Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Síða 16
Sandkorn U mræðan um komandi for- setakosningar er orðin móð- ursjúk; tilfinningarnar svo heitar að jafnvel skynugustu einstaklingar missa dóm- greindina í atinu. Stuðningsmenn til- tekinna frambjóðenda fara hamför- um á fésbókinni og annars staðar á vefnum. Þeir sem gagnrýna „þeirra frambjóðanda“ eru reknir áfram af slæmum hvötum, eru með „agenda“ eða blindaðir af fóbíum, fordómum eða annars konar skynsemisbrestum. Umræðan á fátt eða ekkert skylt við yfirvegaða orðræðu. Andúð stuðn- ingsmanna á einstaka frambjóðend- um, og eða blind hrifning á öðrum kandídötum, hleypir kappi í hrif- næma menn og tilgangurinn byrjar að helga meðalið. Harðir andstæðingar Ólafs Ragnars Grímssonar telja svo brýnt að losna við hann að gagnrýni á til- tekna mótframbjóðendur hans er ekki tekið með köldum, hlutlausum huga heldur með retóríkina að vopni. Allt er leyfilegt til að losna við Bessa- staðarefinn. Eins og umdeild fortíð Ólafs sjálfs, fordæmingin í rann- sóknarskýrslunni og auðmannadað- ur séu ekki nægilegt púður fyrir þá í sjálfu sér. Andstæðingar Þóru Arnórsdóttur reyna að tína eitthvað slæmt til – bara eitthvað – til að hengja á hana. Það nýjasta er að segja hana taka málstað fjármálafyrirtækja en ekki fólksins í landinu og að hún „Ferð- ist með einkaþotu auðvaldsins“ af því hún hefur ekki viljað gefa upp hverj- ir styrktu framboð hennar, eins og Jakobína Ólafsdóttir orðaði það í að- sendri grein á Smugunni. Tilgangur Jakobínu er: Ólafur Ragnar var ekki eini forsetaframbjóðandinn sem ferð- aðist með einkaþotu auðmanna held- ur gerir Þóra það líka – í óeiginlegri merkingu þó! Sannleikurinn er hins vegar sá að andstæðingum Þóru hef- ur reynst erfitt að finna til „hneyksli“ úr fortíð hennar af því hún er bara ansi slétt og felld. En þegar fátt finnst eru bernskubrek og breyskleikar maka Þóru dregnir fram til að höggva að henni. Ég gagnrýndi framboð og mark- aðssetninguna á Þóru Arnórsdóttur í leiðara í blaðinu á mánudaginn og uppskar blendin viðbrögð. Ýmsir tóku undir gagnrýnina en aðrir voru ósammála henni og töldu að blaðið hefði snúist gegn Þóru með fjand- samlegum hætti. Gagnrýnin þýddi þó ekki að leiðarahöfundur eða blaðið væri á móti framboði Þóru líkt og lýst var í greininni. Þannig voru þó túlk- anir ýmissa lesenda. Hallgrími Helgasyni rithöfundi tókst að lesa það út úr leiðaranum að ég gerðist sekur um mjög svo loðna „dulda kvenfyrirlitningu“ í garð Þóru. „Það versta við þessa grein er þó hin dulda kvenfyrirlitning sem í henni felst, sem er enn sorglegri fyrir þá sök að höfundurinn gerir sér engan veginn grein fyrir henni,“ sagði höfundurinn á fésbókinni. Fáir, ef einhverjir, af lesendum leiðarans sáu þó þessa kvenfyrirlitningu sem Hallgrímur taldi sig hafa séð. Svo hulin var hún öðrum nema næm- um augum rithöfundarins sem sló sig með þessu ranglega til femínísks riddara. Hallgrímur er orðinn svo mikill femínisti að hann sér kynja- fordóma þar sem jafnvel enn sigldari femínistar sjá ekkert misjafnt. Hver vill eiginlega taka undir sjónarmið og rök manns sem blindaður er af kennd eins hatursfullri kvenfyrirlitn- ingu? Með því að hengja stimpillinn „kvenfyrirlitning“ á skrifin beitti Hallgrímur rakalaust fyrir sig einu af ómerkilegri áróðursbrögðum sem fyrirfinnast. Herbragðið er kennt við Lyndon Johnson Bandaríkjaforseta þegar einhverju er viljandi logið upp á einhvern í áróðurstilgangi: „Látum helvítið neita því.“ Fátt er verra en að vera að ósekju vændur um mannfyr- irlitningu, kvenhatur, kynþáttahatur og annað slíkt. Með því að bera slíkt á einhvern án sannana eða raka er gerð tilraun til að grafa undan málflutn- ingi viðkomandi á röngum forsend- um. Ráðist er á viðkomandi mann með því að kenna hann við slæmar, hatursfullar eða mannfjandsamlegar skoðanir en ekki það sem hann segir. Ég get hins vegar ekki annað en neit- að ásökun Hallgríms um kvenfyrir- litningu og vísað í leiðarann sjálfan í rökstuðning fyrir því. Þessar aðferðir Hallgríms eru lýsandi fyrir yfirstandandi kosn- ingabaráttu um forsetaembættið. Þegar Hallgrímur Helgason, þessi oft á tíðum brilljant höfundur og frjálsi andi sem fært hefur landanum ógleymanlegar sögupersónur eins og Bödda Steingríms, er kominn í þetta áróðurs svað fyrir hönd tiltekins fram- bjóðanda eru fá vígi eftir í