Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 8. júní 2011 Miðvikudagur Heiðar Helguson semur við QPR: Aftur í úrvalsdeildina Landsliðsframherjinn Heiðar Helgu- son hefur framlengt samning sinn við enska félagið Queens Park Rang- ers, QPR, en óvíst var hvort hann fengi samning við liðið. Heiðar mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Heiðar, sem er 33 ára, skoraði 13 mörk þegar félagið sigraði í Championship-deildinni á nýaf- stöðnu keppnistímabili. „Ég er hæst- ánægður og mín framtíð liggur hér,“ sagði hann við undirritun samnings- ins. „Ég er ánægður með mína frammistöðu á nýafstöðu keppnis- tímabili og það var frábært að geta átt þátt í því að vinna deildina. Næsta tímabil verður erfitt en ég held að við eigum góða möguleika á að standa okkur vel,“ sagði Heiðar við heima- síðu félagsins. Heiðar er ekki ókunnugur ensku úrvalsdeildinni því þar hefur hann leikið fyrir Watford, þar sem hann skoraði 8 mörk, auk Bolton og Ful- ham. Hann hefur alls skorað 98 mörk á þeim tíma sem hann hef- ur leikið á Englandi. Neil Warnock, stjóri QPR, segist afar ánægður með að hafa samið við Heiðar. „Hann lék ákaflega þýðingarmikið hlutverk fyr- ir liðið á tímabilinu og hann mun áfram leika stórt hlutverk fyrir okk- ur á því næsta. Fólki hættir stund- um til að gleyma hversu mikilvægur hann hefur verið fyrir liðið. Það eru ekki bara mörkin hans, heldur fram- lag hans á vellinum og í búnings- klefanum. Hann hefur mikil áhrif á liðsfélaga sína og er frábær atvinnu- maður. Ég er himinlifandi yfir því að hafa samið við hann fyrir komandi tímabil.“ baldur@dv.is „Ástandið á mönnum er misjafnt. Við erum með tvo meidda; Aron Pálmarson og Snorra Stein. Þeir eru báðir meiddir í baki,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarlands- liðsþjálfari í handknattleik. Íslenska liðið leikur í dag ákaflega þýðingar- mikinn leik við Letta. Sigur í hon- um þýðir að liðið leikur úrslitaleik við Austurríki á sunnudaginn um það hvort liðið kemst í lokakeppni Evrópumótsins í Serbíu í janúar á næsta ári. Eigum að vinna Letta Ísland vann Lettland naumlega í Laugardalshöll í október í fyrra í hörkuleik. Íslenska liðið lék illa í leiknum og jafnt var á flestum töl- um, þó getumunur á liðunum eigi að vera mikill. Lokatölur urðu 28–26 en Íslendingar máttu prísa sig sæla að ekki fór verr. Ljóst er að lið Lett- lands er sýnd veiði en ekki gefin, eins og gjarnan er sagt, en eins og áður segir ætti Ísland að vinna leikinn nokkuð örugglega, ef mið er tekið af getumuni leikmanna liðanna. Óskar Bjarni segir þó að Lettar séu líkam- lega sterkir og góðir í vörn. Verkefnið þurfi að taka af fullri alvöru. Misjafnt ástand á mönnum DV náði tali af Óskari Bjarna þegar hann var á leið með liðinu til Lett- lands. Liðið æfði tvisvar saman á mánudaginn en Óskar segir að menn séu misvel á sig komnir. „Það er mis- jafnt hversu langt er síðan menn kláruðu sína deild. Sumir hafa verið að spila mikið en aðrir miklu minna,“ segir hann. Spurður um meiðsli Arons seg- ir Óskar Bjarni að hann hafi verið sendur heim í meðferð við sínum bakmeiðslum. Hann hafi meiðst í síðasta leik tímabilsins með Kiel. Óvíst sé hvort hann geti tekið þátt í leiknum á sunnudag við Austurríki. Einnig er óvíst hvort og hversu mik- ið Snorri getur tekið þátt í leiknum gegn Lettum. Óskar Bjarni segir þetta vissulega mjög