Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Qupperneq 56
Er hann ekki bara inni í skápnum? „Fann sig“ n Hörður Magnússon íþrótta­ fréttamaður átti einn lúms­ kasta brandara vikunnar þegar hann laumaði inn skoti á Garðar Gunnlaugsson í umfjöllun Pepsi­ markanna um leik ÍA og Fylk­ is á miðvikudagskvöld. Garð­ ar skoraði tvö mörk í leiknum og var manna bestur á vellin­ um. Þorði Hörður ekki öðru en að viðurkenna að framherjinn knái hefði heldur betur „fund­ ið sig“ í leiknum. Skemmst er að minnast þegar Garðar varð bál­ reiður yfir ummælum Harðar í sama þætti á dögunum þegar hann sagði Garðar ekki vera að finna sig með ÍA. Í kjölfarið fylgdi mikill reiðipistill frá Garðari þar sem hann hraunaði yfir Hörð. Síðar baðst hann afsökunar á upphlaupi sínu en margir glottu við tönn yfir ummæl­ um Harðar í þætti vik­ unnar. Agabrot Tryggva n Aðrir knattspyrnumenn eru ekki í jafn góðum málum og Garðar því í vikunni var greint frá því að Eyjamennirnir Tryggvi Guðmunds- son og Eyþór Helgi Birgisson hefðu brotið agareglur ÍBV um verslunar­ mannahelgina og fengið sér í glas. Samn­ ingi Eyþórs var rift en Tryggvi var sendur í ótímabundið bann. Magnús Gylfa- son, þjálfari liðsins, hefur stað­ fest að um áfengistengd agabrot hafi verið að ræða en það er ekki í fyrsta skipti sem Tryggvi kemur sér í vandræði vegna drykkju á tímabilinu. Í byrjun maí var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fór í kjölfarið í meðferð. Hann virðist hafa fallið um síðustu helgi og er nú talað um að ferli hans sé lokið í Eyjum. Jón Gnarr og Heimdallur n „Hann sagði að það væri álíka gáfulegt að bregðast við uppá­ tækjum Heimdallar og einhverju sem Sverrir Stormsker tekur upp á,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmað­ ur Jóns Gnarr um leit Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagið heitir vegleg­ um fundarlaunum, VHS­spólu og áskrift að Séð og heyrt, handa þeim sem hefði upp á borgar­ stjóranum, sem þeim þykir lítt sýnilegur. Sverrir Stormsker tek­ ur ekki nærri sér að vera líkt við Heimdall. „Það er til miklu verri félagsskapur en Heimdallur – al­ veg örugglega – þó ég muni ekki eftir neinum akkúrat núna,“ segir Sverrir og bætir við: „Ég studdi Heimdall á sínum tíma og skrif­ aði grein til stuðn­ ings Jóni Gnarr fyrir síðustu borgarstjórn­ arkosningar; kannski gerði ég stór mis­ tök í bæði skiptin.“ P áll Óskar Hjálmtýsson var, þegar DV náði tali af honum á fimmtudag, í óðaönn að skreyta trukkinn sem hann verður á í gleðigöngu Hinsegin daga á laugar­ daginn. „Ég og yndislega fólkið sem er að vinna með mér erum að gera sundtrukk og ætlum að synda niður gönguna. Hafið á eftir að keyra fram hjá viðstöddum með fiskum, kol­ kröbbum, sæhestum og hafmeyjum,“ segir Páll Óskar. Hann viðurkenn­ ir þó að ekki verði einn einasti vatns­ dropi í trukknum heldur sé um leik­ mynd að ræða. Leikmyndin sé óbein tilvísun í HM samkynhneigðra í sundi sem haldið var í Reykjavík í maí. „Í gegnum tíðina hafa samkynhneigðir stundað íþróttir af jafn mikilli ástríðu og gagnkynhneigðir í gegnum tíðina. Af einhverjum ástæðum hafa samkyn­ hneigðir þó þurft að læðast meðfram veggjum í sinni íþróttaiðkun. Sund­ trukkurinn er yfirlýsing þess efnis að samkynhneigt íþróttafólk eigi ekki að læðast meðfram þessum veggj­ um heldur vera eins litríkt og sýnilegt og frekast er unnt – rétt eins og sund­ trukkurinn.“ Gangan hefst við BSÍ klukkan 14 en eftir gönguna tekur við frekari skemmtidagskrá þar sem hann treð­ ur upp ásamt fleiri listamönnum. „Eft­ ir það fæ ég bara að slaka á að mestu leyti. Ég mun persónulega ekki standa fyrir balli um kvöldið því skemmti­ staðnum Nasa hefur verið lokað. En um kvöldið verða Hinsegin dagar með ball á skemmtistaðnum Broad­ way með sætaferðum úr miðbænum á kortersfresti. Þar sem ég mun taka nokkur lög. Fyrir utan það mun ég skemmta mér vel meðal áhorfenda,“ en vegna lokunar Nasa verður hann ekki með ball um kvöldið þetta árið. Í sundtrukk í gleðigöngunni n Samkynhneigðir eiga ekki að læðast með veggjum Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 10.–12. áGúST 2012 91. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Ekki á Nasa Páll Óskar mun skemmta sér með áhorfendum þetta árið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.