Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 8. júní 2011 Miðvikudagur Viðskiptavinur Glitnis tapaði máli gegn bankanum: Fer ekki fyrir Hæstarétt Fyrrverandi viðskiptavinur eign­ astýringar Glitnis, Þórður Sverrisson læknir, ætlar ekki að áfrýja niður­ stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dómsmáli sem hann höfðaði gegn Glitni til Hæstaréttar Íslands. Þetta segir lögmaður Þórðar í málinu, Garðar Garðarsson. Dómurinn sem féll í málinu um miðjan maí var Glitni í hag. Garðar segir ástæðuna fyrir þessari ákvörðun vera þá að frekari gögn skorti til að halda mála­ rekstrinum áfram. Þórður höfðaði skaðabótamál gegn Glitni vegna kaupa eignastýr­ ingardeildar bankans á tveimur víxl­ um eignarhaldsfélagsins Milestone fyrir hans hönd upp á samtals tíu milljónir króna í október 2007. 6,2 milljarðar króna söfnuðust í um­ ræddu skuldabréfa­ og víxlaútboði og kom hluti þeirra fjármuna frá við­ skiptavinum eignastýringardeild­ ar Glitnis. Eigendur Milestone, þeir Karl og Steingrímur Wernerssynir, voru á þessum tíma á meðal stærstu hluthafa Glitnis. Þórður tapaði tíu milljónum króna á viðskiptunum. Mál Þórðar var þingfest í nóvem­ ber í fyrra. Rök Þórðar í málinu sner­ ust um það að starfsmenn eignastýr­ ingardeildar Glitnis hefðu fjárfest fyrir hans hönd í umræddum víxlum gegn betri vitund stjórnenda Glitnis þar sem Milestone hefði átt í erfið­ leikum með að fjármagna sig þeg­ ar útboðið fór fram. Með útboðinu náði Milestone að endurfjármagna félagið á erfiðum tíma, þegar félagið gat ekki fengið lán annars staðar frá. Ein helsta ástæðan fyrir niður­ stöðu dómarans í málinu var sú að hann taldi ekki sannað að stjórn­ endur og starfsmenn Glitnis hefðu vitað að fjárhagsleg staða Milestone væri eins slæm og raun bar vitni þeg­ ar víxlarnir voru keyptir fyrir hönd Þórðar. Mál Þórðar hafði mikið for­ dæmisgildi og biðu fleiri viðskipta­ vinir Glitnis eftir niðurstöðu í því með það fyrir augum að leita réttar síns. ingi@dv Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst Áfrýjar ekki Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Glitni í hag í maí. Steinunn Guð- bjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sést hér á leið í dómsal þar sem dómurinn var kveðinn upp í maí síðastliðnum. Súkkulaði Jóa Fel innkallað Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað af markaði þrjár tegundir af súkkulaði kennt við bakarann Jóa Fel. Ástæða þessa er að ekki kemur fram á umbúðum súkkulaðisins að vörurnar innihalda afurð úr soja, sem er ofnæmis­ og óþolsvaldur. Hjá Jóa Fel hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, verið ákveðið að inn­ kalla af markaði „Jói Fel Belgískt súkkulaði, 33% súkkulaði massi“, „Jói Fel Belgískt súkkulaði, 52% súkkul­ aði massi“ og „Jói Fel Hvítt súkkul­ aði“ þar sem vörurnar innihalda aukefnið lesitín en ekki kemur fram á umbúðum þeirra að uppruni þess er úr soja. Súkkulaðið er selt í verslunum Hagkaups. Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar fyrir þá sem ekki eru við­ kvæmir fyrir soja og afurðum úr því. Þeir neytend­ ur sem eiga um­ ræddar vörur og eru við­ kvæm­ ir fyrir soja og afurðum úr því eru beðn­ ir um að farga þeim eða skila til Hjá Jóa Fel gegn endur­ greiðslu. Afsökunarbeiðni Vegna myndbirtinga í tölublaði DV 16. til 18. júlí 2010 af Björgu Mar­ teinsdóttur og Ólafi Einarssyni biðst DV afsökunar á því að ekki var feng­ ið leyfi til að birta myndirnar sem voru á sjonarholl.is. DV hefur þegar greitt fyrir notk­ un myndanna samkvæmt gjald­ skrá Myndstefs. Greiðslan er innt af hendi án viðurkenningar á frek­ ari bótaskyldu. Var upphæðin lögð inn á reikning lögmanns Bjargar og Ólafs. „Okkur þykir leiðinlegt að heyra af þessari óánægju hjá ykkur og getum ekki annað en beðist innilegrar vel­ virðingar enn og aftur,“ segir í skrif­ legu svari sem Sigfús Aðalsteinsson og kona hans Mierla Radu fengu frá Ice­ land Express á dögunum. Parið flaug með félaginu frá Keflavík til Alicante þann 26. maí síðastliðinn. Í för með parinu var fjölskylduhundurinn Lubi af gerðinni Pomeranian  sem átti að koma með til Spánar. Fyrir mistök starfsmanns Iceland