Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 33
Viðtal | 33Helgarblað 10.–14. júní 2011
„Andstyggilegur heimur“
við erum að gera þá fyrir hönd okk‑
ar beggja. Það er meira stolt í því að
ganga ekki í gildrur og fara að rífast
við fólk sem á það ekki skilið að þú
sért að tala við það eða eitthvað svo‑
leiðis því þú ert hérna fyrir hönd ykk‑
ar beggja. Þú hugsar aðeins öðruvísi
um hlutina þegar þú gengur í lið með
einhverjum sem þú berð svona ofsa‑
lega ást til og virðingu fyrir. Mér finnst
stundum auðveldara að standa með
sjálfri mér þegar ég stend eiginlega
með okkur báðum.
Vilja fá fleiri líf saman
Aníta segir þetta þó ekki hafa verið
ást við fyrstu sýn. Þau Dean kynnt‑
ust fyrir um þremur árum: „Þegar
við horfum til baka þá er þetta svo
sjálfsagt. Þá auðvitað var það ást við
fyrstu sýn, þegar við kynntumst fyrst
þá átti hvorugt okkar von á því. Vor‑
um ekki á leið í samband eða neitt
þannig,“ segir hún dreymin og lýsir
því svo hvernig hún hafi orðið ást‑
fangin: „Ég gat ekki hætt að horfa á
hann og ég gat ekki hætt að vera ná‑
lægt honum. Eftir einhverja sex mán‑
uði þá áttaði ég mig á því að við vor‑
um búin að eyða rosalega miklum
tíma saman.“ Upp frá því hófu þau
ástarsamband sem stendur enn og
Aníta er ástfangin upp fyrir haus.
„Við erum bara svo sorgmædd yfir
því að við fáum bara eitt líf. Við erum
að reyna að fá það í gegn að fá fleiri.
Við erum að tala við stóra manninn
þarna uppi og biðja um fleiri líf,“ seg‑
ir hún og hlær.
Þrá börn
Þau Dean eiga sér háleit markmið í
lífinu og stefna að því að fjölga í fjöl‑
skyldunni. „Um leið og við getum gert
það einhvern veginn öðruvísi en í al‑
gjöru ábyrgðarleysi þá gerum við það.
Við erum að reyna að gera þetta á
eins ábyrgan hátt og við getum mið‑
að við þann heim sem við búum í. Við
erum að reyna að byggja eins traustan
grunn að því lífi áður en við förum að
bæta fleirum við. Og bara njóta þess
að vera tvö saman. Við erum ekk‑
ert smá ánægð með að vera gift og
það er rosalega gaman hjá okkur. Við
erum bara að byggja grunn fyrir fjöl‑
skyldu okkar og þetta verkefni sem ég
er í núna er mjög stór hluti af því og
markar kaflaskipti fyrir okkur,“ segir
hún og er að tala um myndina sem
þau Dean eru að vinna að saman.
Vill meira frelsi
Eins og áður sagði vill Aníta lítið gefa
upp um verkefnið, segir að það sé
enn hernaðarleyndarmál. Hún hef‑
ur samt mikla trú á verkefninu og er
viss um að það muni breyta miklu
fyrir þau. „Við vorum á Íslandi fyrir
tveimur vikum síðan og vorum svo
‑heppin að rekast á Valdísi Óskars‑
dóttur sem er algjör snillingur og
klippari á heimsmælikvarða og hún
er komin í lið með okkur. Þetta er
rosalega spennandi. Ég get sagt það
í algjörri einlægni að þetta mark‑
ar ákveðin kaflaskil í lífi mínu,“ seg‑
ir Aníta en hún hefur lengt stefnt á
þann stað sem hún er á í dag. „Manni
þykir svo vænt um þessar litlu stund‑
ir þegar maður er búinn að sá sínum
fræjum og síðan fer uppskeran loks‑
ins að koma í ljós.“ Hún stefnir á að
geta ráðið tíma sínum meira sjálf og
hafa meira ákvörðunarvald yfir þeim
verkefnum sem hún tekur að sér. „Við
höfum ákveðin markmið sem við
viljum ná í lífinu. Málið er að ég er að
reyna að byggja upp frelsi. Ég er að
byggja upp lífið eins og brjálæðingur
þannig að ég geti fengið meira frelsi.
Þannig að ég geti ráðið meira sjálf.
Til dæmis ef mér dytti í hug að gera
mynd á Íslandi, þá gæti ég sagt „Ég
ætla að koma til Íslands í fimm mán‑
uði eða við ætlum að taka upp mynd
á grísku eyjunum í fimm mánuði,“ og
gæti þá gert það,“ segir hún ákveðin.
Verkefnin koma á annan hátt
Hún segir þó margt hafa breyst frá því
hún kom fyrst til kvikmyndaborgar‑
innar fyrir nokkrum árum síðan. „Á
þessum tímapunkti er þetta miklu
meira þannig að ég hitti leikstjóra eða
leikara og ákveð að ég vilji vinna með
þeim. Síðan kemur allt í einu verkefni
og ég fæ símtal um að ég væri fullkom‑
in í þetta hlutverk. Þetta er miklu meiri
samvinna og miklu skemmtilegra.
