Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 9. maí 2011 Mánudagur Dóttir Islams Karimov, forseta Úsbekistans, höfðar mál: Pabbi er ekki einræðisherra Lola Karimova-Tillyaeva, yngsta dóttir Islams Karimov, forseta Ús- bekistans, hefur ákveðið að fara í mál við franska vefmiðilinn Rue 89 vegna ærumeiðandi ummæla blaðsins. Blaðið fullyrti að Kari- mova-Tillyaeva hefði greitt ítölsku leikkonunni Monicu Bellucci 200 þúsund evrur, jafnvirði um 34 milljóna króna, fyrir að vera við- stödd í samkvæmi sem hún hélt í París. Ennfremur stóð á vefmiðl- inum að Karimova-Tillyaeva væri „dóttir einræðisherra“, og fóru þau ummæli sérstaklega fyrir brjóstið á henni. Málið hefur vakið talsverða at- hygli ekki síst vegna þess að dóttir Karimovs hefur farið fram á að stað- fest verði fyrir dómi að faðir hennar sé ekki einræðisherra. Islam Kari- mov hefur farið með völdin í Ús- bekistan allt frá því að landið hlaut sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna. Hann hefur látið breyta stjórnarskrá landsins til að framlengja valdatíð sína sem forseta og hefur verið harð- lega gagnrýndur af mannréttinda- samtökum um allan heim. Hann er talinn standa fyrir morðum og pynt- ingum á þeim sem þora að gagnrýna hann, en frægt var þegar fyrrverandi sendiherra Bretlands í Úsbekistan, Craig Murray, birti sönnunargögn sem sýndu fram á að einn gagn- rýnandi Karimovs, Muzafar Avazov, hefði verið tekinn af lífi með því að vera soðinn lifandi. Í síðustu kosn- ingum árið 2007 hlaut Karimov 90 prósent greiddra atkvæða í forseta- kosningum, en það þarf vart að taka það fram að enginn annar þorði að bjóða sig fram. Kosningaeftirlits- menn gagnrýndu kosningarnar og sögðu að brögð hefðu verið í tafli. Flestir væru því sammála um að kalla Karimov einræðisherra, og nú er spurning hvort það verði staðfest fyrir frönskum dómstól. bjorn@dv.is Grikkir vilja yfirgefa sameiginlega myntstefnu Evrópusambandsins. Þetta er fullyrt á vefútgáfu þýska fréttaritsins Der Spiegel, sem hef- ur heimildarmenn innan þýska fjármálaráðuneytisins. Á síðasta föstudag var haldinn neyðarfund- ur í Lúxemborg, en þar voru all- ir fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB viðstaddir. Á dagskrá voru fyrst og fremst málefni Grikklands, bæði skuldastaða landsins og hin- ar óvæntu þreifingar Grikkja – sem virðast ákveðnir í að gefa evruna upp á bátinn. Síðan efnahagskrepp- an skall á Grikkjum hafa mótmæli á götum úti verið nær daglegt brauð og sér George Papandreou forsætis- ráðherra fáa kosti í stöðunni. Grikkir fengu sem kunnugt er neyðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en það lán hljóðaði upp á 110 millj- arða evra, eða sem samsvarar rúm- lega 18 þúsund milljörðum íslenskra króna. Gæti haft hræðilegar afleiðingar Þjóðverjar eru sérstaklega uggandi yfir fyrirætlunum Grikkja og ótt- ast þeir að skuldastaða gríska rík- isins gæti versnað til muna, en þá yrði líklegt að stærri ríki ESB þyrftu að súpa seyðið af því. Der Spiegel komst yfir skjal frá þýska fjármála- ráðuneytinu þar sem er sérstaklega varað við því að ef Grikkir yfirgefi sameiginlegu myntstefnuna muni gjaldmiðill þeirra hrapa í verði. „Það yrði talsverð verðrýrnun á gríska gjaldmiðlinum miðað við virði evrunnar, sem myndi þýða að nauðsynlegt væri að endurskipu- leggja þjóðarskuldir,“ stóð í skjal- inu. Þar stóð að nýr grískur gjald- miðill myndi einungis ná um 50 prósentum af virði evrunnar, sem myndi þýða að skuldastaða Grikk- lands gæti versnað um helming – og yrði landið því í raun gjaldþrota. Seðlabanki Evrópu stærsti kröfuhafinn Stærsti