Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 6. júní 2011 Mánudagur
„Þótt ég sé hrifinn af Óla Jó og hans
persónu þá er ég viss um að innst
inni þá finnist honum hann vera
kominn á einhverja endastöð. Ár-
angurinn er enginn, eitt stig í fimm
leikjum segir alla söguna. Auðvitað
hljóta málin að verða skoðuð gaum-
gæfilega núna þegar langt er í næsta
landsleik,“ segir sjónvarpsmaðurinn
og sparkspekingurinn Hjörvar Haf-
liðason um stöðu íslenska A-lands-
liðsins í knattspyrnu.
Íslendingar töpuðu á laugardag-
inn fyrir Dönum á Laugardalsvelli.
Lokatölur urðu 0:2 en íslenska liðið
átti ágætan kafla undir lok fyrri hálf-
leiks og hefði, með smá heppni, get-
að komist yfir. Færin nýttust ekki og
Danir tóku völdin í síðari hálfleik,
þar sem þeir skoruðu tvö þægileg
mörk. Eftir fimm leiki í riðlinum sit-
ur Ísland á botni hans með eitt stig.
Möguleikar Íslands til að ná árangri í
keppninni eru engir úr því sem kom-
ið er.
Gagnrýna uppstillingu liðsins
Hjörvar segir að frammistaða Eiðs
Smára Guðjohnsens standi upp
úr, en bæði íslenskir fjölmiðlar og
danskir segja að hann hafi verið besti
maður vallarins á laugardag. Þess má
reyndar geta að danskir fjölmiðlar
eru þrátt fyrir tiltölulega öruggan
sigur afar ósáttir við spilamennsku
sinna manna.
Á Hjörvari má skilja að fátt ann-
að en framlag Eiðs Smára hafi verið
jákvætt í leik liðsins. Hann gerir at-
hugasemdir við uppstillingu liðsins.
„Það er glórulaust að hafa jafngóð-
an framherja og Kolbein Sigþórsson
á kantinum. Þessi strákur á að vera
inni í teig. Alfreð Finnbogason hefði
ég viljað sjá á kantinum og Heiðar á
bekknum, þótt hann hafi alltaf lagt
mikið á sig fyrir landsliðið,“ segir
hann.
Magnús Gylfason, þjálfari meist-
araflokks Hauka, tekur í sama streng
í samtali við DV. „Kolbeinn er okkar
besti framherji og hann hefði átt að
vera fremstur. Við hefðum getað haft
Jóhann Berg [Guðmundsson] eða
Alfreð [Finnbogason] á kantinum.
Heiðar hefur alltaf verið frábær með
landsliðinu en það hefði verið meiri
ógn af Kolbeini, hann er fljótari og
leiknari.“
Hjörvar bendir á að boltinn hafi
ekkert fengið að ganga í gegn um miðj-
una í leiknum og það stýri ekki góðri
lukku. Þar sé reyndar ekki við Ólaf Jó-
hannesson þjálfara að sakast að öllu
leyti. „Við höfum aldrei eignast jafn-
flinkan leikmann á miðjunni og Rún-
ar Kristinsson var.“ Þetta sé vandamál
sem við höfum glímt við lengi.
Alltaf einhver dramatík
Birkir Már Sævarsson, hægri bak-
vörður, sagði eftir leikinn að hann
ætti sök á síðara markinu sem liðið
fékk á sig. Frumkvæði skorti í vörn-
inni þegar fyrra markið kom, þar sem
leikmaður Dana fékk að athafna sig
óáreittur. Í því samhengi vekur at-
hygli að varnarmennirnir Ragnar
Sigurðsson og Grétar Rafn Steins-
son gáfu ekki kost á sér í leikinn.
Hjörvar segir að honum finnist svo
margt klúðurslegt í kringum lands-
liðið. „Það er alltaf einhver drama-
tík, menn gefa ekki kost á sér og ég
veit ekki hvað. Og enginn veit hvers
vegna. Þetta væri ekki ef vel væri
haldið á málunum,“ segir hann og
bætir við að tími sé kominn á nýjan
mann í brúna. „Ég veit ekki hver það
gæti verið, ég get ekki bent á hann en
það hafa aldrei verið meira spenn-
andi tímar fram undan hjá landslið-
inu,“ segir hann og vísar þar til leik-
mannanna í U-21 liði Íslands.
