Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 8. júní 2011 Miðvikudagur Stuðnings- menn Geirs H. Haarde Agnes Braga- dóttir, blaðamað- ur á Morgunblaðinu. Ari Edwald, for- stjóri fjölmiðlasam- steypunnar 365. Bjarni Bene- diktsson, for- maður Sjálfstæðis- flokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi utanríkis- ráðherra. Kristrún Heimis- dóttir, aðstoðar- maður efnahags- ráðherra. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geirs. Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Vilhjálmur Egils- son, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi ráðherra og varafor- maður Sjálfstæðis- flokksins. Þórunn Erna Clausen leikkona. Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar- innar og fyrrverandi ráðherra. Brotin sem Geir H. Haarde er ákærð- ur fyrir áttu sér stað þegar hann var forsætisráðherra á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í október sama ár, eða þar til bankakerfið hrundi til grunna. Geir er meðal annars sakaður um að hafa sýnt af sér alvarlega van- rækslu andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármála- stofnunum og ríkissjóði. Samkvæmt ákæru mátti Geir vera kunnugt um þá hættu sem vofði yfir en lét undir höfuð leggjast að bregðast við. Þá er sérstaklega tekið fram að Geir hafi vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnaður var til árið 2006, væru markvissar og skil- uðu tilætluðum árangri. Í ákæru segir einnig að Geir hafi vanrækt að hafa frumkvæði að því að draga úr stærð íslenska banka- kerfisins „með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnk- uðu efnahagsreikning sinn eða ein- hverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.“ Icesave-reikningarnir koma einnig við sögu í ákærunni. Geir er sakaður um að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninganna í Bretlandi yfir í dótturfélög. Í öðrum hluta ákærunnar kem- ur fram að Geir hafi látið farast fyr- ir að halda ráðherrafundi um hinn yfirvofandi háska sem blasti við fjármálakerfinu. „Á þessu tíma- bili var lítið fjallað á ráðherrafund- um um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundunum.“ Þá hafi Geir ekki gefið ríkisstjórninni sér- staka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska kerfið. Sakaður um að sýna af sér stórkostlega vanrækslu: Fyrir þetta er Geir ákærður Mig gat ekki órað fyrir því að vera staddur í þeim sporum sem ég nú stend í. Það er auðvitað persónu- lega þungbært en þó ekki jafn þung- bært og ætla mætti því ég veit hvern- ig þetta mál er tilkomið,“ sagði Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, fyrir landsdómi á fimmtu- dag þegar ákæra Alþingis gegn hon- um var þingfest. Samkvæmt heimildum DV fundaði Geir með Jóni Hákoni Magn- ússyni, framkvæmdastjóra KOM sem sérhæfir sig í almannatengslum. Þor- steinn G. Gunnarsson hjá KOM svar- aði því hvort KOM hefði veitt Geir að- stoð í tengslum við landsdómsmálið: „Það eina sem við höfum komið ná- lægt er að við aðstoðuðum hann við uppsetningu á blaðamannafundi á mánudaginn.“ Andrés Jónsson al- mannatengill þekkir þó aðferðirnar sem Geir beitir og á auðvelt með að greina þær. „Hluti af hans málsvörn er að reka PR-stríð og setja þannig þrýsting á dóminn,“ segir hann. Kvartar undan kostnaði Geir hefur kvartað undan því að það sé dýrt að reka svona mál, en tíminn með dýrasta almannatengli landsins kostar 17.500 kr. Andrés telur reynd- ar líklegt að almannatenglar í Valhöll hjálpi Geir. „Þetta mál spilast vel upp í hendurnar á núverandi stjórnar- mönnum í Valhöll og sameinar Sjálf- stæðisflokkinn gegn utanaðkomandi andstæðingi. Það hefur líka sýnt sig að dóm- stólar taka tillit til almenningsálits á hverjum tíma. Ef þú kemur illa út í fjölmiðlum hefur það afleiðingar. Al- veg eins og það hefur afleiðingar ef þú ert með lélegan verjanda í réttar- sal. Málsvörnin snýst að hluta til um almenningsálitið. Allar líkur eru því á að Geir fái þjálfun í því hvað hann eigi að segja og hvernig hann eigi að segja það. Það eru flókin fræði á bak við það. Eitt er að halda sig við það orðalag sem hann var búinn að ákveða að nota, jafnvel þótt hann sé þráspurð- ur. Annað er að forðast að taka sér í munn þær ásakanir sem eru bornar á hann. Með því er hann að reyna að vekja upp efasemdir í huga fólks. Þetta virkar.“ Verður að þekkja mörkin Annað sem hann á að gera er að sýna sjónarmiðum hins aðilans skilning, vera hófsamur og málefnalegur segir Andrés. „En þar sem hann er að berj- ast fyrir sakleysi sínu getur hann leyft sér að vera svolítið harðorður. Líka af því að hann beinir orðum sínum til pólitískra andstæðinga sem hann segir að séu að ná sér niðri á honum. Ég held samt að það sé ekki allt rétt sem hann tínir til. Hann talar til dæmis um að pólitískir andstæðing- ar séu að ná sér niðri á honum. Ég efast um að það sé rétt. Geir er mað- ur sem fæstum er í nöp við. Hann er mikið gæðablóð, dagfarsprúð- ur maður. Ef það ætti að finna ein- hvern sem er í nöp við hann þá væri það helst einhver innan hans eigin flokks,“ segir Andrés. Vill losna við dómarana Tekist var á um fyrir dómnum í þing- festingunni hvort þeir dómarar sem Alþingi skipaði ættu að víkja sæti. „Ákæruvaldið samþykkir breytingu á lögum um dómstólinn um að þessir dómendur sem hér sitja en ekki aðrir skuli dæma í málinu. Má af því skilja að dómendur hér séu sérstaklega valdir af öðrum málsaðilanum til að sitja í dómnum,“ sagði Andri Árna- son, lögmaður Geirs fyrir dómnum á fimmtudag. Vildi hann meina að með laga- setningu sem framlengdi skipunar- tíma dómaranna í máli Geirs hefðu dómararnir í málinu – landsdómur – verið sérvaldir til að fjalla um mál Geirs. Þar með væru dómararnir óhæfir nú þó að þeir hefðu ekki verið það þann 8. mars þegar landsdómur var fyrst kallaður saman. Þá kom dómurinn saman til að úrskurða hvort Geir væri aðili að máli saksóknara Alþingis sem hafði óskað eftir gögnum frá Þjóðskjala- safni Íslands. Taktísk tímasetning Andrés segir að þetta sé hluti af þessu stríði. „Landsdómur er við- kvæmari fyrir gagnrýni en Hæsti- réttur þar sem almenningur hefur engar forsendur til að treysta hon- um. Þetta er dómur sem hefur aldrei verið kallaður saman áður og því eru Stríð Geirs n Geir Hilmar Haarde kom fyrir landsdóm sem sakborningur n Sakar þing- menn um pólitíska árás n Sniðugt að velja sér óvinsælan andstæðing segir almannatengill n Heyr almannatengslastríðið í fjölmiðlum n „Þetta virkar“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Fyrsti sakborningurinn Geir H. Haarde er fyrsti maðurinn sem kemur fyrir lands- dóm sem sakborningur. Myndin er frá þingfestingu ákæru Alþingis á hendur Geir. Mynd SIGTryGGur ArI JóHAnnSSon. Nöfn á lista yfir stuðningsmenn Geirs á Málsvörn auk þeirra sem mættu á stuðningsmanna- fund hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.