Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Qupperneq 14
Annað 1%
Mengun 2%
Eiturlyf 2%
Útfjólubláir geislar 2%
Offita, hreyfingarleysi 5%
Alkóhól 3%
Eitrun eða geislun á vinnustað 5%
Sýkingar 5%
Slæmt mataræði 30%
Reykingar 30%
Erfðaþættir 15%
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 6. júní 2011 Mánudagur
Þrif á gönguskóm
Að kaupa gönguskó getur verið góð
fjárfesting ef þú stundar útivist að
staðaldri. Til að viðhalda skónum er
mikilvægt að fara vel með þá og bera
á þá feiti en einnig er mikilvægt að
hreinsa þá. Á alparnir.is segir að best
sé að fjarlægja reimar og aðra lausa
hluti af skónum. Best sé að skrapa
alla fasta mold af og leysa upp önnur
laus óhreinindi. Við þrifin sé gott að
nota tusku og volgt vatn. Að þessu
loknu skal bursta þá með mjúkum
bursta en til að ná burt öllum óhrein-
indum skal að lokum skola þá með
köldu vatni. Mælt er með að skórnir
séu síðan loftþurrkaðir við stofuhita
en varast skal að þurrka þá ofan á ofni
eða við opinn eld. Innri hlið þeirra
skal þvegin með tusku og volgu sápu-
vatni til að ná burt saltkristöllum sem
hafa safnast þar fyrir.
Að lokum er gott
er að setja áburð
eða þunnt lag
af feiti á leðrið
innan í skón-
um.
Veit hvað
viðskipta
vinurinn vill
n Lofið að þessu sinni fær Fataleiga
Garðabæjar en ánægður viðskipta-
vinur vill hrósa þjónustunni þar.
„Fataleiguna rekur kona að
nafni Lovísa en þar er hægt
að leigja „Allt frá hatti oní
skó“ eins og sagði í frægri
auglýsingu. Hluturinn
sem ég leitaði að var
þó ekki til hjá henni en
það var ekki mikið mál.
Lovísa reddaði hlutnum
fyrir mig á augabragði.
Þessi kona veit um hvað
þjónusta snýst, það er að segja að
viðskiptavinurinn fari ánægður út!“
Vond súpa
n Lastið fær Súpubarinn í Hafnar-
húsinu fyrir leiðinlega og dónalega
þjónustu eins og viðskiptavinur lýsir
því. „Ég fékk mér súpu og salat sem
mér fannst frekar dýrt en lét þó vaða.
Þegar ég smakkaði á súpunni fannst
mér hún einfaldlega ekki góð og
lét stúlkuna sem afgreiddi mig vita.
Hún brást illa við og var dónaleg og
sagði að ég hefði sjálf
valið þessa súpu. Ég
hefði að sjálfsögðu ekki
pantað mér súpu sem
mér finnst vond ef ég
hefði vitað það en eftir
mikið tuð fékk ég aðra sem
var ágæt. Ekki góð þjónusta,
finnst mér.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 237,40 kr. 236,50 kr.
Algengt verð 232,20 kr. 231,10 kr.
Höfuðborgarsv. 232,10 kr. 231,00 kr.
Algengt verð 232,30 kr. 231,20 kr.
Algengt verð 238,40 kr. 236,50 kr.
Melabraut 232,20 kr. 231,10 kr.
Um 30% af orsökum krabbameins
má rekja til slæmra matarvenja en
það er jafnhátt hlutfall og má rekja
til reykinga. Rannsóknir á orsökum
þessa erfiða sjúkdóms benda því til
að það sem þú setur á diskinn þinn
hafi mikil áhrif á það hvort þú fáir
krabbamein eða ekki og þar eru unn-
ar kjötvörur taldar vera aðalskað-
valdurinn. World Cancer Research
Fund hefur tekið saman bækling um
það af hvaða matvælum við ættum
að borða mest og hvaða matarteg-
undir við ættum að forðast, viljum
við viðhalda heilbrigði og komast hjá
því að fá krabbamein.
Sneiðum hjá unnum kjötvörum
Það sem WCRF leggur mesta áherslu
á er að takmarka neyslu á rauðu kjöti
og sneiða nær algjörlega hjá unnum
kjötvörum. Þetta þýðir þó ekki að við
eigum að hætta að borða dýraafurðir
því eins og alkunna er þá er fiskur eitt
af því hollara sem við getum borðað.
