Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Síða 16
Sandkorn
A
lþingi logaði á föstudag-
inn. Ástæðan var að banki,
sem er með of marga starfs-
menn í landi í kreppu með
bankageira sem er alltof
stór, ákvað að skera niður kostnað.
„Til skammar!“ heyrðist á
þinginu. Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstri grænna, vildi að stjórnmála-
mennirnir gripu inn í. „Landsbank-
inn ber ríka samfélagsskyldu, ekki
síst vegna þess að hann er í meiri-
hlutaeigu ríkisins og við gerum kröfu
til hans,“ sagði hann. Eygló Harðar-
dóttir, þingkona Framsóknarflokks-
ins, spurði hvort ríkisstjórnin ætl-
aði að sitja aðgerðarlaus hjá meðan
ósköpin gengju yfir.
Það er skiljanlegt að fólk í þorpum
úti á landi vilji hafa þar bankaútibú, svo
það séu fleiri störf í heimabyggð, og svo
það sé styttra að fara í bankaútibúið.
Það eru þeirra hagsmunir. Stjórnmála-
menn eiga hins vegar að hugsa um hag
heildarinnar út frá markvissri stefnu.
Staðreyndin er sú að íslenska
bankakerfið er alltof stórt, starfs-
menn of margir og útibúin of mörg.
Þeir sem borga fyrir það er almenn-
ingur á Íslandi. Miðað við höfðatölu
eru tvisvar sinnum fleiri bankaútibú
á Íslandi en í Svíþjóð. Við erum líka
með miklu fleiri útibú en Norð-
menn, Finnar og Danir miðað við
höfðatölu.
Eftir að internetið var fundið
upp og heimabankar þróaðir varð
óþarfi fyrir fólk að fara í bankaútibú-
in, nema í undantekningartilvikum.
Bankaþjónusta er ekki eins og heil-
brigðisþjónusta. Það er ekki lífs-
nauðsynlegt að búa stutt frá banka-
útibúi. Það eru ekki mannréttindi
að láta bankagjaldkera afgreiða sig,
frekar en að nota heimabanka.
Ef við leyfum stjórnmálamönn-
um að stjórna bönkum bjóðum við
hættunni heim. Þeir fara að nota
bankann til að komast til áhrifa og
verða vinsælir, gegn hagsmunum al-
mennings. Næst fara þeir að skipta
sér af því hvaða fyrirtæki fái lán, því
þau séu svo mikilvæg.
Grikkir og Spánverjar eru á barmi
hruns vegna þess að hagkerfi þeirra
eru ekki samkeppnishæf. Þeir eyða
meiru en þeir skapa. Þeir vita að þeir
eyða of miklu, en þeir ná ekki sam-
komulagi um hvar eigi að spara, því
allir vilja spara annars staðar. Og þegar
fólk byrjar að kvarta yfir aðhaldi eru fáir
sem vilja setja sig í skotlínuna með því
að styðja hann, en þess fleiri sem vilja
afla sér vinsælda með því að mótmæla
því sem er í eðli sínu óvinsælt. Það eru
ekki bankakreppur eða lausafjárskort-
ur sem setja þjóðir endanlega á haus-
inn, heldur óhagræði og ósjálfbærni,
sem stefna Jóns Bjarnasonar leiðir okk-
ur rakleitt í.
Björgólfur
flengir Jóa
n Björgólfur Thor Björgólfsson
veltir Jóhannesi í Iceland, áður
Jóa í Bónus, upp úr tjöru
og fiðri eftir
Mannlífsvið-
tal Jóhann-
esar, þar sem
hann kvartar
yfir því að
allt hafi verið
„hirt af“ hon-
um og Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni. Björgólfur, sem var einn
af aðaleigendum Lands-
bankans, talar um „vitleysu“
í Jóa og rifjar upp að feðg-
arnir hefðu einfaldlega veð-
sett eignir sínar hjá Lands-
bankanum til að fá lán, sem
þeir gátu síðan ekki borgað.
Í millitíðinni hafi þeir „skafið
allt fé“ út úr fyrirtækinu sínu
og meðal annars selt Iceland
á uppsprengdu verði til sjálfs
sín fyrir lánsfé, sem þeir gátu
síðan ekki borgað. Björgólf-
ur kallar Jóa „hin kvartsára
kaupmann“ og segist sjálfur
telja óeðlilegt að „menn geti
gengið frá viðskiptum án
nokkurra persónulegra eftir-
mála þegar allt fer á versta
veg.“ Íslenska þjóðin kann
að vera sammála því, en hún
var í ábyrgðum fyrir Icesave-
ævintýri Landsbankans sem
fór á versta veg.