Express varð litli hundurinn eftir á Keflavíkurflugvelli á meðan Sigfús og Mierla flugu til Spán­ ar og vissu ekki betur en hundurinn væri um borð. Eftir mikið vesen komst hundurinn svo loks til Alicante nokkr­ um dögum síðar. Þar týndist hann aft­ ur á flugvellinum þar sem hann fór hring eftir hring á færibandinu. „Konan mín gjörsamlega féll sam­ an og hefur liðið herfilega í þessa tvo daga,“ segir í kvörtunarbréfi Sigfúsar til Iceland Express, en það fékk mikið á þau að komast að því að þau höfðu orðið viðskila við hundinn sem varð eftir í Keflavík þegar þau voru komin til Spánar. „Hvað er í gangi? Hvernig er þetta hægt?“ DV hefur undir höndum tölvupósts­ samskipti á milli Sigfúsar og ónafn­ greinds starfsmanns frá Farþega­ þjónustu Iceland Express. Í fyrsta bréfinu sem er dagsett þann 28. maí, skrifar Sigfús félaginu og kvartar vegna þeirra miklu óþæginda sem þau urðu fyrir. Í bréfinu segir Sigfús: „Undirritaður getur ekki orða bund­ ist, fór með vél til Alicante 26. maí ásamt stórum hóp alls sex manns og einum hundi.“ Hann lýsir því svo að við innritun hafi verið vesen vegna þess að innritunarfulltrúinn hefði haft áhyggjur af rúmensku vega­ bréfi konu sinnar. Eftir nokkurt þref tók konan sem starfaði í innritun við hundinum. Hún hafi síðan farið með hundinn að áhafnarhliði þar sem ör­ yggisvörðum hafi verið tilkynnti að hundurinn ætti að fara til Alicante. Sigfús segist hafa margspurt flug­ freyju hvort hundurinn væri ekki örugglega með um borð. „Meira af forvitni um líðan hans en að halda að hann sé ekki um borð. Hún sagð­ ist ætla að athuga það,“ skrifar hann í kvörtunarbréfinu. Sigfús segir að hann hafi feng­ ið þau svör að ekki hafi verið hægt að kanna hvort hundurinn væri um borð og þá hafi runnið á hann tvær grímur. „Ég vissi þá að eitthvað var að.“ Við komuna til Alicante fengu þau fréttir sem fengu mikið á þau: „Hundurinn varð eftir í Keflavík. Hvað er í gangi? Hvernig er þetta hægt?“ skrifar hann og sparar hvorki spurningarmerki né hástafi. Hring eftir hring Sigfús lýsir því að konan hans hafi fallið saman og liðið herfilega eftir að þau fréttu af raunum hundsins. „Við auluðumst frá flugvellinum með símann logandi í að fá upplýsingar um hundinn.“ Hann lýsir því svo að þau hafi þurft að fá samstarfsmann hans til þess sækja hundinn aftur á Keflavíkurflugvöll eftir að upp komst um mistökin. Þau hafi þurft að finna gistingu í þrjár nætur og hanga svo á flugvellinum á Alicante í þeirri von um að hundurinn kæmi. Hann fékk svo svar frá Iceland Ex­ press þar sem beðist er afsökunar á klúðrinu. „Við skiljum vel að þetta at­ vik hafi valdið ykkur mikilli vanlíðan og þykir okkur það mjög svo miður og ítrekum hversu leiðinlegt okkur þykir þetta,“ eins og segir í nafnlausa svarbréfinu. Iceland Express bauðst síðan til að endurgreiða 9.500 króna flutn­ ingskostnað fyrir hundinn. Þau brugðust ekki vel við því tilboði og í öðrum tölvupósti skrifar Sigfús að það tilboð sé algjört rugl. Raunir hundsins voru aldeilis ekki búnar því Sigfús lýsir því að þegar hund­ urinn loksins komst til Alicante hafi hann verið týndur í rúmlega klukku­ tíma. „Sá sem þjónustar ykkur fann hann ekki fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leit og þá hjá lögregl­ unni. Hann hafði þá farið hring eftir hring á færibandinu því enginn var til að taka hann.“ Iceland Express hækkaði þá til­ boð sitt. Auk þess að endurgreiða 9.500 króna flutningskostnað fyr­ ir hundinn var Sigfúsi boðin 15.000 króna inneign hjá félaginu. Hundurinn gleymdist á KeflavíKurflugvelli n Iceland Express gleymdi hundinum í Leifstöð n Eigendur hundsins flugu grunlausir til Alicante n Fór í hringi á færibandinu í Alicante „Við skiljum vel að þetta atvik hafi valdið ykkur mikilli van- líðan og þykir okkur það mjög svo miður og ítrek- um hversu leiðinlegt okk- ur þykir þetta. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Miklar raunir Hundurinn Lubi af gerðinni Pomeranian varð eftir á Keflavíkurflugvelli. Nokkrum dögum síðar komst hann loksins til Alicante og þá týndist hann aftur. Eigendur hundsins eru miður sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.