Auk þess er fuglakjöt hollur kostur og
neysla á því hefur ekki verið tengd
hættu á krabbameini.
Aðra sögu er að segja um rautt
kjöt og mikið unnin matvæli. Til
að minnka hættu á krabbameini er
ráðlagt að borða ekki meira en sem
nemur 500 grömmum af elduðu
rauðu kjöti, svínakjöti eða lamba-
kjöti á viku. Einnig erum við hvött til
að sleppa öllum unnum kjötvörum.
Minna af næringarefnum í
unnum matvælum
Nær allur matur sem við borðum
hefur verið unninn á einhvern hátt.
Það er gert til að hann sé tilbúnari
til matreiðslu eða til að láta hann
líta betur út. Þegar talað er um að
halda sig frá unnum matvælum er
því átt við mat sem er verksmiðju-
framleiddur eða mikið unninn, eins
og snakk, kex, kökur og skyndibita-
matur svo sem hamborgarar, fransk-
ar kartöflur og djúpsteiktur kjúkling-
ur. Eins er átt við þau matvæli sem
hafa verið unnin á sérstakan hátt til
að auka geymsluþol þeirra. Slíkar
aðferðir eru til dæmis reyking, söltun
eða viðbætt rotvarnarefni. Matvörur
sem tilheyra þessum flokki eru með-
al annarra skinka, beikon, spægi-
pylsa, pylsur og bjúgu.
Þegar slík matvæli eru unnin
missa þau mikið af vökva, trefjum og
næringarefnum og í stað þeirra eru
aukafita, sykur og salt sett í þau. Þetta
veldur því að matvælin verða orku-
ríkari og næringarefnasnauðari. Þar
af leiðandi getur lítið magn af þeim
verið hitaeiningaríkt án þess að vera
mettandi. Hollasti maturinn er því sá
sem minnst hefur verið átt við og er
minnst unninn.
Rannsóknir sýna að það er teng-
ing á milli þessara matvæla og
krabbameins í þörmum og því er fólk
hvatt til að taka þessar vörur nær al-
gerlega út úr daglegu mataræði. Í
bæklingnum segir þó að góðu frétt-
irnar séu þær að með því að sneiða
hjá þessum matvælum minnkum við
verulega hættu á krabbameini.
Setjum matvæli úr jurtaríkinu í
fyrsta sæti
Sérfræðingar segja að matur úr jurta-
ríkinu geti spilað stóran þátt í því að
viðhalda heilbrigði og sé góð vörn
gegn krabbameini. Það er úr mörgu
að velja og í raun ætti sá flokkur að
vera uppistaða þess sem við borðum.
Mörgum þykir erfitt að auka græn-
metisneyslu á kostnað kjötsins en
gott er að byrja á því að skoða disk-
inn sinn vel. Ef kjöt þekur meirihluta
hans þarf að endurhugsa matar-
venjurnar. Markmiðið er að á tveim-
ur þriðju af diskinum sé grænmeti,
korn og ávextir en kjöt og fiskur ætti
að fylla upp í afganginn. Við ættum
því að byrja á því að líta á kjötið sem
meðlæti með hollari vörum.
Hvað með aðrar dýraafurðir?
Fiskur er hollur kostur í baráttu gegn
krabbameinsmyndun. Við ættum að
borða meira af honum en fiskneysla
hefur dregist saman á Íslandi síðustu
ár. Sumar rannsóknir sýna að fiskur
vinni gegn krabbameini í þörmum.
Egg eru próteinrík og eru hluti af
hollu mataræði ef fólk neytir þeirra í
hófi. Ekki hefur verið sýnt fram á að
neysla þeirra eigi sök á aukinni tíðni
krabbameins.
Fuglakjöt, svo sem kjúklingur og
kalkúnn, er næringarrík viðbót fyr-
ir mataræði okkar. Til að halda fitu í
Rétt mataræði Við ættum að láta matvæli úr jurtaríkinu vera á tveimur þriðju af matar-
disknum. MYND: PHOTOS.cOM
Slæmt mataræði er orsök 30 prósenta krabbameinstilfella n Unnar kjötvörur eru taldar vera
mesti skaðvaldurinn n Matvæli úr jurtaríkinu ættu að vera meginuppistaðan í mataræði okkar
Borðaðu þig frá
krabba eini
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Þegar slík matvæli
eru unnin missa
þau mikið af vökva, trefj-
um og næringarefnum.
