Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2012, Síða 22
22 Menning 27. júní 2012 Miðvikudagur
„MöMMukláM“ selst
eins og heitar luMMur
M
amma þín er að
lesa þessar bækur,
kannski amma þín
líka. Um beinstífa
karlmannslimi og
sadómasókískt kynlíf.
Markaðstöfrar Harry Potter
duga skammt þegar kemur
að klámi markaðssettu fyrir
„þroskaðar“ konur. Bókaröðin
Fifty Shades of Grey eftir E.L
James selst eins og heitar
lummur í Bandaríkjunum.
Nánar tiltekið hafa selst 10
milljónir eintaka um heim
allan og höfundarrétturinn
seldur til 37 landa.
Fifty Shades of Grey er
nokkurs konar endursögn,
spunasaga, á annarri frægri og
vinsælli bókaröð, Twilight eftir
Stephanie Meyer.
Nöfnum sögupersóna og
sögusviði hefur verið breytt.
Engar vampírur og í stað meló-
dramans kemur sjóðheitt kyn-
líf.
Aðalsöguhetjan er ung
kona með brotna sjálfs-
mynd sem á í sambandi við
sadómasó kískan milljarða-
mæring. Anastasia Steele og
Christian Grey stunda kynlíf í
„herbergi sársaukans“.
Vilja konur ekki vald í
kynlífi
En það eru ekki spursmál um
höfundarrétt sem vekja mesta
umræðu. Bókmenntirnar
hafa mest verið gagnrýndar
af femínistum fyrir ofnotkun
á sadómasókísku kynlífi.
Katie Roiphe, blaðakona á
Newsweek, spyr hvort það sé
til of mikils mælst að söguhetj-
ur bókanna búi yfir frjálsum
vilja og veltir vöngum yfir því
hvort konum finnist tilhugsun-
in um vald óþægileg. „Jafnvel
okkur sem ólumst upp í því að
fara með völd?“
Katie spyr einnig hvort það
sé svo að konur vilji jafnrétti
aðeins á afmörkuðum sviðum
en kæri sig ekki um það á öðr-
um. „Vald og allt það sem því
fylgir gæti okkur fundist leiðin-
legt,“ veltir hún fyrir sér.
Andrea Reiher, bókmennta-
gagnrýnandi og ritstjóri, mót-
mælti ummælum Roiphe og
sagði undirgefnina ekki merki
um að konur vilji gefa frá
sér vald eða jafnrétti og seg-
ir frá því að henni hafi fundist
sagan snúast um nokkuð ann-
að. „Mér finnst sagan vera um
drottnun og misnotkun, konu
sem örvæntingarfull vill þókn-
ast karlmanni.“
Karlar sækja í undirgefni
Áhugavert í þessari heitu um-
ræðu er að í hana hafa bland-
að sér konur sem drottna í
kynlífi. Ein þeirra er Melissa
Febos sem segir misskilning
að konur séu almennt undir-
gefnar í kynlífi. Hún segir
karla sækja í undirgefni í kyn-
lífi í miklum mæli. Það þyki
þeim eftirsóknarvert frelsi.
Hún hefur einnig sagt að
vinsældir bókanna endur-
spegli kvíða kvenna yfir
breyttum tímum jafnréttis,
það þýði hins vegar ekki að
þær séu ófrjálsar, óhamingju-
samar eða ófemínískar.
„Það þýðir hins vegar að
milljónir kvenna hungrar í
kynferðislegar fantasíur af
öðrum toga en þær sem karlar
framleiða fyrir karla og hing-
að til hefur verið mest eftir-
spurn eftir.“ Þannig tekur hún
undir að konur séu að gang-
ast klámvæðingunni á hönd
og að eftirspurn eftir klámi
sé fjölbreytt og sé einnig að
breytast meðal karla.
Gömul þemu í nýjum
búningi
Soraya Chemaly tekur ekki
í sama streng. Hún sagði
í The Huffington Post að
áhuginn á bókunum væri
ekki bundinn við einhvers
konar nýlundu. Hann væri
ekki byltingarkenndur eða
til marks um aukna klám-
væðingu. Hann væri raunar
afar hefðbundinn. Bækurn-
ar væru á engan hátt frum-
legar og byggt væri á göml-
um mýtum gömlu bókanna
úr rauðu seríunum þar sem
þemun eru hreinar meyjar,
skemmdir karlar, undirgefni
og yfirráð.
Hins vegar væri opin um-
ræða um kynlíf ákveðinn
femínískur sigur.
Dr. Drew segir bækurnar
truflandi og spyr sig um
mörkin á milli kynfrelsis og
klámvæðingar. „Þau eru á
gráu svæði,“ segir hún og vís-
ar glettilega í heiti bókanna.
