Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 6. júní 2011 Mánudagur Karl M. Grönvold er búinn að afplána dóm sinn í Brasilíu: Brasilíufanginn kominn heim Brasilíufanginn Karl M. Grönvold er kominn heim til Íslands eftir fjög- urra ára dvöl í erlendum fangels- um. Karl hlaut tæplega fjögurra ára dóm í Brasilíu eftir að hafa reynt að smygla tæpum sex kílóum af kóka- íni úr landi. Hann sat af sér dóminn í fangelsi fyrir útlendinga í San Paolo í Brasilíu. Honum var sleppt í febrúar á síðasta ári en var á skilorði fram í september og undir ströngu eftirliti. Síðan tók við löng bið þar sem Karl beið þess að komast heim. Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifaði bók um dvöl Karls í fangelsinu þar sem hann lýsti þeim aðbúnaði sem hann bjó við í fangelsinu og lífinu innan múranna. Í viðtali við DV í nóvember á síð- asta ári sagðist Karl ætla að vinna í sjálfum sér þegar hann kæmi heim: „Það fyrsta er að koma mér í stand. Ég er búinn að vera á skelfilegum stað í langan tíma og þegar ég kem heim ætla ég að leita mér aðstoðar. Ég er með mín plön um að bæta líf mitt og ég ætla ekki að halda áfram í þessum bransa. Það er algjörlega hreinskilið svar,“ sagði Karl þá full- ur af von um að komast heim. Þegar hann var laus úr fangelsinu í Brasilíu mátti hann ekki vinna fyrir sér og því sá fjölskylda hans um að halda hon- um uppi. Karl er nú laus ferða sinna og kominn aftur til landsins. Hann hefur sést á landinu undanfarið og meðal annars í félagsskap Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eða Geira á Gold- finger. Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox „Brynjar hitti mann sem bauð hon- um vinnu, hann spurði hvernig vinnu og þá sagði maðurinn að vinn- an fælist í því að fara með pakka með lyfjum til Japan,“ segir Amornrat Lapaaneknun kærasta Brynjars Mettinissonar sem var handtekinn fyrir fíkniefnamisferli í síðustu viku á hóteli í miðborg Bangkok í Taílandi. Amornrat, sem yfirleitt er kölluð Jenny, segir tvær grímur hafa runn- ið á Brynjar þegar honum var tjáð í hverju vinnan væri fólgin. „Hann sagðist ekki vilja gera neitt ólöglegt en þá sagði maðurinn: „Nei, ekki hafa áhyggjur, þetta eru ekki eitur- lyf“.“ Brynjar var samt ekki tilbúinn að gera þetta en þá bauð maðurinn honum 2.500 dollara fyrir að finna fyrir sig einhvern annan aðila sem væri til í að fara með pakkann til Jap- an og Brynjar ákvað að taka því til- boði. Kom ekki nálægt efnunum „Brynjar margspurði hvort um ólög- legt athæfi væri að ræða og hvort það væru eiturlyf í pakkanum en mað- urinn fullvissaði hann um að svo væri ekki,“ segir Jenny. Samkvæmt Jenny var Brynhar í sambandi við umræddan mann í töluverðan tíma áður en hann fann mann til verksins. Sá sagðist vera tilbúinn að gera nán- ast hvað sem er fyrir peninga og var til í að taka að sér að fara með pakk- ann til Japan. Á mánudaginn síðasta mætti Brynjar svo á fund á hóteli með tilvonandi burðardýri og þeim aðila sem skipulagði verkið. Brynj- ar sagði Jenny að burðardýrið hefði að öllum líkindum haft samband við lögregluna og látið vita af fundinum. Þegar lögreglan kom á hótelið þá kom í ljós að um eitt og hálf kíló af amfetamíni var í pakkanum sem átti að flytja til Japan. Jenny hefur þær upplýsingar eftir Brynjari að hann hafi aldrei komið nálægt pakkanum. „Hann vissi ekki af þessu og sá aldrei efnið,“ segir Jenny sem vissi þó ekki hvað Brynjar hafði flækt sig í fyrr en hún fékk símtal frá honum aðfara- nótt þriðjudags þar sem hann tjáði henni að hann hefði verið handtek- inn. Móðirin segir aðra sögu Móðir Brynjars lýsti atburðarásinni töluvert öðruvísi í samtali við DV í síð- ustu viku. Hún sagðist hafa upplýsing- arnar eftir kærustu Brynjars en mögu- legt er að þær hafi ekki skilið hvor aðra nógu vel. Móðir Brynjars sagði hann aldrei hafa hitt manninn með fíkniefn- in áður og að kærasta Brynjars hefði verið með