Þess í stað eru aukafita,
sykur og salt sett í þau.“
Með því að borða meira af mat-
vælum úr jurtaríkinu stuðlum
við að heilbrigði á ýmsan hátt:
Borðaðu úr
jurtaríkinu
n Vörur úr jurtaríkinu eru oftast lágar í orku
sem þýðir að þær eru hitaeiningasnauðar og
fitusnauðar og því frábær kostur til að halda
niðri þyngdinni. Hægt er að tengja offitu
við nokkrar tegundir krabbameins, svo sem
brjóstakrabbamein, krabbamein í þörmum,
gallblöðru, nýrum, vélinda og briskirtli.
n Með því að borða fjölbreytta fæðu úr
jurtaríkinu fáum við fjölmörg vítamín og
næringarefni sem geta hjálpað líkamanum
að verja frumur sínar gegn krabbameins-
myndun.
n Úr fæðu úr jurtaríkinu fáum við trefjar
sem halda meltingarveginum góðum og
heilbrigðum og minnka þar með hættu á
krabbameini í þörmum.
Matvæli úr jurtaríkinu eru:
n Grænmeti og ávextir, góð fyrir heilsuna og
við ættum að borða að minnsta kosti fimm
skammta á dag.
n Mjölvaríkur matur, í þessum flokki eru
korn, belgjurtir og rætur og hnýði. Hér ætti
að reyna að sneiða sem mest hjá unnum
vörum.
– Korn: hrísgrjón, hafrar, pasta, brauð,
kúskús og morgunkorn.
– Heilkorn: heilhveitihrísgrjón og heil-
hveitipasta. Matvæli úr heilhveiti eru hollari
kostur þar sem þau innihalda yfirleitt fleiri
trefjar og önnur mikilvæg næringarefni en
þau sem unnin eru úr hvítu hveiti.
– Belgjurtir: linsubaunir, kjúklingabaunir og
baunir.
–Rætur og hnýði: kartöflur og sætar
kartöflur.
Ráð WcRF um hvernig lífsstíll og
hollt mataræði geta hjálpað til við
að koma í veg fyrir krabbamein:
n Vertu grannur og í góðu formi án þess að
vera of léttur.
n Stundaðu einhvers konar hreyfingu í að
minnsta kosti 30 mínútur á dag.
n Forðastu sykraða drykki. Minnkaðu
neyslu á orkumiklum mat.
n Borðaðu meira úrval af grænmeti,
ávöxtum, heilkornavörum og belgjurtum,
svo sem baunum.
n Takmarkaðu neyslu á rauðu kjöti (svo sem
nauta-, svína- og lambakjöti) og reyndu að
sneiða hjá unnum matvælum.
n Áfengi ætti að vera takmarkað við einn
drykk á dag fyrir konur og tvo fyrir karl-
menn.
n Takmarkaðu neyslu á söltum mat og mat-
vælum sem unnin eru með salti.
n Fæðubótarefni hjálpa ekki í baráttunni
við krabbamein.
lágmarki erum við hvött til að velja
skinnlaust kjöt.
Villibráð svo sem kanínur, dádýr
og hreindýr eru hollari kostur en kjöt
af dýrum sem eru ræktuð til neyslu.
Ekkert hefur verið sannað varðandi
það að villibráð auki líkur á krabba-
meini.
Sumar rannsóknir sýna fram á
einhverja tengingu á milli kalkmik-
illa matvæla, svo sem mjólkur, og
krabbameins á meðan aðrar sýna
að slík matvæli séu góð vörn gegn
krabbameini. WCRF gefur því engar
ráðleggingar hvað varðar mjólkur-
vörur. Það er þó mikilvægt að nefna
að mjólkurvörur eru góð uppspretta
ýmissa næringarefna sem hjálpa til
við að halda líkamanum heilbrigð-
um og þá sérstaklega beinunum.
Þegar kemur að því að kaupa mjólk-
urvörur ætti að velja fitulitlar vörur.