Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 36
M amma er ég dópisti?“ spurði barnið móður sína þegar það kom heim úr skólanum. Vegna þeirrar neikvæðu umræðu sem hefur verið í þjóðfélaginu undanfarna daga hafa börnin fengið þetta í andlitið því þau eru á rítalíni. Hinir krakkarnir heyra bæði og sjá þessa umræðu í fjölmiðl- um og á heimilum sínum og hika ekki við að skella þessu framan í þau börn sem þau vita að eru á rítalíni! „Nei auð- vitað ertu ekki dópisti. Þú ert á lyfjum sem hjálpa þér alveg eins og gleraugun hjálpa henni Siggu til að sjá almenni- lega,“ sagði móðirin blíðlega við barn- ið sem fór hugsi inn í herbergið sitt til að melta þetta svar móður sinnar. Mik- ið var móðirin fegin að skólanum væri lokið þetta árið því nóg hafði gengið á í gegnum tíðina með barnið hennar. Barnið hafði orðið fyrir ýmsu aðkasti og lent í alls kyns leiðindum í skól- anum vegna ofvirkninnar og hvatvís- innar en það var farið að lagast mikið eftir að lyfin fóru að hjálpa. Sagan hér að framan er dæmisaga byggð á raun- veruleika barna með ADHD. Neikvæð umræða um ofvirknilyf skýtur upp kollinum reglulega í fjöl- miðlum. Núna er það vegna neyslu ungra fíkla sem þessi umræða fór í gang og skiljanlega því það er skelfilegt til þess að hugsa að fólk sé að misnota þessi lyf. Það þarf svo sannarlega að reyna að gera eitthvað róttækt í þeim málum en oftar en ekki bitnar þessi umræða á röngum aðilum og í þetta sinn bitnar hún á fólki og börnum sem raunverulega þurfa á þessum lyfjum að halda. Lyfin hjálpa syni mínum Ég á 11 ára gamlan dreng sem er greindur með ADHD/tourette. Hann er mjög ör og var dagurinn yfirleitt mjög erfiður hjá honum áður en hann fékk lyf. Hann átti mjög erfitt með að einbeita sér í skólanum og erfitt með að sitja kyrr. Eftir að hann fór að taka inn concerta þá hefur allt breyst til batnaðar en hann er mjög duglegur í skólanum. Hann situr og lærir vel og var einn besti nemandinn í sínum bekk í vetur. Ég veit ekki hvar hann væri staddur námslega ef hann fengi ekki þetta hjálpartæki. Já, hjálpartæki segi ég, því gætuð þið sem notið gler- augu hugsað ykkur að vera án þeirra? Ég er viss um að svarið sé nei því þið sæjuð svo illa án þeirra. Fólk þarf ein- mitt að líta inn á við til að skilja að lyf- in hjálpa þessum einstaklingum eins og gleraugun hjálpa þeim sem þurfa á þeim að halda til að sjá betur. Börn voru stimpluð löt eða heimsk Fordómar stafa af vanþekkingu. Þeir sem aldrei hafa átt ofvirk og hvatvís börn eða hafa aldrei umgengist þau vita ekkert um hvað þeir eru að tala. Ég á 28 ára gamlan son sem er fíkill í dag. Hann er mjög ofvirkur, með mikinn athyglisbrest og mjög hvatvís og hefur alltaf verið það. Hann fékk enga greiningu sem barn og enga hjálp í skólanum og var bara sagð- ur húðlatur. Börn voru bara stimpl- uð löt eða heimsk á þessum árum, 1989 til 1999, ef þeim gekk illa í skóla. Þegar hann fór í 6. bekk og það fór að reyna á námsgetu hans, þá hafði hann ekki lengur úthald í að læra og gleymdi ýmist bókunum heima eða í skólanum. Einkunnir hans voru eft- ir því og það eina sem kennararnir sögðu við mig næstu árin var að hann væri svo latur. Einn gekk meira að segja svo langt að spyrja mig hvort hann væri læs en hann varð fluglæs þegar hann var 7 ára þannig að sam- skipti hans við kennarana voru ekki mjög mikil og ekki góð. Vímuefnaneysla í stað meðhöndlunar Hann flosnaði síðan upp úr skóla 17 ára og eftir það leitaði hann út í vímuefnaneyslu. Eins og oft vill verða þá leita einstaklingar með ADHD oftar en ekki út í vímuefna- neyslu ef þeir fá enga meðhöndlun á sínum sjúkdómi. Þeir hafa mjög brotna sjálfsmynd, eins og gefur að skilja, eftir mjög erfiða og misheppn- aða skólagöngu. Hvað er meira nið- urdrepandi fyrir barn en að vera allt- af með lélegar einkunnir og alltaf að fá skammir fyrir leti í skólanum