Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Síða 8
E
f eldgos verður á Reykjanes-
hryggnum getur svo farið að
hluti byggðar í Hafnarfirði
fari undir hraun. Jarðfræðing-
urinn Haraldur Sigurðsson
gagnrýnir að í nýlegri úttekt Almanna-
varna hafi ekki verið gert áhættumat
vegna eldgoss í grennd við höfuð-
borgarsvæðið. Vaxandi óróleiki hefur
gert vart sig í Krísuvíkureldstöðvar-
kerfinu. Sprungukerfið nær alla leið
að Heiðmörk, vinsælu útivistarsvæði
í næsta nágrenni Reykjavíkur.
Stöð 2 greindi um helgina frá
gagnrýni Haraldar vegna úttektar
Almannavarna en í samtali við DV
bendir hann á að í 65 síðna skýrslu,
sem ber heitið Áhættumat fyrir höf-
uðborgarsvæðið, sé aðeins fjallað
um hættuna af eldgosum á þriðjungi
úr síðu, „eða hálfri síðu, ef maður á
að vera örlátur.“ Hann bendir á að til
séu upplýsingar til að vinna slíkt mat
og að hættusvæðin hafi verið kort-
lögð, eins og sjáist í skýrslunni.
Á kortinu, sem unnið er upp úr korti
sem birtist í skýrslunni, má sjá hvar
ungt hraun á höfuðborgarsvæðinu er
að finna. Haraldur segir að þar sem
sé ungt hraun muni einn daginn aft-
ur renna hraun. „Ungu hraunin kort-
leggja áhættusvæðin að nokkru leyti,“
segir hann.
Haraldur bendir á að hvorki jarð-
fræðingur né jarðeðlisfræðingur sé
á meðal skýrsluhöfunda, sem séu
28 talsins. Þar séu hins vegar leik-
skólakennarar, rithöfundar, skipu-
lagsfræðingar og bæjarverkfræðing-
ar. „Ég held að þeir hefðu vel getað
fengið sérfræðinga sem gætu frætt
þá meira um áhættumat varðandi
eldvirknina,“ segir hann.
Stutt frá nýjasta gosi
Eins og sjá má á kortinu hefur nýlega,
í jarðsöguleg samhengi, runnið hraun
í Hafnarfirði. Mikil byggð hefur síðan
þá risið á þeim svæðum, meðal ann-
ars heilt álver í Straumsvík. Haraldur
segist spyrja sig hvort forsvarsmenn
fyrirtækisins geri ráð fyrir að til dæmis
50 ár nægi til að borga upp verksmiðj-
una og þeim sé sama hvað gerist eftir
það. „Byggja þeir þá bara nýja?“ spyr
hann. „Það er kannski í lagi fyrir þá
að taka þessa áhættu en ég held að þú
vildir ekki hafa það þannig með ein-
býlishúsið þitt.“ Hann tekur þó skýrt
fram að hann sé ekki að spá eldgosi.
Það geti enginn. Hins vegar sé stutt
síðan gos, sem kom úr Búrfelli sunn-
an Heiðmerkur, rann yfir svæðið.
„Síðasta gosið varð 1151, jarðfræði-
lega er mjög stutt síðan.“
Ekki hægt að stýra stóru gosi
Hér til hliðar má sjá að í skýrslunni
kemur fram að hverfandi líkur séu á
að hraun geti runnið að Reykjavík,
þó eldgos í nágrenni svæðisins geti
valdið margs konar hættu. Spurður
hvort hægt sé að hemja hraunrennsli
með einhverju móti bendir Harald-
ur á að reynt hafi verið að sprauta
vatni á hraunið sem rann þegar síð-
ast gaus í Vestmannaeyjum. Þar hafi
menn verið sannfærðir um að þeim
hafi tekist að breyta rennslinu og
jafnvel bjarga því að höfnin fylltist
af hrauni. „Það er hægt að hafa áhrif
á það í litlum gosum, eins og í Vest-
mannaeyjum, en litlar líkur eru á að
það sé hægt í meiriháttar gosum. Allt
séu þetta atriði sem þurfi að ræða og
leggja mat á. Til þess séu menn fær-
ir. Gera verði þá kröfu að áhættumat
á borð við þetta sé vel unnið. Í þessu
tilviki sé það umdeilt, „vægast sagt.“
8 Fréttir 4. júní 2012 Mánudagur
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Hvaleyrarholt
Elliðavatn
Vífilsstaðavatn
Suðurlandsvegur
Reykjanesbraut
Kapelluhraun
Búrfell
Hvaleyrarvatn
Valahnúkar
Hraunrennsli
á sögulegum tíma
n Á þessu korti, sem unnið er upp úr
korti í skýrslu Almannavarna, má sjá
hvar hraun hefur runnið á sögulegum
tíma. Um 900 ár eru frá síðasta gosi
sem rann þar sem Vallarhverfið í
Hafnarfirði er nú. Þá gaus í Búrfelli.
Byggðin undir hraun
n Ef gýs í grennd við höfuðborgarsvæðið gæti hraun runnið yfir byggð
Eldgos valda
margs konar
hættu
- Skýrslan um hættuna af eldgosum
við höfuðborgarsvæðið
n Höfuðborgarsvæðinu stafar helst
hætta af þremur eldstöðvakerfum á
Reykjanesskaga, Trölladyngjukerfi,
Brennisteinsfjallakerfi (með Bláfjöllum)
og Hengilskerfi.
n Trölladyngjukerfi liggur að hluta til
innan höfuðborgarsvæðisins og eru
sprungur og misgengi víða í Hafnarfirði,
Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík og
Mosfellsbæ. Stutt er að hraunum inni á
rek- og gosreinum Reykjanesskagans frá
höfuðborgarsvæðinu. Hverfandi líkur
eru þó á því að hraun nái að renna að
borginni. Eldgos í nágrenni við svæðið
geta þó valdið margs konar hættu
fyrir íbúa þess svo sem vegna öskufalls
og annarrar loftmengunar. Gos-
mökkur getur ógnað og haft mikil áhrif
á flugumferð. Óbein hætta getur einnig
stafað af eldsumbrotum við aðfærslu-
æðar til og frá svæðinu. Afleiðingar
eldsumbrota í nágrenni höfuðborgar-
svæðisins eru háðar staðsetningu og
eðli umbrotanna, veðurfari á umbrota-
tímanum og árstíma.
Svona mátu sveitarfélögin áhættuna
Hættuatvik Álftan. Garðab. Hafnarfj. Kópav. Mosfellsb. Reykjav. Seltjarnarn.
Hraunstraumur n n n n n n n
Öskufall/mökkur n n n n n n n
Loftmengun/eiturgufur n n n n n n n
n Gífurleg áhætta - aðgerðir strax n Möguleg áhætta - skoða nánar
n Lítil áhætta - venjubundið eftirlit n Ekki skoðað
„Síðasta gosið varð
1151, jarðfræðilega
er mjög stutt síðan
Í mestri hættu Tiltölulega stutt
er síðan hraun rann yfir þetta svæði í
Hafnarfirði . Þar er nú verið að koma upp
mikilli íbúðabyggð.