Magnús Gylfason er ekki sama
sinnis og segir að Ólafur eigi að klára
þessa undankeppni. Hann bendir á
að kynslóðaskipti séu að verða í lið-
inu og þau séu alltaf erfið. „Við höf-
um átt ágæta leiki, til dæmis úti á
móti Dönum þar sem þeir skoruðu
sigurmarkið í uppbótartíma. Vissu-
lega eru allt of fáir góðir kaflar en
það tekur tíma að yngja liðið upp.“
Hann segir þó að liðið hafi virkað
mjög hugmyndasnautt í síðari hálf-
leik og mörkin hafi verið klaufaleg.
„Það hefur verið allt of lítið um góða
kafla og árangurinn er eftir því ekki
góður.“ Hann fagnar þó frammistöðu
Eiðs Smára, sem er okkar langbesti
maður.
Hjörvar gefur hins vegar lítið fyrir
góðu kaflana í leik liðsins í keppninni
og vill sjá ungu leikmennina sem
flesta inn á. „Þetta er einhver slakasta
undankeppni sem ég hef séð íslenskt
landslið spila.“
Árangurinn versnar stöðugt
Árangur Ólafs Jóhannessonar þjálf-
ara er afleitur. Aðeins einn sigur hef-
ur unnist í 14 mótsleikjum á þeim
tæpu fjórum árum sem hann hef-
ur stýrt liðinu. Sigurinn kom gegn
Makedóníu haustið 2008 en jafntefl-
in hafa náðst gegn Noregi í tvígang
og gegn Kýpverjum í leik í mars síð-
astliðnum. Í þessum fjórtán leikjum
hefur liðið skorað 9 mörk en feng-
ið á sig 24. Sex stig eru niðurstaðan
á nærri fjórum árum. Eins og tafl-
an hér til hliðar sýnir hefur árangur
landsliðsþjálfara Íslands hríðversn-
að með hverjum þjálfaranum frá því
Guðjón Þórðarson stýrði liðinu.
Hjörvar bendir á að frá árinu 2004
hafi Ísland unnið þrjú landslið í al-
vöruleikjum. Það sé mikil afturför frá
tíunda áratugnum þar sem liðið hafi
unnið Spánverja og Rússa, gert jafn-
tefli við Frakka og svo unnið Tékka
árið 2001. Þá hafi lið óttast að koma
til Íslands.
Liðið skortir heimavöll
Hjörvar segir hins vegar Ísland líða
fyrir það að eiga ekki alvöruheima-
völl. „Við eigum leiðinlegasta leik-
vang í heimi og eigum ekki að spila
landsleiki þarna. Ég hef farið á alla
landsleiki síðan ég var fimm ára og
hef bara einu sinni eða tvisvar upp-
lifað stemningu á vellinum.“ Hann
gagnrýnir mjög að umhverfis leik-
velli margra stærstu bæjarfélaga á
Íslandi séu hlaupabrautir. „Reykja-
vík, Akureyri, Mosfellsbær og Kópa-
vogur, allir vellirnir eru undirlagðir
einhverri hlaupabraut sem drepur
alla stemningu. Er ekki nóg að hafa
einn völl undir frjálsar íþróttir? Þar
eru aldrei neinir áhorfendur. Svo er
vinsælasta íþrótt þjóðarinnar spiluð
á einhverri hlaupabraut. Þetta nær
engri átt og er gersamlega óþolandi.“
Hjörvar segir að á meðan spilað verði
á Laugardalsvelli náist enginn árang-
ur. Heimavöllur þurfi að vera þann-
ig að erfitt sé fyrir andstæðinga að
koma og spila. Því sé ekki til að dreifa
hér. „Við verðum að búa til heima-
völl hérna, völl sem tekur tíu þús-
und manns og er með stúkum all-
an hringinn, alveg við völlinn. Þetta
snýst um að búa til óþægilegt and-
rúmsloft fyrir gestina. Það verður
aldrei á Laugardalsvelli.“
Afleitur árangur Ólafs
