Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 8. júní 2011 Miðvikudagur xxx: xxx Nánustu samverkamenn Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráð- herra og núverandi ritstjóra Morg- unblaðsins, segja stundum að ýms- ir gagnrýnendur hans séu haldnir „Davíðs-heilkenninu“ ef þeir ganga of langt í því að kenna ráðherran- um fyrrverandi um það sem mið- ur fer eða fór í íslensku samfélagi. Hugmyndin um „Davíðs-heilkenn- ið“ gengur því út á að hægt sé að fá Davíð Oddsson þannig á heilann að menn geri of mikið úr meintri ábyrgð hans á því sem á sér stað í samfé- laginu og að skoðanir manna og mat þeirra á staðreyndum verði óskyn- samlegt fyrir vikið. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, virðist vera haldinn öðru og geróíku heilkenni en hörðustu andstæðingar Davíðs: Nefnilega Baugsheilkenninu. Björn hefur sent frá sér bók um Baugs- málið þar sem hann fjallar um rann- sóknina og réttarhöldin yfir stærstu eigendum og stjórnendum fjár- festingafélagsins á árunum 2002 til 2008. Í bók Björns er að finna ágæt- is samantekt á helstu staðreyndun- um í sögu þessa máls. Þetta sögu- lega yfirlit, annáll Baugsmálsins, er helsti kostur bókarinnar. Ágætt er að fá þessar helstu staðreyndir málsins í einni bók þó fullyrða megi að ein- hver annar en Björn hefði átt að taka þennan annál saman og leggja út frá honum. Bók Björns sýnir nefnilega hversu hættulegt það getur verið fyr- ir höfunda að skrifa um eitthvað sem þeir hafa megna andúð á. Vandamálið er að í hvert skipti sem Björn hættir að telja upp blá- kaldar staðreyndir og blandar skoð- unum sínum eða túlkunum á Baugs- málinu í frásögnina verður hún ótrúverðug þar sem andúð Björns á Baugsmönnum er talsverð. Því er af og frá að Björn skrifi bókina á „hlut- lægan hátt“, líkt og hann segir sjálf- ur í inngangsorðum sínum (bls. 9). Bókin er fyrst og fremst áróðursrit þar sem settar eru fram margar lang- sóttar samsæriskenningar um ýmsa anga Baugsmálsins í bland við stað- reyndir. Skrif Björns eru því miklu frekar huglæg en hlutlæg á heildina litið og hafa flestar þessar kenning- ar hans birst opinberlega áður í ein- hverri mynd. Óþarfa áróðursbrögð Í þessari gagnrýni á bók Björns felst auðvitað ekki sú skoðun að stjórn- endur og eigendur Baugs hafi stund- að eðlileg, siðleg og lögleg viðskipti og að ekki hefði átt að höfða Baugs- málið: Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson voru dæmdir fyrir lögbrot í málinu þó svo að flestum ákæruliðunum hefði verið vísað frá. Jón Ásgeir og Tryggvi eru því dæmdir efnahagsbrotamenn. Við þetta bætast þær fjölmörgu fréttir sem hafa verið sagðar af við- skiptafléttum Jóns Ásgeirs og við- skiptafélaga hans fyrir og eftir íslenska efnahagshrunið 2008 – við- skipti sem virðast talsvert alvarlegri en það sem ákært var og dæmt fyr- ir í Baugsmálinu. Meðferð Jóns Ás- geirs og viðskiptafélaga hans á Glitni er til rannsóknar hjá sérstökum sak- sóknara íslenska efnahagshruns- ins og hefur verið framkvæmd hús- leit hjá þeim vegna þessara mála. Sömuleiðis hefur slitastjórn Glitnis höfðað skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans vegna meðferðar þeirra á bankan- um. Tölvupóstar frá Jóni Ásgeiri sem lagðir hafa verið fram í skaðabóta- máli Glitnis sýna að fjárfestirinn var skuggastjórnandi í bankanum sem gat fengið stjórnendur hans til að gera nokkurn veginn það