Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Side 14
Bílasali talinn eiturlyfjabarón
n Vandræðaleg uppákoma fyrir lögregluna í Mexíkó
L
ögregluyfirvöld í Mexíkó hafa
viðurkennt stórkostleg mistök
þegar þau handtóku mann sem
þau töldu vera son Joaquin
Guzmán, stærsta eiturlyfjabaróns
heims. Guzmán þessi gengur iðulega
undir nafninu „Sá stutti.“ Lögreglan
í Mexíkóborg fagnaði handtökunni
og taldi hana stóran áfanga í barátt-
unni við Sinaloa eiturlyfjahringinn
sem Guzmán stýrir. Blóðug styrjöld
eiturlyfjagengja í Mexíkó hefur kostað
tugi þúsunda lífið og er talið að son-
ur Guzmáns, Jesus Alfredo „Sá feiti“
Guzmán, hafi verið í lykilhlutverki í hr-
ingnum. Í tilefni af handtökunni var
hinn meinti Guzmán yngri klædd-
ur upp í skothelt vesti og sýndur fjöl-
miðlum á blaðamannafundi. Hann
var mjög niðurlútur að sjá, virtist mjög
skelkaður og horfði stjarfur í gólfið án
þess að svara nokkrum spurningum
fréttamanna um hvar faðir hans væri
niðurkominn.
Allir stærstu fjölmiðlar heims fjöll-
uðu um handtökuna fyrir helgi, sem
þótti mjög jákvæð fyrir kosningabar-
áttu Felipe Calderon, forseta Mexíkó.
Ríkisstjórn hans hefur stórhert bar-
áttuna við glæpagengin og því þótti
handtakan til vitnis um góðan árang-
ur í stríðinu.
Fljótlega eftir blaðamannafundinn
fóru hins vegar að renna tvær grímur á
lögregluyfirvöld. Eftir að hafa rannsak-
að málið enn ítarlegar, staðfesti tals-
maður lögreglunnar að maðurinn sem
var í haldi, væri ekki sonur Guzmán
heldur ungur bílasali í borginni Gu-
adalajara. Lögmaður Guzmán fjöl-
skyldunnar sendi síðan frá sér yfirlýs-
ingu skömmu eftir fundinn þar sem
því var lýst yfir að umræddur mað-
ur væri sannarlega ekki hluti af fjöl-
skyldunni.
Málið þykir allt hið vandræðaleg-
asta fyrir bæði ríkisstjórn Mexíkó og
bandarísku eitulyfjalögregluna, DEA,
sem tók þátt í lögregluaðgerðinni
þegar maðurinn var handtekinn.
Georg ein-
mana dauður
Risaskjaldbaka, sem fékk nafnið
Georg einmana, er dauð, 100 ára
að aldri. Georg þessi bjó alla sína
ævi í þjóðgarðinum á Galapa-
gos og er talinn hafa verið síðasta
skjaldbaka sinnar tegundir. Georg
einmana fannst árið 1972 og hef-
ur síðan verið tákn fyrir eyjarnar
sem gegndu lykilhlutverki þegar
Charles Darwin setti saman þró-
unarkenninguna. Þó að Georg hafi
verið hundrað ára, þá þótti það
ekki sérlega hár aldur og höfðu
vísindamenn búist við því að hann
myndi lifa í nokkra áratugi í við-
bót.
Einu sinni voru milljónir slíkra
skjaldbaka á jörðinni, á tímum
risaeðla voru þær um alla Ame-
ríku, Evrópu og Asíu. Þær dóu hins
vegar út á flestum stöðum í heim-
inum en náðu að lifa á Galapagos-
eyjum. Charles Darwin heimsótti
eyjarnar árið 1835 og rannsakaði
skjaldbökur á nokkrum eyjum.
Hann tók eftir því að skjald-
bökurnar á hverri eyju voru ólíkar
en að þær áttu augljóslega sömu
forfeður. Sú uppgötvun styrkti
kenningu Darwins um að skjald-
bökurnar hefðu þróast.
Konur mega
keppa
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa
ákveðið að heimila konum að
keppa á ólympíuleikunum í
London í sumar. Ákvörðunin er
talin hafa verið tekin í skugga þess
að Alþjóða Ólympíunefndin hafði
hótað að banna Sádi-Arabíu að
taka þátt í leikunum vegna kynja-
mismununar. Ein kona frá Sádi-
Arabíu mun keppa á ólympíuleik-
unum í London, en það er Dalma
Rushdi Malhas sem keppir í hesta-
íþróttum. Fleiri konur gætu þó
keppt fyrir hönd landsins, en þær
munu samkvæmt opinberum
upplýsingum „verða klæddar til
þess að viðhalda virðingu sinni.“
Þessi yfirlýsing er talin þýða að
konurnar muni verða klæddar í
víða galla og með slæðu um höf-
uðið, sem hylur hár þeirra en þó
ekki andlit.
