Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Síða 15
Neytendur | 15 Mánudagur 6. júní 2011 Garðeigendur eru hvattir til að úða sem minnstu eitri á tré sín: Tími trjámaðksins er kominn Garðeigendur fara nú að huga að því að eitra fyrir trjámaðki en hann fer að láta sjá sig á þessum tíma árs eða í lok maí og byrjun júní. Um þetta er rætt á heimasíðu Umhverfisstofnunar en þar eru lögð fram nokkur atriði sem garðeigendur geta haft til hliðsjón- ar svo minnst röskun verði á lífríki garðsins og að viðkvæmur gróður sé varinn fyrir skemmdum. Þar segir að mikilvægt sé að átta sig á því að með því að úða trén drep- um við ekki einungis maðkinn heldur öll skordýr sem úðinn lendir á, hvort sem þau eru skaðleg eða gagnleg. Vert sé að hafa í huga að hin gagn- legu skordýr lifa oft á skaðvöldunum sem herja á plönturnar og veita okkur því lið í baráttunni gegn þeim, en þau geta líka verið fæða fyrir önnur dýr. Trjámaðkurinn er til dæmis sjálfur fæða fyrir fugla þannig að með því að drepa hann drögum við úr fæðufram- boði fyrir dýr sem við viljum hafa í kringum okkur. Úðun sé því óþyrmi- legt inngrip í gang náttúrunnar. Þær tegundir sem verða hvað mest fyrir skemmdum af völdum maðksins eru víðir, toppar, kvistar og misplar og því nauðsynlegt að úða þessi tré til að verja þau. Sumar trjátegundir eru alveg laus- ar við trjámaðkinn og ætti því ekki að úða. Þetta eru barrtré, alaskaösp, gljávíðir, gullregn og sólber. Auk þess geta margar tegundir náð sér á strik eftir skemmdir án þess að þær séu úðaðar, til dæmis birki. Umhverfisstofnun gefur garðeig- endum það ráð að meta þörfina fyr- ir úðun áður en hafist er handa. Ef skoðun leiðir í ljós skemmdir á gróðri en lítið sem ekkert sést af trjámaðki, þá er orðið of seint að úða og í raun og veru skaðlegt því þá er verið að drepa saklaus nytjadýr, auk þess sem laufblöðin á plöntunum láta oft á sjá  eftir úðun. Séu hvorki skemmdir né maðkur ekki sjáanleg er ekki gagn af úðun þar sem maðkurinn hefur ekki klakist út. Rétti tíminn til að bregð- ast við er því stuttur og mikilvægt að grípa til aðgerða á réttum tíma. gunnhildur@dv.is „Mataræði okkar hefur breyst meira á síðustu fimmtíu árum heldur en á tíu þúsund árum þar á undan. Það er ekki bara af því að við borðum meira af unnum mat og öðruvísi fæðu held- ur höfum við breytt fæðinu sem dýr- in borða, sem við svo borðum. Þetta skilar sér í lélegri gæðum til okkar, “ segir Unnur Pálsdóttir, eigandi HaPP og stjórnarmaður í Krafti, en hún hefur skrifað og haldið fjölda fyrir- lestra um mataræði og krabbamein. Hlutir sem við getum breytt Unnur bendir á að samkvæmt graf- inu séu 70 prósent af orsakavöldum krabbameins í okkar höndum. „Þetta er svo áhugavert því að það er svo margt sem við getum gert sjálf. Áfengi, offita, hreyfingarleysi, reykingar og mataræði hefur allt áhrif og þetta eru allt hlutir sem við getum breytt. Þar fyrir utan segja rannsóknir að erfða- tengdar orsakir séu þrjú til fimmtán prósent svo að á grafinu er sá þáttur ofmetinn. Þar með hafa hinir þættirn- ir meira vægi og ég er sannfærð um að mataræðið skiptir alltaf meira og meira máli þar sem við erum sífellt að fara lengra frá réttri braut.“ Unnar matvörur út Mælt er með því að við reynum að taka unnar kjötvörur sem mest út úr mataræði okkar en það er ekki ein- ungis kjötið sem er unnið því flest matvæli eru það að einhverju leyti. Aðspurð um það hvort við þurfum að sleppa öllum unnum matvælum og hvort það sé gerlegt segir Unn- ur að í unnum kjötvörum séu ýmis viðbætt efni. „Þetta eru efni sem eru okkur ekki náttúruleg og því slæm fyrir líkamann. Þá er betra að borða hreint kjöt og sem minnst af unnum vörum. Það á við um allar vörur sem við leggjum okkur til munns, ekki bara kjötvörur.