Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 8. júní 2011 Miðvikudagur Hrafnabjörg átti 1.300 milljóna króna kröfu á Baug: Baugsfélag gjaldþrota Félagið Hrafnabjörg, sem var í eigu fjárfestingafélagsins Baugs, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Aug- lýsing þess efnis birtist í Lögbirtinga- blaðinu á mánudaginn. Skiptastjóri er Heiðar Ásberg Atlason, lögmað- ur hjá lögmannsstofunni Logos. Um er að ræða enn eitt félagið sem var í eigu Baugs sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskipta eftir bankahrunið árið 2008. Þetta dótturfélag Baugs, sem ber sama nafn og þekkt stórhýsi á Norð- urlandi sem var í eigu fjárfestinga- félags Baugsfjölskyldunnar, Gaums, og Jóhannes Jónsson í Bónus hafði afnot af, hefur aldrei verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum. Félagið var eitt af fjölmörgum dótturfélögum Baugs sem stofnuð voru á árunum fyrir bankahrunið 2008. Stjórnarformað- ur félagsins var Stefán Hilmar Hilm- arsson, fjármálastjóri Baugs. Ekki liggur fyllilega ljóst fyrir hvaða tilgangi félagið Hrafnabjörg þjónaði innan Baugssamstæðunnar. Í ársreikningi Hrafnabjarga fyrir árið 2007 kemur fram að félagið hafi á árinu 2006 átt rúmlega 1.300 millj- óna króna kröfu á móðurfélag sitt, Baug Group. Þessi krafa var helsta eign félagsins. Ári síðar var þessi krafa komin niður í tæpar 184 millj- ónir króna. Á árunum 2006 til 2007 lækkaði krafa Hrafnabjarga á hendur Baugi því um meira en 1.100 milljón- ir króna. Við gjaldþrot Baugs Group á fyrri hluta árs 2009 færðust dótturfélög Baugs einnig á hendur skiptastjóra eignarhaldsfélagsins, Erlends Gísla- sonar. Hrafnabjörg hefur verið hluti af búi Baugs síðan en hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta. ingi@dv.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð! „Ég held að hann sé bara á bata- vegi. Þetta er að koma hægt og ró- lega hjá honum eftir þetta áfall,“ segir Helgi Helgason bróðir Ólafs Donalds Helgasonar sem var grunaður um að hafa orðið valdur að dauða eigin- konu sinnar Hallgerðar Valsdóttur. Grunur um hjartaáfall Ólafur Donald var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus eft- ir að meinafræðingur úrskurðaði að áverkar sem voru á Hallgerði hefðu ekki leitt hana til dauða. Ólafur Do- nald er nú á sjúkrahúsinu Vogi. Að- spurður hvort Ólafur Donald hafi verið undir áhrifum áfengis morgun- inn örlagaríka segir Helgi að bróðir hans hafi ekki smakkað áfengi síð- an 1986 en ástæðan fyrir veru hans á Vogi sé misnotkun á lyfjum. „Ég tal- aði við hann á laugardaginn og það var ágætt í honum hljóðið,“ segir Helgi. Dánarorsök Hallgerðar hefur ekki verið verið upplýst, en að sögn Helga leikur grunur á að hjartað hafi gefið sig. Ekki viðstaddur útförina Í fjölmiðlum eftir dauða Hallgerðar kom fram að Ólafur Donald væri grunaður um að að hafa veitt henni áverka sem leiddu til dauða henn- ar. Helgi segir að sem betur fer hafi bróðir hans lítið fylgst með frétta- flutningi um málið. „Við ráðlögðum honum að vera ekkert að eltast við það og reyna heldur að jafna sig á þessu fráfalli.“ Útför Hallgerðar fór fram frá Bjarnaneskirkju 31. maí síðastliðinn og var Ólafur ekki viðstaddur. „Hann var bara inni á Vogi. Hún var jörðuð fyrir austan og hann hafði í raun og veru ekki heilsu til fara.