þeg- ar ekkert er gert til að hjálpa því eða athuga hvort það þurfi aðstoð? Að vera bara stimplaður letingi þrátt fyr- ir mikla orku og eljusemi? Það bæt- ir ekki sjálfsmyndina hjá manni og smám saman lendir maður í slæm- um félagsskap. Maður fer að prufa eitt og annað miður gott sem manni líður vel af og finnst maður í fyrsta skiptið vera stór. Stærri en allir þessir sem gerðu lítið úr manni hvort held- ur það voru kennarar eða aðrir nem- endur. Þessum einstaklingum finnst þeir geta allt sem þeir gátu ekki áður en svo hallar á ógæfuhliðina þegar að fíknin yfirtekur þá smám saman. Ég vitna hér í grein Grétars Sigur- bergssonar læknis í Morgunblaðinu 7. júní síðastliðinn, máli mínu til stuðnings. Þar segir hann að endur- teknar rannsóknir hafi sýnt að ung- menni með ADHD séu helmingi líklegri en önnur ungmenni til að lenda í vímuefndavanda og bendir á að meðferð sé forvörn. Hann bend- ir einnig á að fullorðnir einstakling- ar með ómeðhöndlað ADHD njóti stundum hvorki hæfileika sinna né greindar í námi, starfi eða samskipt- um við aðra. Viðeigandi lyfjameðferð getur bætt líðan þeirra á afgerandi hátt. Ég er þess fullviss að elsku dreng- urinn minn stæði betur í lífinu ef hann hefði fengið lyf á sínum tíma. Í dag er hann að berjast við fíkn sína og hún sigrar hann alltof oft því mið- ur og það er skelfilega erfitt bæði fyrir hann og okkur aðstandendurna að þurfa að takast á við það. Þetta er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum og ég er þess full- viss að ef hann hefði fengið lyf á sín- um tíma þá væri hann á allt öðrum stað í lífinu því hann hafði alla burði í það, er bæði klár og hæfileikaríkur drengur. Mun berjast með kjafti og klóm Ég get ekki lýst ánægju minni nóg með það hve fegin ég er að það séu til lyf sem hjálpa yngri drengnum mínum. Hann þyrfti mjög líklega að ganga í gegnum svipaða hluti og elsti bróðir hans ef ekki væri fyr- ir lyfin og skilninginn í heilbrigðis- geiranum og skólakerfinu á þessum sjúkdómi. Ég get ekki hugsað mér að horfa upp á annað barn leiðast út í vímuefni vegna lélegrar sjálfs- myndar eða misheppnaðrar skóla- göngu. Því mun ég berjast með kjafti og klóm fyrir því að barnið mitt fái að taka inn lyfin sín í friði fyrir for- dómum í þjóðfélaginu og vona að fólk fari að skilja að þessi lyf eru að hjálpa þeim sem þurfa á þeim að halda. Lesandi góður ef barnið mitt væri með sykursýki þyrfti ég ekki að skrifa þessa grein þar sem allir vita að þá þyrfti hann á insúlíni að halda. Með þessu er ég að benda ykkur á að lyf barnsins míns eru því jafnnauðsyn- leg og insúlín er barni með sykursýki! Ég á tvö önnur börn svo ég þekki líka hvernig það er að eiga „venjuleg“ börn í skóla. Barnið mitt er með ADHDOg sonur minn sagði við mig: „Ég held svei mér þá mamma að karlmenn í dag séu bara orðnir punglausir,““ sagði miðaldra konan við mig á bryggjunni í smá- þorpi einu úti á landi fyrir skömmu. Við höfðum tekið tal saman í þessu harðbýla þorpi og eitt það fyrsta sem konan bryddaði upp við mig var þetta ófremdarástand á karlpeningn- um í nútímanum. Pungleysi nútíma- mannsins var henni greinilega ofar- lega í huga enda hafði sonur hennar lýst því yfir við hana að hann sæi að miklu leyti um hin svokölluðu „kven- mannsstörf“ á heimilinu: Matseld, þrif, barnaumönnun og annað slíkt. Konan fussaði og sveiaði yfir þessari óheillaþróun þar sem karlar væru í auknum mæli farnir að sinna þess- um „kvenmannsverkum“ og var enn hneykslaðri þegar ég sagði henni að ég sæi nú yfirleitt um matseldina á mínu heimili og vissi um mörg önnur dæmi slíks. Mikið hafði breyst á ekki lengri tíma en einni kynslóð, frá því hún og maðurinn hennar voru ung: Þá voru hlutaverkaskipti kynjanna alveg skýr. „Hann Diddi minn skipti sko aldrei um bleyjur á börnunum okkar. Hon- um datt það bara ekki í hug. Hann eldaði heldur aldrei,“ sagði