“ Höfum fjarlægt næringuna og vörnina Í sambandi við önnur matvæli seg- ir Unnur að hægt sé að taka ein- falt dæmi eins og af korntegund. „Kornið er þrískipt og samanstend- ur af kjarna, sem inniheldur næringu plöntunnar, miðlagi og hýði, sem ver plöntuna. Það sem við höfum gert er að fjarlægja kjarnann og hýðið eða hlutana sem næra og verja plönt- una og svo borðum við unna hlut- ann sem er bara kolvetni og prótein.“ Með þessu erum við að henda stein- efnunum, vítamínunum, andoxun- arefnunum og trefjunum og það er slæmt. Það er ekki verið að eitra mat- vælin heldur er tekið úr þeim það sem er mikilvægt fyrir okkur. „Allt þetta er gert í skjóli þess að ná kostn- aðinum niður. Ef hýðið og kjarninn eru fjarlægð lengist endingartími kornsins.“ Á hverju nærðist dýrið? Hvað varðar kjöt og kjötvörur segir Unnur að í raun ættum við ekki að hugsa svo mikið um það af hvaða dýri kjötið komi. Við ættum frekar að hugsa út í hvað dýrið fékk að borða á meðan það lifði. „Dýr sem er alið á góðu fóðri gefur af sér betri afurð- ir. Við erum til dæmis með egg til sölu hér á landi sem eru sérstaklega merkt og innihalda meira af omega Unnur Pálsdóttir Segir að helstu orsakir krabbameins séu þættir sem við getum breytt. Maturinn Með því að borða meira af matvælum úr jurtaríkinu stuðlum við að heilbrigði á ýmsan hátt. Mynd: HaPP Mataræði skiptir sífellt meira máli í baráttunni gegn krabbameini n Mikilvægt er að uppræta einkenni og rót vandans n allt sem við borðum ætti að vera sem minnst unnið Grænmeti gegn krabbameini Unnur segir að sterkustu stríðsmenn- irnir gegn krabbameini séu í grænmeti sem er beiskt og súrt. „Ef við tökum kál sem dæmi þá er beiskt kál eins og klettasalat og sellerí betra en til dæmis iceberg eða sætt grænmeti. Þessi beisk- leiki er það sem ver plönturnar og ver okkur líka.“ Hún nefnir einnig að lífrænar plöntur þurfi að verja sig sjálfar og fram- leiða þess vegna efni sem ver þær. Þær þurfi að vera sterkar og þessi efni skili sér svo til okkar. 3 en venjuleg egg. Þessi egg eru þó í raun eins og öll egg voru hér fyrir 50 árum og á þessu sjáum við hversu mikið matvæli okkar hafa breyst síð- ustu áratugi. “ Við þurfum gott byggingarefni Unnur bendir einnig á að mann- eskjan sé í stöðugri endurnýjun og á um það bil sjö árum verði hún að meira eða minna leyti ný manneskja þar sem flestar frumur hafa endur- nýjað sig. „Þetta er mjög einfalt og snýst um það sem þú setur ofan í þig en úr því eru frumurnar búnar til. Við þurfum því að hugsa um hvort næring okkar sé gott byggingarefni í nýjar æðar, bein og húð. Þú ert alltaf að búa til nýjan þig og spurningin er hvort þú ætlar að búa til gæðaeintak eða slakt eintak.“ Upprætum rót vandans „Að mínu mati er helsta mýtan sú að það séu einhver einstök töfra- efni sem komi í veg fyrir eða lækni krabbamein. Ný og ný efni komast í tísku en svo hendum við þeim út því þau lækna ekki ein og sér. Okkur hættir því til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum og einblína um of á einstök efni eða fæðutegundir þegar raunin er sú að samlegðaráhrif alls þess sem við neytum, hugsum og framkvæm- um skapar heilbrigði. Þetta snýst um heildina og við verðum að fara að hugsa um krabbamein á heildrænan hátt og uppræta bæði einkennin og rót vandans. Ef brunabjalla glymur heima hjá þér þýðir ekkert að sprauta vatni á hana til að slökkva eldinn. Þú verður að finna rót vandans, slökkva eldinn og slökkva á viðvörunarbjöll- unni,“ segir Unnur að lokum. „Þetta snýst um heildina og við verðum að fara að hugsa um krabbamein á heild- rænan hátt og uppræta bæði einkennin og rót vandans.“ Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.