slæm tíðindi en aðrir í hópnum, svo sem Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson geti leyst leikstjórnendastöðuna í fjarveru hinna tveggja. Þeir kunni öll kerfi liðsins og þekki stöðuna vel. Þá hafi Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK ver- ið kallaður inn í hópinn í stað Arons og hann geti einnig stýrt leik liðsins. Knappur undirbúningstími Á sama tíma og Ísland mætir Lett- landi eigast Austurríki og Þýskaland við í Innsbruck. Jafntefli í þeirri viður- Tveir úrslitaleikir án lykilmanna n Íslenska liðið má ekki við jafnteli Austurríkis og Þýskalands n Guðjón Valur og Arnór stjórna spilinu vegna meiðsla Arons og Snorra n Óvíst með þátttöku Arons í síðari leiknum n Austurríkismenn Íslendingum erfiðir Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Erfitt verkefni Sem fyrr mun mæða mikið á Ólafi Stefáns- syni, sérstaklega í fjarveru lykilmanna í sókninni. Litlu strákarnir út í dag: Allir klárir í mótið „Mér sýnist allir vera heilir og eigi að vera klárir í mótið,“ segir Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarmaður Eyj- ólfs Sverrissonar, landsliðsþjálfara U21 árs liðs Íslands í knattspyrnu. Litlu strákarnir okkar, eins og þeir eru stundum kallaðir, héldu utan til Danmerkur snemma í morgun, þriðjudag. Þeir mæta liði Hvíta- Rússlands í fyrsta leik Evrópu- mótsins á laugardaginn, svo Sviss á þriðjudag og loks Dönum í síðasta leik riðilsins laugardaginn 18. Ár- angur liðsins í þeim leikjum ræður framhaldinu á mótinu. Tómas Ingi segir alla í góðu standi, líka Rúrik, sem hafi klakk- laust komist í gegnum síðustu æf- ingu liðsins áður en haldið var út. Hann setti þó þann fyrirvara að sex leikmenn áttu eftir að spila deildar- leik áður en þeir fóru út, þegar DV ræddi við hann. Spurður um fyrirkomulagið þegar út væri komið segir Tómas Ingi að liðið taki æfingu á miðvikudags- kvöld, tvær æfingar á fimmtudag og tvær á föstudag. Þetta verði þó ekki erfiðar æfingar. „Við stýrum álaginu þannig að allir verði virkilega klárir þegar að fyrsta leik kemur. Það verð- ur farið yfir taktíska hlutann og lagt upp hvernig við förum í leikinn. Það verður farið yfir aukaspyrnur, horn- spyrnur og allt þetta, bæði sjónrænt og á velli ef aðstæður leyfa,“ segir hann. Tómas Ingi segir að þjálfara- teymið viti minnst um Hvíta-Rúss- land af andstæðingunum þremur. Hvít-Rússar séu þó ofboðslega þétt- ir og gefi fá færi á sér. „Þeir eru frek- ar varnarsinnaðir en eru, eins og við, öskufljótir að sækja. Við höfum séð Bate, frá Hvíta-Rússlandi, koma hingað og fara illa með FH. Þeirra sóknarleikur er hreinn unaður á að horfa,“ segir hann. Hvít-Rússar urðu fyrir áfalli í vikunni þegar einn þeirra helsti sóknarmaður meidd- ist illa. Tómas Ingi segir þó að þeirra hættulegasti maður sé í fínu formi og að liðið þurfi að hafa gætur á honum. Liðið þurfi að spila sinn leik en hafa helstu styrkleika and- stæðinganna í huga, í öllum leikj- unum þremur. Hann segir að þeir Eyjólfur séu ekkert búnir að ákveða með liðsuppstillingu í fyrsta leik. „Við tökum stöðuna á öllum leik- mönnunum úti. Yfirleitt eru tveir að berjast um hverja stöðu en ég segi það eins og er að það er ekkert búið að ákveða núna. Við þurfum að finna réttu blönduna inni á vell- inum.“ Heiðar semur „Frábær atvinnu- maður,“ segir þjálfarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.