Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Page 12
É g segi alveg eins og er, ég er mjög ósáttur við niðurstöðuna og er búinn að áfrýja málinu,“ seg- ir Haukur Már Haraldsson fyrr- um framkvæmdastjóri hjá Lands- bankanum. Hann var á mánudaginn dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi fyrir fjárdrátt. Hauki er gert að sök að hafa millifært 118 milljónir króna af reikningi NBI Holdings Ltd. þann 8. október 2008, inn á eigin reikning. Þetta er í þriðja sinn sem Héraðs- dómur dæmir í málinu en tvisvar áður hefur Hæstiréttur ógilt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og vísað aftur í hérað. Fyrst var Haukur sýkn- aður en svo dæmdur í tveggja ára fangelsi. Nú var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Haukur er afar ósáttur við dóminn og hefur lýst yfir sakleysi sínu frá upphafi. „Ég er sér- staklega ósáttur núna því í dómnum er fallist á að ég hafi haft allar heim- ildir til að gera þetta en það er gefið í skyn að af því að ég hafi ekki verið búinn að leiðrétta þetta þá hafi ver- ið einhvers konar ásetningur falinn í því. En það er ekkert efast um að ég hafi haft allar heimildirnar.“ Haukur neitaði því fyrir dómi að hafa ætlað að hagnast með því að ná fénu til sín. Það hafi verið gert sem öryggisráðstöfun til þess að féð myndi ekki glatast þegar Lands- banki Íslands féll og hann hafi því ekki ætlað að hagnast á kostnað NBI Holdings Ltd. Hann hafi í raun setið í stjórn fyrir tækisins til ársins 2010. „Ég sat í stjórn í fyrirtækisins til ársins 2010 og stjórnarmennirnir gerðu engar athugasemdir við setu mína þar,“ segir Haukur og segist sjálfur hafa beðið um úrlausn úr stjórn- inni. Haukur segir málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína. „Auðvitað er það mjög hvimleitt að hafa búið við þetta á fjórða ár, það verður ekki af því skafið.“ Hann ætlar alla leið með málið og hefur áfrýjað því til Hæstaréttar Ís- lands. Hann vonast til að niðurstað- an verði honum í hag. „Að sjálfsögðu vona ég það. Ég verð að hafa smá trú á réttarkerfinu þrátt fyrir þetta allt.“ Ósáttur og ætlar að áfrýja n Haukur Már dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Dæmdur í þriðja sinn Haukur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann er ósáttur við dóminn og ætlar að áfrýja. Jón Ásgeir færði kyrr- settan Hummer til 365 J ón Ásgeir Jóhannesson fjárfest- ir færði Hummer-bifreið sína yfir á eignarhaldsfélag í eigu 365 miðla, fjölmiðlasamsteypu í eigu eiginkonu hans, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, í ágúst árið 2011. Á bifreiðinni hvílir tæplega 200 milljóna króna kyrrsetningargerð frá Glitni banka. Bifreiðin er í eigu sama félags og á glænýja, svarta Range Rover Evoque-bifreið sem DV greindi frá í síðustu viku að Jón Ásgeir hefði afnot af. Félagið sem um ræðir, Hverfiseignir ehf, hefur verið rekið með tapi undan- farin ár en það á þessa tvo bíla auk fasteigna. Báðir bílarnir tengjast Jóni Ásgeiri Hummer-bifreiðin hefur aðeins verið í eigu Jóns Ásgeirs og Hverfiseigna síð- an hún var fyrst skráð hér á landi árið 2003. Kyrrsetningargerðin sem hvílir á bílnum var gerð í maí árið 2010 en það þýðir að rúmt ár leið frá því að bifreiðin var kyrrsett þangað til hún var færð yfir í dótturfélag 365 miðla. Eins og fram kom í svari Jóns Ásgeirs í síðustu viku við fyrirspurn DV vegna Range Rover- bifreiðarinnar þá eiga 365 miðlar nokkurn fjölda annarra bíla. Athyglis- vert er þó að aðeins tvær bifreiðar eru skráðar á dótturfélagið og virðast báð- ar bifreiðarnar tengjast Jóni Ásgeiri með einum eða öðrum hætti. „Ég hef bara ekki heimild til að tjá mig um þetta mál. Ég get því mið- ur ekki skýrt það út. Það eru ýms- ar ástæður sem liggja að baki,“ sagði Stefán Hilmar Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, aðspurður um ástæður þess að Hverfiseignir keyptu