Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 8. júní 2011
Dominique Strauss-Kahn fékk óblíðar móttökur:
„Skammastu þín“
Herbergisþernur sem starfa í New
York fjölmenntu fyrir utan réttarsal á
mánudag þegar Dominique Strauss-
Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var látinn
svara til saka. Honum er sem kunn-
ugt er gefið að sök að hafa reynt að
nauðga herbergisþernu, brotið á
henni kynferðislega og haldið henni
fanginni. Þernurnar fylltu heilu rút-
urnar til að vera viðstaddar þeg-
ar Strauss-Kahn gekk í réttarsalinn
ásamt eiginkonu sinni, sjónvarps-
konunni Anne Sinclair. Kölluðu
þernurnar í kór: „Skammastu þín.“
Eftir að dómur var settur mátti enn
heyra í þernunum í gegnum glugga
réttarsalarins, þar sem þernurnar
héldu áfram að kyrja ókvæðisorð að
Strauss-Kahn.
Lögfræðingar Strauss-Kahn fóru
fram á við dómara að fá aðgang að
ýmsum gögnum ákæruvaldsins sem
þeir hafa enn ekki fengið. Þeir vildu
enn fremur að ýmis skilaboð á far-
síma Strauss-Kahn yrðu gerð ógild,
þar sem trúnaðargildi þeirra væri
þess eðlis. Strauss-Kahn sagðist sak-
laus af öllum ákæruliðum en verði
hann fundinn sekur gæti hann feng-
ið 25 ára fangelsisdóm. Réttarhöldin
munu hefjast 18. júlí næstkomandi.
Sjúkras jóður E f l ingar-s té t tar fé lags
Efling - stéttarfélag • Sætúni 1 • 105 Reykjavík • Sími: 510 7500 • Fax: 510 7501 • Netfang: efling@efling.is • www.efling.is
Stendur með þér!
Það er gott að eiga góða að!
Slys eða veikindi gera ekki boð á undan sér. Þegar heilsan bilar þá er fyrsta hugsunin að ná bata á ný. Að takast
á við veikindi eða afleiðingar slysa er nógu erfitt þó að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við álagið á fjölskylduna.
Markmið Sjúkrasjóðs Eflingar-stéttarfélags er að draga úr fjárhagsáhyggjum með því að greiða dagpeninga,
en auk þess vinnur félagið að heilsueflingu og fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar.
– Félagsmenn hafa verið mjög ánægðir með sjúkrasjóðinn og töldu 99% þeirra
sjóðinn nauðsynlegan þátt í starfinu í könnun sem Gallup gerði fyrir félagið.
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
4
1
.1
0
6
Nýr kjarasamNiN u
við reykjavíkurborg
Póstatkvæðagreiðsla er hafin
Hafin er póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning
Eflingar-stéttarfélags, við reykjavíkurborg.
atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn eflingar sem vinna eftir þessum
samningi og greiddu félagsgjöld í mars/apríl 2011.
Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá.
Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur
viðkomandi snúið sér til skrifstofu Eflingar, Sætúni 1 og fengið sig færðan
á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem
sanni afdregin félagsgjöld í mars/apríl 2011.
Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00
miðvikudaginn 15. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.
athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tíma-
frests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi
föstudaginn 10. júní. En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á
skrifstofu félagsins til kl. 12.00 miðvikudaginn 15. júní.
Reykjavík, 30. maí 2011.
kjörstjórn
eflingar-stéttarfélags
Efling-stétt rfél g
Þjóðverjar neyðast til að forðast
grænmeti eins og heitan eldinn eitt-
hvað áfram. Um síðustu helgi var til-
kynnt að stökkbreytt afbrigði kólí-
bakteríu (Escherichia coli O104:H4)
mætti líklega rekja til baunaspíra
sem ræktaðar eru í Neðra-Saxlandi
í norðurhluta Þýskalands. Síðdeg-
is á mánudag var hins vegar ljóst,
að baunaspírunum er ekki um að
kenna. Nú þegar hefur 21 látist af
völdum kólísýkingarinnar og rúm-
lega 2.200 hafa þurft að leggjast inn
á spítala. Sýkingin veldur miklum
óþægindum, uppköstum og niður-
gangi – þar sem blóð fylgir oftast
með. Bakterían getur valdið svo-
kölluðu HUS-heilkenni (hemolytic-
uremic syndrome), en það getur
leitt til nýrnabilunar og einnig lamað
hluta heilans.
