Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Síða 16
16 | Erlent 6. júní 2011 Mánudagur
Nefnd 19 heimsþekktra einstaklinga skilaði skýrslu um eiturlyf:
Eiturlyfjastríðið tapaðist
„Alþjóðlega stríðið gegn eiturlyfjum
hefur misheppnast, með hörmuleg-
um afleiðingum fyrir einstaklinga
og samfélög um allan heim. Nauð-
synlegt er að gera róttækar endur-
bætur.“ Þetta var niðurstaða alþjóð-
legrar nefndar sem tók stríðið gegn
eiturlyfjum til skoðunar. Nefndin,
Global Commission on Drug Policy
(GCDP), var skipuð 19 einstakling-
um sem eru margir hverjir heims-
þekktir. Þeirra á meðal voru Kofi
Annan, fyrrverandi aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, Mario Vargas
Llosa nóbelsverðlaunarithöfundur
og Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti
Sviss.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að sú stefna sem flest ríki
heims hafa framfylgt undanfarin 50
ár hafi ekki skilað tilætluðum árangri.
Í stuttu máli má segja að stefnan hafi
gengið út á að gera neyslu eiturlyfja
að glæp, sem leiði í raun af sér fleiri
glæpi, oft ofbeldisglæpi. Í skýrsl-
unni er sérstaklega mælt með því að
stefna vestrænna ríkja gagnvart eit-
urlyfjum verði endurskoðuð, þá sér-
staklega með tilliti til kannabis efna
og alsælu. Segir í skýrslunni að notk-
un á kannabis og alsælu sé ekki eins
skaðleg og áður var talið og fjölmarg-
ar rannsóknir staðfesti það.
Nefndarmenn vonast til þess að
sjá breytingar, sem felist meðal ann-
ars í því að neysla eiturlyfja verði ekki
lengur glæpsamleg. Frekar er mælt
með því að veita eiturlyfjaneytend-
um nauðsynlega hjálp til að losna
undan fíkn sinni. Dreifingu og sölu
á eiturlyfjum ætti hins vegar enn þá
að skilgreina sem glæpsamlega starf-
semi.
Skýrslan hefur vakið mikla athygli
um allan heim þótt margir sérfræð-
ingar séu á því að þar sé einungis
skrifað eitthvað sem lengi hafi verið
vitað. Þrátt fyrir það er stefna lang-
flestra ríkja í heiminum algerlega á
skjön við það sem er talið heiminum
fyrir bestu í skýrslunni. bjorn@dv.is
Nefndin kynnir niðurstöður Richard Branson, Ruth Dreifuss, Fernando Henrique
Cardoso, Cesar Gaviria, Thorvald Stoltenberg og Marion Caspers-Merk voru á meðal
nefndarmanna.
Handtakan á Dominique Strauss-
Kahn, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
hefur leyst konur víðsvegar um
Frakkland úr fjötrum þagmælskunn-
ar. Strauss-Kahn var sem kunnugt er
handtekinn í New York fyrir tilraun
til nauðgunar, frelsissviptingu og
kynferðislegt ofbeldi. Æ fleiri fransk-
ar konur, þá sérstaklega þær sem
starfa við stjórnmál og stjórnsýslu,
stíga nú fram til að leggja fram opin-
berar kvartanir um kynferðislega
áreitni, sem hefur hingað til viðgeng-
ist svo til óáreitt í frönsku samfélagi.
Kvennasamtök ýmis konar ganga
nú í gegnum endurnýjun lífdaga, en
segja má að jafnréttismál hafi setið á
hakanum í Frakklandi um allnokkurt
skeið. Ein slík samtök AVFT (Asso-
ciation Européenne Contre les Vio-
lence Faites aux Femmes au Travail),
starfa í París og taka sérstaklega fyrir
mál þar sem konur eru beittar órétti
á vinnustað. Meðlimum samtakanna
hefur fjölgað um 600 prósent á síð-
ustu vikum.