Hún segir það þó gilda einu.
„Ef bókin verður til þess að
auka ánægju kvenna og tilf-
inningu þeirra um nánd, þá
það!“ kristjana@dv.is
Klámvæðing kvenna Mamma
þín er að lesa Fifty Shades of Grey,
kannski amma þín líka.
Karlar vilja vera undirgefnir Melissa Febos segir misskilning að konur
séu almennt undirgefnar í kynlífi. Hún segir karla sækja í undirgefni í kynlífi í
miklum mæli. Það þyki þeim eftirsóknarvert frelsi.
n Matthew Curry, eigandi einnar
stærstu vefverslunar með hjálp-
artæki ástarlífsins, Lovehoney.
co.uk, segir vinsældir bókanna
hafa aukið sölu á hjálpartækjum
kynlífsins í verslun sinni um 400
prósent.
„Ég rek söluna beint til vinsælda
bókanna, ég hef tekið eftir aukinni
sölu á rafbókum um kynlíf og
ýmsum tækjum sem notuð eru í
sadómasókísku kynlífi, svo sem
handjárnum og öðru.“
n Nú liggur fyrir að framleidd
verður kvikmynd eftir bókunum og
því eru miklar vangaveltur tengdar
því hverjir muni fara með aðal-
hlutverkin og hver muni leikstýra
myndinni.
Í mánuðinum bárust fréttir af
því að Angelina Jolie sýndi því
mikinn áhuga og væri sest að
samningaborðinu. Angelina hefur
sjálf ítrekað lýst yfir áhuga sínum á
sadómasókísku kynlífi.
Bret Easton Ellis, höfundur Amer-
ican Pshyco, vill aðlaga handritið
að hvíta tjaldinu. „Ég býð mig fram
til þess að skrifa handritið, og er
mjög spenntur fyrir því,“ sagði
hann nýverið.
Bækurnar kvikmyndaðar
Aukin sala hjálpartækja
Skálmöld og
Botnleðja á
Eistnaflugi
Það verður nóg í boði fyrir
rokkþyrsta tjaldgesti á
Eistnaflugi, árlegri tónlist-
arhátíð, sem haldin verður í
Neskaupstað 12. til 14. júlí.
Yfir 40 hljómsveitir deila
sviðinu og þar verður að
finna allt frá indí- til black
metal-tónlistar. Á meðal
hljómsveita sem munu
troða upp eru rokkvík-
ingarnir í Skálmöld en þeir
voru einmitt klappaðir upp í
fyrra. Einnig munu Sólstaf-
ir, Hellvar, Moldun, Ang-
ist, Saktmóðigur, Dr. Spock,
Dimma, Morðingjarnir og
Botnleðja koma fram.
Flagarinn
Don Giovanni
á Íslandi
Kvennabósinn Don
Giovanni ryðst grímuklædd-
ur inn á heimili Donnu
Önnu til þess að eiga með
henni ástarfund. Hún hróp-
ar á hjálp og þegar faðir
hennar, Il Commendatore,
kemur hlaupandi bregst
Don Giovanni ókvæða
við og rekur karlinn á hol.
Þannig hefst meistaraverk
Mozarts um flagarann Don
Giovanni. Óperan verður
flutt á tvennum tónleikum
á íslensku í byrjun júlí, nán-
ar tiltekið á Þjóðlagahátíð-
inni á Siglufirði 8. júlí kl. 14
og í Eldborgarsal Hörpu 10.
júlí kl. 20. Flytjendur eru átta
íslenskir einsöngvarar sem
flestir eru við nám erlend-
is, Sinfóníuhljómsveit unga
fólksins og Háskólakórinn.
Sögumaður og leikstjóri er
Bjarni Thor Kristinsson óp-
erusöngvari. Þýðandi og
hljómsveitarstjóri er Gunn-
steinn Ólafsson en meðleik
á æfingum annast Guðríð-
ur St. Sigurðardóttir píanó-
leikari.
Dúettar á
Gljúfrasteini
Næstkomandi sunnudag,
þann 30. júní, munu Andr-
és Þór Gunnlaugsson gítar-
leikari og Sigurður Flosason
saxó fónleikari leiða saman
hesta sína á Gljúfrasteini
og framkalla ljúfa tóna fyrir
áheyrendur. Þeir munu leika
vel valin lög úr eigin lagasöfn-
um í notalegri dúettaupp-
setningu. Tónleikarnir hefjast
klukkan 16.00 og eru öllum
opnir. Aðgangsverð er 1.000
krónur.
n Mömmur og ömmur lesa klám n Fifty Shades of Grey byggja á Twilight-bókunum