Fyrst agúrkur, svo tómatar,
svo...
Kólísýkingin hefur verið mikið milli
tannanna á fólki í Þýskalandi sem
og víðar, síðan fyrst var fjallað um að
óeðlilega margir væru að veikjast af
henni. Fyrst var talið að spænskum
agúrkum væri um að kenna, en sá
grunur reyndist ekki á rökum reist-
ur. Því næst var fólki í norðurhluta
Þýskalands ráðlagt að forðast tóm-
ata sem ræktaðir voru á svæðinu og
loks var það kálið sem var skotspónn
sóttvarnarsérfræðinga. Eftir að þess-
ar tegundir voru teknar til rannsókn-
ar kom í ljós að þær voru lausar við
kólíbakteríuna umræddu, og því
óhætt að borða þær. Vart þarf þó að
taka fram að það hafa Þjóðverjar ekki
gert, og halda þeir að sér höndum við
hvers kyns grænmetiskaup uns söku-
dólgurinn finnst. Í síðustu viku seld-
ist ekki ein einasta agúrka í norður-
hluta Þýskalands.
Spánverjar æfir
Spænsk yfirvöld eru mjög óhress
með framgöngu Þjóðverja, einkum
með landbúnaðarráðherra Neðra-
Saxlands, Gert Lindemann. Spænski
heilbrigðismálaráðherrann, Leire
Pajin, lýsti yfir óánægju sinni með
að spænskum agúrkum hefði verið
kennt um kólísýkinguna. Í kjölfarið
hafi eftirspurn eftir agúrkum, sem
og öðru spænsku grænmeti, snar-
minnkað. Segir Pajin að spænskur
landbúnaður hafi af þessum sökum
orðið af gífurlegum tekjum, um 200
milljónum evra á viku. Pajin hitti
fyrir landbúnaðarráðherra á neyð-
arfundi ESB á mánudag, þar sem
kólísýkingin var rædd. Fyrir fund-
inn sagði hún að Spánverjar ætluðu
sér að fara fram á skaðabætur vegna
ásakana Þjóðverja. „Við lýsum yfir
mikilli óánægju með framgönguna í
þessu hættuástandi, þar sem þjóðar-
hagsmunir okkar biðu mikinn skaða.
Við munum fara fram á skaðabæt-
ur fyrir alvarlegan og óbætanlegan
skaða sem Spánn hefur orðið fyrir
og jafnframt förum við fram á það
við framkvæmdastjórn ESB að eftir-
lit með matvælaöryggi verði styrkt.“
Eina í stöðunni
Anette Widman-Mauz, sérfræðingur
um matvælaöryggi í þýska heilbrigð-
isráðuneytinu, vildi þó verja aðgerðir
yfirvalda í Neðra-Saxlandi. Vegna al-
varleika sýkingarinnar hefði einfald-
lega ekki verið annað í stöðunni en
að fylgja eftir öllum vísbendingum
sem voru fyrir hendi. „Við erum ein-
faldlega skuldbundin til að vara al-
menning við. Þegar um slíka forvarn-
arstarfsemi er að ræða þá verðum við
einfaldlega að fylgja öllum vísbend-
ingum,“ sagði Widman-Mauz.
Standa saman Strauss-Kahn nýtur ekki vinsælda hjá herbergisþernum.
Þjóðverjar óttast enn
n Þjóðverjar leggja nótt við dag í leit sinni að uppruna kólígerils sem hefur valdið miklum skaða n Töldu baunaspírur
vera sökudólginn en svo var ekki n Spánverjar fara fram á skaðabætur eftir ásakanir Þjóðverja um sýktar agúrkur
„ ...förum við fram
á það við fram
kvæmdastjórn ESB að
eftirlit með matvæla
öryggi verði styrkt.
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Voru ekki baunaspírurnar
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi leita enn að skaðvaldinum.