Þetta er talið risastórt skref í átt
að kynjajafnrétti en hefur valdið
mótmælum meðal trúarhópa í
landinu. Abdullah konungur hef-
ur hins vegar stutt að konur fái að
taka þátt í ólympíuleikunum.
Sýrland á
Suðupunkti
L
iðhlaupum í sýrlenska
stjórnar hernum fjölgar með
hverjum deginum. Á mánu-
daginn lögðu sex foringjar og
33 hermenn niður vopn og
flúðu yfir landamærin til Tyrklands,
samkvæmt bandaríska blaðinu New
York Times. Heimildum ber þó ekki
saman um hvort að í þeim hópi sé
háttsettur hershöfðingi. Samkvæmt
fregnum hafa sjö aðrir, þar af þrír
orrustuflugmenn, hlaupist undan
merkjum og flúið til nágrannaland-
anna.
Viðkvæmt ástand
Ástandið á svæðinu verður sífellt við-
kvæmara. Fregnir um að að sýrlenski
herinn hafi skotið niður tyrkneska
herþotu hefur valdið miklum titringi.
Evrópusambandið vill að Tyrkland
bregðist varlega við árásinni. Sýr-
lensk yfirvöld segjast þó ekki vera
fjandsamleg í garð Tyrkja, flugvélin
hafi farið inn fyrir lofthelgi landsins.
„Við urðum að bregðast strax við,“
segir talsmaður yfirvalda. „Jafnvel þó
flugvélin hefði verið frá Sýrlandi, þá
hefðum við skotið hana niður.“ Tyrk-
ir segja hins vegar að vélin hafi verið
á flugi yfir alþjóðlegu hafsvæði þegar
hún var skotin niður, eftir að hafa
farið stutta stund inn í lofthelgi Sýr-
lands.
Tyrkir eru aðilar að NATO og
segir Ahmet Davutoglu, utan-
ríkisráðherra Tyrklands, á Twitt-
er að Tyrkir muni styðjast við 4.
grein sáttmála NATO, en í henni er
kveðið á um að aðrar þjóðir banda-
lagsins verði að bregðast við ef ráð-
ist er á eina þeirra eða henni hót-
að. Hann vísaði hins vegar ekki í 5.
grein sáttmálans þar sem kveðið er
á um að árás á eina NATO þjóð sé
árás á þær allar og að þær séu því
skyldugar að svara með viðeigandi
hætti.
Evrópuríki styðja ekki hernað
Leiðtogar NATO-ríkjanna munu halda
neyðarfund í Brussel í vikunni um
ástandið í Sýrlandi, en utanríkisráð-
herra Hollands hefur stigið fram fyrir
skjöldu og sagt útilokað að Evrópuríki
muni styðja hernaðar íhlutun í Sýr-
landi. Ástandið í borginni Homs fer þó
sífellt versnandi. Sýrlenski frelsisher-
inn, sem berst gegn stjórnarhernum,
segir að hermenn Bashar al-Assad,
forseta landsins, ætli að „fremja mestu
fjöldamorð sögunnar.“
Talsmaður frelsishersins segir að
stjórnarherinn sé að senda meira en
100 skriðdreka til Homs og kallar eftir
því að alþjóðasamfélagið stoppi her-
menn Assads áður en þeim tekst ætl-
unarverk sitt. „Við köllum eftir því að
umheimurinn svari kalli okkar og geri
eitthvað fyrir borgina okkar og alla þá
óvopnuðu, óbreyttu borgara sem eru
fastir innan hennar. Samt fáum við
engin svör,“ segir talsmaðurinn, sem
telur víst að þjóðarmorð séu nú fram-
in í Homs.
n Spennan í Sýrlandi vex með hverjum deginum n Neyðarfundur hjá NATO
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Allt í rúst Homs er eins helvíti á jörðu eftir stöðug átök stjórnarhers og uppreisnarhers þar í landi.„Fremja mestu
fjöldamorð
sögunnar.
Rangur maður Þessi ungi bílasali var opinberaður á blaðamannafundi fyrir heimspress-
una. Hann var sagður lykilmaður í stærsta fíkniefnaveldi heims. Seinna kom í ljós að það var
rangt.
14 Fréttir 27. júní 2012 Miðvikudagur