Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 26
Íslandi ekki
spáð vel-
gengni
„Það er ekki mikið um þetta lag að segja.
Ég veit ekki hvort það á eftir að komast
í lokakeppnina. Lagið er gamaldags
en það má vel vera að fólk, sem heyrir
söguna um Sjonna, muni kjósa lagið
áfram í samúðarskyni,“ skrifar Chris á
vefsíðuna eurovisionlemurs.wordpress.
com. Þar eru öll lögin í keppninni dæmd
af einlægum Eurovision-aðdáendum.
Það er ekki beinlínis upplífgandi að fara
yfir vefsíður sem fjalla um líkur laganna
í Eurovision þetta árið. Þannig eru
líkurnar á sigri Íslands á eurovisionodds.
co.uk sagðar 1 á móti 201. Áðurnefndum
Chris líst þó ágætlega á einn af íslensku
keppendunum. „Segið mér að Matti
Matt verði ekki sá sem mun springa út
í þessari keppni. Ég myndi gjarnan vilja
sjá hann í aðalhlutverki í Eurovision
bráðlega. Svo lengi sem hann syngur
ekki um eldfjöll,“ skrifar hann og skír-
skotar til rokklags sem Matti flutti í
undankeppninni.
26 | Fólk 9. maí 2011 Mánudagur
Sverrir Stormsker skýst fram á ritvöllinn með látum:
Tónlistarmaðurinn og rithöfundur
inn Sverrir Stormsker virðist, eins og
birnirnir, vakna með hækkandi sól.
Hann hefur legið í híði frá því í jan
úar en hefur nú skriðið úr fylgsni
sínu og er byrjaður að blogga á nýjan
leik, aðdáendum sínum til ómældr
ar gleði. Ósmekkleg skopmynd af Siv
Friðleifsdóttur virðist hafa hreyft við
Sverri því fyrstu skrif hans í langan
tíma birtust í DV og síðan á bloggsíðu
hans um mánaðamótin, undir fyrir
sögninni Gleðihúsið við Austurvöll.“
Dauði Osama bin Laden varð síðan til
þess að hann stakk niður penna á nýj
an leik. Úr verður óborganleg minn
ingargrein um hryðjuverkaleiðtogann
herskáa. Hún hefst á þesum orðum:
„Ástkær eiginmaður okkar, faðir, bróð
ir, sonur, bróðursonur, mágur og kvið
mágur, Osama bin Laden andaðist á
heimili sínu árla morguns mánudag
inn 2. maí. Dánarorsökin var blýeitrun.
Hann var 54 ára að aldri þegar hann
safnaðist til feðra sinna.“ Óhætt er að
segja að Sverrir fari á kostum í skrifum
sínum, sem bera kímnigáfu hans og
djörfung vitni: „Osama var ekki allra.
Óvinir hans sprungu yfirleitt úr ein
hverju öðru en hlátri. Hann var frekar
umdeildur maður og þeir voru jafnvel
til sem voru ekki alveg á eitt sáttir um
aðferðir hans og framferði á alþjóða
vettvangi,“ skrifar Sverrir og heldur
áfram: „Hefði hann náðst lifandi og
verið dreginn fyrir dómstóla þá hefði
hann líklega verið dæmdur á líkum.
Mjög mörgum líkum [...] Osama bin
Latex, eins og hann gjarnan var kall
aður, fór ekki troðnar slóðir í lífinu og
batt ekki gísla sína sömu hnútum og
samferðarmennirnir. Hann stytti fólki
stundir með ýmsum óvæntum upp
átækjum og stytti fólki jafnvel aldur
þegar vel lá á honum. Shit happens.
Þýðir ekki að velta sér uppúr smáatrið
um,“ skrifar Sverrir sem er ekki óvanur
að dansa á línunni. Stundum fer hann
yfir línuna: „Hans draumur var að geta
sparað fólki tíma og skutlað því beint á
skrifstofuna. Þann 11. september 2001
lét hann þennan draum sinn verða að
veruleika. Lendingin hefði kannski
getað heppnast betur, en flugið sem
slíkt var mjög gott og fólkið komst hratt
og beint á skrifstofuna. Enginn farþeg
anna hefur allavega kvartað hingað til.“
Sverrir Stormsker er mættur til leiks á
ný og það með látum.
baldur@dv.is
Þ
að var uppselt 30. apríl
og við Stebbi vorum sam
mála um að þetta væru
með skemmtilegri tón
leikum sem við höfum tekið þátt í.