Forsetadætur
styðja Þóru
n Tvær dætur fyrrverandi
forseta virðast veita Þóru Arn-
órsdóttur stuðning í forseta-
framboði
hennar. Sigrún
Eldjárn, dóttir
Kristjáns Eld-
járns, sem
var forseti frá
1968 til 1980,
mætti á opn-
un kosningaskrifstofu Þóru.
Ástríður Magnúsdóttir, dóttir
Vigdísar Finnbogadóttur, sem
var forseti frá 1980 til 1996,
hefur stutt hana leynt og ljóst
í ummælum á Facebook.
Þetta þykir endurspegla að
Þóra mælir fyrir hefðbundn-
ara hlutverki forseta en Ólafur
Ragnar Grímsson, sem leggur
meiri áherslu á þátttöku for-
setans í lýðræðinu.
Það sem felldi
Ástþór
n Ástþór Magnússon heltist
úr lestinni í forsetakosning-
unum þegar í ljós kom að
nokkur fjöldi
undirskrifta
á stuðnings-
mannalistum
hans var fals-
aður. Undir
frétt um málið
á DV.is út-
skýrði Ástþór þá lýðræðislegu
hættu sem skapast af því að
synja mönnum um framboð
vegna falsaðra undirskrifta.
„Þarna afhjúpast gat sem ger-
ir skemmdarvörgum kleift að
planta flugumönnum innan
sjálfboðaliða og starfsmanna
til að ógilda nánast hvaða
pólitíska framboð sem er.“
Aðrir líta svo á að hvatakerfi
Ástþórs hafi orðið honum að
falli, en hann bauð fría utan-
landsferð til Marbella á Spáni
fyrir þann sem framleiddi
flestar undirskriftir.
Það sem ekki má segja„Miðað við
höfðatölu
eru tvisvar sinn
um fleiri banka
útibú á Íslandi
en í Svíþjóð
F
rumvarp stjórnlagaráðs til nýrr-
ar stjórnarskrár hefur nú leg-
ið frammi í tíu mánuði. Sumir
eru andvígir frumvarpinu. Það
er eðlilegt. Góðar stjórnarskrár mæta
ævinlega andstöðu vegna þess, að þær
kveða á um réttindi og skyldur. Réttur
eins leggur skyldu á herðar annarra.
Sumum er óljúft að axla ábyrgð. Hin-
ir eru fleiri, sem skilja og virða, að rétt-
indum fylgja skyldur.
Upplýsingafrelsi
Frumvarp stjórnlagaráðs kveður á um
greiðan aðgang almennings að upp-
lýsingum. Ýmsar upplýsingar, sem
stjórnvöld hafa í fórum sínum og hafa
hingað til kosið að halda leyndum fyrir
almenningi, verða aðgengilegar skv.
nýrri stjórnarskrá. Þeir, sem þrífast bezt
í skjóli leyndar, leggjast gegn upplýs-
ingafrelsi, þótt þeir beri öðru við. Upp-
lýsingaákvæðinu í frumvarpi stjórn-
lagaráðs er ætlað að hafa hagnýtt gildi.
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
synjaði stjórnlagaráði um upplýsingar
um hæstu lífeyrisgreiðslur úr sjóðn-
um. Vitað er, að stjórnmálamenn hafa
skammtað sjálfum sér eftirlaun um-
fram aðra hópa skv. sérstökum reglum.
Reglurnar liggja fyrir, en ekki greiðsl-
urnar sem af þeim leiða. Ný upplýs-
ingalög munu knýja á um, að ekki verði
lengur hægt að leyna uppsöfnuðum
eftirlaunaréttindum opinberra starfs-
manna. Slíkar upplýsingar þurfa að
liggja frammi. Ný upplýsingalög í sam-
ræmi við nýja stjórnarskrá munu einn-
ig draga úr misnotkun bankaleyndar.
Þannig verður Seðlabankanum varla
lengur stætt á að neita að afhenda upp-
tökur af símtölum bankastjórnarinnar
og ráðherra dagana fyrir hrun. Gegnsæi
er beitt vopn gegn spillingu.
