Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Side 30
30 | Viðtal 10.–14. júní 2011 Helgarblað „Ég þekki alkóhólisma af eigin raun,“ segir Karl Valgarður Matthíasson vímuefnaprestur. „Ég var átján ára gamall þegar áfengisneyslan var orð- in óæskileg. Mér fór að ganga illa í skólanum og falla á prófum en tókst að ljúka námi með aðstoð góðs fólks. En ég var ekki að tengja. Ég vildi ekki sjá að áfengið væri frumorsök vand- ræðanna heldur áleit ég alltaf að það væri eitthvað annað. Ég drakk í skjóli þess að bróðir minn dó þegar ég var sextán ára gamall. Á meðan var ég í víti. Horfist í augu við syrgjendur Nei, þetta er ekki á AA-fundi. Karl Valgarður situr aftur á móti í rauð- um stól undir glugganum, einn með blaðamanni í fábrotnu herbergi á Tryggvagötunni. Alla daga mætir hann meðbræðrum sínum sem þjást enn vegna barátt- unnar við Bakkus. Ungu fólki sem misst hefur tök- in og foreldrum sem fylgja börn- um sínum til graf- ar. Og það tek- ur á. „Þetta væri yfirþyrmandi ef ég hefði Guð mér ekki við hlið,“ viðurkennir hann auð- mjúkur. Bætir því síðan við að prests- starfið sé einnig gleðilegt. Það gefi honum færi á að vera þátttakandi í fegurstu stundum í lífi fólks, því þeg- ar barn er skírt til kristinnar trúar, pör staðfesta samband sitt frammi fyrir Guði og svo mætti lengi telja. Prest- ar snerta alla fleti lífsins segir hann, gleði jafnt sem sorg. Og reynsla hans dýpkar skilning hans og samkennd og eykur þannig færni hans til að tak- ast á við erfið mál. „Það er samt erfitt að sjá syrgjandi foreldra horfa á eft- ir barninu sínu í gröfina. Það er bara hræðilegt. Ungt og efnilegt fólk deyr og ég horfist í augu við syrgjendurna. Eins var mjög erfitt þegar snjóflóðin féllu fyrir vestan og strákarnir fórust í flugslysinu. Og að sjá sveitarfélögin tæmast. Það er margt erfitt sem mað- ur tekst á við í þessu starfi.“ „Ég vildi að ég hefði verið betri“ Bróðir hans var aðeins sjö ára gam- all þegar hann varð fyrir bíl og dó en Karl Valgarður horfði á það gerast. „Á þessum árum sat fólk oftast uppi með sorgina. Það er ekki langt síð- an það var farið að gefa sorgarvinnu gaum og hjálpa fólki að vinna úr þessum tilfinningum. Við reyndum að styðja hvert annað en unglingar sem missa systkini sín geta einangr- ast í sorginni. Það eru margar ástæð- ur fyrir því. Þeir geta verið lokaðir og með sektarkennd eins og fólk upp- lifir oft þegar einhver deyr. Þá hugs- ar fólk, ég vildi að ég hefði verið betri við þann sem dó. Þannig upplifði ég það. Ég var með mikla sektarkennd. Ég einblíndi á það sem ég hefði getað gert betur í stað þess að horfa á allt það fallega og yndislega sem ég hafði átt. Ég held að það sé mjög algengt að fólk upplifi þetta þegar það er ekki lengur möguleiki á að bæta það sem misfórst. Það á ekki bara við um fráfall ástvinar. Þetta á til dæm- is líka við um hjónaskilnaði. Oft fer sama ferli í gang þá. Ekki síst ef ein- hver vaknar upp við það að sam- bandi sem hann hélt að væri gott og yndislegt er lokið og hann skilur ekki neitt í neinu. Þá fer fólk gjarna í sorg og söknuð. Það reynist mörgum erf- iðara að vinna sig út úr slíku, því þá kemur enginn með blóm. Þú situr bara einn eftir, sá sem þú elskar er farinn og þú veist ekkert hvað er að gerast.