Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3 Mánudagur 6. júní 2011
„Ég hef ekkert með
þetta blessaða
bankahrun að gera“
um sem forstjóri FL Group og Jón
Sigurðsson myndi taka við. Í apríl
2009 var félaginu, sem þá hét Stoðir,
veitt heimild til nauðasamninga við
lánadrottna félagsins.
Hefur áður talað um aðild sína
Afstaða Hannesar hefur ekki alltaf
verið eindregið sú að hann hafi ekki
komið nálægt hruninu á Íslandi.
„Það væri í raun fáránlegt að skor-
ast undan því að horfa í eigin barm
og líta á þá hluti sem betur mættu
fara,“ sagði Hannes í viðtali hjá Birni
Inga Hrafnssyni í Markaðnum á Stöð
2 í nóvember 2008. Þar viðurkenndi
hann einnig að menn hefðu átt að
ganga rólegar til leiks heldur en
gert var. Hann sagðist sjá eftir mjög
mörgum ákvörðunum. Hann myndi
óska þess að FL Group hefði stækk-
að hægar á sínum tíma og að menn
hefðu minnkað félagið hraðar þegar
illa fór að ganga.
Hannes var á meðal þeirra sem
slitastjórn Glitnis stefndi fyrir rétt
í New York fyrir að hafa rænt bank-
ann innan frá. Málinu gegn Hann-
esi og þeim Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni, Pálma Haraldssyni, Ingibjörgu
Pálmadóttur, Lárusi Welding, Þor-
steini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni
og PriceWaterhouseCoopers var að
lokum vísað frá dómi í desember
2010 með þeim skilyrðum að þessir
aðilar viðurkenndu lögsögu íslensks
dómstóls í málinu. Einnig þurftu þeir
að lýsa því yfir að því yrði ekki mót-
mælt að dómur, sem kynni að falla í
sambærilegu máli á Íslandi, yrði að-
fararhæfur í New York. Slitastjórnin
hafði farið fram á að sjömenning-
arnir ásamt endurskoðunarskrifstof-
unni myndu greiða 250 milljarða í
skaðabætur. Slitastjórnin taldi gögn
sem hún hafði undir höndum sýna
fram á að Hannes hefði haft bein
áhrif á lánveitingar Glitnis. Vænta
má að slitastjórnin muni láta reyna
á málið fyrir íslenskum dómstólum.
Kyrrsetningin olli óþægindum
„Þetta hefur haft ýmis konar óþæg-
indi í för með sér fyrir mig. Þetta
kallar á útskýringar bæði innan fjöl-
skyldu minnar og utan hennar. Þar
á meðal til aðila sem maður stundar
viðskipti með,“ sagði Hannes í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur. Honum þykir
kyrrsetningin hafa haft áhrif á líf sitt,
bæði persónulega og í viðskiptum.
Hannes sagði erfitt fyrir sig að sanna
að kyrrsetningin hefði ekki átt rétt
á sér. Hann telur líklegt að þetta líti
öðruvísi út erlendis og þar taki menn
slík mál alvarlega: „Erlendis er litið
öðruvísi á svona aðgerðir.“
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra rannsakaði viðskipti með
danska flugfélagið Sterling á árun-
um 2005 til 2006, en félagið gekk
kaupum og sölum á milli FL Group
og Fons. Heimildir DV herma að
Hannes Smárason, sem var stjórn-
arformaður FL Group árið 2005 hafi
beðið undirmann sinn að stofna
reikning hjá Kaupþingi í Lúxem-
borg örfáum dögum áður en þrír
milljarðar króna voru millifærðir
af reikningi FL Group í Landsbank-
anum til Lúxemborgar í apríl 2005.
Millifærslan átti sér stað án vitn-
eskju forstjóra félagsins. Það sem
efnahagsbrotadeildin rannsakaði
var hvort milljarða millifærslan
hefði runnið úr FL Group til Fons til
að fjármagna fimm milljarða kaup
á Sterling.
Á seinni hluta árs 2005 keypti
FL Group Sterling hins vegar aftur
af Fons fyrir 14,6 milljarða króna.
Í desember 2008 keypti félagið
Northern Travel Holding, sem FL
Group og Fons áttu að stærstum
hluta, Sterling aftur fyrir 20 millj-
arða króna. Talið er að tilgangur
Sterling-viðskiptanna hafi verið að
búa til gríðarlegan hagnað á papp-
írunum þrátt fyrir að verðmæti
Sterling hafi ekki endurspeglast í
kaupverðinu. Hugsanlegt er að eig-
endur FL Group og Fons hafi inn-
leyst mikinn hagnað persónulega
af viðskiptunum.
Það vakti töluverða athygli að
þrátt fyrir að FL Group hafi sett Ís-
landsmet í tapi upp á 67 millj-
arða króna árið 2007, fékk Hannes
Smárason 90 milljóna króna starfs-
lokasamning þegar hann hætti sem
forstjóri félagsins, að viðbættum 50
milljónum króna sem hann hafði
hlotið í laun og árangurstengdar
greiðslur á árinu. Hannes hætti í
desember 2007.
Skömmu fyrir þann tíma, eða í
nóvember sama ár, sagði Hannes
í viðtali á Stöð 2 að mikilla útrás-
arverkefna væri að vænta hjá FL
Group sem síðar fékk nafnið Stoð-
ir. Hann var því mjög bjartsýnn á
framtíð félagsins en Stoðir óskuðu
eftir greiðslustöðvun í byrjun októ-
ber árið 2008. -GRG
Sterling-fléttan
Hannes Smárason Var forstjóri FL
Group.
Hannes Smárason Er búsettur þessa dagana í Lúxemborg.
„Þetta hefur haft
ýmis konar óþæg-
indi í för með sér fyrir mig.
Þetta kallar á útskýring-
ar bæði innan fjölskyldu
minnar og utan hennar.