í för. Hvorugt stemmir við það sem Jenny sagði í samtali við DV. „Frábær strákur“ Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald vegna máls- ins en Jenny fékk að heimsækja hann á miðvikudaginn í síðustu viku. Hún mun líklega fá að heimsækja hann einu sinni í viku á meðan hann situr í varðhaldi. „Hann þarf bara að vera sterkur í þrjá mánuði og ef lögmaður- inn hans verður góður þá held ég að þetta fari allt vel,“ segir Jenny sem er miður sín. Hún er strax farin að sakna Brynjars. „Við erum búin að vera sam- an allan sólarhringinn síðastliðna þrjá mánuði. Hann er frábær strákur, það er ekkert slæmt til í honum og hann myndi aldrei gera neitt ólöglegt.“ Kynntust á netinu Jenny segir að hún og Brynjar hafi kynnst á internetinu fyrir einhverj- um mánuðum en hann kom til Taí- lands til að hitta hana fyrir tæpum þremur mánuðum. „Hann var alltaf að senda mér skilaboð en ég svaraði aldrei,“ segir Jenny hlæjandi þegar hún rifjar upp hvernig þau kynntust. „Svo sendi hann mér aftur og aftur en mér fannst hann reyna of mikið.“ Jenny ákvað að lokum að gefa Brynj- ari tækifæri og segist svo sannarlega ekki sjá eftir því. Hún treystir á að aðrir sjái það góða í Brynjari líka. „Ég sagði honum bara að sýna í fangels- inu hvað hann væri góður maður og þá verður allt gott eftir þrjá mánuði,“ segir Jenny að lokum. n Brynjar Mettinisson var handtekinn í Bangkok í síðustu viku n Kærastan segir honum hafa verið boðin vinna við að finna burðardýr n Var talin trú um að um lög- leg lyf væri að ræða n Kærastan saknar Brynjars og trúir að hann verði látinn laus „Hann sagðist ekki vilja gera neitt ólöglegt en þá sagði maðurinn: „Nei, ekki hafa áhyggjur, þetta eru ekki eiturlyf.“ Brynjar átti að finna Burðardýr Fann burðardýr Kærasta Brynjars segir hann hafa samþykkt að finna burðardýr til að fara með lyf til Japan. Hann hélt að um lögleg efni væri að ræða. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Karl Grönvold Landbúnaðarráðherra vill halda höftum: Össur snuprar Jón Bjarnason ,,Eitt af meginatriðum varðandi inn- göngu í Evrópusambandið er að tollar falla niður í viðskiptum milli ríkjanna,“ segir Össur Skarphéð- insson utanríkis- ráðherra í sam- tali við DV. Hann segir að þingið hafi talað skýrt um að það gilti líka um innfluttar landbúnaðarvör- ur. Ráðherrann segist ekki kippa sér upp við fréttir um að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sé mótfallinn afnámi tollverndar á landbúnaðar- vörur við aðild. ,,Það vita allir að álitið, sem var grunnurinn undir samþykkt þings- ins um aðildarumsóknina, segir berum orðum að augljósustu áhrifin af inngöngu í sambandið séu að allir tollar á vörum á milli Íslands og ann- arra aðildarríkja myndu falla niður. Það er meira að segja sérstaklega tekið fram að það gildi líka um land- búnaðarvörur. Svo við ráðherrarnir, að ég nú tali ekki um þingið, vissum nákvæmlega á hvaða forsendum umsóknin var samþykkt hvað þetta varðaði,” segir utanríkisráðherra. Össur segir kjarna málsins vera þann að hvorki hann né Jón né aðrir ráðherrar geti stillt upp rauðum strikum sem gangi lengra en álit utanríkismálanefndar, enda sé búið að leggja af ráðherraræði fyrri ríkis- stjórna gagnvart Alþingi. Össur segir að í álitinu hafi líka verið fjallað um að finna leiðir til að afnám toll- verndar hefði sem minnsta röskun í för með sér fyrir bændur, sérstaklega mjólkurbændur. ,,Það væri til dæmis hægt með því að semja um heimildir til að bæta bændum það upp með annars konar beinum stuðningi. Það kæmi í sama stað niður fyrir landbúnað- inn í heild. Breytingin yrði sú að toll- verndin kæmi fram sem sérstakur stuðningur í fjárlögum, í stað þess að mömmur og pabbar sem daglega kaupa í matinn fyrir fjölskylduna greiði tollverndina í smáskömmtum í hvert sinn sem þau kaupa í matinn. Þannig er það í reynd í dag.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.