Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 32
32 | Viðtal 10.–14. júní 2011 Helgarblað
Þ
etta getur verið virkilega
andstyggilegur andskotans
helvítis heimur. Eins og ég
hefði aldrei getað trúað. Ég
verð samt að trúa því eftir að
hafa gengið í gegnum alla þessa hluti
að það sé tilgangur með þessu og að
ég eigi að gera eitthvað. Ég stend á
mínu og tel að ég eigi heima hérna.
Áhorfendur geta skynjað hvort leik-
ari hefur gengið í gegnum eitthvað til
að geta skapað þá persónu sem sést á
skjánum. Ég hef gengið í gegnum alls
konar hluti sem eru ekki beint fal-
legir og þá trúi ég að ég standi meira
á því sem er mér verðmætt. Ég veit
betur hvað það er sem ég vil að komi
fram í mínum persónum og sögun-
um sem ég vil segja,“ segir Aníta og
greinilegt er að lífið í kvikmynda-
borginni Hollywood er ekki alltaf
dans á rósum.
Glans, glamúr og algjört helvíti
„Þetta er allt. Þetta er algjör glamúr
og glans og algjört helvíti og allt þar
á milli. Það sem ég hef kosið að gera
í mínu lífi er engin meðalvegur. Ég
bý í þessum heimi og þetta er topp-
urinn á þessum bransa. Þetta er eins
og toppurinn á hvaða bransa sem er,
þegar þú ert að vinna á því svæði sem
er toppurinn og þú ert að vinna með
öllu besta fólkinu og mesta fagfólk-
inu í heiminum þá getur þetta líka
verið ógeðslega skítugur heimur. Og
fólk hagar sér stundum alveg hræði-
lega. Það eru engin takmörk. Þetta er
mjög erfiður heimur,“ segir Aníta al-
varleg í bragði.
Rauði dregilinn hluti af starfinu
Aníta er þó ekki vinalaus í borg engl-
anna heldur hefur umvafið sig fólki
sem hún treystir. „Ég á dásamlega
vini í Hollywood. Ég get talið þá á
fingrum annarrar handar en þeir
eru dásamlegir. Það er minn hóp-
ur. Það eru ég, maðurinn minn og
nokkrir aðrir, þetta er okkar fjöl-
skylda hér úti. Við verndum hvert
annað og pössum upp á hvert ann-
að eins og alvöru fjölskyldur gera.
Alveg sama hvar maður er í lífinu
eða hvar í heiminum þá trúi ég því
að fólkið sem maður kýs að umvefja
sjálfan sig með hafi áhrif á mann og
þær reglur sem maður spilar eftir.
Að sjálfsögðu erum við öll til stað-
ar hvert fyrir annað,“ segir Aníta
og bætir við að stór hluti vinnunn-
ar snúist um hið félagslega, að láta
sjá sig og sjá aðra. „Rauðu dregl-
arnir eru hluti af minni vinnu. Þeg-
ar kvikmynd er tekin upp þá lýkur
vinnunni ekki um leið og tökunum.
Þá þarf að kynna myndina fyrir
heiminum og tala um hana. Þetta er
svolítið eins og að eignast barn. Þú
þarf að segja fólki hverju það á von á
til að gefa barninu sem mestan séns.
Þetta er mikilvægur hluti af því. Af
því að þetta er svo mikið félagslegt
þá ruglar fólk oft þessum heimum
saman. En það tekur tíma að hlúa að
virkilega góðum fjölskyldu- og vin-
áttuböndum og byggja upp traust og
svoleiðis, bara eins og annars staðar
í heiminum.“
Augnablikið sem skipti máli
Aníta var ung að árum þegar hún
ákvað hvað hún vildi gera í lífinu.
Sextán ára gömul stóð hún á sviði
Þjóðleikhússins með Gunnari Eyjólfs-
syni leikara þegar það rann upp fyrir
henni, svo ofurskýrt, að þetta væri
það sem hún vildi gera. Hennar til-
gangur væri að leika og gefa þannig af
sér til heimsins. Nú býr hún og starf-
ar í helstu kvikmyndaborg heimsins.
