Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Page 35
Umræða | 35Helgarblað 10.–14. júní 2011 Orkumikill heilsugúrú og rithöfundur Þorbjörg Hafsteinsdóttir er höfundur bókanna 10 árum yngri á 10 vikum og Matur sem eflir og yngir sem eru í fyrsta og öðru sæti á metsölulista bókaverslana. Hver er konan? „Ég er svo margt. Ég er 18 ára, ég er 50 ára og ég er 95 ára. Ég er orkumikil, rokk og rólari, heilsugúrú og rithöfundur. Ég er mjög ástríðu- full þegar kemur að því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Hvaða bók lastu síðast? „Ég er að lesa bók sem heitir The Decision Tree sem fjallar um það hvernig bandaríska heil- brigðiskerfið virkar.“ Af hverju ertu stoltust? „Ég er stoltust af dætrunum mínum þremur. Já og af sjálfri mér líka.“ Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? „Heili úr kind sem ég borðaði í Marokkó fyrir nokkrum árum síðan.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Lambasteikin hjá mömmu með sósu, kartöflum, rauðkáli og öllu tilheyrandi.“ Þurfa Íslendingar að bæta mataræði sitt? „Heldur betur, ég held að það sé þröngur hópur sem er að gera það gott en mestur hluti þjóðarinnar þarf að taka sig í gegn. Það er samt bara ánægjulegt að eiga það eftir.“ Kemur það þér á óvart að bókin þín sé söluhæst um þessar mundir? „Já og nei. Hún kom út í Danmörku og var söluhæst þar í fleiri vikur. Ég vonaði að hún yrði það líka heima á Íslandi og því er ég mjög þakklát og stolt.“ Nær maður árangri á 10 vikum? „Já, heldur betur.“ Hefur þú sjálf verið illa stödd með matarvenjur? „Já, ég hef verið mjög illa stödd. Eiginlega þveröfugt við þann stað sem ég er á í dag. Sem betur fer, því annars væri ég ekki á þessum stað í dag.“ Eru fleiri bækur á leiðinni? „Já, það eru tvær bækur óútkomnar á Íslandi sem hafa komið út á Norðurlöndunum. Svo er fimmta bókin í smíðum sem er að vísu ennþá bara í huganum en hún mun koma út.“ „Já og nei. Veðrið er ekki sem best en ég er alveg tilbúin í sumarið.“ Eir Arnbjörnsdóttir 21 árs nemi „Langt í frá.“ Friðbjörn Yngvi Leifsson 18 ára jafningjafræðari „Það er á leiðinni.“ Hrafnkell Ásgeirsson 18 ára jafningjafræðari „Nei, það finnst mér ekki.“ Gunnar Gylfason 17 ára jafningjafræðari „Tæknilega, en ég get samt ekki séð að það sé komið.“ Úlfar Viktor Björnsson 17 ára nemi Maður dagsins Er sumarið komið? Dýpkun Hann virðist smár við hliðina á gröfunni þar sem hann fylgist ábúðarfullur á svip með vinnu við dýpkun smábátahafnarinnar í Reykjavík í vikunni. MYND: RóBERt REYNissoN Myndin Dómstóll götunnar Sá sögulegi atburður varð í vik-unni að landsdómur kom í fyrsta sinn saman til að rétta yfir ráðherra, Geir Hilmari Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rétt- urinn á rætur í einveldi nítjándu aldar þegar örðugt reyndist að draga ráðherra Danakonungs til ábyrgðar. Landsréttur var fyrst lög- festur hér á landi árið 1915 en lög- um um hann var síðast breytt árið 1963 að undirlagi Bjarna Bene- diktssonar. Landsréttur á sér hliðstæðu í danska ríkisréttinum sem fjórum sinnum hefur verið kallaður sam- an. Þrisvar fram til ársins 1910 en svo aftur árið 1995 í svokölluðu Tamílamáli þegar dómsmálaráð- herrann, Erik Ninn-Hansen, var sakaður um að hafa með blekk- ingum stungið undir stól réttmætri ósk tamílskra flóttamanna frá Srí Lanka um að fá ættingja sína til Danmerkur. Álíka réttur er einnig til í norskri stjórnskipan. Hann var mikið not- aður á nítjándu öld en hefur ekki komið saman síðan árið 1927. Fyr- irbærið er annars afar sjaldgæft svo réttarhöldin yfir Geir Haarde eru söguleg á