“ Ólafur bar við minnisleysi í yfirheyrslum hjá lögreglu og segir Helgi það gæti hafa stafað af áfalli og er atburðarásin því enn frekar óljós. „Hann var sof- andi og kemur fram held ég og fær sér kaffi. Hann vissi að hún væri á klósettinu og var farið að lengja eftir henni. Þegar hann fór að athuga með hana kom hann að henni svona og hringdi auðvitað á sjúkrabíl.“ Hamingjusöm og ástfangin Hallgerður giftist Ólafi þann 1. maí síðastliðinn en hún hafði beðið brúðkaupsdagsins með mikilli eftir- væntinu. Vinir og ættingjar hennar segja hana hafa verið ástfangna og hamingjusama og það lýsir sér vel í færslu sem hún skrifaði á Facebo- ok-síðu sína skömmu áður en hún lést: „Var að gifta mig yndislegasta og besta manni sem ég hef kynnst á æv- inni. Ég féll í stafi þegar ég sá hann fyrst fyrir 22 árum. Síðan þá hef- ur þráðurinn sem læsti okkur sam- an ekki slitnað. Svo gerðist það bara einn daginn að við sameinuðumst og það eru rúmlega 2 ár síðan.“ n Fór á Vog eftir setu í gæsluvarðhaldi n „Ágætt í honum hljóðið,“ segir Helgi Helgason bróðir Ólafs n Ólafur ekki viðstaddur útför Hallgerðar Nýgift og hamingjusöm Dánarorsök Hallgerðar Valsdóttur hefur ekki verið upplýst. „Þegar hann fór að athuga með hana kom hann að henni svona og hringdi auðvitað á sjúkrabíl. Enn eitt gjaldþrotið Stefán Hilmar Hilmarsson, fjármálastjóri Baugs, var stjórnarformað- ur Hrafnabjarga. Félagið hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Á batavegi Helgi Helgason bróðir Ólafs Donalds Helgasonar segir bróður sinn vera að jafna sig á fráfalli eiginkonu sinnar. Í fangelsi í Taílandi: „Mjög sorg- mæddur“ „Hann er enn þá mjög sorgmæddur,“ segir Amornrat Lapaanenum, kær- asta Brynjars Mettinissonar, í sam- tali við DV. Amornrat, sem kölluð er Jenny, heimsótti Brynjar í annað sinn í fangelsið í gær, þriðjudag. Hún segir aðbúnaðinn þar vera frekar slæman. Jenny sagði í viðtali við DV á mánudaginn að Brynjar hefði tekið að sér að útvega burðardýr til að fara með pakka af lyfjum til Japan og að hann hefði átt að fá 2.500 dollara fyrir. Brynjar taldi að um lögleg lyf væri að ræða en í pakkanum reynd- ist hins vegar vera amfetamín og burðardýrið var í samstarfi við lög- regluna. Brynjar og sá sem skipu- lagði verkið voru því handteknir á hóteli í Bangkok á mánudaginn í síð- ustu viku og var Brynjar úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Ræðismaður Íslands í Taílandi er búinn að útvega Brynjari lög- mann sem hann hitti ásamt Jenny á þriðjudaginn. „Hann ætlar að byrja að vinna í málinu í þessari viku, í samstarfi við ræðismannsskrifstof- una,“ segir Jenny sem er vongóð. Hún er búin að segja sögu Brynjars, sem hún sagði í DV á mánudaginn, á ræðismannsskrifstofunni. „Hann er auðvitað mjög áhyggju- fullur því það hafa margir sagt við hann að hann gæti fengið langan dóm.“ Jenny segist þó hafa stappað í hann stálinu. „Ég vona að eitt- hvað gott gerist núna fyrst hann er kominn með lögmann. Allt hlýtur að verða betra.“ Hún telur þó að hann þurfi allavega að sitja af sér þriggja mánaða gæsluvarðhald. Því verði líklega ekki breytt. „Eftir þrjá mánuði vitum við hver næstu skref verða,“ segir Jenny, en rétta á í máli Brynjars snemma í ágúst. solrun@dv.is Vinnur úr sorginni og áfallinu á Vogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.