Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 10
„Við erum búin með fyrstu prentun
en allir skólarnir í Garðabæ hafa
keypt af okkur spilið. Við eigum
eftir að halda kynningar fyrir önn-
ur sveitarfélög en við höfum fengið
rosalega góð viðbrögð hjá þeim sem
hafa séð spilið. Fyrir utan allt þetta
erum við á fullu í prófum svo það
er nóg að gera hjá okkur,“ segir einn
fjórmenninganna sem unnu frum-
kvöðlaverðlaun Fyrirtækjasmiðj-
unnar fyrir spilið sitt Trabb. Í haust
taka þau þátt í frumkvöðlakeppni í
Noregi en þar etja þau kappi við lið
frá 35 löndum. Fjórmenningarn-
ir stunda nám við Fjölbrautaskól-
ann í Garðabæ en þeir heita Harpa
María Guðmundsdóttir, María Björk
Ágústsdóttir, Alína Vilhjálmsdóttir
og Þorvarður Bergmann Kjartans-
son.
Einelti og forvarnir
Spilið hefur vakið athygli þar sem
tilgangurinn með því er að vekja
börn til umhugsunar um einelti og
afleiðingar þess. Töluverð umfjöll-
un hefur verið um einelti undanfar-
ið og segir Harpa María að þau hafi
fengið hugmyndina í kjölfar hennar.
„Spilið er lokaverkefni í áfanga sem
kallast frumkvöðlafræði en þar átt-
um við að búa til vöru, koma henni
á framfæri og selja. Við vorum sam-
mála um að gera eitthvað sem teng-
ist forvörnum og kennir börnum
eitthvað. Þegar við sáum alla um-
ræðuna um einelti ákváðum við að
gera þetta spil.“
Sækja um styrki
Hópurinn tekur þátt í evrópskri
frumkvöðlakeppni í Osló í haust
og þarf að fjármagna ferðina sjálf-
ur. „Þetta leggst mjög vel í okkur
en þetta er mikil vinna. Við mun-
um sækja um styrki hjá fyrirtækjum
og jafnvel halda fjáröflun. Auk þess
fer ágóðinn af sölu spilsins í að fjár-
magna ferðina,“ segja þau og bæta
við að þetta sé að verða „áfanginn
endalausi“. Önnin sé í raun búin en
þau haldi áfram að vinna að verk-
efni sínu og sjái ekki fyrir endann á
því.
Þurfa að selja dómurum vöruna
Í Osló þurfa þau að kynna vöruna
fyrir dómurum og öðrum kepp-
endum. „Þetta snýst í rauninni ekki
bara um vöruna heldur allt sem að
henni snýr, svo sem skipulagningu,
viðskiptaáætlun og framtíðarsýn.
Það er svolítið stressandi að hugsa
til þess að kynna þetta og verja fyrir
dómurum en það lagast örugglega
þegar nær dregur og við verðum
komin með þetta allt á hreint.“
Einskorðast ekki við skólann
Áður en þau fara út er þó ætlunin að
breyta spilinu. „Við ætlum að hafa
meira að gerast á spjaldinu sjálfu.
Okkur finnst það svolítið flatt eins
og það er og viljum hafa það líflegra,“
segir María Björk. Eins munu þau
hafa spjaldið þykkara í næstu prent-
un. Grunnhugmyndin á spjaldinu
mun þó halda sér en hún gengur út
á að hafa myndir af heimili, skóla,
leikvelli, sundlaug og ísbúð. Ástæðan
fyrir því er að einelti gerist alls staðar,
ekki bara í skólanum. „Á vina-/ein-
eltisspilunum komum við einnig inn
á einelti á netinu og gagnvart innflytj-
endum. Við reyndum að finna eins
marga fleti og mögulegt er,“ segja þau.
Vilja ná breiðari markaði
Fjórmenningarnir eru með metn-
aðarfullar framtíðarhugmyndir um
spilið sitt og ætla að láta þýða það á
dönsku, norsku, sænsku og ensku.
„Við viljum ná breiðari markaði og
þekkjum til dæmis mann sem býr í
Danmörku sem ætlar að koma því
áfram. Eins hefur íslensk kona búsett
þar boðist til að þýða það fyrir okkur,“
segir Alína og bætir við að með því að
fara til Osló með spilið muni það von-
andi koma því á kortið.
