Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 9. maí 2011 Mánudagur
Almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins hunsuðu fundarboð leiðtoganna:
Erindi fyrir tómum sal
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf
stæðisflokksins, og Ólöf Nordal,
varaformaður flokksins, hafa undan
farið farið fyrir fundarherferð um
landið til þess að fara yfir flokksmál
in með almennum flokksmönnum.
Heimildir DV herma að þátttakan á
fundum þeirra á Ísafirði og Borgar
nesi hafi verið afar dræm.
Dræmust var þó mætingin á fund
leiðtoganna sem haldinn var í Sjálf
stæðishúsinu á Selfossi síðastliðið
fimmtudagskvöld. Herma heimildir
blaðsins að af þeim 800 flokksmönn
um sem boðaðir voru á fundinn, hafi
einungis fimm mætt. Á meðal þeirra
sem mættu, samkvæmt heimildum
DV, voru formaður Sjálfstæðisflokks
ins í Árborg, formaður fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins í Árborg, einn
fyrrverandi þingmaður flokksins og
tveir óbreyttir flokksmenn. Þrátt fyrir
þessa dræmu mætingu fluttu leið
togarnir erindi sín á fundinum enda
er slíkt alltaf gert.
Ólafur H Jónsson, formaður full
trúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Ár
borg, sat fundinn. Hann segir í
samtali við DV að ástæðu þessarar
dræmu þátttöku megi rekja til þess
að fundurinn hafi ekki verið form
lega auglýstur. Hann segir hið rétta
vera að sex flokksmenn hafi mætt á
fundinn en ekki fimm eins og heim
ildir DV herma. Þá segir hann það
vera rétt að fundarboð hafi verið sent
á alla flokksmenn, en telur dræma
mætingu ekki endilega vera til marks
um litla trú flokksmanna á eigin
flokki.
Aðspurður um samanburð á
mætingunni nú og áður segir Ólaf
ur erfitt að bera slíkt saman: „Það
er voðalega misjafnt hversu margir
mæta þegar fundir eru boðaðir með
þessum hætti. Það þarf náttúrulega
að auglýsa þá en það var ekki gert í
þetta skipti. Þetta var nú bara óform
legt spjall í rauninni, ekki beinn
fundur.“ jonbjarki@dv.is
Betra loft
betri líðan
Airfree lofthreinsitækið
• Eyðir frjókornum og svifryki
• Vinnur gegn myglusveppi og ólykt
• Eyðir bakteríum og gæludýraflösu
• Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi
Hæð aðeins 27 cm
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Móðir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og
Kristínar Jóhannesdóttur, Ása K. Ás
geirsdóttir, hefur fallið frá tæplega 180
milljóna króna kröfu sem hún átti á
hendur eignarhaldsfélaginu KJ eign
arhaldi sem er í eigu hennar og Krist
ínar. Þetta kemur fram í gögnum frá
embætti ríkisskattstjóra um KJ eign
arhald sem DV hefur undir höndum.
Tilgangur KJ eignarhalds er að
halda utan um nærri tíu prósenta
hlut í fjármálafyrirtækinu Auði Capi
tal. Kristín, sem meðal annars var
framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags
Gaums á árunum fyrir hrun, á 86 pró
senta hlut í félaginu og Ása á 14 pró
senta hlut. Á sínum tíma sat Kristín
í stjórn Auðar Capital vegna þessa
eignarhlutar síns í fyrirtækinu.
Af ársreikningum félagsins að
dæma lánaði Ása félaginu 180 millj
ónir króna fyrir hlutnum í Auði Capi
tal árið 2007. Um var að ræða skamm
tímalán samkvæmt ársreikningi KJ
eignarhalds fyrir árið 2007 en þá átti
Kristín félagið ein. Frá því að þetta
gerðist hefur Ása eignast 14 prósenta
hlut í félaginu og er því einn hluthafa
þess í dag eins og áður segir.
180 milljóna aukning
Í ágúst 2009 var hlutafé KJ eignarhalds
aukið um nærri 180 milljónir króna,
samkvæmt tilkynningu sem send var
til ríkisskattstjóra í september 2009.
Á sama tíma færðist heimilisfang
félagsins á heimili Ásu. Þessi hluta
fjáraukning var fjármögnuð með
þeim hætti að Ása féll frá 180 millj
óna kröfum sínum á hendur félaginu
en sú krafa var upphaflega tilkomin
vegna kaupanna á hlutabréfunum í
Auði Capital árið 2009. „Nýir hlut
ir verða greiddir á þann hátt að Ása
Karen Ásgeirsdóttir, 0312423989,
fellur frá kröfum sínum á hendur fé
laginu.“ Þessi niðurfærsla gerði það
að verkum að skammtímaskuldir KJ
eignarhalds fóru frá því að vera tæp
lega 180 milljónir króna í árslok 2008
og yfir í að vera engar í árslok 2008.
Félagið skilaði nærri 3 milljóna
króna hagnaði á árinu 2009 og var
sá hagnaður tilkominn vegna arð
greiðslu sem félagið fékk vegna
hlutabréfaeignarinnar í Auði Capi
tal. 2,5 milljónir króna voru greidd
ar út úr félaginu og til hluthafa þess
vegna þessa hagnaðar. Auður Capi
tal borgaði út 28 milljóna króna arð
til hluthafa fyrirtækisins árið 2009
samkvæmt ársreikningi 2009 og
fékk KJ eignarhald tæp tíu prósent af
þeirri upphæð.
