Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 9. maí 2011 fyrir fiskveiðiheimildir eru greiddar um 300 krónur fyrir hvert kíló af þorski. Róttæk skref en hvað svo? Að öllu samanlögðu er ljóst að marg- víslegar grundvallarbreytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu nái umræddar tillögur fram að ganga. Jafnframt er ljóst að Landssamband ís- lenskra útvegsmanna mun ekki taka þegjandi öllum þeim breytingum sem hér hafa verið nefndar. Í síðustu viku setti sjávarútvegs- ráðuneytið út 500 tonn af skötusel á leigumarkað til viðbótar því sem þeg- ar hafið verið boðið upp. Samkvæmt lögum og reglum er kílóið af skötusel leigt út af ríkinu á 120 krónur kílóið. Upphaflega gaf Jón Bjarnason út 2 x 2.000 tonna kvóta fyrir tvö fiskveiðiár gegn hatrömmum mótmælum útvegs- manna. Jafnframt tapaði úgerð máli gegn ríkinu og sjávarútvegsráðherra vegna þess að hann neitaði að kvóta- setja úthafsrækju fyrir yfirstandandi fiskveiðiár á þeim forsendum að kvót- inn hefði verið vannýttur mörg undan- farin ár. Gat á kvótakerfið Núverandi stjórnvöld hafa með þessu brotið gat á ríkjandi kvótakerfi og skap- að fordæmi til útleigu ríkisins á kvóta. Afleiðingin er að vígstaða LÍÚ hefur augljóslega versnað til þess að halda kvótakerfinu óbreyttu. Jafnvel má merkja að viljinn til að aðgangurinn að auðlind í þjóðareign verði til í gegnum uppboð, þar sem bjóðendur standa jafnir og samkeppni ríkir, hafi aukist og tekjum ríkisins af slíkum greiðslum sé ekki blandað saman við það hvernig skattlagningu er háttað á sjávarútveg- inn. Þá hefur vaxandi vilji til þess að bera breytingar á kvótakerfinu und- ir atkvæði kjósenda í þjóðaratkvæða- greiðslu einnig breytt aðstæðum, en forsætisráðherra og fleiri stjórnarliðar hafa látið líklega um að sú leið verði farin. Kvótafrumvarpið til þingsins í vikunni Tortryggnir stórútgerðarmenn Grundvallarbreyting- arnar fela allar í sér tilraunir til að innleysa kvóta til ríkisins gegn vilja stórútgerðanna. Innheimtuaðferðir fjármála- og inn- heimtufyrirtækja hafa eins og gefur að skilja verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Fjölmarg- ir einstaklingur hér á landi hafa þurft að eiga við fjármála- og innheimtu- fyrirtæki vegna vangoldinna skulda, oft og tíðum vegna þess sem á árum áður hefði talist til smámuna. Í kjölfar hrunsins árið 2008 stækk- aði Intrum Justitia við sig og starfar fyrirtækið nú undir nafninu Motus og er með höfuðstöðvar að Lauga- vegi 99. Fyrirtækið sendir rukkan- ir til fólks fyrir hvers kyns skuldir, hvort sem það eru bækur sem tekn- ar voru að láni á bókasöfnum, DVD- myndir sem teknar voru að leigu eða greiðslur sem ekki voru inntar að hendi í lífeyrissjóði. Í samfélaginu hefur orðið vart við mikla reiði gagn- vart innheimtufyrirtækjum eins og Motus. Unnin hafa verið skemmdar- verk á húsnæði fyrirtækisins og rúð- ur oftar en einu sinni verið brotnar. DV ræddi við nokkra einstaklinga sem hafa misjafnar sögur að segja af samskiptum sínum við fjármála- og innheimtufyrirtæki. Bjarni Kelmenz Vesterdal, rithöfundur og meistara- nemi í bókmenntafræði, lenti nýlega í því að fá kröfu upp á fjórtán þús- und krónur senda heim til sín, vegna bóka sem hann fékk að láni á Þjóðar- bókhlöðunni. Eltur vegna Samúræjans „Það er stórfurðulegt að Þjóðarbók- hlaðan taki þátt í þessu,“ segir Bjarni Klemenz Vesterdal, sem í fyrra fékk bækurnar Lé konung og Samúræj- ann, að láni frá þessu helsta bóka- safni háskólanema. Hann vissi ekk- ert fyrr en honum bárust viðvaranir þess efnis að ef hann skilaði bókun- um ekki yrði krafa þeirra vegna send til innheimtufyrirtækis. „Ég hélt þetta væri bara hótun en svo barst mér bréf frá innheimtufyrirtækinu Motus þar sem ég var krafinn um fjórtán þúsund króna greiðslu út af tveimur skitnum kiljum,“ segir Bjarni sem er ekki einn um það að fá senda rukkun frá innheimtufyrirtæki vegna bókaláns, fjölmargir hafa lent í því sama. Bjarni segist hafa heyrt af því að dráttarvextir innheimtufyrirtæk- isins hækki stjarnfræðilega mikið dag frá degi. „Einn skandallinn við þetta er auðvitað sá að að Þjóðarbókhlaðan var að rukka 5.000 kall fyrir hverja kilju, en þetta eru bækur sem kosta nýjar svona 1.500 kall og varla það. Hitt er það að þeir senda þetta til Mo- tus sem er rukkunarfyrirtæki. Það er einfaldlega fáránlegt að gera náms- mönnum þetta sem eru bara á náms- lánum.