„Okkur datt aldrei í hug þegar
önnin hófst að við yrðum komin með
fyrirtæki og á leið til útlanda með vör-
una okkar í haust. Þetta stækkar og
stækkar og við erum pínu smeyk við
það en þetta er spennandi,“ segja þau
að lokum.
10 | Fréttir 9. maí 2011 Mánudagur
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
Nemar í útrás
„Þetta snýst í
rauninni ekki
bara um vöruna heldur
allt sem að henni snýr,
svo sem skipulagningu,
viðskiptaáætlun og
framtíðarsýn.
n Fjórir nemendur í FG keppa fyrir Íslands hönd í evrópskri frumkvöðlakeppni
n Hönnuðu spil sem tekur á einelti n Ætla að þýða spilið á önnur tungumál
Hentugt spil fyrir kennara
Trabb er borðspil þar sem leikmaður dregur
spjald og annaðhvort fær hann vinaspil eða
eineltisspil. Ef það síðarnefnda er dregið
þarf leikmaður að fara aftur á bak. „Á
spilunum er mikið af heilræðum um hvernig
við eigum að koma fram við hvert annað.
Það sem við erum ánægð með er að spilið er
skemmtilegt og létt en þótt það sé einfalt
þá er mikill boðskapur í því. Við vildum ekki
þvinga upplýsingar upp á börnin heldur
vonandi fer þetta inn í undirmeðvitund barnanna,“ segja þau. Eins benda þau á að spilið
sé hentugt fyrir kennara þar sem gaman sé og fræðandi að skoða spilin með börnunum
og ræða um einelti.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Frumkvöðlarnir ungu Harpa
María Guðmundsdóttir, María Björk
Ágústsdóttir og Alína Vilhjálms-
dóttir, Á myndina vantar Þorvarð
Bergmann Kjartansson.
Mynd SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon
Ferðaþjónusta glæðist:
Íslendingum á
hótelum fjölgar
Gistinætur á hótelum í mars síðast-
liðnum voru 96.900 en voru 95.400
í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur
fram í tölum sem Hagstofan birti fyrir
helgi. Gistinætur erlendra gesta voru
um 71 prósent af heildarfjölda gisti-
nótta á hótelum í mars en gistinóttum
þeirra fækkar um 1 prósent á meðan
gistinóttum Íslendinga fjölgar um 10
prósent samanborið við mars í fyrra.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði í
öllum landshlutum nema á Suður-
landi og á Norðurlandi. Á höfuðborg-
arsvæðinu voru 72.600 gistinætur í
mars sem er 4 prósenta aukning frá
fyrra ári. Gistinætur á Suðurnesjum
voru 4.400 í mars sem er 25 prósenta
aukning frá fyrra ári. Á samanlögðu
svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölg-
aði gistinóttum úr 1.800 í 2.100 eða
um 17 prósent samanborið við mars
í fyrra. Á Austurlandi var fjöldi gisti-
nótta svipaður milli ára eða um 1.900.
Gistinætur á Norðurlandi voru 5.300
í mars og fækkaði um 5 prósent milli
ára. Á Suðurlandi voru gistinætur
10.600 og fækkaði þeim um 17 pró-
sent milli ára.
Gistinætur fyrstu þrjá mánuði
ársins voru 232.400 en voru 228.000
á sama tímabili í fyrra. Fyrstu þrjá
mánuði ársins fjölgar gistinóttum Ís-
lendinga sem og erlendra gesta um
2 prósent samanborið við fyrsta árs-
fjórðung 2010.
Athygli skal vakin á því að hér er
eingöngu átt við gistinætur á hótel-
um, það er hótelum sem opin eru allt
árið. Til þessa flokks gististaða teljast
hvorki gistiheimili né hótel sem ein-
göngu eru opin yfir sumartímann.
Kveikt í bekk
í Elliðaárdal
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
var kallað í Elliðaárdal aðfaranótt
sunnudags en þar stóð bekkur í
ljósum logum þegar slökkvilið bar
að. Greiðlega gekk að ráða niðurlög-
um eldsins en brennuvargarnir eru
ófundnir. Aðfaranótt sunnudags var
nokkuð róleg í umdæmi lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir
að talsverður fjöldi fólks hafi verið í
bænum. Talsverð ölvun var og eitt-
hvað um áflog, en þess utan fór
skemmtanahald vel fram.