sem hon- um hentaði. Svipaðar upplýsingar um óeðlileg afskipti Jóns Ásgeirs af rekstri Glitnis koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jón Ás- geir og viðskiptafélagar hans eru því ennþá í sigti ákæruvaldsins á Íslandi vegna meintra efnahagsbrota þó ekki sé hægt að fullyrða neitt um hvað kemur út úr þessum rannsóknum og málaferlum gegn þeim. Af ýmsu vafasömu er því að taka í viðskiptasögu þeirra Baugsmanna. Björn Bjarnason ætti ekki að þurfa á neinum áróðursbrögðum að halda í umfjöllun sinni um þá og Baugsmál- ið – nóg er af grugginu. Samantekin ráð Áróðursbrögð Björns eru gegnum- gangandi í bókinni. Þessi brögð hans snúast fyrst og fremst um að reyna að sanna þá kenningu sína að Baug- ur hafi hrundið af stað einu allsherj- arsamsæri í kjölfar upphafs Baugs- málsins. Björn telur að ótrúlega margir aðilar í íslensku samfélagi hafi tekið þátt í þessu samsæri með Baugi. Tilgangur samsærisins var að reyna að snúa almenningsálitinu fyrirtækinu í hag og gegn forystu Sjálfstæðisflokksins og ákæruvald- inu sem höfðaði Baugsmálið. Björn skortir hins vegar tilfinnanlega rök fyrir flestum af fullyrðingum sínum um þátttakendurna í þessu samsæri. Fremst í flokki í samsærinu gegn Sjálfstæðisflokknum og ákæruvald- inu, að mati Björns, fóru Fréttablað- ið og Samfylkingin en einnig RÚV og Háskóli Íslands. Á blaðsíðu 408 seg- ir Björn til dæmis: „Pólitískir óvinir Davíðs urðu vinir Baugs. Undir for- ystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur tók Samfylkingin höndum saman við Baugsmenn. Af hálfu Samfylkingar- innar var kosningabaráttan vorið 2003 háð undir eigin merkjum og Baugs.“ Um þátttöku Ríkisútvarps- ins og háskólans í Baugssamsærinu segir Björn: „Enn höfðu Baugsmenn leitað út fyrir landsteina og keypt lögfræðilegt álit samhliða því sem Háskóli Íslands og RÚV voru virkjuð til að árétta mikilvægi boðskaparins.“ Þátttakendur í samsæri Gunnar Smári Egilsson, Hallgrímur Helgason og fleiri einstaklingar eru svo einnig nefndir til sögunnar og sagt að þeir hafi verið gerðir út af örkinni til að taka upp hanskann fyrir Baug. „Nú er ég ekki í minnsta vafa um að það voru samantekin ráð í september 2002 að þeir Hall- grímur Helgason og Gunnar Smári Egilsson héldu samtímis fram á rit- völlinn og gerðu árás á Davíð Odds- son. Tilgangurinn var að draga at- hygli frá refsiþætti Baugsmálsins og gera það að pólitísku bitbeini“ (bls. 38). Þessi kenning er hugarburður Björns þar sem hann færir ekki rök fyrir henni. Björn segir það svo berum orð- um, eða ýjar að því, að Egill Helga- son, Þorvaldur Gylfason, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþing- is, og ótal fleiri einstaklingar, hátt settir og lágt settir, allt frá ritstjór- um á dagblöðum til aumra blaða- og umbrotsmanna, hafi sömuleiðis verið þátttakendur í þessu allsherjar- samsæri Baugs. Um Þorvald og Gest Jónsson, lögmann Jóns Ásgeirs, segir Björn til dæmis: „Skrif Þorvalds um leka frá lögreglunni og krafa Gests um rannsókn á honum, voru liður í tilraunum Baugsmanna og mál- svara þeirra til að grafa undan trú- verðugleika lögreglunnar“ (bls. 122). Þessar langsóttu og yfirleitt órök- studdu kenningar um aðild nafn- greindra stofnana og manna að samsæri Baugs, auk sambærilegra gildishlaðinna fullyrðinga, draga því allverulega úr gæðum bókarinnar. Samkvæmt kenningu Björns beittu margar af stofnunum og