Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 55
„LitLu“ strákarnir
kLárir í sLaginn
Sport | 55Helgarblað 10.–14. júní 2011
1 Hvaða skýringar hefur þú á tapinu gegn Danmörku?
„Mér fannst leikurinn vera í ágætis jafn-
vægi fram að marki Dananna. Mörk breyta
leikjum og það gerði það svo sannarlega í
þessum leik. Mér fannst við ekki líklegir eft-
ir að við fengum á okkur fyrra markið, enda
Danir meistarar í að halda boltanum innan
liðsins.“
2 Varstu ánægður með eitthvað í leik liðsins?
„Já, mjög ánægður með hugarfar leik-
manna og baráttu. Við vissum að fyrstu
tíu mínúturnar myndu Danir pressa okkur
hátt en við brugðumst vel við því og unn-
um okkur inn í leikinn , sérstaklega seinni
hluta fyrri hálfleiks. Einnig komu fínir kaflar
í seinni hálfleik.“
3 Varstu ósáttur við eitthvað í leik liðs-ins?
„Mér fannst við ekki skapa nóg af færum.
Ekki nógu kaldir að spila boltanum á milli
okkar. Svo hefðum við átt að verjast betur í
báðum mörkunum.“
4 Eitt stig eftir fimm leiki – hverju er um að kenna?
„Það er erfitt að finna eina ástæðu. Fyrst
og fremst erum við með mjög sterkum þjóð-
um í riðli, þjóðum sem eru betri en við. Við
erum með marga unga leikmenn sem hafa
ekki mikla reynslu með A- landsliði. Einnig
verð ég að segja að hlutirnir hafa ekki fallið
með okkur, t.d. gegn Dönum á Parken eða
Norðmönnum hér heima. Svo er það nú
þannig að í okkar riðli eru einungis 5 lið,
venjulega eru þau sex og þess vegna ekkert
lið sem er neðar en við á styrkleikalistanum,
sem annars hefði verið.“
5 Lýgur stigataflan?„Nei, hún lýgur ekki.“
6 Hvaða markmið settir þú liðinu fyrir mótið?
„Við settum okkur það markmið að
hækka okkur um styrkleikaflokk og einn-
ig settum við okkur langtímamarkmið. Svo
setja menn sér markmið fyrir hvern ein-
stakan leik. Langtímamarkmiðið er að eiga
lið sem ætti raunverulegan möguleika á að
komast í úrslitakeppni EM þegar fjölgað
verður úr 16 liðum í 24, árið 2016.“
7 FH-liðið undir þinni stjórn var þekkt fyrir góðan sóknarleik og að láta
boltann ganga á milli manna. Ef marka
má síðasta leik landsliðsins virtist leik-
skipulagið ganga út á langa bolta úr vörn
á fremsta mann. Hver er ástæðan fyrir
þessu?
„Ég er nú ekki sammála því og þeir sem
þekkja mínar áherslur í fótbolta, vita að
þannig legg ég leiki ekki upp.“
8 Hvort þarf að breyta um taktík eða skipta út leikmönnum?
„Ég tel leikaðferð liðsins góða og ég vel
þá leikmenn sem ég tel besta og henta lið-
inu á hverjum tíma.“
9 Þú kaust að velja ekki Eið Smára í nokkrum leikjum vegna slæms leik-
forms en valdir á sama tíma leikmenn úr
efstu deild hér heima, sem komin var í frí.
Hvernig skýrirðu það?
„Ég veit ekki nákvæmlega hvaða leiki þú
ert að tala um. Ég hef aldrei valið leikmann
sem ég taldi ekki tilbúinn að spila.“
10 Á Ísland nógu góða leikmenn til að valda usla í svona riðli?
„Já, tvímælalaust.“
11 Finnst þér gagnrýnin gegn þér og liðinu réttmæt?
„Já og nei, menn hafa talað um vonbrigði
með úrslit, en kannski ekki með spila-
mennsku liðsins, jafnvel talað um framfarir.“
12 Tekurðu hana nærri þér?„Já, hún skiptir mig máli.“
13 Hefur þú trú á að þú náir að snúa við genginu?
„Já, ég geri það.“
14 Hefur þú íhugað að segja þig frá verkefninu?
„Nei, ég mun klára minn samning.“
15 Í beinni útsendingu frá síðasta leik sást þú fá þér í nefið. Er það ásætt-
anlegt í ljósi stöðu þinnar og átaks KSÍ
gegn tóbaksnotkun?
