Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Page 12
12 | Fréttir 6. júní 2011 Mánudagur Karl Rúnar Ólafsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, segist hafa orðið fyrir milljónatjóni þegar hópur manna veittist að honum þar sem hann var að setja niður kartöflur. „Þarna var kominn stór hópur fólks, á annan tug manna. Konur, menn og krakk­ ar og sumir hverjir með járnstikur,“ segir Karl um hópinn sem safnað­ ist saman við jörðina Háf, þar sem Karl var að störfum. Þar voru á ferð tveir aðrir kartöflubændur í Þykkva­ bæ, feðgarnir Birkir Ármannsson og Ármann Ólafsson. En feðgarnir hafa aðra sögu að segja og telja Karl sjálf­ an hafa valdið sér tjóni með harka­ legum viðbrögðum. Atburðurinn á kartöfluakrinum kemur í kjölfar ára­ langra deilna sem Karl hefur staðið í við feðgana. Króuðu af og skelfdu Á miðvikudaginn í þarsíðustu viku var Karl staddur á jörðinni Háfi og var að ljúka við að setja niður kart­ öflur. Að sögn Karls komu skyndilega tveir menn akandi að jörðinni. „Bíll­ inn beið við norðurenda garðsins. Ég var í suðurenda hans. Þegar ég ætlaði að fara akandi heim á leið kom trakt­ or akandi eftir veginum og í veg fyr­ ir mig,“ segir Karl. Hann kveðst hafa ekið framhjá traktornum, enda taldi hann mennina ekkert eiga vantalað við sig. En stuttu seinna bættist annar traktor við og króuðu farartækin Karl af þar sem hann var á traktor sínum. „Ég stoppaði, enda umkringdur, og þá keyrði annar traktorinn beint með skófluna í vélina hjá mér,“ segir Karl. „Ég ók aftur af stað.“ Lögreglan kölluð til „Á þessum tímapunkti var ég bú­ inn að taka upp símann og hringja í neyðarlínuna. Ég tilkynnti lögreglu að hér væri eitthvað alvarlegt að ger­ ast og bað um aðstoð með forgangi. Það eru skóflur á traktornum og ég rétt slapp við að fá þær á mig.“ Stuttu síðar höfðu mennirnir kró­ að hann aftur af og ráku traktors­ skóflurnar í niðursetningarvél Karls. „Þá stoppaði ég, enda var þetta búið mál, vélin var orðin beygluð, snúin og götótt. Á einni felgu var tætt dekk og önnur felga var ónýt.“ Á þess­ um tímapunkti var að sögn Karls stór hópur kominn á svæðið og saman­ stóð hann af vinum og skyldmenn­ um feðganna sem keyrðu traktorana tvo. Þá fullyrðir Karl að annar feðg­ anna hafi stokkið út úr traktor sínum og reynt að rífa Karl út úr traktorn­ um. „Sá sem mest bar á stóð á hlið­ arlínunni og hrópaði að það þyrfti að jafna um mig: „Komið með manninn út, það þarf að jafna um hann!“ hróp­ aði hann. Ég var farinn að óttast um líf mitt.“ Höfðu ókvæðisorð uppi Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst manninum, samkvæmt lýsingu Karls, ekki að ná honum úr traktorn­ um. „Ég hélt mér í traktorinn og mað­ urinn reyndist nú ekki svo sterkur að hann næði að rífa mig út úr honum,“ segir Karl. „Átökin stóðu í smátíma, með hléum að vísu því maðurinn þurfti náttúrulega að ná andanum.“ Þegar ljóst varð að Karl kæmi ekki út úr traktornum hóf maðurinn að sögn Karls að ausa yfir hann fúkyrðum. „Hann reyndi að svívirða mig á allan hátt, hann lýsti því þannig að ég væri núll í þjóðfélaginu og sagði að það hlustaði ekki nokkur maður á mig. Hann sagði að sýslumannsfulltrúinn myndi ekki hlusta á mig, ekki frekar en lögreglan og að enginn lögfræð­ ingur myndi vinna fyrir mig.“ En Karl kveðst ekki hafa svarað manninum. „Þegar maður svarar svona hlutum þá æsist leikurinn bara upp og versnar. Það gerir illt verra að svara. Ég er starfandi björgunar­ sveitarmaður og þekki svona æsings­ mál. Það á bara að halda ró sinni og þegja.“ Stuttu eftir þetta mætti lög­ reglan á svæðið og þá róaðist leikur­ inn. „Milljónatjón“ Karl segir tjónið hlaupa á milljónum. „Þeir ráku skóflurnar í fokdýra niður­ setningarvélina. Þeir rifu tvö dekk og skemmdu eina felgu, ásamt því að tölvan í vélinni er ónýt,“ segir Karl um atvikið. Hann segist einnig sjálf­ ur vera skelfdur eftir árásina: „Þetta var ógnarleikur, alveg algjör and­ styggð.