konan við mig og vísaði þar til eiginmanns síns. Diddi hljómaði eins og karlakarl sem léti ekki bjóða sér neitt kvenlegt; sem þættist stundum meira að segja ekki muna nöfnin á börnunum sín- um af því að þau væru í verkahring kvennanna. Ég sagði henni þá að ég vissi um mörg dæmi þess að menn á miðjum aldri kynnu varla að rista sér brauð eða sjóða pylsur, hvað þá meira, því konurnar þeirra hefðu alla tíða gengið undir þeim og kokk- að ofan í þá – fært þeim matinn, eld- aðan, á silfurfati. Þegar slíkir menn skilja svo við konurnar sínar kunna þeir ekki að bjarga sér með mat og lífsnauðsynjar: Éta þá bara skyndi- bita, örbylgjurusl, hrökkbrauð með engu og kannski banana sem þeir skola niður með volgum nesara í fanti. Mér varð hugsað til gamla mannsins sem ég kynntist einu sinni sem vesl- aðist upp úr hor eftir að konan hans dó fyrir aldur fram. Hann hætti nán- ast að borða, gekk í skítugum fötum, þreif sig ekki og hreiðraði um sig í öll- um fötunum á hörðum bedda í stof- unni sinni yfir nóttina í drullugu húsi þar sem allt var á hvolfi. Konan hans hafði gert allt fyrir hann þar til hún dó og haft hann inni í bómull; það eina sem hann þurfti að gera var að anda og mæta í vinunna sína – konan hans sá um rest. Konan á bryggjunni virt- ist hins vegar ekki sjá neitt jákvætt við þessa þróun í átt til „pungleysis“ karl- mannsins. „Heldurðu að nú sé. Þetta er nú meira helvítis helvítið.“ Þetta er óheillaþróun að hennar mati: Kyn- hlutverkin eiga að vera alveg skýr og eins og þau voru þegar hún var ung. Konur eiga sjá um „kvennaverkin“ og karlarnir um „karlastörfin“. Hvað myndi Diddi gera ef konan hans dæi á morgun? Hver ætti að elda ofan í hann, þvo fötin hans og þrífa heim- ilið hans þegar Sísí hans væri hrokk- in upp af? Svona geta skoðanir fólks verið ger- ólíkar hugsaði ég eftir spjall mitt við konuna á bryggjunni. Ég hafði allt- af hugsað það sem svo að það væri gott að karlar og konur skiptu með sér verkum: Að konur og karlar gætu bæði þrifið, eldað, skipt um bleyjur, þvegið föt, stoppað í sokka, straujað skyrtur og unnið önnur slík heim- ilisverk – þeim mun fleiri því betra. Mér hefur alltaf fundist gott til þess að hugsa að fólk af báðum kynjum sé sjálfbært; geti hlaupið í flest verk, sama hvað þau heita, ef svo ber und- ir. Nánast má fullyrða, í kjölfar vakn- ingarinnar um jafnrétti kynjanna, að á síðustu tuttugu til þrjátíu árum hafi karlmenn í auknum mæli far- ið að vinna slík verk sem fram að því höfðu að mestu verið í verka- hring kvenna. Sú skoðun er nú orð- in almenn að karlar og konur séu fær um að gera sömu hlutina og að eng- in skynsamleg ástæða sé fyrir því að karlmenn ættu ekki að vinna kven- mannsstörf. Konan á bryggjunni taldi hins vegar að þátttaka karla í þessum störfum græfi smám saman undan karlmennsku þeirra og gerði þá punglausa út af snertingunni við hið „kvenlega“. Ég hugsaði um þetta þegar ég sigldi í burtu frá þorpinu og horfði á það fjarlægjast bak við fjöllin. Þorpi þar sem konur hafa sögulega séð átt að vera miklar konur og karlmenn miklir karlar – karlakarlar sem láta ekki bjóða sér hvað sem er og sem kunna alltaf bestu sögurnar; þorpi sem því miður bíður fátt annað en að fara smám saman eyði því fisk- urinn er horfinn inn í kvótakerfið og togarakarlarnir með; þorpi þar sem sú skoðun er enn svo útbreidd að karlar eigi ekki að gera ákveðna hluti af því þeir eru karlar. Mikið fannst mér gaman að kynnast þess- ari merkilegu heimssýn þarna á bryggjunni. 36 | Umræða 10.–14. júní 2011 Helgarblað Helgarpistill Ingi F. Vilhjálmsson Pungleysi á bryggjunni Aðsend grein Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir „Lesandi góður ef barnið mitt væri með sykursýki þyrfti ég ekki að skrifa þessa grein þar sem allir vita að þá þyrfti hann á insúlíni að halda.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.