bílinn af Jóni Ásgeiri. Stefán svaraði því þó að bifreiðin hafi ekki verið not- uð sem hlutafé í fyrirtækinu líkt og flestar aðrar eignir félagsins sem Ingi- björg hefur fært inn í félagið. Hann vísaði frekari spurningum um málið á Jón Ásgeir sjálfan, sem þó er hvorki eigandi né einn af stjórnendum félags- ins. Jón Ásgeir svaraði ekki fyrirspurn- um DV um málið. Ingibjörg vildi heldur lítið tjá sig um málið og vísaði á forstjóra 365 miðla, Ara Edwald. „Já, bíllinn var keyptur,“ segir Ingibjörg aðspurð um málið en hún vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um af hverju þessi tiltekni bíll var keyptur né hver hefði afnot af bílnum. „Ef þú þarft fleiri upplýsingar um þetta eða skilur þetta ekki er forstjóri í félaginu sem þú getur haft samband við. Það er forstjórinn í félaginu sem rekur félag- ið.“ Ekki náðist í Ara vegna málsins. Fasteignir fyrir 300 milljónir Einkahlutafélagið Hverfiseignir er að öllu leyti í eigu 365 miðla, sem er sam- kvæmt skráningu Fjölmiðlanefndar að langstærstum hluta í eigu Ingibjargar. Félagið skilaði tapi upp á 2,6 milljón- ir króna samkvæmt ársreikningi þess fyrir rekstrarárið 2010 og var eigið fé neikvætt um 2,2 milljónir í lok sama árs. Tilgangur félagsins er umsýsla og rekstur fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur. Jón Ásgeir er hvergi skráður eigandi. Samkvæmt ársreikningnum eru fasteignir í eigu félagsins metnar á rúmar 204 milljónir króna samkvæmt vátryggingarmati en fasteignamatið er um það bil 70 milljónum króna lægra. Samkvæmt ársreikningi er virði eign- anna hins vegar skráð 315 milljónir króna, en það var verðið sem þær voru keyptar á út úr öðru félagi í eigu Ingi- bjargar. Eignir frá Baugi og Jóni Ásgeiri Þegar rýnt er í eignasafn Hverfiseigna kemur í ljós að félagið er eins konar kista fyrir eignir sem áður voru í eigu Jóns Ásgeirs eða félaga tengdum hon- um. Til að mynda er ein af fjórum fast- eignum félagsins flugskýli á Reykja- víkurflugvelli. Flugskýlið var í eigu Baugs á árunum fyrir hrun en það var keypt af einkahlutafélaginu Sigk- ari í júlí árið 2007 þó að ekki hafi verð greitt fyrir það. 16. október 2008, ör- fáum dögum eftir bankahrunið, var það svo fært úr Baugi og yfir til Síðustu mílunnar ehf. með samþykki stjórnar Baugs. Það félag er í eigu Guðmundar Inga Hjartarsonar og eiginkonu hans, Sigríðar Sigmarsdóttur, en Guðmund- ur er æskuvinur Jóns Ásgeirs. Ekki var greitt fyrir flugskýlið við þá tilfærslu frekar en þegar félagið komst í eigu Baugs. Nú hefur flugskýlið hins vegar ratað í hendurnar á Hverfiseignum. Þrjár aðrar fasteignir eru skráð- ar á félagið en um er að ræða vöru- geymslu að Laugavegi 1B þar sem meðal annars IP Studium, félag í eigu Ingibjargar, hefur verið skráð til húsa, Hverfisgata 18, þar sem meðal annars myndagallerí í eigu Ingibjargar hef- ur verið til húsa auk kaffihússins Bar 11 og lóð við Traðarkotssund 6. Í um- fjöllun DV um fasteignirnar árið 2010 sagði Ingibjörg að fasteignirnar hefðu verið nýttar til hlutafjáraukningar í 365 miðlum. n 200 milljóna kyrrsetningargerð hvílir á bílnum n Færður í dótturfélag 365 miðla í fyrra Losaði sig við bílinn Jón Ásgeir Jóhann- esson losaði sig við bílinn rúmu ári eftir að slitastjórn Glitnis fékk bílinn kyrrsettan gegn 200 milljóna króna tryggingu. Bílinn færði hann yfir á félag í eigu eiginkonu sinnar, Ingibjargar Pálmadóttur. Má ekkert segja Stefán Hilmar Hilm- arsson, framkvæmdastjóri Hverfiseigna, vísaði öllum spurningum um málið á Jón Ásgeir, sem er þó hvergi skráður eigandi eða stjórnandi félagsins. MynD Hörður svEinsson Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is sams konar bíll Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni Hummer H2 sem er eins konar lúxus- útgáfa af herbílnum Hummer H1. 12 Fréttir 27. júní 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.