Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Page 52
52 | Tækni Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 10.–14. júní 2011 Helgarblað
S
teve Jobs, forstjóri Apple, hef-
ur haft í nógu að snúast en
hann kynnti ekki bara nýja
þjónustu Apple, iCloud, í vik-
unni heldur fór hann á fund með
bæjarstjórn Cupertino í Banda-
ríkjunum. Á fundinum bað hann
um landsvæði til að opna nýjar og
óvenjulegar höfuðstöðvar Apple.
Jobs vill fá lóð sem áður var í eigu
Hewlett-Packard undir höfuðstöðv-
arnar sem hann segir sjálfur að eigi
að líta út „eins og geimskip hafi lent“
á jörðinni.
Vill pláss fyrir þúsundir
starfsmanna
Höfuðstöðvarnar eiga að rúma 12
þúsund af starfsmönnum Apple og
verða því einar stærstu höfuðstöðv-
ar tæknifyrirtækis í heiminum. Vill
Jobs sameina sem stærstan hluta
starfsmanna Apple í Bandaríkjun-
um undir sama þak en höfuðstöðvar
fyrirtækisins í dag rúma einungis um
2.800 manns. Fyrirtækið leigir sam-
hliða því skrifstofur fyrir aðra 6.700
starfsmenn.
Þrátt fyrir að höfuðstöðvarnar eigi
að vera risastórar og rúma þúsundir
starfsmanna mun aðeins hluti lóð-
arinnar sem Jobs vill fá verða nýttur
fyrir bygginguna sjálfa. Stórt svæði
verður látið nær óhreyft en þar eru
tré og annar gróður. Vill Jobs gera
svæðið að eins konar útivistarsvæði
fyrir starfsmenn. Engin bílastæði
verða við húsið heldur verður bíla-
stæðahús fyrir alla starfsmennina
byggt undir lóðinni.
Í laginu eins og geimskip
Hönnun hússins hefur vakið athygli
í Bandaríkjunum og víðar en það
er hringlaga og út á við lítur það út
fyrir að vera einungis byggt úr gleri.
„Það er ekki einn beinn gluggi í hús-
inu,“ útskýrði Jobs fyrir bæjarstjór-
ninni í Cupertino þegar hann lýsti
fyrir þeim húsinu. Hönnun hússins
minnir óneitanlega á stærstu versl-
anir Apple víða um heim sem eru
hýstar í eins konar glerbyggingum.
Jobs viðurkennir sjálfur að húsið
líti óneytanlega út eins og geimskip
sem hafi lent í miðri borg. Húsið er
hringlaga eins og fljúgandi disk-
ur úr gömlum geimverumyndum
á borð við Close Encounters of the
Third Kind og ET. Húsið er hannað af
teymi arkitekta sem Apple hefur haft
í vinnu undanfarið. Jobs segir sjálfur
að arkitektarnir séu sumir þeir bestu
í heimi.
Flottasta skrifstofa í heimi
„Við höfum möguleika til að byggja
bestu skrifstofubyggingu í heimi,“
útskýrði Jobs fyrir bæjarstjórninni.
„Nemar í arkitektúr munu ferðast
hingað til að skoða bygginguna.“ Litl-
ar líkur eru taldar á því að bæjarstjór-
nin synji umsókn Apple um leyfi til
að byggja höfuðstöðvarnar en marg-
ir bæjarfulltrúar virtust vera í hálf-
gerðu losti þegar þeir hlýddu á Jobs
sem hefur heldur betur komið Apple
aftur á kortið. Apple á þar að auki
þegar landsvæðið sem það vill nota
undir bygginguna.
Meðal þess sem bæjarfulltrúarnir
spurðu Jobs um var hvort að samfé-
lagið í Cupertino myndi ekki njóta
góðs af því að fyrirtækið fengi að
byggja þessar nýju höfuðstöðvar sín-
ar. Var meðal annars spurt um þráð-
lausar nettengingar fyrir íbúa. „Ég
held að við munum koma með meira
en þráðlaust net,“ svaraði Jobs.
Tók einungis
sólarhring
Það leið ekki nema einn sólarhringur frá því
að Steve Jobs, forstjóri Apple, tilkynnti um
nýja útgáfu af iOS-stýrikerfinu fyrir farsíma
og spjaldtölvur fyrirtækisins þar til búið var
að hakka það. Apple hefur reynt að setja
takmarkanir á þær viðbætur sem hægt er að
sækja fyrir Apple-símana en þegar búið er að
hakka þá, eða JailBrake eins og það heitir, er
hægt að setja upp hvaða viðbætur sem er.
Einnig er hægt að stjórna betur uppsetningu
og útliti stýrikerfisins eftir að það hefur verið
hakkað.
WordPress upp-
færir athuga-
semdakerfið
Automattic-fyrirtækið WordPress.com sem
rekið er af sömu aðilum og þróa Word-
Press-hugbúnaðinn hefur sett upp nýtt
athugasemdakerfi. Athugasemdakerfinu
svipar til Echo, Disqus og Intense Debate
sem notuð hafa verið sem viðbætur við
WordPress-kerfið til þessa. Núna þurfa því
notendur WordPress.com – sem skipta
milljónum – ekki að setja upp neinar við-
bætur til að tengja Facebook og Twitter við
athugasemdakerfið á síðum sínum.
