Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 6
Stálu úr búðum
fyrir 14 milljónir
Samtals: 14.209.709 krónur*
*Samkvæmt ákæru lögreglu.
n 177 yfirhafnir
n 162 pör af skóm
n 89 buxur
n 63 töskur
n 58 blússur
n Nærföt
n Ilmvötn
n Rakspíri
n Tannburstar
n Vítamín
n Sléttujárn
n Maskarar
n Sundföt
n Sokkar
n Sokkabuxur
n Belti
Meðal þess
sem þær stálu
6 Fréttir 5. september 2012 Miðvikudagur
M
æðgurnar Emma Trinh
Thi Nguyen og Jenný Ngoc
Anh Mánadóttir hafa ver-
ið ákærðar fyrir stórfelldan
þjófnað á fötum, skóm og
snyrtivörum. Mál þeirra verður þing-
fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag,
miðvikudag. Gróflega áætlað eru þær
taldar hafa stolið varningi fyrir alla-
vega um 14 milljónir króna. Kjart-
an Ólafsson hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu segir líklega um að
ræða stærsta búðarþjófnað sem upp
hefur komist. Mæðgurnar eru ekki
taldar eiga sér vitorðsmenn. Emma
er fædd árið 1969 og er því 43 ára en
dóttir hennar, Jenný, er fædd árið
1993 og er því 19 ára.
Ótrúlegt magn
Mæðgurnar stunduðu skipulagðan
þjófnað í verslunarmiðstöðvunum
Kringlunni og Smáralind í minnst
tæp tvö ár, þó líklegt sé talið að hann
hafi staðið lengur. Við þjófnaðinn
notuðu þær sérútbúna poka sem
fóðraðir voru að innan með álpappír
til þess að verjast þjófavörnum versl-
ananna. Magnið af fötum, skóm og
snyrtivörum sem fannst heima hjá
mæðgunum er hreint ótrúlegt. Lög-
reglan þurfti að verðleggja hvern
einasta hlut til þess að hægt væri að
finna út heildarverðmæti þýfisins,
það tók hátt á áttunda mánuð enda
magnið gífurlegt, rúmlega 1.000 hlutir
fundust í fórum þeirra.
Mikið af merkjavöru
Ákæran er 32 blaðsíður að lengd
en þar er að finna nákvæman lista
yfir það þýfi sem fannst á heimilum
mæðgnanna en leitað var hjá þeim í
tvö skipti.
Af listanum að dæma virðast
mæðgurnar hafa haft dýran smekk og
ekki hafa veigrað sér við að stela dýrri
merkjavöru. Meðal þess sem finna
mátti í ránsfengnum voru dýr skó-
búnaður, svo sem stígvél frá Boss sem
kosta 69.990 krónur, fjölmargar kulda-
úlpur sem kosta á bilinu 25–50 þús-
und krónur, nokkrar Karen Millen-
kápur og -kjólar – ein kápan kostar
94.990 krónur, DKNY-jakki á 89.990
ásamt DKNY-kápu á 159.990 svo eitt-
hvað sé nefnt. Á listanum í ákæruskjal-
inu er að finna allt frá naglaklippum,
möskurum, ilmvötnum, rakspírum og
sléttujárnum, til kjóla, yfirhafna, skó-
búnaðar, buxna, nærfata, náttsloppa
og svo mætti lengi telja.
14 milljónir
Þær Emma og Jenný voru ákærðar
fyrir að hafa frá 1. janúar 2010 til 20.
október 2011, þegar þær voru gripn-
ar við iðju sína í Smáralind, stolið
varningi fyrir rúmlega 14 milljónir
króna. Tekið hefur verið saman ná-
kvæmlega verðmæti þess þýfis sem
fannst á heimilum mæðgnanna en
það er þó gróflega reiknað og líklegt
þykir að ekki hafi allt þýfið fundist.
Þá voru þær með fatnað og annan
varning fyrir um 200 þúsund krónur
á sér þegar þær voru teknar í Smára-
lind. Eftir að þær voru handteknar,
kom í ljós hversu skipulagður þjófn-
aðurinn var, og þá leitaði lögreglan
heima hjá mæðgunum. Þar fannst
töluvert af fatnaði með áföstum
merkimiðum. Þar að auki fannst 21
kannabisplanta í sérútbúnu herbergi
á heimili móðurinnar. Lögreglan gerði
einnig húsleit hjá dótturinni þar sem
fannst töluvert af fatnaði og snyrti-
vörum. Við skýrslutöku viðurkenndu
þær að hafa stolið fötum úr verslun-
um í Smáralind auk þess sem móðirin
viðurkenndi að hafa ræktað kannabis-
plöntur á heimili sínu.
