Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Síða 2
2 | Fréttir 6. júní 2011 Mánudagur
Hannes Þór Smárason er búsettur
í Lúxemborg og mætti því ekki fyrir
Héraðsdóm Reykjavíkur þegar aðal-
meðferð í máli hans gegn fjármála-
ráðuneytinu fór fram á föstudaginn.
Hannes stefndi fjármálaráðuneyt-
inu vegna kyrrsetningarbeiðni sem
tollstjóri setti fram gegn honum fyr-
ir hönd skattrannsóknarstjóra í apríl
2010. Tollstjóri ætlaði að kyrrsetja
eignir fyrir allt að 150 milljónir en
endaði á að kyrrsetja tvo bíla í eigu
Hannesar auk bankainnistæðna upp
á sjö og hálfa milljón eftir að sýslu-
maður samþykkti kyrrsetninguna.
Kyrrsetningin var að lokum felld úr
gildi eftir að í ljós kom að engin laga-
heimild væri fyrir kyrrsetningu vegna
brota á lögum um virðisaukaskatt.
Hannes fer fram á þrjár milljónir
króna í skaðabætur vegna fjártjóns
og miska í kjölfar kyrrsetningarinn-
ar. Hannes gaf skýrslu fyrir dómi í
gegnum síma á föstudaginn. Athygli
vakti að Hannes neitaði því að eiga
nokkurn þátt í hruninu en hann fékk
milljarða króna í arðgreiðslur frá al-
menningshlutafélaginu FL Group
áður en félagið fór í þrot.
Hannes svaraði ekki
Aðalmeðferðin í málinu hófst á held-
ur skrautlegan hátt þar sem byrja átti
á að láta Hannes gefa skýrslu vegna
málsins. Þegar Allan V. Magnússon
héraðsdómari ætlaði að hringja í
Hannes þá vildi ekki betur til en svo
að talhólf Hannesar var það eina sem
náðist samband við. Bæði dómarinn
og Gísli Guðni Hall lögmaður Hann-
esar reyndu að ná í hann en allt kom
fyrir ekki. Ákveðið var að hlýða á
tuttugu mínútna langt útvarpsviðtal
við Steingrím J. Sigfússon sem er á
meðal sönnunargagna í málinu en á
meðan dómarinn og ritari hans voru
að glíma við tæknilega örðugleika
hringdi Hannes í lögmann sinn og
virtist því tilbúinn til að veita dóm-
inum skýrslu.
Hannes var beðinn af lögmanni
sínum að segja frá því hvaða afleið-
ingar kyrrsetningin hefði haft í för
með sér fyrir hann. „Ég er náttúru-
lega búsettur erlendis og starfa sjálf-
stætt við viðskiptatengd verkefni en
möguleikar mínir eru ekki þeir sömu
og þeir hefðu annars verið,“ sagði
Hannes sem telur augljóslega kyrr-
setninguna hafa skemmt fyrir sér í
viðskiptum sínum. Hannes nefndi
engin dæmi þess efnis að viðskipta-
samningar eða viðskiptatækifæri
hefðu runnið honum úr greipum
vegna kyrrsetningarinnar.
Hannes staðfesti í síma fyrir dómi
að hann væri þessa dagana búsett-
ur í Lúxemborg. Eftir bankahrunið
bárust fregnir af því að Hannes hefði
flutt til London en hann flutti til Lúx-
emborgar um mitt ár 2010 og í lok
sama árs til Barselóna en virðist nú
aftur búsettur í Lúxemborg.
Viðtal Harmageddon
við Steingrím J.
Fyrir dómi lagði lögmaður Hannesar
fram 20 mínútna langt útvarpsviðtal
sem Þorkell Máni Pétursson og Frosti
Logason tóku við Steingrím J. Sigfús-
son fjármálaráðherra þann 8. apríl
2011 í þættinum Harmageddon á X-
inu. Viðtalið var tekið daginn áður en
kosningin um Icesave fór fram og var
því Icesave nánast það eina sem var
rætt í þættinum. Hannes Þór Smára-
son var aldrei nefndur á nafn en við-
talið átti að sýna viðhorf fjármálaráð-
herra til Hannesar og að ríkið hefði í
raun verið að elta hann.