„Þetta var svo merkilegt augnablik
því ég fann að þetta var það sem ég
vildi gera. Ég fann að það bjó alls kon-
ar inni í mér sem mig langaði til að
gera. Ég fann það líka að ég hafði ekki
réttu tólin til að koma því í rétt form.“
Þá lá leið Anítu til London þar sem
hún gekk í tvö ár í listaskóla þar sem
hún undirbjó sig fyrir leiklistarnámið.
Hún valdi skóla af kostgæfni og vissi
nákvæmlega hvað hún vildi læra og
hvað hún vildi fá út úr náminu. „Sú
menntun sem maður velur sér á eft-
ir að móta mann sem listamann. Það
er ekki nóg að maður komist bara
inn í skólann, maður verður að velja
skóla sem hentar. Ég var með mjög
sterkar hugmyndir um að mig lang-
aði að læra í London því ég held að
sú menntun sem maður fær þar sé sú
besta í heimi.“
Tilviljun að hún lenti í Holly-
wood
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til
sjávar og Aníta flust frá leikhúsborg-
inni London og til kvikmyndaborg-
arinnar Los Angeles. Nú býr hún í
Hollywood ásamt nýbökuðum eigin-
manni sínum og hefur nóg að gera.
Verkefnin sem Aníta hefur tekið að
sér eru misjöfn og í raun er það algjör
tilviljun að hún endaði í Los Angeles.
„Ég kaus aldrei að koma hingað. Það
var ekkert í mínum plönum að koma
til Ameríku. Ég var á sviði í West End
og síðan fór ég í prufur fyrir sjón-
varpsverkefni. Svo kom símtal sem
breytti stefnu minni í lífinu að eilífu.
ABC-sjónvarpsstöðin vildi að ég flygi
þangað og kæmi í prufur daginn eftir
og síðan hófst mjög undarlegur kafli.
Það voru margir dagar sem ég fór í
alls konar próf þar sem alls konar
gæjar í jakkafötum sátu og báðu mig
um að snúa mér í hringi,“ segir Aníta
og hlær dátt að minningunni.
Stóra tækifærið
Næst lá leið hennar heim til Íslands
í brúðkaup móður sinnar. Þegar hún
var stödd hér á landi fékk hún sím-
tal og var beðin um að koma út í frek-
ari prufur. Prufurnar skiluðu henni
hlutverki í sjónvarpsþáttunum The
Evidence. „Þrettán þættir voru tekn-
ir upp. Þegar ég var að kynna þætt-
ina á einhverri fjölmiðlaráðstefnu í
Los Angeles þá komu umboðsmenn
sem sáu mig og vildu fá mig í pruf-
ur og ég sagði bara ókei. Þetta var svo
mikið brjálæði hvort sem var að mér
fannst þetta hálffyndið og tók þessu
eiginlega ekki alvarlega því þetta var
eins og mjög súrrealískur draum-
ur.“ Síðan kom stóra tækifærið þeg-
ar henni bauðst að fara í prufur fyrir
stórmyndina Journey to the Center
of the Earth. Eftir fjögurra mánaða
prufur landaði hún loks hlutverkinu.
„Eftir þá mynd var ég komin á ótrú-
legan stað. Allt í einu var ég komin
á bólakaf í heim kvikmyndanna og
var orðin rosalega ástfangin af þeim
miðli. Þannig að ég ákvað að vera hér
og sé svo sannarlega ekki eftir því.“
Miklu meira en vinna
Hún segist hafa gaman af því að
vinna mikið en það geti líka tekið á.
„Auðvitað er þetta strembið því þetta
er svo miklu meira en vinna. Þetta er
lífið. Ef ég vildi lifa mínu lífi þannig
að vera bara í vinnu og síðan eiga
minn tíma þá væri ég ekki í þessu. Ég
áttaði mig á því að tilgangurinn með
þessu væri sá að ég verð alltaf að vera
að búa eitthvað til, skapa eitthvað og
setja út í heiminn til þess að finnast
ég vera að gera eitthvað sem er ein-
hvers virði í mínu lífi. Það eru frekar
stundirnar þar sem maður er fastur
eða stendur í stað sem eru erfiðastar.