“ Lögreglan bað Karl að halda heim á leið þegar hún mætti á svæð­ ið. Karl segist hafa kært árásina, enda sé fásinna að ráðast að mönnum á þennan hátt. Lögreglan á Hvolsvelli staðfesti við blaðamann að eitthvert mál á milli ofangreindra aðila væri á borði lögreglunnar, en ekki feng­ ust nánari upplýsingar um málið hjá lögreglu. Ásakanir á báða bóga „Það var náttúrulega bara rangt hjá Karli. Við fórum til að stöðva hann til að hann ynni ekki meira tjón. Hann keyrði fyrst framan á mig og síðan framan á föður minn,“ segir Birkir Ármannsson, sonur Ármanns Ólafs­ sonar, um atburðinn sem varð á mið­ vikudaginn í þarsíðustu viku. „Hann vildi ekki stoppa. Hann brást svona við og olli sjálfum sér milljónatjóni,“ segir Birkir. Hann þvertekur fyrir að hafa gert hróp að Karli og segir hann sjálfan hafa valdið tjóninu. Sam­ kvæmt feðgunum reyndu þeir ekki að rífa Karl úr traktornum og höfðu ekki uppi orð um að það þyrfti að jafna um hann. Birkir segir enn fremur að Karl hafi valdið tjóni í mörgum görðum á jörðinni í Þykkvabæ með því að gróð­ ursetja þar. Hann segir Karl ekki vera eiganda jarðarinnar og að hann sé að gróðursetja í óleyfi. Ljóst er að ásak­ anir eru á báða bóga í deilumálinu. „Aumingja maðurinn!“ Þegar DV náði tali af Ármanni sagði hann ásakanir Karls vera rógburð, hann vildi ekki tjá sig nánar um mál­ ið heldur benti á lögfræðing sinn. „Ég hef bara eitt að segja, það er öm­ urlegt hvernig aumingja maðurinn er,“ sagði hann. Ármann sagði þó í samtali við blaðamann að ekkert væri hæft í ásökununum og neitaði því að hafa veist að Karli ásamt öðr­ um. Hann véfengdi einnig að Karl væri eigandi jarðarinnar Háfs, sem deilan snýst um, en benti á lögfræð­ ing sinn þegar hann var beðinn um að skýra mál sitt. Áralöng deila Atvikið er sem fyrr segir hluti af ára­ langri kartöfludeilu í Þykkvabæ. Feðgarnir ræktuðu áður á landinu sem nú tilheyrir Karli en foreldrar hans keyptu jörðina þegar ljóst var að feðgarnir höfðu ekkert afsal að jörðinni og þar með ekkert tilkall til hennar. Það virðist hafa reitt feðgana mjög, en að sögn Karls hafa þeir áður eyðilagt uppskeru fyrir honum á jörðinni. Undir lok níunda áratugar­ ins fengu feðgarnir lögbann á ræktun Karls á landinu og kærði Karl það til héraðsdóms. Árið 2003 sigraði Karl í því máli og fékk lögbanninu hnekkt. Dómari sagði feðgana ekki hafa lög­ varða hagsmuni á jörðinni, með öðr­ um orðum ekkert tilkall til hennar í lagalegum skilningi. En deilan snýst um klausu í sölu­ samningi á jörðinni. Þar kemur fram að ónafngreindir menn hafi spildu af jörðinni til garðafnota. Deilan snýst því um það hvaða spilda það er ná­ kvæmlega og hvaða garðafnot, en óljóst er af hverju feðgarnir ættu að hafa veist að Karli með þessum hætti. „Ef þetta heldur áfram svona þá verð ég bara að fá spilduna afmarkaða og skilgreinda,“ segir Karl og telur óná­ kvæmni í klausunni valda nokkrum vandkvæðum. Kartöflustríð í hámarki Karl Rúnar segir þó að deilan um Háf sé ekki eina ástæðan fyrir því að feðg­ arnir hafi brugðist svona við. „Sam­ keppnin hér er mjög hörð og þetta er náttúrulega mjög flókið og viða­ mikið mál,“ segir hann um tildrög málsins. „Ég er nokkuð stór í kart­ öfluræktinni og það fer fyrir brjóstið á sumum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdir hafa verið unnar á tækjum Karls. „Fyrir nokkrum árum kom annar kartöflubóndi á svæðinu í skjóli nætur og fyllti olíutankinn á vélunum mínum af sandi. Dekkin voru skorin og gluttakerfið í vélunum var líka fyllt af sandi. En það fékkst ekki fyllilega sannað að þar hafi um­ ræddur bóndi verið að verki. Hann viðurkenndi að hafa verið á svæð­ inu, hafa farið úr bílnum sínum og labbað framhjá stöðunum þar sem skemmdir voru unnar. En hann neit­ aði sök samt sem áður.“ Traktorar skullu saman og hróp og köll voru gerð að bónda í kartöflugarði í Þykkvabæ n „Milljónatjón“ segir kart- öflubóndi n Ásakanir á báða bóga n Áralangar deilur um jarðarskika n „Ég var farinn að óttast um líf mitt“ „Ég var farinn að óttast um líf mitt.Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Árekstur Traktorarnir skullu saman og milljónatjón varð á einum þeirra. Skakkaði leikinn Lögreglan var kölluð til og þá róuðust menn. Kartöflustríð Karl Rúnar Ólafsson segir að hann hafi verið að ljúka við að setja niður kartöflur þegar hópur manna hafi veist að honum. Kartöflustríð á suðupunKti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.