Steingrímur var spurður hvort Ís-
lendingar væru ekki að borga fyrir
Elton John og veislur á Jamaíka með
því að samþykkja Icesave og í raun
að borga fyrir útrásarvíkinga. Stein-
grímur neitaði því og sagði að verið
væri að láta gamla bankann borga.
Enn fremur sagði hann að nánast all-
ir peningar sem eftir væru og hægt
væri að ná til færu í Icesave. „Við
reynum að hundelta þessa gaura.
Saksóknarinn, skatturinn og Serious
Fraud Office eru í því að reyna að ná
í alla peninga sem hægt er að sækja.
Jafnvel til Tortóla eða Lúxemborgar
eða hvert það er, fá þá inn í búið og
þá fara þeir í að borga Icesave,“ sagði
Steingrímur og við þetta gerði lög-
maður Hannesar athugasemd. Þarna
væri sýnt fram á að ríkið væri í elting-
arleik við ákveðna menn, þar á með-
al Hannes. Lögmaður Hannesar tók
fram að skattrannsóknarstjóri heyrði
undir fjármálaráðuneytið og virtist
telja að um samantekin ráð væri að
ræða af hálfu ríkisvaldsins.
Kyrrsetningarbeiðni upp
á 150 milljónir
Tollstjóri setti fram kyrrsetningar-
beiðni hjá sýslumanni upp á 150
milljónir fyrir hönd skattrann-
sóknarstjóra en Hannes var talinn
hafa sýnt af sér vítaverða háttsemi
vegna brota á lögum um virðisauka-
skatt. Umrædd brot eiga að hafa
átt sér stað í rekstri FL Group. Eft-
ir að beiðni skattrannsóknarstjóra
var lögð fram kyrrsetti tollstjóri þær
eignir sem hann náði til. Þar var um
að ræða tvær bifreiðar í eigu Hann-
esar, Lincoln Navigator og Range Ro-
ver, sem hvor um sig var metinn á
fjórar milljónir, og bankainnistæð-
ur fyrir sjö og hálfa milljón. Á sama
tíma voru einnig eigur þeirra Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, Skarphéðins
Bergs Steinarssonar og Jóns Sigurðs-
sonar kyrrsettar vegna sama máls.
Rekstrarkostnaður FL Group þótti
grunsamlega hár og var grunur uppi
um að í raun væri að ræða hlunnindi
stjórnenda en ekki rekstrarkostnað
fyrirtækisins. Hannes fór með kyrr-
setninguna fyrir héraðsdóm en toll-
stjóri dró hana til baka áður en úr-
skurður var kveðinn upp og var málið
því látið niður falla. Þetta var eftir að
Skarphéðinn Berg Steinarsson hafði
fengið það staðfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur og síðar Hæstarétti Ís-
lands að ekki væri lagaheimild fyrir
hendi vegna kyrrsetningarinnar sem
var farið fram á yfir honum. Dóm-
stóllinn komst að þeirri niðurstöðu
að í lögum um tekjuskatt væri ekki að
finna heimild til kyrrsetningar vegna
brota á lögum um virðisaukaskatt.
Í framhaldinu bað tollstjóri sýslu-
manninn í Reykjavík um að fella
kyrrsetningu eigna Hannesar, Jóns
Ásgeirs og Jóns Sigurðssonar úr gildi.
Ósáttur við aðferðir yfirvalda
„Yfirvöld fóru ekki leynt með að-
gerðina,“ sagði Hannes ósáttur og
tók lögmaður hans fram að Hannes
hefði frétt af kyrrsetningarbeiðninni
í gegnum fjölmiðla. Samkvæmt lög-
manninum var það komið í fjölmiðla
að farið yrði fram á kyrrsetningu áður
en beiðnin var lögð fram. Í máli lög-
mannsins kom fram að um væri að
ræða geðþóttaákvörðun stjórnvalda
og hann sagði málið allt vanreifað af
hálfu yfirvalda. Það hafi til að mynda
aldrei komið fram hvers vegna var
farið fram á kyrrsetningu eigna upp
á 150 milljónir. Að hans mati hefði
tollstjóri alveg eins getað farið fram
á kyrrsetningu eigna upp á 50, 500
eða 5.000 milljónir. Þeir hafi aldrei
gert sér grein fyrir því á hverju kyrr-
setningarbeiðnin hafi verið byggð og
hvað það væri sem væri grundvöllur
fyrir umrædda upphæð.