vestræna vísu. Bakari og smiður Forsætisráðherra er gefið að sök glæpsamleg vanræksla á síðustu mánuðunum í aðdraganda banka- hrunsins haustið 2008. Sitt sýnist hverjum um réttmæti réttarhald- anna en sumum þykir skjóta held- ur skökku við að Geir Haarde sitji einn á sakamannabekk fyrir Ís- landshrunið á meðan höfuðpaur- arnir leika lausum hala – og hafa sig jafnvel ákaft og blygðunar- laust í frammi í þjóðmálaumræð- unni. Meira að segja með hávær- um blaðskellandi háðsglósum um menn og málefni. Mörgum finnst því eins og að verið sé að hengja bakara fyrir smið því hrunið eigi sér lengri og mun flóknari að- draganda. Margir hafa enn fremur óbragð í munni yfir því hvernig til málsins var stofnað á Alþingi. En hvað svo sem mönnum finnst um yfirstandandi réttar- höld þá hygg ég að fæstum þyki landsrétturinn þekkilegt tæki í nútíma réttarfari til að draga ráð- herra til ábyrgðar – enda tilheyrir landsréttur löngu horfnu þjóð- og stjórnskipulagi. samábyrgð Svo vill til að nú þegar í fyrsta sinn er réttað yfir ráðherra fyrir lands- dómi erum við í stjórnlagaráði ein- mitt í miðjum klíðum við að end- urskoða ákvæði stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð. Mörgum þykir óréttlátt að Geir sitji einn ráðherra á sakamannabekk. En það er sök- um þess að ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald. Ráðherrar eru við núverandi skipan aðeins ábyrgir fyrir eigin málaflokki en ekki sameiginlega fyrir stjórnar- stefnunni. Þessu viljum við í stjórnlagaráði breyta og gera ríkisstjórnina sam- ábyrga í mikilvægum og stefnu- markandi málum. Við slíka skipan geta einstaka ráðherrar ekki leng- ur fríað sig ábyrgð á stefnu og at- höfnum stjórnarinnar nema þeir bóki hreinlega sérstaka andstöðu. Allir sem til þekkja vita að leiðtogar stjórnarflokkanna ráða mestu um stjórnarstefnuna og því væri nær að ráðherraábyrgðin endurspegli þá staðreynd. Meiri réttarfestu Í yfirstandandi málarekstri þyk- ir réttarfarslega vafasamt að nýr meirihluti á Alþingi skipi sérstaka þingnefnd til að rannsaka embætt- isfærslu ráðherra fyrri ríkisstjórn- ar. Sama Alþingi skipi svo sérstak- an saksóknara auk viðbótardómara í þennan sérrétt sem landsdómur er. Í tillögum stjórnlagaráðs er nú gert ráð fyrir að festa ferlið í mun af- markaðri skorður. Við leggjum til að á Alþingi starfi fyrirfram skipuð eftirlits- og stjórn- skipunarnefnd sem ákveði að und- angenginni könnun hvort hefja skuli rannsókn á embættisfærslu ráðherra. Saksóknari meti svo sjálf- stætt hvort ástæða sé til að kæra í málinu fyrir útvíkkuðum Hæsta- rétti. Þannig yrði skilið mun betur á milli valdþáttana en í landsdóms- fyrirkomulagi einveldistímans. Þríþætt ráðherraábyrgð Við leggjum til að ráðherraábyrgð komi til með þrennum hætti. Í fyrsta lagi beri ráðherra ábyrgð á eigin embættisfærslu í þeim mál- efnum sem undir hann heyra. Í öðru lagi beri ráðherra ábyrgð á aðild sinni þegar ríkisstjórn tekur ákvarðanir sameiginlega sem fjöl- skipað stjórnvald. Í þriðja lagi beri forsætisráðherra sjálfstæða ábyrgð á meginatriðum stjórnarstefnunn- ar og á verkstjórn sinni í ríkisstjórn, því að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvægi málefni og að halda ráð- herrum upplýstum um stöðu og gang mála á vettvangi ríkisstjórnar- innar. Ábyrgð okkar allra/Ekki benda á mig Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann„Svo vill til að nú þegar í fyrsta sinn er réttað yfir ráðherra fyrir landsdómi erum við í stjórnlagaráði einmitt í miðjum klíðum við að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.