“ Andsetnir alkóhólistar Sorgin var hans afsökun en hún var ekki ástæða þess að hann drakk. Eða svo segir hann sjálfur. „Fullt af fólki lendir í erfiðleikum og þarf að takast á við sorg en kemst í gegnum það án áfengis og vímuefna. Alkóhólismi hefur ekkert með erfiðleika fólks að gera. Ég er á þeirri skoðun og styrk- ist stöðugt í henni að alkóhólismi er sjúkdómur. Flestir alkóhólistar hafa þannig móttakara fyrir alkóhóli að þeir eru í hættu frá fyrstu stundu. Þeir hafa pödduna í sér og þegar þeir byrja að drekka æsist paddan, stækk- ar og vex þar til þeir verða paddan, andsetnir. Allt í lífi alkóhólistans hverfist í kringum efnið. Fíkniefnið er miðja fíkilsins. Allt sem gerist er vegna þess að hann er að nota þessi efni og líf hans snýst um að verða sér úti um þau, neyta þeirra og bjarga sér út úr vandræðum. Alveg eins og líf nýbakaðra foreldra snýst í kring- um barnið.“ Verri menn „Áður en ég hætti að drekka var ég farinn að gera ýmislegt sem ég var mjög ósáttur við að gera og stríddi gegn siðferðisvitund minni. Í raun var þetta stjórnleysi afleiðing drykkj- unnar. Áfengisneysla er afsiðandi. Það sem er rangt í dag verður smám saman rétt á morgun. Fyrst biðst fólk afsökunar á því sem það gerir undir áhrifum áfengis en þegar það fer að endurtaka sig finnst því erfitt að vera sífellt að biðjast afsökunar og öðrum finnst erfitt að vera sífellt að taka á móti því. Þá fer fólk að réttlæta það sem það gerir. Birtingarform sjúkdómsins er að menn verða verri menn og það þótt þeir séu enn sömu góðu mennirnir inni í sér. Fólk sem er kærleiksríkt að upplagi breytist þegar vímuefnin fara að hafa áhrif á heila þeirra. Það seg- ir hluti andstætt sínu hjarta og gerir hluti sem það skilur ekki hvernig það gat gert. Það vaknar eftir fyllerí og spyr sig, hvernig gat þetta gerst? Kannski í vit- lausu rúmi eða eftir ölvunarakstur. Þá leitar maður skýringa en finn- ur þær í einhverju öðru en neysl- unni. Í stað þess að viðurkenna að vín breyti dómgreindinni telur mað- ur sér trú um að maður hefði frekar átt að drekka minna rauðvín og meira hvítvín.“ Sjálfsmyndin varð bjöguð Áður en Karl Valgarður hætti að drekka var hann sjómaður á vertíðum og kennari. „Ég lifði hratt. Auðvitað var oft gaman og ég taldi mig hamingjusaman en ég var ekki sáttur. Ég fann að þetta var ekki rétt og það fljótlega eftir að ég var far- inn að missa tökin. Af því að áfengis- neyslan gerði það að verkum að ég fór að haga mér andstætt eigin vilja. Ég var hvatvísari og sagði og gerði hluti sem voru ekki réttir. Þegar það gerist ítrekað verður sjálfsmyndin bjagaðri. Í sjálfu sér sé ég samt ekki eftir neinu. En ef ég hugsa um það hvern- ig líf mitt væri ef ég hefði alltaf lifað án áfengis þá hefði það sennilega verið markviss- ara og það hefði verið meiri kos- mos í því og minna kaos. En þetta var mikil reynsla sem nýtist mér í þessu starfi. Reynslan er besta menntun- in ef manni tekst að nema hana. Mörgum er hún dýr- keypt en ég slapp mjög vel. Aðrir sleppa ekki.“ Geðveiki eða dauði Það er farið að rigna úti og regn- ið lemur á gluggana. Karl Valgarður tékkar á klukkunni, sér að hann hef- ur enn tíma, hallar sér aftur og slakar á á meðan hann heldur áfram með söguna. Hann var 29 ára þegar hann horfðist fyrst í augu við sjálfan sig og viðurkenndi vandann. Það var þó ekki auðvelt að hætta. „Ég var farinn að tengja og átta mig á því að vanda- málið snerist ekki um það að ég væri að drekka vitlausa tegund heldur það að allar tegundir væru rangar. Ég hugsaði því með mér að það yrði gott að lifa án áfengis og fór því á Silunga- poll. En ég var ekki einlægur í því og fylgdi því ekki eftir. Þannig að ég náði engum tíma. Ég áttaði mig samt ekki á því að með því að fá mér aftur í glas var ég að taka þátt í happdrætti dauðans. Alkóhólistar hafa þrjá möguleika í stöðunni, að hætta, verða geðveikir eða deyja. Ég var ófær um að breyta drykkjunni og hafa hana fágaðri þannig að það yrði meiri siðvæðing í þessu hjá mér. Ég var búinn að reyna það margoft. Það síðasta sem mað- urinn gerir er að fara í meðferð. En ég gat ekki hætt strax.