Hefur ekkert með bankahrunið
að gera
„Ég hef ekkert með þetta blessaða
bankahrun að gera,“ sagði Hannes í
síma fyrir dóminum. Hann telur sig
vera ranglega sakaðan um að vera
aðila að bankahruninu sem átti sér
stað í október 2008.
Hannes var á sínum tíma for-
stjóri FL Group og stjórnarmaður
í Glitni. Hannes sagði sig úr stjórn
Glitnis í júlí 2006. Hannes var litinn
öðrum augum í íslensku viðskipta-
lífi á árum útrásarinnar en nú. Á
tímum útrásarinnar höfðu Hannes
og félög hans nánast óendanleg-
an aðgang að lánsfé. Hannes sjálfur
var fjórði stærsti skuldari íslenska
bankakerfisins samkvæmt skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis. Þar var
Hannes sagður skulda 51,8 milljarða
íslenskra króna en einungis Robert
Tchenguiz, Jón Ásgeir Jóhannesson
og Ólafur Ólafsson voru skuldsettari.
Hannes var nátengdur öðrum helstu
aðilum útrásarinnar sem endur-
speglaðist vel í eftirminnilegri för til
Kína árið 2005. Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, og flestir helstu
aðalleikarar útrásarinnar, til dæm-
is Björgólfur Thor Björgólfsson, Jón
Ásgeir Jóhannesson ásamt banka-
stjórunum Hreiðari Má Sigurðssyni
og Sigurjóni Árnasyni fóru þá ásamt
Hannesi í ferðina til Kína.
Árið 2006 hlotnaðist Hannesi sá
heiður að vera valinn maður ársins
í íslensku viðskiptalífi eftir að hafa
stjórnað FL Group. Hannes hafði leitt
umbreytingu Flugleiða þar sem fjár-
festingarstarfsemi varð aðalverkefni
félagsins og ferðaþjónusta og flug-
rekstur var sett inn í dótturfélög eins
og kemur fram í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis. Félagið dró sig svo
alfarið út úr flugrekstri þegar dótt-
urfélagið Icelandair Group var selt
árið 2006. FL Group breyttist svo síð-
ar í Stoðir. Ekki var alltaf lognmolla
í kringum FL Group og stjórnun
Hannesar en frægt varð þegar þrír
stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni
fjórum mánuðum eftir aðalfundinn í
mars 2005 vegna óánægju með fjár-
festingarstefnu Hannesar og hvernig
staðið væri að fjárfestingarákvörð-
unum. Ragnhildur Geirsdóttir hætti
einnig sem forstjóri FL Group og
tók Hannes við sem forstjóri félags-
ins. Það var í kjölfarið á kaupum FL
Group á flugfélaginu Sterling af Fons,
eignarhaldsfélagi Pálma Haralds-
sonar. Umrædd kaup eru einhver
umdeildustu viðskipti íslenskrar við-
skiptasögu.
Árið 2007 fór svo að halla undan
fæti hjá félaginu en þá var rekstrar-
kostnaður FL Group 6,2 milljarðar
króna og skilaði félagið 67 milljarða
króna tapi. Í lok árs 2007 var tilkynnt
um að Hannes hygðist láta af störf-
„Ég hef ekkert með
þetta blessaða
bankahrun að gera“
Hannes Smárason stefnir fjármálaráðuneytinu n Fer fram á þrjár milljónir í skaðabætur n Telur kyrrsetningu
eigna hafa valdið sér fjárhagslegu tjóni og miska n Neitar aðild að hruninu en hafði áður viðurkennt ýmislegt
Hannes Smárason og Skarphéðinn Berg Steinarsson Eignir þeirra voru kyrrsettar
en Skarphéðinn fékk það staðfest fyrir dómi að lagaheimild fyrir því væri ekki fyrir hendi.
Leifar útrásarinnar í bílakjallara í Faxafeni Þarna má meðal annars sjá Range
Rover og Lincoln Navigator bifreiðar sem voru kyrrsettar af tollstjóra.
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
„Fyrir dómi lagði
lögmaður Hann-
esar fram 20 mínútna
langt útvarpsviðtal sem
Þorkell Máni Pétursson
og Frosti Logason tóku
við Steingrím J. Sigfússon
fjármálaráðherra þann
8. apríl 2011 í þættinum
Harmageddon á X-inu.