„Ósýnilegur múr rifinn niður“
„Mörg þessara mála eru komin til ára
sinna og því of seint að kæra þau. En
að minnsta kosti eru konur nú loks-
ins farnar að stíga fram,“ segir Mari-
lyn Baldeck, forseti samtakanna
AVFT. Það sama má segja um önnur
stuðningssamtök kvenna, Paroles de
Femmes, en þeim hafa borist um 200
kvartanir á síðustu tveimur vikum,
sem er fjórfalt magn þess sem venju-
legt er. „Síminn hættir hreinlega ekki
að hringja,“ segir Olivia Cattan, for-
stöðukona samtakanna. „Það er eins
og ósýnilegur múr hafi verið rifinn
niður.“
Karlrembur hjálpa til
Talið er að þeir karlmenn sem sýnt
hafa Strauss-Kahn stuðning hafi í
raun hellt olíu á eldinn. Menn eins og
franski heimspekingurinn Bernard
Henri-Levy og fyrrverandi menn-
ingarmálaráðherra Frakka Jack Lang
hafa lýst yfir stuðningi við Strauss-
Kahn og hneyksluðust til að mynda
yfir því að hann var fyrst um sinn ekki
leystur úr haldi gegn tryggingu eftir
að hafa verið handtekinn. En það er
meira sem fólst í yfirlýsingum þess-
ara stuðningsmanna Strauss-Kahns,
þar sem þeir gerðu í raun lítið úr
glæpnum sem framinn var, frekar en
að lýsa því yfir að Strauss-Kahn væri
saklaus. Sagði Jack Lang einmitt að
leysa ætti Strauss-Kahn úr haldi „því
enginn hefði verið drepinn.“
Jafnréttismálaráðherra Frakk-
lands, Yvette Roudy, sagði einmitt
að „það sem sannfærði margar kon-
ur um að stíga fram, hafi verið þessi
viðbrögð og afneitun karlkyns stjórn-
málamanna á glæpnum.“
Orðin leið á lélegum bröndurum
Chantal Juanno, íþróttamálaráð-
herra Frakklands, sagði við franska
fjölmiðla fyrir helgi, að hún væri búin
að fá nóg af því að geta ekki gengið í
pilsi á franska þinginu, nema þá ef
lélegir klúrir og kynferðislegir brand-
arar fylgdu í kjölfarið. Önnur ónafn-
greind þingkona úr UMP, flokki
Nicolas Sarkozy, sagði ennfremur
að hún forðaðist að sitja við hliðina
á fjölmörgum karlkyns þingmönn-
um, þar eð þeir „grínast reglulega
með það hvað þá langi til að sofa hjá
henni.“ Góðir brandarar það.
Franskar konur
hafa fengið nóg
Chantal Juanno íþróttamálaráðherra Frakklands Er orðin leið á því að geta ekki gengið í pilsi án þess að heyra kynferðislega „brandara“.
nFranskar konur hafa fengið nóg af karlrembusamfélaginu sem hefur verið við
lýði n Handtakan á Dominique Strauss-Kahn hefur rifið niður ósýnilega múra„Það sem sann-
færði margar kon-
ur um að stíga fram voru
þessi viðbrögð og afneit-
un karlkyns stjórnmála-
manna á glæpnum.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Íslamskur bún-
ingur bannaður
Íranska knattspyrnusambandið ætl-
ar sér að leggja fram formlega kvört-
un til FIFA, alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins, eftir að leik sem átti
að fara fram á milli Íran og Jórdaníu
í kvennaflokki var aflýst. Leikurinn
var í þann mund að hefjast þegar
ákvörðunin var tekin og voru leik-
menn beggja liða komnir inn á völl-
inn. Ástæðan fyrir því að hætt var
við leikinn ku vera búningur íranska
liðsins vegna höfuðfats sem kemur
í stað blæjunnar sem konur í Íran
bera alla jafna. Á myndum er ekki
hægt að sjá að þetta höfuðfat hafi
getað truflað nokkurn mann og þá
er spurning hvernig FIFA bregst við
kvörtuninni.
Berlusconi
samur við sig
Samkvæmt ítalska dagblaðinu Il
Fatto Quotidiano er Silvio Berlusc-
oni, forsætisráðherra Ítalíu, samur
við sig þegar kemur að veisluhöld-
um og kvennafari. Svokallaðar
„bunga bunga“-veislur forsætisráð-
herrans, sem eru í stuttu máli lítið
annað en hópkynlíf, eru enn í fullum
gangi. Það eina sem hefur breyst
frá því að flagarinn frá Sardiníu var
ákærður fyrir að greiða ólögráða
stúlku fyrir kynlíf, er að nú fara veisl-
urnar fram í smábænum Gernetto
en ekki í Arcore, sem er í úthverfi
Mílanó, þar sem þær fóru fram áður.
Il Fatto Quotidiano komst yfir sam-
töl Berlusconis og Flavios Briatores,
yfirmanns Formúlu 1 kappaksturs-
keppninnar, þar sem staðfest er
að veislurnar fari enn þá reglulega
fram.
Girða sig fyrir
strætó
Talsvert hefur borið á því í seinni
tíð að ungir karlmenn gangi í illa
girtum gallabuxum. Tískustraum-
arnir hafa togað buxnastreng ungra
pilta æ neð ar og er hann staddur rétt
fyrir ofan hnéskeljarnar hjá þeim
sem eru verst haldnir. Nú hafa yfir-
völd í Texas í Bandaríkjunum fengið
nóg af þessum illa girtu mönnum og
hafa ákveðið að banna þeim að taka
strætisvagna. „Það er mikið af fólki
sem tekur strætó á hverjum degi og
mörgum finnst óþægilegt að sjá fólk
með buxurnar fyrir neðan rassinn,“
sagði Joan Hunt er, yfirmaður sam-
gönguráðs í Texas.