“ Gafst upp Lífið hélt áfram. Hann sótti um guð- fræðina en hætti við. Gerði það aft- ur og hætti aftur við. Í þriðja sinn lét hann slag standa og stundaði námið af kappi. Eftir þrjú og hálft ár var þó farið að halla verulega undan fæti. „Ég fann að hann var að hremma mig, líkamlega, andlega og félags- lega. Vínið hafði vond áhrif á heilsu mína, líkamann og sálina. Ég var far- inn að missa þrek til þess að læra og einangraðist. Þetta er fjölskyldusjúkdómur sem er í senn líkamlegur og andlegur. Ef þú færð rauða hunda er auðvelt að greina einkennin. Ef þú færð alkó- hólisma eru einkennin siðferðis- leg og því eiga menn oft erfitt með að samþykkja sjúkdóminn, því það er svo erfitt að samþykkja þessi einkenni. Sjúk- dómurinn er ekki afsökun en hann er skýring. Konan var farin að draga upp gula spjald- ið og ég vissi að þarna væri dag- urinn kominn. Þannig að ég gekk inn á geðdeild Landspítalans og fékk hjálp. Ég var á geðdeild í nokkra daga og fór þaðan upp á Vog. Síðan fór ég á Sogn sem var áfengisgeðdeild. Ég vissi alltaf að ég myndi hætta svo fremi sem mér entist líf til þess. Það tekst ekki alltaf.“ Í bænahópi með körlum Nú eru 25 ár síðan Karl hætti en bata- ferlið er enn í gangi. „Að verða betri manneskja er ærið verkefni. Ég sæki enn fundi og sem prestur hef ég verið með í æðruleysismessum frá upp- hafi.“ Í Guðríðarkirkju kom hann líka upp Vængjamessum fyrir yngra fólk þar sem alkóhólistar og aðstandend- ur þeirra koma saman. „Ég stofnaði líka bænahóp karla. Vikulega hittumst við, sjö til tíu karl- ar, og biðjum fyrir fólki. Það er alveg magnað af því að við upplifum bæn- heyrslu. Við höfum til dæmis verið að biðja fyrir börnum sem eru í fíkni- efnum og upplifað að bænirnar virki og komi eins og geislar inn í líf þeirra sem beðið er fyrir. Við höfum líka séð fólk með sjúkdóma ná bata eftir að við báðum fyrir því. Þetta er eins og maður segir, ótrúlegt,“ segir Karl og kímir. Yfirþjónn djöfulsins Af nógu er að taka en Karl hefur séð hvert slysið á fætur öðru, ofbeldis- mál og fjölda fólks missa tökin á til- verunni. „Það eru sennilega ekki til neinar tölur um það hversu oft fólk dettur úr námi vegna neyslu. Það sem slær mig alltaf er þegar falleg heimili ungs fólks með börn eru að liðast í sundur. Annar aðilinn krefst þess að áfengið fari þaðan. Ég er að fara að hitta fjölskylduföður á morg- un sem glímir við þá spurningu hvort hann haldi fjölskyldunni eða ekki og hvort honum takist að hætta eða ekki. Sá sjúki sér ekki alltaf að Þjáðist af sektarkennd eftir dauða litla bróður Fyrir 25 árum gekk séra Karl Valgarður Matthías- son inn á geðdeild og fékk hjálp. Hann ákvað að yfir- gefa herbergi Bakkusar þegar hann gat ekki drukkið lengur í skjóli þess að bróðir hans dó. Karl Valgarður var þá sextán ára gamall, sá það gerast og sat uppi með sektarkennd. Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni gegn Bakkusi og var lengi vímuefnaprest- ur, allt þar til starfið var lagt niður nú á dögunum. Hann segir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur frá. „Það hafa svo margir strákar dáið, hengt sig eða skotið sig. Síðan líða dagarnir hver á fætur öðrum og við gleymum þessu. „Guð var alltaf að banka á dyrnar en ég var í herbergi Bakkusar og hleypti honum ekki inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.