV árið 2007 lýsti hún því hvernig hún þurfti að nauðlenda flugvél vinar síns. Hún sagðist hafa verið að undirbúa vél- ina til lendingar en fór takkavillt og drap óvart alveg á hreyflinum. Henni tókst þó að lenda vélinni á túni og komst klakklaust frá hrakförunum. Samferðamenn Önnu Mjallar segja hana ávallt hafa verið góðan náms- mann og langt yfir meðallagi gáfaða. Þá er hún sögð hafa verið gömul sál þegar þegar hún var barn. Náði 13 sæti í Eurovision Anna Mjöll sló fyrst rækilega í gegn á Íslandi þegar hún var aðeins tvítug að aldri. Þá tók hún þátt í Sönglaga- keppni Íslands, Landslaginu 1991, með laginu Ég aldrei þorði, en hún samdi bæði lagið og textann. Þá tók Anna Mjöll þátt í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fyrir Íslands hönd árið 1996, með laginu Sjúbídú sem hún samdi ásamt föður sínum. Texti lags- ins inniheldur bæði nöfn erlendra borga og frægra erlendra einstak- linga og þannig freistuðu þau þess n Anna Mjöll giftist Cal Worthington í apríl n Segir áhyggjuleysi skipta miklu máli n Þau hafa þekkst í nokkurn tíma n Leynd ríkir yfir aðdraganda hjónabandsins n Tengdamóðirin segir hann einstakan n Rosalega hress náungi, segir tengdafaðirinn „ Ég festist einhvern veginn bara í þessu eftir stríðið. Ég hafði ekki þekkingu á neinu öðru. Nærmynd Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Flugið sameinar Önnu og níræðan eiginmanninn Hvítt brúðkaup Svanhildur og Ólafur Gaukur eru bæði mjög ánægð með nýja tengdasoninn og greinilegt er að mikill vin- skapur ríkir á milli þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.