Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Side 20
Njóttu sólar skynsamlega 20 Lífstíll 4. júní 2012 Mánudagur n Óhófleg sól veldur sortuæxlum n Tíðnin margfaldast hér á landi U m leið og sólin lætur sjá sig flykkjast Íslendingar út úr öllum skúmaskotum til að sleikja hana í bak og fyrir. Við erum þekkt fyrir að nýta þessa örfáu daga á ári, sem sú gula lætur sjá sig, til hins ýtrasta. Marg- ir vilja þó gleyma sólaráburðinum og sumir telja jafnvel að það taki því ekki að bera hann á sig vegna þess að sólin á Íslandi sé ekki svo sterk. Það er hins vegar mikill misskilningur því sólin á Íslandi getur verið mjög sterk og ljós húð Íslendinga brennur auð- veldlega, jafnvel þó ekki sé sól. Óhófleg sól er einn helsti orsaka- valdur sortuæxla og sólbruni eyk- ur hættuna verulega, sérstaklega ef börn og unglingar brenna. Sortuæxli er alvarlegasta tegund húðkrabba- meins og tíðni þess á Íslandi hefur margfaldast á síðustu tuttugu árum. Talið er að aukin sólardýrkun skipti þar höfuðmáli. Sortuæxli er sjöunda algengasta tegund krabbameina hjá konum og tólfta hjá körlum. Þá er sortuæxli algengasta krabbamein sem konur á aldrinum 20 til 35 ára fá, en árlega greinast um þrjátíu tilfelli af sortuæxli á Íslandi og þrjátíu for- stigs sortuæxli. Vert er að hafa í huga að allir geta fengið sortuæxli en þeir sem eru með ljósa húð eru í mestri hættu. Það er þó óþarfi að fara að hræðast sólina, heldur frekar að læra að njóta henn- ar á skynsamlegan hátt. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga á sólríkum sumardög- um. A Forðumst sólina um miðjan daginn, en geislar sólarinn- ar eru sterkastir frá klukkan 11.00 til 15.00. Þrátt fyrir að himinninn sé skýjaður er ekki þar með sagt að geislar sólarinnar séu ekki skaðleg- ir. Um hádegi á skýjuðum degi nær meiri geislun til jarðar en á heið- björtum degi um klukkan 16.00. B Sitjum í skugganum, en það er góð og einföld leið til að verjast útfjólubláum geislum sólarinnar. C Klæðumst fötum. Að klæðast víð-um langerma skyrtum og síðbux- um er þægileg og árangursrík aðferð til að verjast geislum sólarinnar þeg- ar maður þarf að vera utanhúss um miðjan dag. Barðastórir hattar veita augum, eyrum, andliti og aftanverð- um hálsi góða vörn en á þessum stöð- um hættir okkur sérstaklega til að sól- brenna. D Notum sólaráburð.  Nauðsyn-legt er að bera nægilegt magn af sólaráburði á þau svæði húðar- innar sem sólin skín á. Áburðurinn verður að veita vernd gegn bæði A- og B-geislum og vera með stuðulinn 15 eða hærri. Bera á áburðinn á hálf- tíma áður en farið er í sólina og end- urtaka á tveggja klukkutíma fresti. Munum að jafnvel vatnsþolinn sól- aráburður máist af við það að þurrka sér með handklæði og þegar maður svitnar eða er lengi í vatni. E Verum með sólgleraugu sem veita algjöra vernd fyrir útfjólu- blárri geislun. Sólgleraugu með vörn gegn bæði A- og B-geislum draga stórlega úr áreiti sólargeislunarinn- ar á augun, en slíkt getur orsakað ský á auga (e. cataract) og aðra augnsjúk- dóma. F Forðumst ljósabekki. Geislunin frá sólarlömpum getur skaðað húðina og augun. Og sú brúnka sem fæst frá sólarlömpum ver húðina ekki fyrir geislun frá sólinni. Það er því er ekki hægt að undirbúa húðina fyrir ferð til sólarlanda með því að fara í sólarlampa á sólbaðstofu. Upplýsingar af heimasíðum Lýðheilsu- stöðvar og Landlæknisembættisins solrun@dv.is 6 heitustu borgirnar fyrir einhleypa yfir fertugt n Ertu búin/n að vera lengi á markaðnum? Ertu orðin/n þreytt/ ur á að skemmta þér innan um sömu einhleypu Íslendingana og sjá sömu ástföngnu pörin helgi eftir helgi? Prófaðu eitthvað nýtt og skelltu þér til heitustu borga Bandaríkjanna sem hafa upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða fyrir fertuga og eldri. 