Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Blaðsíða 62
62 | Fólk 10.–14. júní 2011 Helgarblað
Íslendingum finnst Julia Stiles kunnugleg:
Á djamminu með juliu StileS
„Ég er aðallega að finna og skoða
tökustaði víða um Suður-Kaliforníu
og mun vera í ýmsum verkefnum í
tökunum,“ segir Ragnhildur Magn-
úsdóttir kvikmyndagerðarkona um
þátt sinn í kvikmyndinni Between Us
í Hollywood með þeim Juliu Stiles og
Taye Diggs í aðalhlutverkum.
Ragnhildur skellti sér á djamm-
ið með Juliu um síðustu helgi og
setti myndir af þeim saman á Face-
book-síðu sína. Fyrir neðan myndina
birtast athugasemdir íslenskra vina
hennar sem kannast lítið við Juliu
Stiles og Ragnhildur útskýrir fyrir
vinum sínum hver hún er: „Ógiss-
lega klár og skemmtileg stelpa sem
er leikari. Heitir Julia Stiles.“ Þá seg-
ir vinkona hennar: „Nú, hún á þá tví-
fara á Íslandi, hélt hún hefði verið í
Vogaskóla.“
Það er kannski ekki skrýtið að Ís-
lendingum finnist hún kunnugleg
því Julia Stiles dvaldi hér á landi í
nokkrar vikur við tökur á myndinni
A Little Trip to Heaven með Forrest
Whitaker.
Between Us er kolsvört grínmynd
og er byggð á samnefndu Broadway-
leikriti og fjallar um tvö vinapör og
gamla félaga sem hittast og ræða um
afdrif sín í lífinu og hvernig peningar,
frami og barneignir hafa haft sitt að
segja um gang lífsins.
Ragnhildur er í sannkölluðum
stjörnufans því aðrir frægir leikarar í
myndinni eru Melissa George, sem lék
í In Treatment, og David Harbour, úr
The Green Hornet. Handritið skrifaði
Joe Hortua og Dan Mirvish leikstýrir.
Myndin er framleidd í Los Angeles þar
sem Ragnhildur stundar nám.
„Ég er á kafi í New York Film Aca-
demy hjá Universal Studios í fram-
haldsnámi í „producing.“ Ég hef
leikstýrt þremur verkefnum og við
ráðum alvöruleikara í verkefnin.“
kristjana@dv.is
Ragnhildur og Julia saman á
djamminu Vinkona Ragnhildar hélt að
hún kannaðist við Juliu úr Vogaskóla.
Boltabarn
á leiðinni
Emil Hallfreðsson knattspyrnukappi
á von á sínu fyrsta barni í nóvember
en þetta kemur fram í nýjasta hefti
Séð og heyrt. Emil, sem býr á Ítalíu
og er lánsmaður hjá liðinu Hell-
as Verona, er trúlofaður Ásu Maríu
Reginsdóttur, flugfreyju og hjúkr-
unarfræðinema. Parið hefur verið
saman síðan 2008 en um síðustu jól
fór Emil niður á hnén og bað sinnar
heittelskuðu. „Við smullum bara al-
gjörlega saman og það er mikil ást
og hamingja í gangi,“ sagði hún í við-
tali við Séð og heyrt.
RúnaR
FReyR
á baRnum
Leikarinn Rúnar Freyr Gíslason er
með mörg járn í eldinum og hefur
nú söðlað um og bætt við sig auka-
starfi. Leikarinn knái sem sló eftir-
minnilega í gegn sem hinn íslenski
Danny Zuko í Grease stendur vakt-
ina við barinn á Kex Hostel á Skúla-
götu. Rúnar lætur sér ekki leiðast í
vinnunni og í vikunni mátti meðal
annars sjá vini hans, leikarana Hilmi
Snæ og Atla Rafn stytta honum
stundir við barinn.