fyrirtækj- um íslensks samfélags, auk þekktra manna úr þjóðlífinu sem tengdust Baugi ekki neitt, sér beinlínis fyrir fé- lagið í deilunum um Baugsmálið. Samkvæmt Birni gegnsýrði Baug- ur nánast íslenskt samfélag á þess- um árum og má ímynda sér hvernig hann hefur séð Jón Ásgeir Jóhannes- son fyrir sér í höfuðstöðvum Baugs í Túngötunni, togandi í spotta hingað og þangað um samfélagið, hringj- andi í þekkta rithöfunda, prófessora og álitsgjafa til að segja þeim að skrifa hitt eða þetta í þágu Baugs. Erfitt er að skilja þessar samsæriskenningar Björns á annan hátt en að pólitískar ástæður séu á bak við þær: Hann vill koma höggi á pólitíska andstæðinga með því að bendla þá án haldbærra sannana við hinn illa Baug. Valkvætt minni Þegar litið er til þessara samsæris- kenninga Björns þarf engan heldur að undra að önnur umræða hans í bókinni sé lituð af þessu Baugsheil- kenni hans. Þannig er minni Björns afar valkvætt þegar kemur að því að setja uppgang Baugs í samhengi við íslenska efnahagshrunið. Inntakið í skoðunum Björns á þessu atriði má skilja sem svo að ákæruvaldið og Sjálfstæðisflokk- urinn hafi reynt að koma í veg fyrir frekari uppgang Baugs í byrjun þess- arar aldar. Hann segir Baug hafa bar- ist gegn hugmyndum um að brjóta upp auðhringi til að koma í veg fyrir einokun og fákeppni á markaði og að fyrirtækið hafi náð að koma í veg fyr- ir að fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar yrði samþykkt. Þá beitti Baugur sér í Baugsmálinu með þeim hætti sem Björn lýsir í bók- inni. Að mati Björns markaði þetta andvaraleysi gagnvart Baugi farveg- inn sem leiddi íslensku þjóðina að hruninu. „Árið 2004 voru aðstæður aðrar en árið 2002 af því að bankarn- ir, Landsbanki Íslands og Kaupþing, tóku afstöðu með Baugi. Bankarnir stofnuðu lánalínur sem gerðu Baugi kleift að fara sínu fram við útþenslu fjölmiðlaveldis síns. Leiðin til hruns- ins 2008 var mörkuð“ (bls. 112). Ábyrgð Baugs Björn virðist því, samkvæmt því sem hann segir í bókinni, skella hruninu 2008 að mestu á Baug en ekki á aðr- ar auðblokkir eða stjórnmálaflokk- ana sem stýrðu landinu á þessum árum. Þannig minnist Björn aðeins einu sinni á Björgólfsfeðga og S-hóp- inn og kaup þessara aðila á Lands- bankanum og Búnaðarbankanum árið 2002. Engin gagnrýnin umræða er um einkavæðinguna og hvort rétt hafi verið af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að nánast handvelja þá kaupendur sem þeim þóknaðist. Eins og frægt er orðið var kom- ist að samkomulagi við Björgólfs- feðga um að Kjartan Gunnarsson sæti áfram í bankaráði Landsbank- ans eftir einkavæðingu hans til að tryggja „pólitískt talsamband“ við Sjálfstæðisflokkinn. Björn ræðir ekki einkavæðinguna og hvaða áhrif nýju eigendur ríkisbankanna fyrrverandi höfðu á íslenskt efnahagslíf á árun- um 2002 til 2008. Þessir tveir bankar, sem var stjórnað af öðrum tveimur stórum viðskiptablokkum, hrundu einnig haustið 2008 líkt og Glitnir sem var að stærstu leyti í eigu Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans. Eig- endur þessara fyrrverandi ríkisbanka hegðuðu sér á sambærilegan hátt og eigendur Glitnis og tæmdu bankana sömuleiðis að innan eins og Björn segir um Baugsmenn í tilfelli Glitn- is. Baugur markaði því alls ekki einn leiðina til hrunsins 2008. Björn getur því ekki haldið fram þessari kenningu sinni um hrunið og Baug. Ábyrgðin á hruninu liggur að