Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Page 24
Ógn stafar af auðæfum Psg 24 Sport 18. júlí 2012 Miðvikudagur Þ etta er stórt vanda­ mál sem knattspyrnu­ heimurinn þarf að glíma við,“ segir Christian Gourcuff, knattspyrnustjóri franska úr­ valsdeildarfélagsins Lorient, um stefnu forráðamanna hins nýríka félags, Paris St. Germain (PSG) í Frakklandi. Félagið hefur farið mikinn á leik­ mannamarkaðnum í sumar og hefur ekkert félag í Evrópu eytt jafn miklum fjármunum í leik­ menn og Parísarliðið. Ótakmarkaðir sjóðir eig­ end anna, Qatar Investment Authority, hafa gert félaginu kleift að kaupa rándýra leik­ menn. Nú síðast skrifaði brasil­ íski varnarmaðurinn Thiago Silva undir fimm ára samning við félagið en hann var keypt­ ur frá Milan á 46 milljónir evra, eða 7,2 milljarða króna. Fyrr í sumar kom Ezequiel Lavezzi til félagsins frá Napoli fyrir 30 milljónir evra, eða 4,4 millj­ arða króna. Þá verður Svíinn Zlatan Ibrahimovic hjá Milan, líklega kynntur sem leikmað­ ur PSG í dag, miðvikudag, en tilboði upp á 23 milljónir evra, eða 3,4 milljarða króna, var tekið á dögunum. Stjóri PSG er Carlo Ancelotti sem tók við um síðustu áramót. Uggandi þróun Forráðamenn annarra liða í Frakklandi eru uggandi vegna þessarar þróunar, ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að ekkert félag í Frakklandi hef­ ur yfir jafn miklum fjármunum að ráða. Félagið er í eigu fjár­ festingarsjóðs í eigu yfirvalda í Katar. Sjóðurinn var stofnað­ ur árið 2005 og rennur ágóði yfirvalda af olíusölu og olíu­ vinnslu í umræddan sjóð. Fé­ lagið keypti 70 prósenta hlut í PSG í maí í fyrra en rúmu ári áður bárust fréttir af því að fjárfestingarsjóðurinn hefði borið víurnar í enska stórliðið Manchester United. Talið er að eignir Qatar In­ vestment Authority nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, eða 7.500 milljörðum króna, og því ekki óvarlegt að halda því fram að PSG sé ríkasta fé­ lagslið heims. Kaupa allt sem þeir vilja „Fótboltanum stafar hætta af þessu,“ segir Christian Gourcuff, en hann er faðir Yo­ hanns Gourcuff leikmanns franska landsliðsins og erkifj­ enda Parísarliðsins, Olympique Lyon. Hann bendir á að þó Parísarliðið hafi yfir miklum fjármunum að ráða skili þessir peningar sér ekki inn í franska boltann. Hann vill að meira fjárhagslegt jafnræði verði á milli liða og hefur áhyggjur af því að PSG muni einoka Frakk­ landsmeistaratitilinn á kom­ andi árum. Gourcuff er ekki einn um að hafa áhyggjur af þessari þró­ un. Vikash Dhorasoo, fyrrver­ andi leikmaður PSG og franska landsliðsins, fer ófögrum orð­ um um eigendur félagsins í við­ tali sem birtist í tímaritinu So Foot á dögunum. „Katarar geta keypt allt sem þeir vilja. Jafnvel manneskjur. Skiptir ekki máli hvort manneskjan heitir Zlat­ an, Kaka eða Tevez. Þeir vilja bara borga nógu mikið,“ segir hann. Sigur, ekkert annað Augljóst er að forráðamenn Parísarliðsins ætla sér stóra hluti á komandi árum, ekki einung­ is í frönsku deildinni heldur einnig í Meistaradeild Evrópu. Parísarliðið, sem er eitt sögufræg­ asta félag Frakklands, endaði í öðru sæti deildarinnar í vor. Það er