Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Qupperneq 18
Í slendingur sem fékk lán fyrir hús­ inu sínu borgar tvö og hálft til þrjú hús til baka á meðan fólk erlend­ is greiðir einungis eitt og hálft hús til baka. Þetta er alveg óumdeilan­ legt,“ segir Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur og stjórn­ armaður hjá  Já Ísland. Á heimasíðu samtakanna má finna reiknivél sem sýnir mun á íslenskum húsnæðis­ lánum og þeim lánum sem bjóðast í evru löndum. Tölurnar eru sláandi Benedikt segir að reiknivélin sýni í raun og veru hver munurinn sé á því að vera með lægri vexti og að menn hafi verið að skoða þetta til lengri tíma. „Það mun taka Íslend­ inga nokkur ár að taka upp evruna ef við göngum í ESB og þetta er því ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu. Lántakar munu þó væntanlega skuld­ breyta lánum sínum eins og fólk gerði hér um árið því tölurnar sem fást úr reiknivélinni eru sláandi. Ég var mjög skeptískur á þetta fyrst en þau próf sem ég gerðir stóðust öll,“ segir hann og bendir á að vextir í Danmörku í dag séu 2 prósent með 15 ára binditíma og hægt er að fá húsnæðislán með 0,87 prósenta breytilegum vöxtum. Aðspurður hvort Íslendingar geti verið fullkomlega vissir um að með því að taka upp evru verði lánakerfið hér eins hliðhollt neytendum og það er í evrulöndunum núna segir hann að erfitt sé fullyrða um slíkt. „Lang­ tímaspár segja að það yrði okkur hag­ stæðara en það er augljóst að það hefði breytt miklu á því tímabili sem liðið er.“ Á Já Ísland segir að það fylgi því gífurlegur kostnaður og óvissa að halda í krónuna en reiknivélin sýnir hverjar eftirstöðvar lána eru í dag og hverjar þær væru ef lánið hefði verið tekið á meðaltalsvöxtum í evruríkj­ unum.  Lánin langdýrust hér á landi „Við gerðum könnun á húsnæðislán­ um fyrir nokkrum árum í allmörgum Evrópulöndum og þá var langdýr­ ast að taka lán hér,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda­ samtakanna, aðspurður hvort sam­ tökin hafi borið saman íslensk hús­ næðislán við erlend. Hann segir að einnig hafi verið unnin skýrsla um kosti og galla ESB­aðildar og í ljós hafi komið að lánakostnaður heim­ ilanna mundi lækka við inngöngu. Aðspurður hvaða áhrif það muni hafa göngum við í ESB segir Jó­ hannes að það muni líða ákveðinn tími þar til við gætum tekið upp evr­ una. Að þeim tíma liðnum muni fólk væntanlega skuldbreyta lánum sín­ um sem mundi breyta miklu varð­ andi lán heimilanna. Hann segir það vel raunhæft að bera saman íslensk og erlend hús­ næðislán eins og gert er á heima­ síðu Já Ísland. „Ég held að það sé borðleggjandi að kostirnir við þetta verði þeir að þeir vextir sem heim­ ilin greiða í dag muni lækka og það sem er enn mikilvægara er að verð­ tryggingin muni einfaldlega leggjast af sjálfkrafa,“ segir Jóhannes. Hann vill þó taka það skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytenda­ samtakanna að segja til um hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki. „Frekar, eins og í þessu tilviki, að gera rannsókn á því hvaða kosti og galla það hefur í för með sér. Eins göngum við út frá því að endan­ legur samningur fari fyrir þjóðarat­ kvæðagreiðslu. Það er það eina eðli­ lega í stöðunni því þjóðin á að ráða þar sem um mjög stórt skref er að ræða,“ segir hann að lokum. Minni verðbólga og lægri vextir Þess má geta að vextir eru misjafnir eftir löndum innan ESB en á síð­ unni segir að miðað sé við meðaltal þeirra. Þar segir einnig að reiknivélin sýni tvennt; annars vegar hina miklu verðbólgu á Íslandi og hins vegar háa vexti. Evruútreikningurinn sýni hvernig lán sem tekið hefði verið í íslenskum krónum með þeim kjör­ um sem buðust á evrusvæðinu stæði núna. Jafnframt að