Fyrri spjöll skulu bætt eftir
föngum
Umhverfisákvæðið í frumvarpi stjórn-
lagaráðs skilgreinir rétt manna til
óspilltrar náttúru í samhengi við
mannréttindi. Réttur eins til óspilltr-
ar náttúru leggur þá skyldu á aðra, að
þeir gangi vel um náttúruna. Frum-
varpið kveður einnig á um, að fyrri
spjöll skuli bætt eftir föngum. Í því
felst viðurkenning á þeim skemmd-
um, sem t.d. lausaganga búfjár og
hrossa hefur valdið á löngum tíma.
Þeim, sem vilja halda áfram að spilla
náttúrunni óáreittir, er skiljanlega í
nöp við nútímaleg ákvæði um um-
hverfisvernd í stjórnarskrá, þótt þeir
beri öðru við.
Auðlindir í þjóðareigu
Ákvæði frumvarpsins um auðlindir í
þjóðareigu tekur mið af tillögum allra
þingflokka um málið sl. 30 ár, bæði
efni þeirra og orðfæri. Þingmenn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks,
sem fetta nú fingur út í ákvæðið í frum-
varpi stjórnlagaráðs um auðlindir í
þjóðareigu, eru í reyndinni að hlaup-
ast undan eigin merkjum. Þeir tala
eins og þeir hafi ætlazt til, að þeirra
eigin tillögur um málið væru að engu
hafðar. Stjórnlagaráð tók þá á orðinu.
Auðlindagrein frumvarpsins er grein
allra flokka og einnig fólksins í landinu
eins og þjóðfundurinn 2010 lýsti vilja
þjóðarinnar í málinu.
Óspilltar embættaveitingar
Ákvæðin um skipun dómara undir
eftirliti forseta Íslands og Alþing-
is og um skipun í önnur mikilvæg
embætti á grundvelli hæfnissjónar-
miða undir eftirliti sérstakrar nefnd-
ar, sem forseti Íslands skipar for-
mann í, geta varla lagzt vel í alla.
Dæmi eru um, að hæfir umsækj-
endur um embætti á vegum ríkis-
ins hafi verið hvattir til að draga
umsóknir sínar til baka eða hætta
við að sækja um til að skyggja ekki
á flokksmann, sem þurfti að komast
í skjól. Dæmum sem þessum verður
vonandi komið haganlega fyrir í því
spillingarsögusafni, sem Þjóðminja-
safnið hefur lagt drög að eftir hrun.
Spilltar embættaveitingar eru snar
þáttur þjóðarsögunnar. En auðvitað
geta menn ekki lagzt gegn frumvarpi
stjórnlagaráðs með þeim rökum, að
þeir vilji halda uppteknum hætti við
skipan í embætti.
Undir fölsku flaggi
Andstæðingar frumvarps stjórnlaga-
ráðs tilfæra önnur óskyld rök eins og
þau, að Hæstiréttur hafi ógilt kosn-
inguna til stjórnlagaþings. Hitt er þó
sönnu nær, að ógilding Hæstaréttar
átti sér enga stoð í lögum eins og Guð-
björn Jónsson lýsti vel í opnu bréfi til
Hæstaréttar og einnig til forseta laga-
deildar Háskóla Íslands. Þeir hamra
einnig á því, að kjörsókn í kosning-
unni til stjórnlagaþings hafi ekki verið
nema 37% eins og það skipti máli. Ekki
datt Trampe greifa í hug að gera lít-
ið úr þjóðfundinum 1851 vegna þess,
að kjörsóknin væri um 30%. Kjörsókn
skiptir aldrei máli fyrir úrslit kosninga,
nema ákvæði séu í lögum þess efnis,
að kjörsókn þurfi að ná ákveðnu marki
til að kosningin sé gild.
Rök andstæðinganna
„Umhverfis
ákvæðið
[…] skilgreinir
rétt manna til
óspilltrar náttúru
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 4. júní 2012 Mánudagur
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Hann lét
elta mig
Anna Mjöll Ólafsdóttir um Cal Worthington, fyrrverandi eiginmann sinn. – DV
Vel klæddur
og glæsilegur
Natalia Wium um eiginmanninn Ástþór Magnússon. – DV