Sér sjálft um að
stytta tengla
Helsta einkenni Twitter er 140 orða
takmörkuninni á færslum sem notendur geta
sett inn. Inni í þessum takmörkunum eru
vefslóðir sem oft og tíðum geta verið langar.
Fjöldi veffyrirtækja hefur boðið upp á að
stytta vefslóðir svo hægt sé að deila löngum
slóðum í Twitter-skilaboðum án þess að eyða
öllu plássinu. Núna hafa þessi fyrirtæki verið
svipt rekstrargrundvelli sínum. Twitter býður
nú sjálft upp á styttingu á vefslóðum. Twitter
mun þó einungis bjóða upp á styttingu á vef-
slóðum sem eru 13 bókstafir eða lengri.
Nánar um fyrirhug-
aðar höfuðstöðvar:
n Apple ætlar sér að fjölga trjám á lóðinni
úr um 3.700 í 6.000.
n Í byggingunni á að vera rúmgóður ráð-
stefnusalur og líkamsræktarstöð.
n Mötuneyti byggingarinnar mun rúma
3.000 manns í sæti.
n Byggingin verður fjórar hæðir.
n Steve Jobs vonast til að hægt verði að
taka nýju höfuðstöðvarnar í notkun árið
2015 – fáist byggingarleyfi.
n Byggingin er hönnuð með öryggi og
þægindi starfsmanna í fyrirrúmi.
n Þegar meira pláss fæst reiknar Steve Jobs
með því að fjölga starfsmönnum um 3.500.
Hefur háleitar hug-
myndir Steve Jobs býst við
áframhaldandi vexti Apple en
hann vill opna höfuðstöðvar
sem rúma 12.000 starfsmenn.
n Steve Jobs vill stækka höfuðstöðvar Apple til muna n Vill byggja hús sem
minnir helst á geimskip n Biðlar til bæjarstjórnar Cupertino um byggingarleyfi
Jobs vill nýJar
og risastórar
höfuðstöðvar
„Ég held að
við munum
koma með meira
en þráðlaust net.
Finna lausn á endalokum internetsins:
Prufukeyrslu á IPv6 lokið
Talnakerfið IPv6 var sett í almenna
notkun í fyrsta sinn á miðvikudag.
Kerfinu er ætlað að taka við af nú-
verandi Internet Protocol (IP), sem
er kerfið sem gerir tölvum, snjall-
símum og öðrum tækjum kleift að
tengjast við internetið. Um er að
ræða tilraunakeyrslu á kerfinu sem
varði í 24 klukkustundir. Átti til-
raunin að leiða í ljós hvort einhverj-
ir hnökrar væru á kerfinu. Óttast var
að eldri tölvum reyndist erfitt að
tengjast við kerfið.
„Þetta er stórt mál. Við höfum lát-
ið notendur okkar vita,“ sagði Adam
Bechtel, aðstoðarforstjóri Yahoo,
í samtali við CNET um tilraunina.
Hann sagði að um 0,05 prósent tölva
og tækja gætu ekki tengst við IPv6.
Þrátt fyrir að það sé mjög lágt hlut-
fall þýðir það um 30–50 þúsund not-
endur Yahoo. „Við höfum fengið um
milljón heimsóknir á IPv6 hjálpar-
síðuna okkar.“
Í upphafi þróunar internetsins var
IPv4-kerfið sett í gang en það býð-
ur upp á 4,3 milljarða mismunandi
talnasamsetninga. Með NAT-aðferð-
inni hefur svo verið hægt að nýta
tölurnar enn betur með því að nota
sömu IP-tölurnar fyrir fleiri en eitt
tæki. Nýja kerfið hefur talsvert fleiri
möguleika, eða um 340 „sextillion“
(10 í 36. veldi). Það eru vægast sagt
talsvert fleiri möguleikar en IPv4-
kerfið, sem keyrt var í gang árið 1997,
býður upp á en ástæða þess að ekki
var ráðist í stærra kerfi var að ekki
þótti líklegt að tölvur og önnur tæki
sem gætu tengst internetinu yrðu
jafn mörg og raunin hefur orðið.
Meðal þeirra tæknifyrirtækja sem
tóku þátt í prufukeyrslunni á IPv6-
kerfinu voru Facebook, Yahoo og
Google en þessi fyrirtæki reka einar
vinsælustu vefsíður heims. Fyrirtæk-
in, ásamt mörgum öðrum, beindu
tækjum sem geta keyrt IPv6-kerf-
ið inn á þar til gerða vefmiðlara á
meðan tölvur og tæki sem einungis
styðja við IPv4 var beint inn á gömlu
vefmiðlarana.
Tilraunin virðist þó við fyrstu sýn
hafa gengið nokkuð vel fyrir sig.
Tugþúsundir notenda Gera má ráð
fyrir að allt að 50 þúsund notendur Yahoo
hafi ekki getað notað IPv6-vefmiðlara
fyrirtækisins.
Laugavegi 178 - Sími 562 1000 - utivist.is
Jónsmessunæturganga
Útivistar á Fimmvörðuháls
dv
e
h
f.
/
da
ví
ð
þó
r
Bókun á skrifstofu
Útivistar eða á utivist.is