Það var alveg gífurlega góð stemn
ing,“ segir tónlistarmaðurinn Eyj
ólfur Kristjánsson um afmælistón
leika lagsins Nínu sem þeir Stefán
Hilmarsson héldu þann 30. apríl
í Salnum í Kópavogi. Aðrir tón
leikar verða á fimmtudaginn og
á þá voru, þegar þetta var skrifað,
örfá sæti laus. Eyjólfur segir að þeir
hafi ákveðið, vegna mikillar eftir
spurnar, að halda þriðju afmælis
tónleikana. „Við ætlum að skella á
öðrum tónleikum miðvikudaginn
25. maí.“
„Okkar stimpill“
Þann 4. maí voru hvorki meira né
minna en 20 ár síðan þeir félagar
fluttu lag Eyjólfs, Nína, á sviðinu í
CineCittakvikmyndaverinu í Róm.
Lagið hefur allar götur síðan verið
eitt allra vinsælasta dægurlagið á Ís
landi. Aðspurður hvort Nína eldist
jafn vel og þeir sjálfir hlær hann og
segir: „Nína eldist ekki neitt. Hún er
dáin í laginu og hefur verið það í 20
ár.“
Spurður hvað hafi orðið til þess
að þeir ákváðu að halda upp á þessi
tímamót segir Eyjólfur að þetta lag
spili svo stóran sess í ferli þeirra Stef
áns að ekki hafi verið annað hægt en
að gera eitthvað skemmtilegt. „Þetta
er búið að skila okkur svo mörgu og
er eiginlega okkar stimpill. Við vild
um heiðra þetta lag.“
Eurovision-þema
Eyjólfur segir að á tónleikunum verði
svolítið Eurovisionþema. „Við flytj
um uppáhalds Eurovisionlögin okkar,
bæði erlend og innlend, í bland við lög
sem við höfum gefið út áður, til dæmis
af disknum Nokkrar notalegar ábreið
ur,“ segir hann en sú plata kom út árið
2006. Dagskráin verði því blönduð en
Eurovision komi þar mjög við sögu.
Þeir verða ekki einir á sviðinu,
frekar en 30. apríl, því Friðrik Sturlu
son leikur á bassa og Þórir Úlfarsson á
píanó. „Svo verður Guðrún Gunnars
dóttir gestasöngkona núna á fimmtu
daginn,“ segir Eyjólfur.
Nína á Facebook
Hann segir að þeir hafi fengið virki
lega góðar viðtökur við þessum tón
leikum. „Í hléi var ég að árita nýjustu
plötuna mína fyrir fólk og ég fann að
fólk var ofboðslega ánægt og hrif
ið. Það var virkilega gaman að finna
stemninguna sem skapaðist,“ segir
hann.
Gaman er að geta þess að „Nína
Eyjólfsdóttir“ hefur hreiðrað um sig
á Facebook þar sem aðdáendur geta
gerst vinir hennar. 125 manns höfðu
gerst vinir hennar þegar þetta var
skrifað en þeir eiga vafalítið eftir að
verða margfalt fleiri.
Miða á tónleikana er hægt að nálg
ast á vefsíðunni midi.is.
baldur@dv.is
Stebbi og Eyfi skipuleggja
þriðju afmælistónleika Nínu:
„NíNa eldist
ekki Neitt“
„Þetta er
búið að
skila okkur svo
mörgu og er
eiginlega okkar
stimpill.
Kveður bin Laden
Óhætt er að segja að kátt hafi verið á
hjalla þegar FH varð Íslandsmeistari í
handbolta karla á dögunum, eftir að hafa
unnið úrslitaeinvígið við Akureyri 3–1. Á
Facebook-síðu félagsins, FH Hafnarfjörður,
má skoða margar skemmtilegar myndir frá
síðasta leiknum og þeim fagnaðarlátum
sem brutust út í kjölfar hans. Ein þeirra er þó
harla óvenjuleg. Þar sitja FH-ingarnir Ólafur
Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Baldvin
Þorsteinsson og Logi Geirsson inni í búnigs-
klefa, með bikarinn sín á milli. Ólafur Guð-
mundsson er aðeins með handklæði til að
hylja það allra helgasta en þeir Ólafur Gúst-
afsson og Baldvin eru aðeins í stuttbuxum
og berir að ofan. Logi situr á endanum, enn
í keppninsbúningnum, kvenþjóðinni líklega
til armæðu.
Berir
Íslandsmeistarar