1 Tampa Sólrík borg í Flórída, sjóðheit fyrir einhleypt full- orðið fólk. Í Tampa eru fleiri ógiftir ein- staklingar sem eru komnir yfir fertugt en í nokkurri annarri bandarískri borg. Veðrið er alltaf gott svo að möguleik- arnir til stefnumóta eru endalausir. 2 Seattle Bátar, gallerí og ferskir sjávarréttir. Það er nóg að gera í Seattle. Borgin varð nýlega í öðru sæti á lista yfir borgir sem bjóða upp á frambærileg einstæða feður en samkvæmt sömu vefsíðu eru ein- stæðir feður mun virkari á stefnu- mótamarkaðnum en barnlausir kynbræður þeirra. 3 San Francisco Íbúar San Francisco gifta sig seinna en aðrir Ameríkanar sem þýðir að það er fjöldinn allur af einhleypu fólki búsettur í borginni. 4 Baltimore Djassklúbbar, hafnarbolti og náttúrufegurð. Möguleikarnir í afþreyingu eru endalausir fyrir fertuga og eldri. 5 Atlanta Þekkt fyrir sjóðheitt næturlíf sem er ekki aðeins fyrir þrítuga og yngri. Notendur stefnumótasíðunnar howaboutwe. com sem eru komnir yfir fertugt eru flestir búsettir í Atlanta. 6 St. Louis Óteljandi barir og skemmtistaðir sem eru ekki aðeins ætlaðir þeim allra yngstu. Meðhöndlun sólbruna n Eftir að hafa verið lengi í sólinni þarf húðin á raka að halda og því er nauðsynlegt að bera þar til gerð krem á líkamann eftir sólböð og útiveru á góðviðrisdögum. Á það við hvort sem húðin hefur brunnið eða ekki. Best er að nota „after sun“-krem eða gel unnið úr Aloe vera-plöntunni. Það er sérstaklega græðandi og kælandi, sérstaklega ef það er geymt inni í ískáp. n Sólbruni kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að húðin brennur. Bruninn lýsir sér með brennandi tilfinningu, kláða og öðrum óþægindum í húðinni. Í mjög slæmum tilfellum geta myndast vökvafylltar blöðrur á brunasvæðunum. Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir sól geta einnig fengið sólarexem með tilheyrandi kláða. „After sun“-krem og Aloe vera-gel geta slegið á óþægindin, en sólbruna og sólarexem má einnig meðhöndla með vægu sterakremi, til dæmis Mildison. Sterakrem má þó ekki bera á augnlok eða í kringum augu. (Upplýsingar af lyfja.is, Jóna Valdís Ólafsdóttir lyfjafræðingur) Sólin er sterk Íslenska sólin getur orðið mjög sterk og því er nauðsynlegt að verjast útfjólubláum geislum hennar á réttan hátt. Heim með bóndabrúnku og brunnið nef n Rithöfundurinn Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba Marinós eins og hún er alltaf kölluð, er vön að gæta sín í sólinni en tókst þó að sólbrenna ansi illa á dögunum. „Ég fór út að borða í hádeginu á mánudag- inn var á Vegamótum og sat þar í portinu í nokkra klukkutíma. Íslenska sólin er mjög sterk og fólk áttar sig oft ekki á henni, ég fór heim með bóndabrúnku og brunnið nef og nóttin fór í að maka á sig aloe vera. Hvorki skynsamlegt né smart – ég hvet íslensk veitingahús með útiborð til að vera með sólarvörn á borðunum – ódýrt en skemmti- legt og kúnnarnir kunna að meta það.“ Hún segist sjaldan brenna enda passi hún vel upp á húðina, noti bæði sólaráburð og dagkrem með vörn. Hún gleymir sér þó ein- staka sinnum með óþægilegum afleiðingum líkt og sést á myndinni. Tobba á sér engan uppáhaldssólaráburð og notar yfirleitt Hawaian Tropic vegna þess hve hann lyktar vel. Hún gerir einfaldlega þær kröfur að áburðurinn virki vel og sé frekar náttúrulegur. n Á hún einhver góð ráð handa lesendum DV? „Alltaf kaupa dagkrem með spf 15 það er að segja með vörn í – sérstaklega fyrir karlmenn sem nota ekki meik eða púður og eru því alveg berskjaldaðir. Það er hinn mesti misskilningur að fólk verði minna brúnt með vörn – það verður brúnt en fer betur með húðina og losnar við roðann! Eins má fólk slaka á sólgleraugunum – risa hvít för í kringum augun eru undarleg!“ Brann illa Tobba gleymdi sér í sólinni og þetta urðu afleiðingarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.