Sex stig í fjórtán mótsleikjum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar n Árangurinn versnar með hverjum þjálfara n
Spekingar gagnrýna liðsuppstillinguna n Hjörvar Hafliðason vill að Ólafur hætti og gagnrýnir umgjörð liðsins
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Þetta er einhver
slakasta undan-
keppni sem ég hef séð ís-
lenskt landslið spila.“
Leikir Íslands undir stjórn Ólafs
Danmörk-Ísland 3-0 EM
21. nóv 2007
Noregur-Ísland 2-2 HM
6. sept 2008
Ísland-Skotland 1-2 HM
10. sept 2008
Holland-Ísland 2-0 HM
11. okt 2008
Ísland-Makedónía 1-0 HM
15. okt 2008
Skotland-Ísland 2-1 HM
1. apr 2009
Ísland-Holland 1-2 HM
6. jún 2009
Makedónía-Ísland 2-0 HM
10.jún 2009
Ísland-Noregur 1-1 HM
5. sept 2009
Ísland-Noregur 1-2 EM
3. sept 2010
Danmörk-Ísland 1-0 EM
7. sept 2010
Ísland-Portúgal 1-3 EM
12. okt 2010
Kýpur-Ísland 0-0 EM
26. mars 2011
Ísland-Danmörk 0-2 EM
4. jún 2011
Versnandi árangur
Stig Íslands að meðaltali í leik í
undankeppnum EM og HM.
Ólafur Jóhannesson 0,4 stig 14 leikir
Eyjólfur Sverrisson 0,7 stig 11 leikir
Ásgeir og Logi 0,9 stig 15 leikir
Atli Eðvaldsson 1,2 stig 13 leikir
Guðjón Þórðarson 1,5 stig 14 leikir
Logi Ólafsson 0,5 stig 6 leikir
Ásgeir Elíasson 1,1 stig 18 leikir
Án sigurs Kynslóðaskipti eru að verða í landsliðinu. Þrír leikmenn gjaldgengir í U-21 árs lið Íslands byrjuðu inni á um helgina. Hjörvar Hafliðason vill sjá fleiri unga leikmenn í liðinu.
Á end-
astöð?
Sparkspeking-
ar gagnrýna
liðsuppstill-
inguna.
Ljósið í myrkri
helgarinnar Eiður
Smári Guðjohnsen
átti sinn besta
landsleik í mörg
ár í leiknum gegn
Dönum. Það dugði
skammt.
Íslensku stelpurnar fóru á kostum:
Kjöldrógu Úkraínu
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik fór á kostum þegar það
gjörsigraði lið Úkraínu í umspilsleik
liðanna um sæti í lokakeppni HM í
Brasilíu. Frábær vörn lagði grunn-
inn að 19 marka stórsigri. Lokatölur
urðu 37-18 eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 18-8.
Ágúst Þór Jóhannsson byrjar frá-
bærlega með íslenska liðið en hann
var ráðinn í lok mars fram yfir þetta
verkefni. Frammistaða liðsins í gær,
sunnudag, hlýtur að gefa tilefni til
að ætla að hann fái lengri samning.
Þess má geta að úkraínska liðið er
styrkleikaflokki ofar en íslenska lið-
ið en fyrir leikinn hafði Ágúst Þór
þó sagt að liðin ættu að vera áþekk
að getu. Markahæstar í liði Íslands
voru Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
með átta mörk, Rakel Dögg Braga-
dóttir með sjö og Hrafnhildur Skúla-
dóttir með sex. Í liði Úkraínu var
Anastasia Pidpalova allt í öllu og
skoraði tólf mörk en engin önnur
skoraði fleiri en tvö mörk fyrir gest-
ina. Guðný Jenný Ásmundsdóttir fór
hamförum í marki íslenska liðsins
og varði 27 skot. Þjóðirnar mætast
að nýju í Úkraínu eftir viku en sam-
anlögð úrslit leikjanna ráða því hvor
þjóðin tryggir sér keppnisrétt á HM í
Brasilíu í árslok. Íslandi hefur aldrei
tekist að komast á lokakeppni HM í
handknattleik kvenna. baldur@dv.is
Ágúst
byrjar vel
Íslenska liðið
er í vænlegri
stöðu.