landi skyn- seminnar. Kosningakappið blindar Hallgrím og heftir. Pólarísering hefur átt sér stað í samfélaginu á milli stuðningsmanna einstakra frambjóðenda sem berjast með kjafti og klóm og öllum tiltæk- um ráðum. Viðkvæðið er: „Ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okk- ur,“ Tilfinningarnar hlaupa svo með stuðningsmennina í gönur og móð- ursýkin verður ríkjandi. Sannleikurinn er hins vegar sá að fólk getur gagnrýnt það sem það styður eða fylgir að málum. Ekki er þar með sagt að viðkomandi sé á móti því sem hann gagnrýnir; gagn- rýni getur verið sett fram í góðri trú og uppbyggilegri. Þetta þarf ekki að vera svo en getur verið það. Stuðn- ingsmaður Sjálfstæðisflokksins gæti til dæmis hæglega gagnrýnt flokkinn opinberlega jafnvel þó hann styðji hann af heilum hug. Að sama skapi er ég ekki á móti Hallgrími Helgasyni þó ég gagnrýni hatursfullan áróður hans. Þvert á móti er ég aðdáandi sumra verka Hallgríms. Sá sem skil- ur þetta ekki er takmarkaður, jafnvel flón. Tilraunir til hlutlausrar, hlut- lægrar, og jafnvel sanngjarnrar gagn- rýni á framboðin eru afgreiddar með hinum verstu orðum en ekki rökum – þeir sem eru á annarri skoðun eru óalandi fífl og fávitar. Svona er íslensk umræðuhefð í að- draganda forsetakosninganna sum- arið 2012. Hingað erum við kom- in: Þetta skammt frá orðræðuhefð fylkinga kalda stríðsins og áróðurs- glamurs átakastjórnmála. Á sama tíma grasserar blind persónudýrk- unin og gagnrýnisleysið fram yfir kosningar. Mikið verður nú fínt þegar þessar forsetakosningar verða búnar og þetta brenglaða ástand að hluta – vonandi – liðið hjá að sinni. Forsetinn lagður niður n Frambjóðendur í for- setakosningunum hafa margir hverjir gert út á lýð- ræðislegt hlutverk forsetans, ekki síst Ólafur Ragnar Grímsson. Lýðræðisfé- lagið Aldan, sem einmitt vinnur að bót- um á lýðræði, samþykkti ályktun á dögunum um forsetann. Ályktunin var að lýðræðinu væri best þjón- að með því að leggja niður embættið, enda væri það fremur konunglegt en lýð- ræðislegt. Stjórnmálatengsl Vigdísar n Þóra Arnórsdóttir hefur líkt sjálfri sér við Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Vig- dís þurfti sjálf að verj- ast aðsókn manna, sem reyndu að tengja hana við stjórn- mál, þegar hún bauð sig fram 1980. Líklegt þótti að hún væri frjálslynd alþýðubanda- lagskona, þótt hún gæfi það ekki út. Hins vegar hafði hún, nokkrum árum fyrir framboð sitt, verið op- inber andstæðingur her- setunnar á Keflavíkurflug- velli. Andstæðingar hennar reyndu að grafa undan henni með þeirri tengingu, en þegar nánar var að gáð var ljóst að Vigdís hafði tjáð sig af stillingu og hóf- semd í hatrammri deilu um hermálið, ólíkt mörg- um öðrum, og olli þetta henni litlum skaða. Vigdís hefði aldrei orðið forseti n Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur hafa reynt að höfða til Ara Trausta Guð­ mundssonar um að hætta við for- setafram- boð, til að tryggja fall Ólafs Ragnars Grímsson­ ar. Fyrirmynd Þóru, Vigdís Finnbogadóttir, hefði aldrei orðið forseti ef stuðnings- menn helsta keppinaut- ar hennar árið 1980 hefðu náð sínu fram. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari var vinsæll mað- ur og óumdeildur. Hann fékk 32,3 prósent atkvæða og tapaði naumlega fyrir Vigdísi, hlaut aðeins 1.900 færri atkvæði en hún. Áður höfðu hins vegar stuðnings- menn hans þrýst á Albert Guðmundsson ráðherra og Pétur J. Thorsteinsson sendiherra að draga fram- boð sín til baka og fylkj- ast að baki Guðlaugi. Al- bert fékk tæp 20 prósent og Pétur 14 prósent, þannig að fyrsti þjóðkjörni kvenkyns þjóðhöfðinginn hefði lík- lega ekki orðið íslenskur ef það hefði gengið eftir. Skammir og svívirðingar frá gömlum vinum Veslast upp hér Egill Helgason um forsetakosningarbaráttuna og einkenni hennar. – Facebook Katrín Oddsdóttir um aðstöðu flóttamannsins Askarpour Mohammmed. – DV „Ef þú ert ekki með okkur“ „Sá sem skilur þetta ekki er takmarkaður, jafnvel flón. Leikur á Langasandi Mikil blíða hefur leikið við Skagamenn undanfarið, eins og reyndar landsmenn alla. Veðurguðirnir hafa verið örlátir á sólskinið og hitinn verið með besta móti og því ekki úr vegi að kæla sig í sjónum. Mynd Sigtryggur AriMyndin Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 27. júní 2012 Miðvikudagur Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.