Einn stærsti skuldarinn
Kristín Jóhannesdóttir hefur oft
verið til umfjöllunar í íslenskum
fjölmiðlum, meðal annars vegna
fjárfestingarfélagsins Gaums og að
komu sinnar að Baugsmálinu, en
öðru máli gegnir um móður henn
ar. Ása hefur ekki oft komið til tals í
fréttaflutningi af Baugsfjölskyldunni
í gegnum árin.
Þetta breyttist þó í fyrra þegar
nafn hennar var á lista í skýrslu rann
sóknarnefndar Alþingis yfir stærstu
skuldarana í íslenska bankakerf
inu. Ása var þar sögð bera ábyrgð á
nærri 63 milljarða króna skuldum.
Vera Ásu á þessum lista var þann
ig tilkomin að hún var hluthafi í fé
lögum Baugsfjölskyldunnar og voru
skuldir hvers og eins þeirra reikn
aðar út frá hlutfallslegu eignarhaldi
þeirra í þessum skuldugu félögum.
Ása stofnaði því alls ekki til þessara
skulda persónulega.
Hjálpaði líka Jóni Ásgeiri
Ása komst svo aftur í fréttirnar í lok
árs í fyrra þegar greint var frá því í
fjölmiðlum að hún hefði keypt hús
Jóns Ásgeirs sonar síns á Laufásvegi
69 fyrir 107 milljónir króna.
Jón Ásgeir sagði þá, í viðtali við
Fréttatímann, að ástæða sölunnar
væri sú að hann þyrfti á peningum
að halda til að greiða lögfræðikostn
að í New York í Bandaríkjunum en
slitastjórn Glitnis höfðaði skaða
bótamál gegn Jóni og fleiri aðilum
tengdum Glitni vegna meintrar mis
notkunar þeirra á Glitni fyrir efna
hagshrunið 2008.
n Kristín Jóhannesdóttir og Ása Ásgeirsdóttir hluthafar í Auði Capital n Ása fjár-
magnaði kaupin með 180 milljóna króna láni n Keypti hús af Jóni Ásgeiri í fyrra
Móðir Jóns Ásgeirs
gaf eftir 180 milljónir
„Nýir hlutir verða
greiddir á þann
hátt að Ása Karen Ás-
geirsdóttir, 031242-3989
fellur frá kröfum sínum á
hendur félaginu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Einn eigenda Auðar Kristín Jóhannes-
dóttir er einn stærsti eigandi fjármálafyrir-
tækisins Auðar Capital. Hún sést hér með Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni í
dómsal í Baugsmálinu.
Dræm þátttaka Afar dræm þátttaka
var á fundi leiðtoga Sjálfstæðisflokksins á
Selfossi síðastliðið fimmtudagskvöld.
Slysagildra á Snorrabraut:
„Þetta er
hryllingur“
„Þetta er hryllingur,“ segir Ingunn
Þóra Magnúsdóttir, sem býr í fjöl
býlishúsi á Snorrabraut 35, en hún
segir klæðningu hússins vera í vægast
sagt slæmu ásigkomulagi. Ingunn
hafði samband við DV á laugardag til
þess að vara gangandi vegfarendur
við vegna klæðningarinnar sem hryn
ur á gangstéttina.
Hún sagði stóra hnullunga hafa
hrunið á gangstéttina og ekkert var
búið að eiga við þá á sunnudag. „Og
glugginn uppi. Ég er bara hrædd um
að hann fari að hrynja úr,“ segir Ing
unn.
Ingunn sagðist hafa sett upp var
úðarmerki við húsið á laugardag til
þess að vara fólk við en hún segir að
klæðningin sé mikið skemmd. „Hluti
af þessu er vegna mikillar umferðar
hérna. Húsið er að morkna. Hugs
aðu þér ef einhver hefði verið þarna
undir í gær (laugardag). Þetta er alveg
hryllilegt,“ segir Ingunn Þóra.
Ingunn Þóra segir að lögreglu hafi
verið gert viðvart vegna ástandsins
á laugardag. Ekki náðist samband
við lögreglu vegna vinnslu þessarar
fréttar en á laugardag reyndi lög
reglan að hafa upp á eiganda hússins.
Lögregla sagði að ef það tækist ekki
yrði haft samband við Reykjarvíkur
borg til þess að eiga við húsið.
Árás gerð á
heimili ráðherra
Árás var gerð á heimili Ögmundar
Jónassonar innanríkisráðherra að
faranótt laugardags og tvær rúður
brotnar. Ekki er vitað hverjir voru
að verki en talið er að fleiri en einn
hafi verið á ferð þar sem mörgum
steinum var kastað í einu.
Atvikið átti sér stað um þrjúleyt
ið, aðfaranótt laugardags. Grjóti
var kastað í húsið og brotnuðu
tvær rúður. Glerbrotum rigndi yfir
ráðherrann og eiginkonu hans þar
sem þau sátu í stofunni en þau
sakaði þó ekki. Lögreglan lítur
málið mjög alvarlegum augum og
telur að með árásinni hafi verið
reynt að koma skilaboðum á fram
færi við ráðherrann og að í þeim
felist hótun en lögreglan ákvað í
kjölfarið, í samráði við ráðherra,
að herða eftirlit við heimili hans að
því er fram kom í fréttum Ríkisút
varpsins. Þegar DV hafði samband
við Ögmund vildi hann ekki tjá sig
um málið.