Íslendingar þurfi bæði minni verðbólgu og lægri vexti Hugsum vel um grillin n Mikilvægt að umgangast þau vel og halda þeim hreinum Þ rif á grilli eru mikilvæg og þar sem grilltímabilið er að ná hámarki er vert að minna á hvernig best er að umgang­ ast það til að það endist sem best og lengst. Á heimasíðu Ellingsen er fjallað um meðferð grillsins og þar segir að grilleigendur ættu að umgangast það eins og bakaraofninn, pottana og pönnurnar á heimilinu. Eftir hverja notkun þurfi að þrífa grindurnar og mikilvægt sé að hreinsa reglulega fitu úr botninum vegna þess að ann­ ars kviknar eldur þegar verið er að grilla. Þá sé gott að hafa grillið í gangi í um það bil 10 mínútur eftir að mat­ reiðslu er lokið til að brenna fituna. Einnig þurfi að hreinsa eldunar­ fletina og best sé að þrífa krómaða fleti og keramikfleti með sápuvatni. Þurrka skuli svo vandlega og geyma grindina inni þangað til grillað er næst. Best er að þrífa keramikfleti með sápuvatni. Mælt er með að þvo steypujárnið úr sápuvatni, þerra það svo vandlega og bera dálítið af jurta­ olíu á svæðið og best sé að gera þetta eftir hverja notkun. Að lokum er fjallað um hreinsun á brennurum og segir að gott sé að gera það á tveggja til þriggja mánaða fresti. Stíflanir í blendipípunum geti valdið íkveikju og ef eldur kviknar í blendipípunum skuli slökkva tafar­ laust á grillinu. E ld sn ey ti Algengt verð 250,8 kr. 248,7 kr. Algengt verð 250,7 kr. 248,5 kr. Algengt verð 250,6 kr. 248,4 kr. Algengt verð 250,9 kr. 248,7 kr. Algengt verð 252,8 kr. 248,7 kr. Algengt verð 250,7 kr. 248,5 kr. Þrifu bílinn n Lofið fá starfsmenn á Olís við Gullinbrú en viðskiptavinur hafði eftirfarandi að segja: „Ég var að taka bensín þar um daginn og vil fá að þakka strákunum á dælunum. Þeir sáu að það var fuglaskítur á bílnum og voru svo sætir að þeir tóku bara bílinn og þrifu hann á meðan verið var að dæla á hann. Mér fannst þetta svo fallegt af þeim og þeir rukkuðu mig ekkert aukalega fyrir það.“ Bragðlaus og óspennandi n Lastið að þessu sinni fær Kaffitár en óánægður viðskiptavinur sendi DV eftirfarandi: „Ég fór á Kaffitár í hádeginu um daginn og keypti mér kjúklingavefju. Það stóð að hún væri með avókadó, chili og fleira góðgæti sem hljómaði mjög girnilega. Í fyrsta lagi beið ég mjög lengi eftir að fá matinn og þegar vefjan loksins kom var hún bragð­ laus og óspennandi. Það má eigin­ lega segja að þetta hafi verið kjúk­ lingur í brauði og ekkert annað. Ég sá að vísu glitta í örlítið guacamole en það var ósköp lítið.“ Sólrún Guðmundsdóttir, rekstr­ ar­ og markaðsstjóri sagði í sam­ tali við DV að Kaffitár kunni vel að meta að fá ábendingar frá við­ skiptavinum, bæði lof og last, en með því að hlusta á viðskiptavini telur hún að fyrirtækið geti betur uppfyllt þarfir þeirra. „Við rekum átta kaffihús og við munum fara yfir þessi mál með starfsfólki okk­ ar, bæði hvað varðar afgreiðslu­ tímann og eins hvort að þurfi að betrumbæta kjúklingavefjuna, sem hefur verið mjög vinsæl. Í hádeginu er oft mikil ös og þar af leiðandi hægist stundum aðeins á afgreiðslunni. Við höfum reynt að bregðast við með því að hafa fleira starfsfólk á álagstímum. Okk­ ur þykir mjög leitt að heyra um þennan óánægða við­ skiptavin. Ef að hann hefur áhuga á má hann hafa samband við mig og ég myndi bjóða honum í há­ degisverð til okkar honum að kostnaðarlausu.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Þrif á grillum Best er að þrífa grillið eftir hverja notkun. Mynd: DV Ísland með dýrustu húsnæðislánin n Samkvæmt Já Ísland borga Íslendingar nær þrjú hús með húsnæðislánum sínum n Evrópubúar borga ígildi eins og hálfs 18 Neytendur 4. júní 2012 Mánudagur Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.