„Nei, það er óásættanlegt og ég harma að
það hafi gerst. Það mun ekki koma fyrir aftur.“
16 Hvers vegna gekkst þú út af blaða-mannafundi þegar þú varst spurð-
ur um stöðu þína sem landsliðsþjálfari,
eftir leikinn um helgina?
„Ég var að sjálfsögðu fúll og pirraður yfir
að hafa tapað leiknum og brást rangt við. En
ég var nú fljótur að jafna mig og veitti öllum
fjölmiðlum viðtal, líka þeim dönsku.“
17 Ertu bjartsýnn á framhaldið í riðl-inum?
„Já, ég er það.“
18 Munt þú sækjast eftir því að stýra liðinu áfram, eftir þessa undan-
keppni?
„Það kemur bara í ljós.“
19 Kemur það niður á landsliðinu að eiga ekki betri heimavöll, með til-
liti til stemningar og þess að stór hlaupa-
braut umlykur völlinn?
„Góð stemning skilar sér alltaf inn á völl-
inn, því nær sem áhorfendur eru, því betra.“
20 Kæmi til greina af þinni hálfu að spila mótsleiki t.d. í Kaplakrika
eða á minni velli?
„Það er bara þannig að Laugardalsvöll-
urinn er sá eini hér á landi sem uppfyllir
skilyrði UEFA fyrir mótsleiki landsliða.“
n Landsliðsþjálfarinn telur leikaðferð íslenska liðsins góða n Hann segir að gagnrýnin skipti sig
máli n Stefnuna ætti að taka á EM 2016 n Harmar að hafa neytt tóbaks í beinni útsendingu
Yfirheyrsla Sport
Ól fur i r st
Bjartsýnn á fram-
haldið Ólafur telur að
hann geti snúið gengi
liðsins við.
Ísland leikur úrslitaleik við Austurríki á sunnudaginn:
Lykillinn að stoppa Szilagyi
„Við erum nokkuð góðir. Það
meiddist enginn og menn eru nokk-
uð brattir,“ segir Óskar Bjarni Ósk-
arsson, aðstoðarþjálfari íslenska
landsliðsins í handknattleik. Á
sunnudaginn leikur Ísland úrslitaleik
við harðsnúið lið Austurríkis í Laug-
ardalshöll um það hvort liðið fylgir
Þýskalandi á EM í handbolta í Serbíu
á næsta ári.
Íslendingar og Austurríkismenn
hafa eldað grátt silfur saman á und-
anförnum árum. Af síðustu fjórum
leikjum hafa Austurríkismenn unnið
tvo, einum leik lauk með jafntefli en
Ísland vann þann síðasta, sem var á
HM í janúar.
Leikstjórnendur liðs-
ins, Snorri Steinn
Guðjónsson og Aron
Pálmarsson, gátu ekki
tekið þátt í sigurleikn-
um gegn Lettum á
miðvikudaginn vegna
meiðsla í baki. Óskar
Bjarni segir óvíst um
þátttöku þeirra í leiknum
á sunnudag. Hann seg-
ir hins vegar að leik-
stjórn Guðjóns Vals
Sigurðssonar og
Arnórs Atla-
sonar
hafi
gef-
ist
ágætlega í leiknum við Letta
og þar hafi ýmsir mögu-
leikar opnast.
Spurður hvað þurfi til
að leggja Austurríki að
velli segir Óskar Bjarni að
íslenska vörnin þurfi að
vera jafngóð og hún var í
fyrri hálfleik gegn Lettum.
„Lykillinn að vörninni er að
stoppa Viktor Szilagyi, sem
er þeirra besti leikmað-
ur. Við þurfum svo að
keyra vel í bak-
ið á þeim.
Þeir eru
ann-
ars
orðnir mjög framsæknir í vörninni
og við þurfum að finna glufur á vörn
þeirra.“ Vinna við að klippa leik Aust-
urríkis og Þýskalands, sem fór fram á
miðvikudaginn, hófst strax eftir leik-
inn. Óskar Bjarni segir að áherslurn-
ar í sókninni verði aðrar en í leikn-
um gegn Lettum, en að íslenska liðið
muni að mestu halda sig við skipu-
lagið í vörninni.
Hann segir tilhlökkun í hópnum
fyrir leiknum. „Þetta er auðvitað úr-
slitaleikur og það er góð stemning.“
Enginn meiddur Óskar
Bjarni segir tilhlökkun í
íslenska hópnum.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Lék vel í Lettlandi Guðjón Valur
Sigurðsson stýrði íslensku sókninni vel í
síðasta leik.