Stundum er mjög sérstök tenging við
ákveðið fólk en engin við annað. Þú
sérð það í augunum á fólki ef það er
einhver sérstök tenging. Síðan er al‑
veg stórkostleg tilfinning þegar rétta
verkefnið kemur upp. Þetta er eins og
þegar þú hefur verið skotin í einhverj‑
um strák lengi og ert búin að horfa á
hann lengi og ímynda þér hvernig sé
að kyssa hann og svo allt í einu er tím‑
inn kominn og þú færð fyrsta koss‑
inn,“ segir hún og skellir prakkaralega
upp úr. „Þannig er þetta fyrir mér að fá
að vinna með fólki sem kveikir í ein‑
hverju. Sem kveikir í ímyndunaraflinu,
sem kveikir í einhverju sérstöku.“
Sárt að velja röng verkefni
Hún tekur þó ekki hverju sem er og
reynir að vanda valið þegar kemur
að verkefnum. „Maður er alltaf að
hafna einhverju. Stundum er það
þannig að þetta snýst svo mikið
um tilfinninguna, það er eitthvað
við þetta. Stundum veit maður ekki
alveg. Ef maður fer í vitlaust verk‑
efni – og ég hef svo sem alveg gert
mín mistök í því að velja verkefni
– þá er það svo ofsalega sárt þeg‑
ar maður velur ekki rétt verkefni.
Þetta er svolítið eins og að vera í
sambandi sem ætti aldrei að vera.
Þegar tveir einstaklingar eru í sam‑
bandi en eiga engan veginn að vera
saman, það er svoleiðis og maður
fær svolítið illt í hjartað,“ segir Aníta
og er ekki hrædd við að hafna ein‑
hverju sem eigi eftir að slá í gegn
þegar hún velur sér verkefni. „Ef
þetta eru verkefni með fólki sem
mig dreymir um að vinna með eða
fólki sem ég veit að ég hef tengingu
við þá er mitt innsæi alltaf að láta
reyna á það. Það er svo flókið ferli
að búa til heila kvikmynd. Það eru
svo margir sem koma að verkinu,
það er svo ótrúlega margt sem þarf
að gera til að það virki. Það þarf að
vera frábært handrit, það þarf að
vera leikstjóri sem hefur virkilega
góða sýn á það sem hann vill gera.
Sem er mjög sjaldgæft. Góðir leik‑
stjórar eru vandfundnir,“ segir hún
alvörugefin.
Hefur gert mistök
Hún telur mikilvægt að ná góðu sam‑
bandi við fólkið sem hún vinnur með.
„Það þarf að vera tenging á milli leik‑
aranna. Maður þarf vissulega að taka
áhættu og taka sénsa. Að leyfa sér að
verða ástfangin af fólki þegar maður er
að gera kvikmyndir og leyfa sér að vera
opin til að detta inn í eitthvað fallegt.
Það er oft þannig að ef það eru nógu
margir þættir sem eru sterkir þá trúir
maður því að þetta geti verið eitthvað
rétt. En þangað til þá lærir maður af
öllum mistökum. Ég sé ekki eftir neinu
því ég læri svo ótrúlega mikið af því að
taka vitlausar ákvarðanir og fara ekki
alltaf réttu brautirnar af því að þá veit
ég það næst. Þá finn ég það bara í sál‑
inni. Maður þróar sína eðlishvöt, auð‑
vitað er þetta erfiðast fyrst því þú hefur
ekki hugmynd um hvað þú ert að gera,
þú þarft að læra þetta og þróa þessa til‑
finningu innra með þér en þegar til‑
finningin er orðin sterk þá veistu það.
Það er svo mikið af fólki sem segir
manni hvað maður á að gera sem er
auðvitað verðmætt en maður lærir að
hlusta á innsæi sitt þegar maður finn‑
ur eitthvað sérstakt með öðrum lista‑
manni. Á endanum er það það eina
sem skiptir máli. Oft er það þannig að
fallegustu hlutirnir í lífinu koma frá
stöðum þar sem þú áttir aldrei von á
þeim.
Saknar fjölskyldunnar
Aníta á líka fjölskyldu á Íslandi. Hún
saknar ættingjanna sem hún er þó í
góðu sambandi við. „Ég sakna fjöl‑
skyldunnar minnar alveg hræði‑
lega mikið. Að fá ekki að eiga þetta
daglega líf með fjölskyldunni. Ég er
ótrúlega heppin, ég á svo magnaða
fjölskyldu. Ég á ömmur og afa sem
eru alveg stórkostleg. Og mér finnst
ótrúlega erfitt að hugsa til þess
hvað það líður mikill tími án þess
að ég sé hjá þeim. Mig langar til
að vera meira hjá fólkinu sem mér
þykir svo vænt um. Mig langar að
gera það. Þau koma stundum, þau
reyna að koma svona árlega. En svo
reyni ég að fara eins mikið heim og
ég mögulega get. Það er rosalega
gott að komast aðeins, þótt það
sé ekki nema vika í Mývatnssveit‑
inni þá er það algjör paradís,“ segir
hún og leggur áherslu á það að um‑
fram allt sé hún Íslendingur. „Mín
reynsla er sú að sama hvar ég er í
heiminum og sama hversu mikið
ég aðlagast öðrum samfélögum þá
er ég alltaf Íslendingur í húð og hár.
Rætur mínar eru á Íslandi og það
að vera Íslendingur er rosalega stór
hluti af því sem gerir mig að þeirri
manneskju sem ég er. Ég er Íslend‑
ingur.“
viktoria@dv.is
Óvænt ást Ástin er svo sterk að þau eru sorgmædd yfir að hafa bara eitt líf saman.
Fyrir tilviljun í Hollywood Anita Briem lærði leiklist í London þar sem hún ætlaði að
vera. Síðan fékk hún símtal sem breytti öllu.
„Ég verð að trúa
því eftir að hafa
gengið í gegnum alla
þessa hluti að það sé
tilgangur með þessu
og að ég eigi að gera
eitthvað. Ég stend á mínu
og tel að ég eigi heima
hérna.