Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 29
Erlent | 29Helgarblað 10.–14. júní 2011 Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Um helgina Dansleikir með Hljómsveitinni SÍN dv e h f. Rauðspretta með kartöflum og rækjusmjöri Orlý-steikt ýsa með frönskum o g salati BBQ svínarif með frönskum og salati Auk sívinsælu hamborgaranna Boltinn er alltaf í Beinni hljómsveitin Sín Spilar föstudags- og laugardagskvöld „Við höfum fengið upplýsingar sem benda til þess að Gaddafi hafi sjálfur skipað mönnum sínum að nauðga, og þær upplýsingar eru nýjar af nálinni.“ Þetta segir Luis Moreno- Ocampo, saksóknari hjá Alþjóða- glæpadómstólnum í Haag. Moreno- Ocampo iðar greinilega í skinninu af löngun til að sækja Muammar al-Gaddafi, leiðtoga Líbíu, til saka – og skal engan undra, reynist þess- ar ásakanir á rökum reistar. Mo- reno-Ocampo fullyrðir að Gaddafi hafi látið útdeila stinningarlyfjum í ætt við Viagra, til að auðvelda her- mönnum sínum að fremja þessa grimmdarlegu stríðsglæpi. „Þeir létu senda gáma, fulla af lyfjum sem var útdeilt til hermanna,“ segir Moreno- Ocampo. „Við höfðum efasemdir um réttmæti þessara upplýsinga í fyrstu, en nú erum við algerlega viss í okkar sök.“ Talið er að nefnd dómara í Haag muni taka ákvörðun um það á allra næstu dögum hvort heimild verði veitt til þess að sækja Gaddafi til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Iman al-Obeidi Mörgum er enn í fersku minni þegar myndir voru birtar af líbískri konu, Iman al-Obeidi, sem ruddist inn á hótel blaða- og fréttamanna í Trí- pólí þar sem hún var augljóslega í miklu tilfinningalegu áfalli. Obeidi sakaði hermenn Gaddafis um að hafa nauðgað sér og náðust ásakanir hennar á myndband og var um leið sjónvarpað um allan heim. Skömmu síðar komu útsendarar Gaddafis og tóku Obeidi föstum tökum og leiddu hana á brott. Þetta gerðist þann 26. mars síðastliðinn en eftir að hún var leidd á brott heyrðist lítið sem ekkert um afdrif hennar um nokkurra daga skeið. Það var svo þann 4. apríl sem Anderson Cooper, hinn víðfrægi fréttamaður CNN, fékk símtal frá konu sem kynnti sig sem Iman al- Obeidi. Sagði hún í símtalinu að hún hefði hlotið vægast sagt slæma meðferð frá útsendurum Gaddafis – hendur hennar hefðu verið bundnar saman með reipi og jafnframt fætur hennar. Hún hefði verið lamin ítrek- að, þar af einu sinni úti á miðri götu. Hreinum vínanda hefði verið hellt í augu hennar svo hún gæti ekkert séð, og ekki borið kennsl á ofbeldis- mennina. Henni var síðan sleppt, en kvaðst finna til ótta allar götur síðan. Neydd til að draga vitnisburð til baka Fyrst um sinn sögðu talsmenn rík- isstjórnar Gaddafis að Obeidi hefði verið ölvuð og væri mögulega veik á geði. Síðar var það dregið til baka og var gefin út yfirlýsing þess efnis, að Obeidi hefði einfaldlega þegið lög- fræði- og læknisaðstoð. Þetta stang- aðist á við frásögn Obeidi og systur hennar. Sögðu þær báðar að Obeidi hefði vissulega verið beitt ofbeldi, með það að markmiði að hún drægi vitnisburð sinn til baka. Obeidi var ekki fús til þess. Clinton setti sig í málið Obeidi tókst loks að flýja frá Líbíu, fyrst til Túnis þann 8. maí síðastlið- inn. Henni var síðan boðið pólitískt hæli í Katar, en var síðan send það- an aftur til Líbíu – til borgarinnar Bengazi, þar sem helsta vígi upp- reisnarmanna er. Obeidi vildi hins vegar flýja og gat ekki hugsað sér að búa áfram í Líbíu. Mál hennar barst loks Hillary Clinton, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, til eyrna og beitti hún sér sérstaklega fyrir því að Obeidi fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum – sem hún og fékk, 5. júní síðastliðinn. Gaddafi fyrirskipaði nauðGanir n Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag segist vera viss um sök Gaddafis n Lét flytja inn heilu gámana af stinningarlyfjum til að auðvelda her- mönnum nauðgun n Iman al-Obeidi, vakti heimsat- hygli í lok mars, fékk pólitískt hæli í Bandaríkjunum Luis Moreno-Ocampo Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins vill sækja Gaddafi til saka. Iman al-Obeidi Vakti heimsat- hygli þegar hún sakaði hermenn Gaddafis um nauðgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.