hins vegar morgunljóst að fá félög munu standast þeim snún­ ing í frönsku deildinni í vetur. „Við viljum gera vel í Meistara­ deildinni. Það er engin spurning. Það var frábært að fá Thiago Silva. Hann mun hjálpa okkur mikið í vörninni og verður lykilleikmað­ ur fyrir okkur. Lavezzi er leikmað­ ur sem getur gert gæfumuninn og það sama má segja um Zlat­ an. Við erum nú þegar með mjög gott lið en það verður enn betra ef hann kemur,“ segir Argentínu­ maðurinn Javier Pastore, sem kom til félagsins í fyrrasumar frá Palermo. Parísarliðið greiddi 40 milljónir evra fyrir hann, eða 6,2 milljarða króna. Fyrsti leikur PSG í frönsku deildinni er einmitt gegn lærisveinum Christians Gourcuff, Lorient, á heimavelli þann 11. ágúst næstkomandi. Moldríkir Félagið er í eigu fjár­ festingarsjóðsins Qatar Investment Authority. Á þessari mynd sjást Bras­ ilíumaðurinn Nene og Argentínu­ maðurinn Javier Pastore. n Yfirvöld í Katar eiga PSG n Ekkert félag eytt jafn miklu í leikmenn í sumar„Katarar geta keypt allt sem þeir vilja. Jafnvel manneskjur. Komnir Thiago Silva skrifaði undir samning við PSG á dögunum og Zlatan er einnig á leiðinni til félagsins. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Tilboði United í Moura hafnað Forráðamenn brasilíska liðsins Sao Paulo hafa hafn­ að 38 milljóna evra, eða 5,9 milljarða króna, tilboði Manchester United í hinn nítján ára Lucas Moura. United hefur verið á höttun­ um eftir Moura í allt sum­ ar og samkvæmt fréttum brasilískra fjölmiðla var 32 milljóna evra tilboði United hafnað á dögunum. Moura er í liði Brasilíu sem tekur þátt í Ólympíu leikunum í London sem hefjast eftir rúma viku. Forsvarsmenn United höfðu vonast til að landa Moura áður en leik­ arnir byrjuðu en sú von virð­ ist dvína með hverjum deg­ inum. Ber ekki kala til Mourinho Tito Vilanova, nýráðinn stjóri Barcelona, kveðst ekki bera kala til Portúgal­ ans José Mourinho, stjóra erkifjendanna í Real Ma­ drid. Vilanova og Mourin­ ho hafa eldað grátt silfur saman á hliðarlínunni en eins og frægt er orðið potaði Mourinho í auga Vilanova þegar Barcelona mætti Real Madrid í Ofurbikarnum á Spáni á síðustu leiktíð. Þá var Vilanova aðstoðarmaður Josep Guardiola sem hætti störfum í vor. „Það er þreyt­ andi að það sé enn verið að tala um þetta atvik. Hann tók mjög vel á móti mér þegar ég hitti hann aftur og ég ber ekki kala til hans,“ segir Vilanova. Barcelona og Real Madrid mætast aftur í Ofurbikarnum í ágúst. Litli Hazard líka til Chelsea Evrópumeistarar Chelsea íhuga nú að reyna að fá Thorgan Hazard, yngri bróð­ ur Eden Hazard, til félagsins. Eden gekk í raðir Chelsea í sumar fyrir 32 milljónir punda, eða rúma sex millj­ arða króna, og vill yngri bróðir hans fylgja honum til Chelsea. Thorgan Hazard, sem er 19 ára, er samnings­ bundinn Lens í Frakklandi en þar sem samningur hans rennur út næsta sumar er líklegt að forsvarsmenn Lens séu reiðubúnir að selja leik­ manninn fyrir tiltölulega litla upphæð. Eden Hazard, sem þykir afar leikinn með boltann, segir að yngri bróð­ ir sinn sé mun hæfileikarík­ ari en hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.