kröfuhafinn í skuldasúpu Grikkja er Seðlabanki Evrópu, sem hefur aðsetur sitt í Frankfurt í Þýskalandi. Seðlabankinn greiddi út hluta neyðarlánsins en auk þess hefur bankinn keypt upp grísk ríkis skuldabréf í stórum stíl. Fari svo að Grikkir kasti evrunni fyrir róða myndi það þýða að Seðlabanki Evrópu þyrfti að afskrifa himinháar upphæðir, en nú er talið að bank- inn eigi ríkisskuldabréf sem eru um 40 milljarða evra virði. Þjóðverj- ar eiga stærstan hlut í Seðlabanka Evrópu, eða 27 prósent, og því ljóst að þeir þurfa að bera þyngsta bagg- ann af vandræðum Grikkja. Reynir að sannfæra Grikki Wolfgang Schäuble, fjármálaráð- herra Þýskalands, hefur því lagt mikla áherslu á að sannfæra Grikki um að fara ekki úr myntbanda- laginu. Hefur hann minnt grísk- an starfsbróður sinn á, að ef þeir myndu taka upp eigin gjaldmiðil myndi það þýða að Grikkir þyrftu á gjaldeyrishöftum að halda, annars myndi allt fjármagn hverfa úr grísk- um bönkum. Gjaldeyrishöft eru ekki leyfileg innan Evrópska efna- hagssvæðisins, enda ganga þau gegn grunnstoðum ESB, fjórfrels- inu, sem þýðir frjáls för fólks, varn- ings, þjónustu og fjármagns. Grikkir vilja út n Grikkir íhuga að yfirgefa myntbandalag ESB n Gæti haft slæmar afleiðingar n Myndi þýða mikla rýrnun á virði nýs gjaldmiðils og gífurlega hækkun skulda Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Það yrði tals- verð verðrýrnun á gríska gjaldmiðlinum miðað við virði evrunnar. Akrópólis-hæð Aþena í öllu sínu veldi. Veldið er þó lítið á Grikkjum þessa dagana. Sauð mann lifandi Karimov hikar ekki við að drepa andstæðinga sína. Mun hefja afplánun 2024 Anna Shavenkova, háttsettur með- limur í stjórnmálaflokki Vladimírs Pútín, mun ekki þurfa að hefja af- plánun fangelsisvistar fyrr en eftir 13 ár. Shavenkova var dæmd til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar á dög- unum, eftir að hafa ekið á tvær kon- ur, systur, með þeim afleiðingum að önnar þeirra lést en hin er lömuð fyrir neðan háls. Málið þykir hið undarlegasta en Shavenkova tókst að sannfæra dómara um að hún þyrfti ekki að hefja afplánun dóms síns fyrr en árið 2024. Fjölskylda systranna skilur ekkert í dómnum og hefur lýst yfir vonbrigðum sínum. Shavenkova er einn nánasti ráðgjafi Pútíns, forsætisráðherra Rússlands. Gyðingar fá afsökunarbeiðni Gyðingar um víða veröld hafa nú fengið opinbera afsökunarbeiðni vegna Spænska rannsóknarréttarins. Það var Francesc Antich, sem gegnir stöðu forseta Baleares-eyjanna, sem gaf út opinbera afsökunarbeiðni, fyrstur opinberra fulltrúa á Spáni. Ómögulegt er að segja til um hve margir gyðingar voru myrtir í tíð rannsóknarréttarins, en þeir skipta líklega þúsundum. Rannsóknar- rétturinn var stofnaður af Ferdinand og Ísabellu árið 1480 til að uppræta villutrú. Hann var ekki leystur upp opinberlega fyrr en árið 1996. Evrópudagurinn í dag Í dag, mánudaginn 9. maí, fagna íbúar í aðildarríkjum Evrópusam- bandsins Evrópudeginum. Dag- setningin 9. maí er merkileg fyrir samrunaferlið í Evrópu en það var þennan dag árið 1950 sem Schum- an-yfirlýsingin var gefin út. Í henni er kveðið á um nauðsyn þess að ríki Evrópu stofni með sér bandalag til að koma í veg fyrir hörmungar eins og heimsstyrjaldirnar voru. Yfirlýs- ingin leiddi til þess að Kola- og stál- bandalagið var stofnað, en það var undanfari Evrópubandalagsins, eða ESB eins og við þekkjum það í dag. Fyrsti forseti Kola- og stálbandalags- ins var Jean Monnet, nánasti sam- starfsmaður Roberts Schumann. Eru þeir jafnan taldir feður Evrópusam- runaferlisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.