“ Bjarni fær um hundrað þús- und krónur á mánuði í námslán og því eru þessar fjórtán þúsund krón- ur sem Motus rukkar hann um eitt- hvað sem hann á fullt í fangi með að standa skil á. „Þarna er um að ræða tvær bækur og á sama tíma er fólk að missa húsin sín, mér finnst þetta bara dæmigert fyrir bilunina í sam- félaginu,“ segir Bjarni sem er orðinn langþreyttur á því að vera eltur af innheimtufyrirtæki vegna Samúræj- ans. Sex ára stúlku hótað Á Íslandi hafa ekki gilt sömu reglur og á hinum Norðurlöndunum um starfsemi innheimtufyrirtækja. Sem dæmi má nefna að í Danmörku er lögbundið hámarksgjald sem inn- heimtufyrirtæki má rukka fyrir senda áminningu um 5.000 íslenskar krón- ur. Einn viðmælandi DV benti á að bókasöfnin á Íslandi hafi í meira en eina öld virkað ágætlega án þess að líta á vanskil sem sérstakan tekju- stofn. Síðustu ár hafi þetta hins vegar breyst og nú sé gengið mun harðar á eftir þeim sem skila seint eða illa. Skemmst er frá því að segja að í desember fjallaði DV um bréf sem sex ára stúlku barst frá bókasafni Mosfellsbæjar vegna vanskila á barnabókum. Í bréfinu, sem stílað var á stúlkuna, var því hótað að and- virði bókanna auk dagsekta yrði sent í innheimtu Intrum –– nú Motus –– með tilheyrandi innheimtukostnaði ef ekki yrðu gerð skil eða samið um málalok innan fimmtán daga. Faðir stúlkunnar sagði málið vera „alveg fáránlegt“ í samtali við blaðamann DV, en bækurnar höfðu verið í láni tveimur vikum framyfir umsaminn tíma. Frá bókasafninu fengust þau svör að þó að tilkynningabréfið hafi borist á nafn barns sem korthafa væri það aldrei svo að innheimtubréf frá Intrum yrði sent á ólögráða ein- staklinga. Málið vakti þónokkra reiði almennings. „Ógeðsleg rukkun í hausinn“ DV ræddi við fyrrverandi bókavörð sem starfaði á bókasafni í Reykja- vík en sá hinn sami segir bókaverði ekki á eitt sátta við það fyrirkomulag að senda bækur í vanskilum til inn- heimtu hjá fyrirtækjum eins og Mo- tus. „Fólk er ekkert ánægt með að þurfa að vera að standa í þessu en ýmsir vilja nú réttlæta það fyrir sér,“ segir hann. Bókasöfnin hafa hingað til sent höfuðstól af bókum í rukkun í gegnum innheimtufyrirtæki sem síð- an leggja vexti ofan á það. Hann segir það þó litlu skipta þó að bókaverðir vildu hafa annan háttinn á þar sem kerfið sé algjörlega sjálfvirkt. Sé bók- um ekki skilað á tilsettum tíma fari það eftir fyrirfram ákveðnum leiðum til innheimtufyrirtækis, og þá sé eina leiðin að greiða fyrirtækjunum. Einn þeirra sem DV ræddi við stundaði verkfræðinám í Danmörku árið 2003 en skuldaði ákveðna upp- hæð í lífeyrissjóð. Í stað þess að fá sendar upplýsingar um það þá þeg- ar var málið inni á borði hjá Intrum í þrjú ár og safnaði vöxtum. „Þeim var alveg í lófa lagið að finna mig, hefðu þeir borið sig eftir því. En þremur árum síðar þegar ég var kominn aft- ur til Íslands bankaði einhver maður upp á hjá mér og rétti mér bréf. Þar kom í ljós að ég fékk einhverja ógeðs- lega rukkun í hausinn og að minnsta kosti helmingur kostnaðarins var vegna aðkomu innheimtufyrirtækis- ins,“ segir fyrrverandi verkfræðinem- inn og núverandi verkfræðingurinn í samtali við DV. „Ég borgaði þetta bara því annars hefði ég bara farið fyrir dóm, það var bara ekkert flókn- ara.“ Knúin til að fá sér kreditkort Við vinnslu fréttarinnar ræddi blaðamaður við fólk sem hafði mis- jafnar sögur að segja af starfsað- ferðum fjármálafyrirtækjanna fyrir og eftir hrun. Háskólanemi sem DV ræddi við sagði til að mynda frá því þegar honum var hótað málsókn vegna smávægilegrar kreditkorta- skuldar. „Þetta var Visa-reikning- ur sem ég hafði gleymt að greiða af og ég vissi hreinlega ekkert af hon- um fyrr en Glitnir sendi stefnuvott heim til mín. Þá hafði ég tvo daga til stefnu áður en þetta færi fyrir hér- aðsdóm.“ Ung kona á þrítugsaldri sagði blaðamanni DV frá því hvernig hún var knúin til þess að opna kredit- kortareikning hjá Landsbankanum fyrir hrun. Konan var með launa- reikning og húsnæðislán hjá bank- anum en hafði ekki gert sér grein fyrir því að í smáa letri lánasamn- ingsins hafði komið fram að hún þyrfti að nýta sér þrenns konar þjónustu hjá bankanum til þess að vextirnir myndu ekki hækka. Hún endaði með því að fá sér kreditkort gegn eigin vilja til þess að uppfylla samninginn. „Fáránlegt að gera námsmönnum þetta“ n Háskólanemi fékk 14 þúsund króna rukkun frá Motus vegna bókaláns n Umdeilt að bókasöfnin nýti sér innheimtufyrirtæki n Sex ára stúlku hótað með Intrum Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Þarna er um að ræða tvær bækur og á sama tíma er fólk að missa húsin sín, mér finnst þetta bara dæmi- gert fyrir bilunina í sam- félaginu. Motus Intrum Justitia skipti um nafn í upphafi árs og kallast nú Motus. Fyrirtækið leggur til dæmis há gjöld og vexti ofan á bækur í vanskilum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.