Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 13
að keyra börnin okkar á milli staða hér líka. Miðað við fámenni Reykja- víkur eru vegalengdirnar líka ógur- legar og ekki fara almenningssam- göngur batnandi.“ Reiði ömmu og afa Annað sem vert er að hafa í huga er að offita er tiltölulega nýr vandi í vestrænum þjóðfélögum. Þar sem fólk glímdi við sult fyrir hundrað til tvöhundruð árum er það mann- inum eðlislægt að hafa áhyggjur af næstu máltíð. Og nú þegar fólk hefur í sig og á eru varnir líkamans veikari fyrir ofþyngd en sulti. „Nú þegar við búum í samfélagi þar sem við eigum alltaf mat vinna hefðirn- ar og líffræðin á móti okkur. Við virðumst vera genetískt stillt inn á að gefa börnum að borða. Börn sem taka vel við gleðja bæði foreldra sína og ömmu og afa. Oft er jafnvel brugðist harkalega við þegar ég segi fólki hvað það er að gera barninu. Stundum segja ömmur að þar sem þær fá barnið bara einu sinni í viku megi þau nú hafa það gott saman. En það er alveg á hreinu að ef við getum fitnað á annað borð þá er alveg nóg að sleppa sér einu sinni í viku til að fitna. Við fitnum ekki endilega á hverjum degi. Við fitnum þegar við borðum of mikið. Til dæmis þegar við förum í pönnu- kökur með rjóma hjá ömmu og fáum endalaust magn.“ Aukakaloríurnar í ofurstærð Magnið er lykilatriðið segir hann, ekki tegundirnar. „Það er engin ástæða til að taka út mat sem mað- ur myndi sakna. Ég segi fólki alltaf að borða bestu konfektmolana, það eru þessir fyrstu tveir, og sleppa hinum. Fólk verður að beita skyn- seminni og það er ekkert sem segir að börn á mismunandi aldri eigi að fá jafn mikið nammi. Við þurfum að kenna þeim að velja og setja þeim mörk. Í nútímasamfélagi þar sem fólk vinnur lengi og lifir hratt kaupir fólk kannski oftar tilbúinn mat en áður. Það er hægt að kaupa hollan tilbúinn mat en hann er kannski dýrari. Nú hafa flestir minni fjárráð og það kemur kannski fram núna. Þá er vert að hafa í huga að þegar boðið er upp á „supersize“ er reynt að telja manni trú um að maður sé að gera betri kaup. Í raun eru þetta bara aukakaloríur sem engin þörf er á og því má velta því fyrir sér hversu góð kjörin eru í raun og veru til lengri tíma litið.“ Offita foreldra eykur líkurnar Börn sem eru of þung eiga það öll sammerkt að borða meira en þau brenna. Offita er reyndar algeng- ari á meðal þeirra sem búa við bág kjör. Kannski vegna þess að þeir hafa ekki efni á hollum og góðum mat og kannski vegna þess að þeir hafa ekki efni á því að senda barnið í íþróttir. Auk hreyfingar og mataræðis er offita foreldra einn helsti áhættuþátt- urinn. Samkvæmt erlendri rannsókn kom í ljós að líkur á ofþyngd eru sex sinnum meiri hjá stúlkum og þrisv- ar sinnum meiri hjá drengjum sem áttu of þunga foreldra en jafnaldra þeirra sem áttu foreldra með eðlileg- an líkamsþyngdarstuðul. „Hegðun er að hluta til erfð og að hluta til lærð þannig að það er algengt að foreldr- arnir eigi líka við vanda að stríða ef börnin eru of þung. En það er ekkert algilt í þeim málum. Stundum er bara einn einstak- lingur í fjölskyldunni of þungur og stundum eiga börnin grönn systkini. Aðstæður þessara barna eru mjög misjafnar.“ Sykur og matarfíkn Stundum er talað um efnaskipti og aðrar líffræðilegar orsakir fyrir of- fitu en Ragnar segir að í raun sé af- skaplega lágt hlutfall of þungra með þekktar læknisfræðilegar skýring- ar fyrir offitunni. Oftast sé ástæðan flókið samspil umhverfis og erfða. Sum börnin sem Ragnar hefur meðhöndlað eru klárlega með mat- arfíkn. „Það er misskilningur að all- ir feitir séu með matarfíkn en hins vegar verðum við að horfa til þess að hraður sykur er ávanabindandi.“ Hann treystir sér ekki til þess að skýra það út hvernig börn verða fík- in í mat en segir að rannsóknir bendi á að brjóstamjólk sé verndandi. Að flöskumjólk á fyrstu mánuðunum í lífi barnsins geti haft áhrif. „Hvernig það virkar veit enginn,“ segir Ragnar. „Kannski er það spurning um það hvað maður kýs og finnst gott. Aðrar rannsóknir benda á að samsetning fæðunnar skipti máli. Hraður sykur og fita gefa minni mettunartilfinningu en önnur fæða. Hraður sykur sem þú drekkur skráist ekki sem matur heldur sem vökvi þannig að þegar þú drekkur glas af kóki dregur þú ekki úr fæð- unni til móts við þá orku sem þú fékkst úr kókinu. Það er aftur á móti vel þekkt að börn sem drekka mikla mjólk hafa minni matarlyst því mjólkin skráist sem matur.