Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2012, Page 26
26 Fólk 4. júní 2012 Mánudagur Dauðhræddar sjónvarpsstjörnur n Steindi Jr. og Auðunn Blöndal í Evrópska drauminum É g bað hann um að telja upp að þremur fyrst. Hann leit á mig, sagði „yes“ og henti mér svo út,“ segir Steinþór H. Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., um það þegar hann fór í fallhlífarstökk við tök- ur á þættinum Evrópska draum- inum sem sýndur verður á Stöð 2 innan skamms. Þátturinn er framhald af Ameríska draumn- um sem sló í gegn á síðasta ári en í þeim evrópska keppa Steindi og Auðunn Blöndal á móti Sverri Þór Sverrissyni og Pétri Jóhanni Sigfússyni. „Þetta var án djóks hræði- legt,“ segir hann og hlær þegar hann rifjar upp hræðsluna sem greip um sig í hópnum en ásamt Steinda voru í flugvélinni Auð- unn Blöndal, liðsfélagi hans, og kvikmyndatökumaðurinn og Rottweiler-hundurinn Lúð- vík Páll Lúðvíksson. „Við hitt- um þessa menn úti á túni ein- hvers staðar og þeir töluðu ekki stakt orð í ensku. Svo var okkur troðið í pínulitla flugvél og sát- um þarna í klofinu hver á öðr- um. Þegar við vorum komnir í loftið áttaði Lúlli sig á því að það var ekkert til þess að halda sér í. Bara ekki neitt og hurðin var að fara að opnast eftir nokkrar mín- útur og hann ekki með neina fallhlíf.“ Auðunn og Steindi fóru um austurhluta Evrópu á meðan Sveppi og Pétur Jóhann fór um þann syðri. Steindi segir áhætt- una við stigasöfnunina hafa aukist jafnt og þétt eftir því sem austar dró í álfunni. „Þetta var á köflum eins og eitthvert atriði úr Hostel,“ segir Steindi en á með- al þess sem þeir lögðu á sig til að hala inn stig var að fara í snáka- bað. „Þegar ég spurði þá hvort þessir snákar væru eitraðir vissu þeir ekki neitt. Þeir fengu þetta bara hjá einhverjum öðrum gaur sögðu þeir. Síðan ég spurði þá hvort þeir hefðu gert ein- hverjar ráðstafanir ef við yrðum bitnir. Þá bentu þeir á unglings- strák í alltof stórri svuntu sem hélt á risastórri sprautu. Þessi náungi var aldrei læknir.“ Steindi segir ferðalagið hafa verið mikið ævintýri þó hann hafi óttast um líf sitt oftar en góðu hófi gegndi en þættirnir hefjast föstudaginn 29. júní. asgeir@dv.is Nýir umsjónar­ menn Hlaupa­ nótunnar „Nýjustu umsjónarmenn Hlaupanótunnar á Rás 1!“ segir Helgi Seljan í gamni sínu og skellir mynd af blaðamannapössum þeirra karlmanna sem eru álitsgjaf- ar á EM á Facebook-síðu sína. Á dögunum birti femín- íska síðan knúz.is opið bréf þar sem Ríkisútvarpið var minnt á að gæta jafnvægis á milli kynjanna í umfjöllun um Evrópumeistarakeppn- ina í knattspyrnu 2012. Í bréfinu er sagt frá því að á undanförnum árum hafi oft orðið misbrestur á því að konum sé boðið í sjónvarps- sal til þess að ræða um leik- ina, stöðuna og annað sem máli kann að skipta og má ætla að Helgi Seljan skjóti þarna nokkrum föstum skot- um í gamni sínu á yfirmenn sína sem eiga bágt með að aðlaga sig jafnréttislögum. M akar forsetafram- bjóðendanna voru í viðtali í síðasta helgarblaði DV og voru myndaðir fyrir utan Bessastaði. Ástþór Magn- ússon fylgdi eiginkonu sinni Nataliu Wium í myndatök- una og var andrúmsloftið milli hans og Svavars Halldórsson- ar, eiginmanns Þóru Arnórs- dóttur, í meira lagi þungt. „Hann líkti eiginkonu minni við vaggandi gæs, ég tek ekki í höndina á svona manni,“ sagði Svavar um Ástþór en ljósmyndari DV veitti snörp- um orðaskiptum þeirra eftir- tekt þegar Svavar neitaði að taka í framrétta hönd Ástþórs fyrir utan Bessastaði. Sýndi Þóru óvirðingu „Hann sýndi Þóru mikla óvirð- ingu,“ sagði Svavar enn fremur sem var afar ósáttur við Ástþór. Áður höfðu Ástþór Magn- ússon forseta fram bjóðandi og stuðnings menn hans sent frá sér myndband þar sem Þóru Arnórsdóttur var líkt við strengjabrúðu. Það myndband hefur nú verið fjarlægt af vefn- um. Svavar og Ástþór eiga ekki á hættu að mætast frekar vegna kosningabaráttunnar því nú er komið í ljós að fram- boð Ástþórs er ekki metið gilt, hann hafði ekki safnað nægum fjölda meðmælenda til fram- boðsins. „Tek ekki í höndina á svona manni“ Ekki lengur í framboði Engin hætta er á því að það komi til deilna á milli Ástþórs og Svavars. Ástþór er ekki lengur í framboði. Svavar fyrir utan Bessastaði Átti snörp orðaskipti við Ástþór Magnússon . n Reiddist Ástþóri í myndatöku n Segir Ástþór hafa líkt Þóru við vaggandi gæs„Hann sýndi Þóru mikla óvirðingu Á biðstofum í blíðunni Almannatengillinn Andrés Jónsson þurfti af eyða lunganum úr síðastliðn- um föstudegi á biðstofum í opinberum byggingum. Dagurinn var með ein- dæmum sólríkur og fannst Andrési það heldur slæmt hlutskipti að þurfa að hanga inni í góða veðrinu. Hann greindi frá þjáningunni á Twitter-síðu sinni. „Það sem maður ætti ekki að vera að gera á svona sólríkum degi: sitja á biðstofu tollstjórans í Reykjavík.“ Harpa rakaði af sér hárið Harpa Einarsdóttir fata- hönnuður skartar nú snoð- uðum kolli en áður var hún með langa lokka. Harpa sýndi kollinn í viðtali við Líf- ið í Fréttablaðinu á fimmtu- daginn og sagði í gríni að lík- lega hafi hún fylgt fordæmi Britney Spears. Harpa gekk í gegnum erfið- leika fyrr á árinu þegar hún komst að því að fjarlægja þurfti P-púða úr líkama hennar og segist koma sterk- ari úr þeim raunum. Hún þykir bera kollinn með af- brigðum vel enda hin falleg- asta kona. Steindi Jr. Óttaðist um líf sitt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við tökur á Evrópska drauminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.