Miklu meira dót í seinna skiptið
Þriðjudaginn 25. október var móð-
irin, Emma, boðuð aftur í skýrslu-
töku. Lögreglan ákvað þá að leita aft-
ur í húsnæði hennar í þeim tilgangi að
leggja hald á tölvur sem hún átti, með-
al annars til þess að reyna að komast
að því hvort þær hefðu selt varninginn
á vefsíðum á netinu. Þá fannst í íbúð-
inni mikið magn fatnaðar og snyrti-
vara sem ekki hafði verið þar þegar
fyrst var leitað. Lögreglan lagði hald
á um 30 svarta ruslapoka af varningi
auk tæplega hálfrar milljónar króna í
reiðufé. Auk þess var ákveðið að leita
heima hjá dótturinni en þar var einnig
töluvert magn þýfis, eða um 10 svart-
ir ruslapokar, sem ekki var þar við
fyrri leit. Ljóst er að mæðgurnar héldu
áfram að stela eftir að þeim var sleppt
úr haldi þann 21. október en talið er
að þær hafi geymt þýfið á öðrum stað
og komið því fyrir aftur í íbúðunum
eftir að þær voru teknar.
Í rannsókn lögreglu hefur ekki
komið í ljós hvað þær ætluðu að gera
við þýfið eða hvort þær hafi selt hluta
þess. Fyrst um sinn taldi lögreglan að
aðrir væru viðriðnir málið vegna um-
fangs þess en ekkert í rannsókninni
bendir til að svo sé.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
n Mæðgurnar Emma og Jenný eru sakaðar um stórfelldan þjófnað
Skór Hér má sjá
hluta af skónum sem
mæðgurnar stálu.
Dóttirin Hér er Jenný, dóttirin að máta kjól. Myndin er fengin af Facebook.
Rétt að hækka skatt á gistingu
n Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann skýrslu um málið
N
úna er rétti tíminn til að
hækka aftur virðisaukaskatt
á gistingu. Þetta er mat Hag-
fræðistofnunar Háskóla Ís-
lands sem vann skýrslu um málið
fyrir fjármálaráðuneytið. Þar kem-
ur fram að gera megi ráð fyrir því
að heildarútgjöld erlendra ferða-
manna hækki um tæp tvö prósent
við hækkunina. Þá telur stofnunin
að hækkunin skili ríkissjóði á bilinu
3,2 til 3,4 milljörðum króna í við-
bótartekjur.
Fyrirhuguð hækkun virðisauka-
skatts á gistingu hefur verið harð-
lega gagnrýnd af aðilum sem starfa
í ferðaþjónustu. Skatturinn hefur
verið í neðra virðisaukaskattþrepinu
en fjármálaráðuneytið hefur kynnt
hugmyndir um að færa skattinn í
efra skattþrepið.
Í skýrslunni kemur fram að þrátt
fyrir hækkunina muni skattbyrði á
gistiþjónustu, þegar bæði er litið
til virðisaukaskatts og tekjuskatts,
verða 36,3 prósent en hún er í dag
25,2 prósent. Í Evrópu er skattbyrðin
að meðaltali 30,6 prósent. Þá er bent
á að erlendar rannsóknir gefi til
kynna að hækkun á verði á gistingu
leiði ekki til að eftirspurn dragist
saman um samsvarandi hlutfall.
adalsteinn@dv.is
Fjórhjól fram
af hengju
Ökumaður fjórhjóls slasaðist
alvarlega þegar hann ók fram af
hengju og hafnaði ofan í malar-
námu á Suðurnesjum. Ökumað-
urinn hafði verið að aka eftir
slóð sem lá að námunni sem er í
nágrenni við Suðurstrandarveg
þegar slysið varð.
Í tilkynningu frá lögreglunni
á Suðurnesjum kemur fram að
maðurinn hafi verið fluttur á
Landspítalann með sjúkrabif-
reið. Þar segir einnig að dráttar-
bíll hafi verið fenginn til að fjar-
lægja fjórhjólið.
Fundu poka
með dópi
Tveimur pokum með kannabis-
efnum var komið til lögreglunn-
ar á Suðurnesjum um og eftir
helgi. Annar pokanna fannst fyr-
ir utan skemmtistað í umdæm-
inu, þegar starfsmenn staðar-
ins voru að vinna þar við þrif.
Hinn pokinn fannst innan dyra
á öðrum skemmtistað. Þar voru
starfsmenn einnig við þrif þegar
þeir fundu hann undir borði.
Báðir pokarnir innihéldu lítið
magn af efnum.
Þá barst lögreglunni á
Suðurnesjum á mánudag til-
kynning um innbrot í áhalda-
húsið í Vogum. Þar hafði tveim-
ur loftpressum verið stolið úr
áhaldageymslu golfklúbbsins
á Vatnsleysuströnd. Þá hafði
bensínorfi einnig verið stolið.
Sá eða þeir sem þarna voru að
verki höfðu brotið niður hurð á
vesturhlið hússins og komist inn
með þeim hætti. Lögregla bið-
ur þá, sem eitthvað telja sig vita
um málið, að hafa samband.
Skilar meira en 3
milljörðum Gert er
ráð fyrir að heildar-
útgjöld ferðamanna
hækki um 2 prósent.
KOMDU Í YOGA
Hentar fyrir unga sem aldna
Kristín
Björg
Styrkur og jafnvægi
Tvö erfiðleikastig
Rétt öndun
- Góð slökun
Kennt í Sjúkraþjálf-
aranum Hafnarfirði
Byrjar 11. september
Nánari upplýsingar
í síma 691 0381