„Ég kalla mig Danna I af því að ég heiti
Daníel Ingi, það er ekkert flóknara en
það,“ segir Daníel Ingi Gottskálks-
son 15 ára, sem hefur öðlast gríðar-
miklar vinsældir á Youtube fyrir ein-
læg rapplög sín sem fjalla um lífið og
tilveruna. Daníel og vinur hans Atli
Arnarson hafa sett tvö myndbönd
með rapplögum á Youtube og yfir
50 þúsund manns hafa horft á þau.
Fyrra lagið kalla þeir Hárið í súpunni
og það seinna: Danni I ft. Kiddi Jó og
Birta B – Rosalegt lag.
Njóta virðingar félaga sinna
Mikið er lagt í myndbandsvinnsl-
una hjá krökkunum og myndbönd-
in þykja skemmtilega unnin. Daníel
og Atli hafa nýverið lokið námi í tí-
unda bekk í Háteigsskóla og stunda
félagslíf í félagsmiðstöðinni 105.
Félagsmiðstöðin 105 er ein af
þremur félagsmiðstöðvum sem Frí-
stundamiðstöðin Kampur heldur úti
fyrir unglingana í hverfinu og er hún
staðsett í Háteigsskóla.
Þar er lagður mikill metnað-
ur í það að hver og einn fái að njóta
sín á eigin forsendum og njóti virð-
ingar félaga sinna. Í 105 er lögð sér-
stök áhersla á myndbandavinnslu
og kvikmyndagerð og meðal árlegra
viðburða í 105 er stuttmyndakeppn-
in Hilmarinn.
Danni og Atli tóku þátt og fengu
verðlaun fyrir myndbandið sitt: Hár
í súpunni og þaðan eru vinsældirn-
ar sprottnar. Nýverið spiluðu þeir
á lokaballi Háteigsskóla við góðar
undirtektir.
Fengu leiðinlegar athugasemdir
„Það var mjög gaman að fá góðar
undirtektir, gellurnar höfðu gaman
af þessu,“ segir Daníel að gamni sínu.
Þeir segjast enda hafa gaman af
þessum vinsældum. „Okkur er vel
tekið og það er gaman,“ segir Danni I.
Hann segist þó aðspurður hafa feng-
ið nokkrar leiðinlegar athugasemdir
á Youtube. „Einn skildi eftir fremur
leiðinlega athugasemd, kallaði mig
fitubollu og sagðist vilja fá þessa einu
og hálfu mínútu sem hann eyddi í að
hlusta á lagið til baka.“
En þeir félagar segjast ekki láta
það á sig fá og Danni I segist ekki taka
það nærri sér. „Ég skrifa ekki ljóta
texta sjálfur ég leyfi fólki að njóta
virðingar. Danni I sýnir virðingu,“
segir hann og kinkar kolli.
Skrifar niður hugmyndir að fleiri
lögum
Fram undan er sumarið hjá þeim
félögum og þeir fara báðir í ung-
lingavinnuna. Í haust tekur svo
alvaran við. Danni I segist ætla
að fara að læra nudd í Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla. „Gellurnar
verða hrifnar af því,“ segir hann.
Atli ætlar á náttúrufræðibraut í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
og seinna segist hann vilja læra
hljóðblöndun. Þrátt fyrir að félags-
starfið í 105 sé brátt á enda útiloka
þeir félagar ekki að vinna saman
að nýju lagi. „Ég skrifa niður hug-
myndir að fleiri lögum og það gæti
verið gaman að gera þetta aftur,“
segir Danni I.
kristjana@dv.is
n Rappar með vinum sínum í Háteigsskóla n 50 þúsund hafa horft á mynd-
bönd hans á Youtube n Textar um lífið og tilveruna n Nýtur virðingar félaga
sinna og sýnir öðrum virðingu n Fær stundum meiðandi athugasemdir
Danni i
er stjarna
á YoutubeSemur ekki ljóta texta Danni I er ungur rappsöngvari sem hefur slegið í gegn með myndböndum á Youtube-vefsíðunni og Atli vinur hans að-stoðar hann sem framleiðandi.