Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Blaðsíða 17
Spurningin Það er stóra vesenið Hjörvar Hafliðason segir slaka vörn íslenska landsliðsins ekki þjálfurum að kenna. – DV Góðmennska veiðimanna „Hún er snilld.“ Daníel Arnór Snorrason 19 ára vinnur hjá SS-pylsum „Mér finnst hún æðisleg.“ Sólbjört Vera Ómarsdóttir 19 ára vinnur á Sjávargrillinu „Mér finnst hún bara frábær.“ Ásdís Nína Magnúsdóttir 19 ára vinnur á Caruso „Mjög góð, en ég er alltof brunninn.“ Björn Loki Björnsson 20 ára þjónn á Marina „Hún er bara súper svít, en ég vildi að ég væri ekki að vinna.“ Helgi Snær Jónasson 17 ára grillmeistari á Búllunni Hvað finnst þér um veðurblíðuna? S umum finnst ógeðslegt að menn skuli fara upp á fjall og hreinlega murka lífið úr sætum fuglum og krúttlegum hrein- dýrum. Það þótti Svarthöfða líka, þar til hann hitti veiðimann, sem leiddi hann í allan sannleika um siðsemi skotveiði. Veiðimenn sem drepa dýr uppi á fjöllum rökstyðja sinn málstað mjög vel. Þeim þykir mannúðlegra og nátt- úrulegra að veiða dýrin í náttúrunni en að slátra þeim kerfisbundið í slát- urhúsum. Hitt er bara hluti af firringu og hræsni nútímamannsins. Að mati veiðimannsins er hans að- ferð til að útvega mat mun siðlegri en háttur hins venjulega neytanda sem kaupir kjötið úti í búð. Búðarfólkið er firrt, að mati veiðimannsins. Það lætur aðra drepa dýrin og lætur eins og það beri enga ábyrgð. En dýr eru hamingju- samari úti í náttúrunni en þau sem eru ræktuð upp til slátrunar í afmörkuðu umhverfi. Sjónvarpsþáttur frá Jamie Oliver, nakta kokkinum, var sýndur í Sjón- varpinu á dögunum. Þar var sýnt hvernig grísir eru ræktaðir upp til slátr- unar, þeir geldir á ómannúðlegan hátt og síðan kerfisbundið skornir á háls. Þetta er ekkert líf fyrir grísina. En fuglar og hreindýr sem lifa villt úti í íslenskri náttúru hafa sannarlega fengið að lifa lífinu. Kjöt veiðimannsins er eins kon- ar hamingjukjöt; kjöt með lífsfyllingu. Dýrið hefur fengið að leita hamingj- unnar, eins og er talað um í banda- rísku stjórnarskránni, og lifa frjálst og deyja frjálst. Það að veiðimaðurinn drepi sjálf- ur kjötið er ekki illska af hans hálfu heldur bara heiðarleiki. Búðarfólkið lætur aðra drepa fyrir sig og það læt- ur drepa dýr sem hafa ekki raunveru- lega fengið að lifa. Það er hræsni að drepa ekki dýrið sjálfur. Og eiginlega siðleysi að styðja við ræktun á dýrum sem hafa ekki fengið að lifa, með því að kaupa búðarkjötið, að mati veiði- mannsins. Rök veiðimanna eru sterk og þau virðast afhjúpa víðtækan vanda. Öll þessi slátrun á sauðfé í sláturhúsum er grimmileg. Það ætti að gefa kindun- um þá lífsfyllingu að enda líf sitt í nátt- úrunni. Skotveiðar á sauðfé eru góðar fyrir alla. Eða er þetta einhver misskilningur? Sveifla á sjómannadag Sól og blíða á sjómannadaginn létti lund landans. Á Lækjartorgi var stiginn dans. Mynd Eyþór Árnason Myndin Svarthöfði Umræða 17Mánudagur 4. júní 2012 Þetta er hluti af ára- mótaheitinu mínu María Birta, leikkona og fyrirsæta, var að fá skotvopnaleyfi. – DV Vel klæddur og glæsilegur Þetta er auðvitað helber dónaskapur Einar Guðfinnsson um að vinna atvinnuveganefndar hafi verið leikrit af hálfu stjórnvalda. – ekg.blog.is Skuldbinding Mánaðarverð Engin binding 3.091 kr. 3 mánuðir 2.944 kr. 6 mánuðir 2.688 kr. 12 mánuðir 2.473 kr. DV sent heim þrisvar í viku, á mánudögum, miðviku dögum og föstudögum. Netáskrift fylgir frítt með! Komdu í áskrift Það er ódýrara en þig grunar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.