“ Gætu aldrei hjálpað öllum Teymið á Landspítalanum hefur ekki burði til þess að hjálpa öllum þessum tuttugu prósentum barna sem eru of þung en þau reyna að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda. „Við gætum aldrei hjálpað öllum því það er um þúsundir barna að ræða. Vandinn er kannski sá að börn eru oft orðin ansi feit þegar maður loksins sér það og fjölskyld- an bregst við. Til að geta gripið inn í þarf að horfa á vaxtakúrfur því dreif- ingin á fitunni er önnur en hjá full- orðnum.“ Það er þó mikilvægt að bregðast við áður en börn verða of feit því þá er enn tiltölulega auðvelt að snúa blaðinu við. „Það er mikið auðveld- ara en að leysa vanda sem þegar er orðinn. Þar kemur þjóðfélagið inn í. Við verðum að hjálpast að. Foreldr- ar verða að fylgjast með börnunum sínum. Ef barn á leikskólaaldri sýn- ir mat mikinn áhuga og er aldrei satt verða foreldrar að leita sér aðstoðar.“ Að lokum segir hann að það sé jákvætt að hlutfall of þungra og feitra barna sé ekki að aukast leng- ur, hvorki hér né í Evrópu. „Það seg- ir okkur að þetta eru ekki hamfarir sem við erum máttlaus gagnvart. Við getum brugðist við og sem þjóðfélag verðum við að fara yfir það hvern- ig við getum hjálpast að og breytt þessu.“ Úttekt | 13Mánudagur 9. maí 2011 „Barnið mitt er matarfíkill“ n Börn sem eru of þung 9 ára gömul eru í mun meiri hættu á að vera of þung á full- orðinsárum. Það eru meiri líkur en minni á að þau verði áfram of þung. n Offitu fylgja félagsleg vandamál. Börn eiga erfiðara með að taka þátt í ýmsum tómstundum. Eins verða þau fyrir aðkasti vegna útlitsins, lenda í útskúfun og eigin útskúfun. Sum þeirra telja sig ekki þess virði að vera með í hópnum og draga sig í hlé. Loka sig jafnvel af. n Offita hefur slæm áhrif á sjálfsmyndina og það getur valdið margvíslegum vanda, meðal annars náms- örðugleikum. n Slæm sjálfsmynd eykur ekki á gleðina. Slæm andleg líðan og þunglyndi eru algeng á meðal of feitra. Kvíði er til dæmis algengur á meðal þeirra barna sem meðhöndluð eru á Landspítalanum. n Liðverkir og skekkjur í stórum liðamótum eins og hnjánum eru algengir kvillar. Sömu- leiðis eru þessi börn í meiri hættu varðandi slitgigt. n Sykursýki hefur greinst í æ yngri börnum erlendis. Sem betur fer er enn ekki mikið af því á Íslandi en þessi börn eru engu að síður í meiri hættu á að þróa með sér sykursýki fyrr en annars hefði orðið ef þá nokkurn tímann. Það sama á við um hjarta- og æðasjúkdóma, svo sem æðakölkun, of háan blóðþrýsting, kæfisvefn og ýmsar tegundir krabbameina. n Offita barna er tengd við auknar líkur á ótímabærum dauða og skerta hæfni og örorku á fullorðinsárum. Offituvandamálið hefur ekki aðeins slæm áhrif á einstaklinga heldur á samfélagið allt. Skaðsemi offitu barna „Vandinn er kannski sá að börn eru oft orðin ansi feit þegar maður loksins sér það og fjölskyldan bregst við. Mæðgurnar glíma við matarfíkn Anna Sigríður Jónsdóttir hefur barist fyrir því að dóttir hennar nái tökum á matarfíkninni. Vandann þekkir hún sjálf og veit því hvað það er sárt að eiga við hann. n Börn eiga ekki að fara í megrun. Almennt á fólk ekki að fara í megrun að sögn Ragnars Bjarna- sonar læknis á Landspítalanum sem segir það fitandi að fara í megrun. n Ef fólk ætlar að halda þyngdinni í skefjum á það ekki að léttast um meira en um það bil 1 kíló á mánuði. Framfarirnar eiga að taka tíma. n Samkvæmt Ragnari þá tapar fólk að jafnaði 6 kílóum á mánuði í flestum megrunarkúrum. Þar af eru 2 kíló vatn, 2 kíló fita og 2 kíló vöðvar. Ef lífsstílsbreyt- ing fylgir ekki bætast kílóin fljótlega aftur á og þá yfirleitt sem 2 kíló af vatni og 4 kíló af fitu. Eftir stendur að við- komandi er í verra ástandi en hann var. Varist megrun n 20 prósent níu ára íslenskra barna eru talin of þung og 5 prósent of feit. n 30 börn hafa leitað til Mið- stöðvar matarfíkla á síðustu fimm árum. n 100 börn hafa fengið meðferð á Land- spítalanum vegna offitu. Vísa hefur þurft fleirum frá vegna skorts á mannafla. n 22 milljónir barna voru taldar of þungar af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni árið 2005, þar af 75 prósent í lág- tekjulöndum. n 1,6 milljarðar einstaklinga yfir 15 ára aldri voru taldir of þungir af Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni árið 2005. Þar af voru 400 milljónir of feitar. n 2,3 milljarðar manna verða of þungir árið 2015 samkvæmt spá Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar árið 2005 og þar af 700 milljónir of feitar. n Offita barna á aldrinum 6–18 ára hefur fjórfaldast í Bandaríkjunum á síðustu 20 árum. n Á Íslandi hefur offita meðal fullorðinna tvöfaldast á 20–25 árum. Hún er nú nálægt 20 prósentum. Til viðbótar má áætla að önnur 35 prósent séu yfir æskilegri þyngd. Líklega eru um 24 prósent íslenskra barna of þung. Offita alheimsvandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.