Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2012, Blaðsíða 24
Tevez hungrar í sigur n Segir að ósættið við Roberto Mancini hafi gert sér gott Ó sættið við Mancini reyndist gott fyrir mig,“ segir Carlos Tevez, leikmaður Manchest- er City, sem farið hefur glimr- andi vel af stað með liði sínu í ensku úrvalsdeildinni í vetur og verið, að öðrum ólöstuðum, besti leikmað- ur liðsins það sem af er. Tevez segist vera búinn að „finna hungrið“ eftir erfiða tíma. Tevez, sem er 28 ára, hefur skorað þrjú mörk í deildinni fyrir City í vet- ur og stigið upp eftir að Sergio Agu- ero meiddist. Flestir bjuggust við því að Tevez yrði seldur eftir að hann lenti upp á kant við stjórann, Ro- berto Mancini, í fyrra – annað kom þó á daginn. Tevez neitaði að koma inn á sem varamaður í leik gegn Ba- yern München í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar í september í fyrra. Roberto Mancini var gríðarlega ósáttur við Tevez og lýsti því yfir op- inberlega að leikmaðurinn væri „bú- inn“ hjá félaginu. Tevez fór í kjölfar- ið í sex mánaða útlegð til Argentínu og virtist flest benda til þess að hann myndi aldrei spila aftur í treyju City. Mancini tók hann þó í sátt und- ir lok síðustu leiktíðar og fékk hann að spila nokkra leiki undir lokin þar sem hann stóð sig vel. „Þetta reyndist gott fyrir mig því þetta hjálpaði mér að finna ástríðuna aftur. Áður spilaði ég til þess að fanga athygli landsliðsþjálfara Argentínu, en í dag spila ég ánægjunnar vegna og til að vinna leiki,“ segir Tevez og bætir við að landsliðið sé ekki leng- ur efst á forgangslistanum. „Félag- ið á alla athygli mína. Ég átti gott undirbúningstímabil þar sem ég gat einbeitt mér alfarið að félaginu og það hefur ekki gerst í fjögur til fimm ár,“ segir hinn hamingjusami Carlos Tevez. 24 Sport 5. september 2012 Miðvikudagur Bestu og verstu kaupin á lokadegi félagaskipta n Fimm bestu og fimm verstu kaupin á lokadegi félagaskiptagluggans n Wayne Rooney í hópi þeirra bestu en Andy Carroll þeirra verstu S íðasti dagur ágústmánað- ar og síðasti dagur janúar- mánaðar eru jafnan anna- samir hjá stjórnendum knattspyrnuliða í Evrópu. Hlutirnir þurfa að ganga hratt fyr- ir sig enda er lokað fyrir félaga- skipti í boltanum á miðnætti þessa daga. Fjölmörg stór knattspyrnulið í Evrópu þekkja það af eigin raun að hafa keypt köttinn í sekknum í viðleitni sinni til að styrkja hóp- inn. Það á þó ekki við um öll lið enda hafa fjölmörg þeirra keypt leikmenn sem hafa slegið ræki- lega í gegn. BBC tók á dögunum saman lista yfir bestu og verstu kaup enskra liða á lokadegi félaga- skiptagluggans – 31. ágúst annars vegar og 31. janúar hins vegar. Þar er að finna nöfn eins og Way- ne Rooney, Carlos Tevez og Andy Carroll. n Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Ég er himinlifandi með að fá tæki- færi til að vinna með jafn frábærum knattspyrnu- manni og Robinho. Wayne Rooney Everton til Manchester United (20 milljónir punda, 2004) n Everton-menn reyndu hvað þeir gátu að halda Wayne Rooney sem þarna var átján ára hjá félaginu. Tilboð frá Manchester United var þó of gott til að hafna og gekk United frá kaupunum þann 31. ágúst 2004. Rooney skrifaði undir sex ára samning og skoraði þrennu í sínum fyrsta leik gegn Fenerbache í Meistaradeildinni. Síðan þá hefur Rooney ekki litið um öxl og haldið áfram að gegna lykilhlutverki hjá United þó svo að erfiðir tímar hafi vissulega komið inni á milli. „ Ég er mjög spenntur. Ég held að við höfum fengið einn besta unga leikmanninn sem sést hefur í 30 ár.“ Sir Alex Ferguson um kaupin Marouane Fellaini Standard Liege til Everton (15 milljónir punda, 2008) n Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í að lýsa hæfileikum þessa hárprúða Belga. Hann er einn öflugasti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar og hefur farið vel af stað með Everton í fyrstu umferðum deildarinnar. Fellaini er einungis 24 ára og verði hann seldur er ljóst að Everton getur fengið mun meira en 15 milljónir punda. „ Þetta eru frábærar fréttir fyrir alla hjá klúbbnum. Hann mun hafa stóru hlutverki að gegna hjá Everton næstu árin.