hluta hjá eigendum Baugs en einnig miklu víðar, meðal annars hjá öðr- um viðskiptablokkum sem áttu hina bankana, sem og hjá stjórnmála- og embættismönnum, líkt og réttar- höldin yfir Geir H. Haarde og um- fjöllun um vanrækslu stjórnmála- manna í Rannsóknarskýrslu Alþingis bendir til. Snuprar nefndina Í bókinni snuprar Björn rannsókn- arnefnd Alþingis fyrir að láta ógert að fjalla um Baugsmálið í skýrslu sinni. Björn telur að rannsókn- arnefndin hefði átt að fjalla um Baugsmálið þar sem það hefði haft „mótandi afstöðu til þeirra sem að lokum voru fremstir í hópi þeirra sem tæmdu bankana innan frá“ (bls. 416). Athugið að Björn telur að Jón Ásgeir og viðskiptafélagar hans hafi verið „fremstir í hópi“ þeirra sem felldu íslensku bankana þó ekki liggi almennilega fyrir af hverju þeir beri meiri ábyrgð á því en til dæmis Björgólfsfeðgar eða Exista og tengd- ir aðilar. Björn telur að þessi þögn rann- sóknarnefndarinnar um Baugs- málið geri það að verkum að gagn- rýni nefndarinnar á eftirlitsaðila og stjórnsýslu í aðdraganda hrunsins „missi marks“. Þarna gerist Björn aftur sekur um að ofmeta mikilvægi Baugsmálsins fyrir íslenska efna- hagshrunið. Dæmt var í Baugsmál- inu í héraðsdómi og Hæstarétti líkt og ákæruvaldið gerði ráð fyrir: Þrír menn fengu skilorðsbundna fangels- isdóma þó að meirihluta ákærulið- anna hefði verið vísað frá. Málið fékk því sömu formlegu meðferð í réttar- kerfinu og önnur sakamál. Baugsmálið og hrunið Ætla má að ekki hafi verið fjallað um Baugsmálið í rannsóknarskýrslunni vegna þess að höfundar skýrslunn- ar hafi ekki séð bein tengsl málsins við íslenska efnahagshrunið, öfugt við Björn Bjarnason. Ákæruliðirn- ir í Baugsmálinu fjölluðu um við- skipti sem áttu sér stað mörgum árum fyrir fall íslensku bankanna og áður en þeir lentu í höndunum á þeim mönnum sem sigldu þeim í strand. Sú staðreynd að ekki er fjallað um málið rýrir á engan hátt trúðverðugleika þeirrar gagnrýni sem sett er fram á opinbera að- ila í rannsóknarskýrslunni. Rann- sóknarnefndin hefði allt eins get- að fjallað um Hafskipsmálið, sem dæmt var í níunda áratugnum, þar sem Björgólfur Guðmundsson, maðurinn sem Sjálfstæðisflokkur- inn ákvað að selja Landsbankann með samþykki Fjármálaeftirlitsins árið 2002, hlaut fangelsisdóm fyrir efnahagsbrot. Rannsóknarnefndin gerði þetta hins vegar ekki þar sem vandséð er hvaða beinu tengsl Haf- skipsmálið hafði á íslenska banka- hrunið. Baugsmálið er sömuleiðis algert aukaatriði í umræðunni um íslenska bankahrunið. Myndin sem Björn dregur upp af Baugsmálinu, meintri þátt- töku fjölda einstaklinga í samsæri Baugs sem og ábyrgð fyrirtækisins á íslenska góðærinu og efnahags- hruninu, er því ansi skökk og skæld. Þessi mynd segir miklu meira um hugarheim Björns Bjarnasonar en Baugsmálið sjálft og afleiðingar þess. Ábyrgð eigenda Baugs á efna- hagshruninu er mikil – vonandi verða þeir líkt og aðrir ákærðir og dæmdir ef þeir frömdu lögbrot í að- draganda hrunsins – en hún er ekki með þeim hætti sem Björn teiknar upp í þessari bók þar sem hann er sleginn blindu. Rosabaugur yfir Íslandi Saga Baugsmálsins Höfundur: Björn Bjarnason Útgefandi: Bókafélagið Ugla 432 blaðsíður Bækur Ingi Freyr Vilhjámsson Samsærisannáll Björns „Bókin er fyrst og fremst áróðursrit þar sem settar eru fram margar langsóttar sam- særiskenningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.