Þegar maður er ekki alveg viss um í
hvaða átt maður ætlar að fara næst.
Auðvitað er ákveðið fólk í þessum
bransa sem bíður eftir símtalinu og
gerir það sem því er sagt. En ég er
alveg í essinu mínu þegar ég fæ að
vinna með fólki sem virkilega kveik-
ir í mér og er á sömu blaðsíðu þegar
kemur að hugsjónum og því sem það
vill setja út í heiminn.“
Vill breyta einhverju í heiminum
Það er einmitt það sem Aníta telur sig
vera að gera með leik sínum. Þetta er
hennar hugsjón, hennar köllun í lífinu.
Henni finnst mikilvægt að hafa áhrif á
annað fólk með leik sínum. „Ef ég get
í mínu lífi sett út í heiminn vonandi
tvær, jafnvel þrjár kvikmyndir sem
geta virkilega haft djúp áhrif á líf fólks
og fólk getur upplifað eitthvað frá mér,
myndinni, sögunni eða persónunni.
Ef það hefur þau áhrif að fólk breyti
einhverju í lífi sínu eða það hjálpi því
að vera aðeins duglegra eða hringja í
pabba sinn sem það hefur ekki talað
við í tíu ár eða hvað sem það er. Sama
sagan getur haft mjög ólík áhrif á ólíka
áhorfendur. Það fer eftir því hvar fólk
er statt í sínu lífi. Það hefur alltaf ein-
hverja ólíka þýðingu fyrir hvern og
einn en vonandi nær maður að skapa
eitthvað sem er nógu öflugt til að fólk
fái nógu sterka tilfinningu og tileinki
sér hvaða merking það er sem það þarf
að finna á þessari stund í lífi sínu. Ef ég
get sett eitthvað á skjáinn sem hefur já-
kvæð áhrif á einn mann eða tíu á mik-
ilvægu augnabliki í lífi þeirra þá finnst
mér ég hafa gert eitthvað sem skiptir
máli. Mér finnst lífið svo stutt og tím-
inn fljúga svo hratt hjá. Allt í einu eru
mörg ár liðin hjá og þú hefur ekki
breytt neinu í heiminum eða lagt neitt
til hans. Þegar tvær vikur líða og mér
finnst ég ekki hafa lagt neitt til í heim-
inum þá líður mér rosalega illa,“ segir
Aníta einlæg.
Ástin og hjónabandið
Aníta gekk nýlega að eiga ástina í lífi
sínu, leikstjórann Dean Paraskevo-
poulous. Hvernig tilfinning er það að
vera gift? „Það er nú bara best í heim-
inum. Það er svo fyndið að fólk spyr
mann þessarar spurningar í gamni
en í alvöru talað þá eru einhverjir
töfrar sem verða á þessu augnabliki.
Það er virkilega ólík tilfinning þeg-
ar þú tengist manneskju á þennan
hátt. Allt í einu eruð þið orðin fjöl-
skylda. Og það er ótrúleg tilfinning
fyrir okkur bæði og við horfum öðru-
vísi á hlutina. Núna er þetta ekki bara
þú heldur þið tvö. Allt sem þú gerir
í þínu daglega lífi ertu að gera fyr-
ir hönd ykkar beggja. Það er meira
stolt í því að gera góða hluti af því að
„Andstyggilegur heimur“
Leikkonan Aníta Briem býr í Hollywood þar sem
hún eltist við leiklistardrauminn. Hún er nýgift stóru
ástinni í lífi sínu og þráir að eignast börn. Hún segir
Hollywood-heiminn geta verið algjört helvíti og
hefur gengið í gegnum erfiða hluti sem hún trúir að
muni herða hana. Viktoría Hermannsdóttir ræddi við
Anítu um ástina, hjónabandið, skuggahliðar glans-
heimsins, rauðu dreglana, tilgang hennar í lífinu,
barneignir og frelsið sem hún stefnir að.
Langar í börn Anita vinnur að því að verða frjáls svo hún geti komið sér upp fjölskyldu. Það er draumurinn.
„Það er virkilega
ólík tilfinning
þegar þú tengist
manneskju á þennan
hátt. Allt í einu eruð þið
orðin fjölskylda.