“ Robert Elstone stjórnarformað- ur Everton Danny Murphy Tottenham til Fulham (eins árs lánssamningur, 2007) n Hann komst ekki í lið hjá Totten- ham en varð strax lykilmaður í liði Fulham. Þegar útlit var fyrir að Fulham myndi falla kom Murphy sem stormsveipur inn í liðið og hjálpaði því að halda sæti sínu í deildinni. Hann skoraði eina markið í 1–0 sigri á Portsmouth sem gulltryggði sætið í deild þeirra bestu. Murphy var keyptur sumarið eftir og hélt áfram að standa sig vel. „ Hann getur splundrað vörnum and- stæðinganna með einni sendingu. Ég er ánægður með að hann hafi valið Fulham.“ Lawrie Sanchez þáverandi stjóri Fulham Jerman Defoe Tottenham til Portsmouth (6 milljónir punda, 2008) n Defoe átti erfitt með að komast í Tottenham-liðið og ákvað Harry Redknapp, sem þá stýrði Portsmouth, að kaupa leikmann- inn. Defoe myndaði sterkt par með Peter Crouch og skoraði mark í öðrum hvorum leik að með- altali. Þegar Redknapp tók við Tottenham í október 2008 keypti hann Defoe aftur til Tottenham í janúar 2009. „ Hann klárar færin sín frábærlega og hefur alltaf skor- að mörk. Fullur af sjálfstrausti mun hann sýna að hann er frábær, frábær markaskorari.“ Harry Redknapp þáverandi stjóri Portsmouth Fimm bestu kaupin Carlos Tevez Corinthians til West Ham (óuppgefið, 2006) n Kaup West Ham á Tevez og Javier Mascherano eru ein óvæntustu kaupin í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, enda höfðu leikmennirnir verið orðaðir við lið á borð við Manchester United, Arsenal og Chelsea. Mascherano fór að vísu frá félaginu í janúar 2007 en Tevez hélt áfram. Það er óhætt að fullyrða að Tevez hafi upp á sitt einsdæmi haldið West Ham í deildinni með átta mörkum í síðustu tíu leikjum tímabilsins. West Ham fékk síðar sekt vegna þess hvernig eignarhaldi á leik- mönnunum var háttað. Hvað sem því líður sannaði Tevez gildi sitt. „ Þetta eru frábær kaup fyrir okkur. Ég er ekki í vafa um að þessi kaup geri okkur kleift að keppa meðal bestu liða í Evrópu.“ Alan Pardew þáverandi stjóri West Ham, um kaupin Ætla ekki að kaupa Ronaldo Brasilíumaðurinn Leonardo, yfir- maður íþróttamála hjá hinu mold- ríka liði Paris St. Germain, segir að félagið ætli sér ekki að reyna að fá Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. Ronaldo kom mörgum í opna skjöldu um helgina þegar hann kvaðst vera óánægður í her- búðum Real. Hefur Ronaldo ver- ið orðaður við brottför í kjölfar- ið. „Okkur hefur aldrei dottið í hug að reyna að fá Ronaldo. Við erum mjög ánægðir með leik- mannakaup okkar í sumar,“ segir Leonardo en síðasti leikmaður- inn sem gekk í raðir félagsins er Gregory van der Wiel sem kom frá Ajax í Hollandi á þriðjudag. Del Piero til Grikklands? Alessandro Del Piero á í viðræð- um við gríska stórliðið Olympi- akos. Del Piero, sem er 37 ára, yf- irgaf Juventus í sumar eftir tæp 20 ár í herbúðum félagsins. Leikmað- urinn reyndi hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool, Celtic og FC Sion en Olympiakos virðist vera líklegasti áfangastaður leik- mannsins sem lék 91 landsleik fyrir Ítalíu. Samkvæmt grískum fjölmiðlum virðist engin kreppa ríkja hjá Olympiakos. Félagið hef- ur boðið Del Piero eins árs samn- ing sem myndi færa honum 1,75 milljónir punda, 340 milljónir króna. Chamberlain fær nýjan samning Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er tilbúinn að bjóða ungstirninu Alex Oxlade-Chamberlain nýj- an samning. Chamberlain hef- ur heillað marga stuðningsmenn Arsenal með spilamennsku sinni og vill Wenger tryggja að leikmað- urinn verði áfram hjá félaginu um ókomin ár. Wenger hefur misst nokkra lykilmenn frá félaginu sem voru við það að renna út á samn- ingi. Má þar nefna Cesc Fabre- gas, Samir Nasri og Robin van Persie. Breska blaðið The Daily Mail greinir frá því að félagið muni setjast niður með leikmannin- um og umboðsmanni hans síðar í mánuðinum til að ræða nýjan samning. Glaður Það er augljóst að Tevez er búinn að finna leikgleðina aftur enda aftur farinn að hrella varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.